Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2011

Ályktun vegna tilbođs Jóhönnu Sigurđardóttur forsćtisráđherra til LÍÚ um ađ festa í sessi mannréttindabrot á Íslandi

Stjórn Frjálslynda flokksins lýsir yfir miklum vonbrigđum međ ţćr fréttir ađ ríkisstjórn Íslands hyggist festa í sessi illrćmt kvótakerfi til áratuga, sem mismunar landsmönnum og sćrir réttlćtisvitund almennings. Ljóst má ţykja ađ ţeir ráđamenn sem samţykkja slíka ósvinnu geta veriđ sóttir til saka fyrir ađ fara gegn stjórnarskránni.

Stjórn Frjálslynda flokksins hvetur til ţess ađ sjómenn íhugi ađ láta reyna á ólögin um stjórn fiskveiđa sem brjóta í bága viđ álit Mannréttindanefndar Sameinuđu ţjóđanna og halda til veiđa.

29 apríl, 2011

Sigurjón Ţórđarson, formađur Ásta Hafberg, varaformađur Grétar Mar Jónsson ritari


Verđur Jón Gnarr fyrsti íslenski pólitíski flóttamađurinn?

Frami Jóns Gnarr hefur orđiđ mikill og skjótur. Nú á hátindi frćgđar sinnar sem nćr langt út fyrir landsteinana ţá hefur hann ekki nennt ađ setja sig inn í smćrri mál s.s. Icesavemáliđ eđa skólamál.  Jón Gnarr hefur ekki heldur nennt ađ hitta hvern sem er s.s. formann Frjálslynda flokksins enda er hann stjarna.

Á dögunum bođađi Jón Gnarr flótta sinn frá landinu vegna húmorslausra stjórnmála og tilgangslausra viđrćđna viđ einhverja minnihluta.  Mér finnast fréttir dagsins bera ţađ međ sér ađ ţađ styttist mjög í ađ Jón Gnarr verđi fyrsti pólitíski flóttamađur landsins. 

Ţađ verđur spennandi vita á hvađa lendur stjarnan muni ákveđa ađ skína nćst - mögulega Hollýwood eđa jafnvel Bollýwood.


mbl.is Húmorsleysi og neikvćđni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sex Skagamenn á móti Ásmundi Dađa

Ég heyrđi í kunningja mínum a Skaganum sem sagđi mér frá ţví ađ ţar vćri gert góđlátlegt grín af ţessari ályktun Vg, ţar sem  afsagnar Ásmundar Dađa vćri krafist.   Ályktunin var samţykkt naumlega á afar fámennum fundi, sem flokksforysta Vg hafđi blásiđ til, en einungis 6 fundarmenn greiddu henni atkvćđi.

Sú spurning hlýtur ađ vakna hvađ Steingrímur J. fćr út úr ţví ađ skrapa saman nokkrum hrćđum á samstöđufund viđ hreinsunarstarf sitt í ţingflokknum? 


mbl.is Skora á Ásmund Einar ađ segja af sér
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vitleysisumrćđa í bođi Samtaka Atvinnulífsins

Samtök Atvinnulífsins bjóđa landsmönnum upp á ţvílíka ţvćlu málflutning ađ ţađ hálfa vćri meira en nóg. Málflutningur sem gengur út á ađ ekki sé hćgt ađ gera almenna kjarasamninga í landinu vegna ţess ađ ţađ ţurfi ađ tryggja ţeim sem stunda fiskveiđar sérstaka einokun til ađ stunda veiđar og ţađ til margra áratuga! Rökin eru ađ ţađ verđi engar fjárfestingar nema ađ núverandi handhafar og afkomendur ţeirra fái réttindi umfram ađra landsmenn.  Ţetta er illskiljanlegt ţó vćri ekki vegna annars en ţess ađ margir ţeirra sem um er rćtt ađ ţurfi ađ hafa einokun, hafa steypt útgerđum sínum í gríđarlegar skuldir og tekiđ svakalegt fjármagn út úr atvinnugreininni.

Mađur hefđi skiliđ ađ ţađ vćri erfitt ađ gera kjarasamning ef ađ til stćđi ađ skera niđur veiđiheimildir um tugi prósenta og auđveldara vćri ađ semja ef veiđar og atvinnufrelsi yrđi aukiđ í sjávarútveginum. Sömuleiđis ćtti ţađ ađ greiđa fyrir samningum ef ađ allur fiskur fćri á fiskmarkađ en fyrir ţá sem trúa á mátt markađarins ćttu ađ sjá ţađ í hendi sér ađ ţađ myndi stuđla ađ aukinni verđmćtasköpun í landinu.

Stundum er engu líkara en ađ forysta SA og reyndar ASÍ einnig berjist á hćl og hnakka gegn markađslögmálum en fyrir einokun og fákeppni.


Forysta ASÍ er međ í samsćrinu

Leikaraskapurinn í kringum kjarasamningana er orđinn langdreginn og ţreyttur. Beggja vegna borđsins sitja forystumenn sem voru beinir ţátttakendur í hruninu ţar sem ţeir spiluđu međ útrásarvíkingum međ lífeyrispeninga landsmanna. Báđir hafa ţeir variđ kröftum sínum í ađ endurreisa og varđveita ţau kerfi sem ollu hruninu. Báđir voru sammála um ađ samţykkja Icesave, viđhalda óbreyttu lífeyrissjóđakerfi og verđtryggingu. Sömuleiđis leggja báđir mikla áherslu á svo undarlegt sem ţađ nú er, ađ verja óbreytt kvótakerfi sem skilar víst helmingi minni botnfiskafla á land en veitt var fyrir tveimur áratugum. Kvótakerfiđ sem forysta ASÍ og SA vill verja hvetur ennfremur til sóunar verđmćta og var upphaf loftbóluhagkerfisins.

 Ţađ er beinlínis galiđ ađ stilla varđveislu kvótakerfisins upp sem einhvers lykilatriđi sem forsendu ţess ađ semja um kaup og kjör viđ launafólk í landinu - kerfi sem brýtur í bága viđ jafnrćđi og mannréttindi landsmanna!

 Miklu nćr vćri ađ SA og ASÍ sameinuđust um ađ endurskođa algerlega frá grunni veiđiráđgjöfina og leyfa auknar veiđar og frelsi í atvinnugreininni.


mbl.is Reyna ađ ná skammtímasamningi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Steingrímur J. byggđi Vg upp og reif síđan niđur

Steingrímur J. á stćrsta ţáttinn í ţví ađ byggja upp Vg en á ţeirri vegferđ hefur hann fariđ í fjölbreytt en vissulega ólík hlutverk s.s. byltingarmanns, umhverfisverndarsinna, kvenfrelsismann, andstćđing Icesaves, Evrópusambandsins, talsmann hinna dreifđu byggđa, kvótakerfis, lýđrćđisumbóta og breyttra stjórnarhátta. Sömuleiđis hefur Steingrímur J. fariđ í búning ţjónustumanns AGS, verndara kvótakerfisins í sjávarútvegi og sölumanns á orkuauđlindum ţjóđarinnar til útlendinga. Steingrímur J. er atvinnumađur sem hefur skilnings á ţví ađ hvorki gagnsćiđ sem hann bođađi ţrútinn í rćđustól Alţingis á ekki viđ um hann og alls ekki á ţeim erfiđu tímum sem nú eru uppi. 

Sem von er hafa ţessi stöđugu hamskipti Steingríms J. gert talsmenn flokksins mjög ringlađa og hafa ţeir hver af öđrum týnst úr flokknum og jafnvel úr sjálfum ţingflokknum.

Fréttir kvöldsins hljóta ađ vera ađ Ásmundur Dađi Einarsson treystir sér ekki lengur til ţess ađ styđja ríkisstjórnina á međan ţau Guđmundur Steingrímsson og Siv Friđleifsdóttir gera sig líklega til ţess ađ veita stjórninni stuđning.  Sjötti ţingflokkurinn virđist vera í burđarliđnum á Alţingi en vćnta má ţess ađ Ásmundur Dađi gangi til liđs ţau Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslason. 

Ţó svo ađ ađfarir Steingríms J. viđ ađ rífa niđur Vg toppi jafnvel skipulagt niđurrif Halldórs Ásgrímssonar á Framsóknarflokknum, ţá  bjó hann ţetta dćmi til, á međan Halldór fékk sinn flokk í arf.


mbl.is Vantrauststillaga felld
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vantrauststillaga Bjarna Benediktssonar

Lítil von er  til ţess ađ vantrauststillaga Bjarna Benediktssonar verđi samţykkt ţar sem ađ hann virđist hafa lagt tillöguna fram án nokkurs undirbúnings.  Bjani ráđfćrđi sig hvorki viđ Framsóknarflokkinn né Hreyfinguna eđa hvađ ţá viđ tvímenningana sem nýlega sögđu skiliđ viđ ţingflokk Vg.

Ef tilgangurinn međ vantrauststillögunni er ađ opna pólitísk sár nú í kjölfar Icesave kosninganna ţá er eins víst ađ umrćđan verđi Sjálfstćđisflokknum ekki síđur erfiđ en ríkisstjórninni. Rćđa Bjarna munu ađ öllum líkindum ekki vigta ţungt í pólitískri framvindu en meiri athygli mun beinast ađ ţví hvort ađ ţingflokksvillingarnir í Vg ţau Lilja og Atli munu lýsa vantrausti á ríkisstjórnina. Atkvćđagreiđsla ţeirra mun upplýsa um hversu djúpstćđur ágreiningurinn er í Vg og ţá hversu lengi flokkurinn heldur saman.


Ţakkir til forseta Íslands

Stjórn Frjálslynda flokksins ţakkar Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir frćkna framgöngu hans í Icesave málinu. Frá upphafi hefur málsmeđferđ stjórnvalda í Icesavemálinu veriđ međ endemum s.s. ađ ćtla ađ ţröngva  Icesavesamningnum ólesnum í gegnum Alţingi og geta ekki skýrt og variđ af myndugleika málstađ Íslendinga.

Sú ákvörđun forsetans ađ skjóta Icesavemálinu til ţjóđarinnar verđur vonandi til ţess ađ núverandi ríkisstjórn og sömuleiđis ríkisstjórnir framtíđarinnar taki í auknum mćli ákvarđanir í samrćmi viđ vilja ţjóđarinnar.

Niđurstađan í ţjóđaratkvćđagreiđslu um Icesavesamninginn stađfestir ađ myndast hafi djúp gjá á milli ţings og ţjóđar.  Meirihluti kjósenda greiddi atkvćđi gegn ţví ađ taka á sig ótakmarkađa ábyrgđ og kostnađ vegna gallađs regluverks Evrópusambandsins og misferla fjármálakerfisins.  Nú ćtti ţađ ađ vera forgangsverkefni hjá ţjóđkjörnum fulltrúum ađ brúa gjána svo landsmenn snúi bökum saman allir sem einn.

Barátta og sigur grasrótarsamtakanna Samstöđu ţjóđar og Advice er merkilegur fyrir margra hluta sakir og ekki síst ađ ţau öttu kappi viđ sterkustu öflin í ţjóđfélaginu ţ.e. leiđandi stjórnmálaflokka, sérfrćđingaveldi og álitsgjafa flokkanna inn á fjölmiđlum, helstu fjölmiđla, Samtök atvinnulífsins og verklýđshreyfinguna.

 Venjulegir kjósendur sögđu nei viđ bođi valdastéttarinnar ađ játast undir  ósanngjarnan samning.

 Mikil barátta stendur um ţessi ólíku sjónarmiđ um allan heim og ţess vegna erum viđ Íslendingar ekkert eyland í umrćđunni á heimsvísu. Ísland hefur nú tekiđ ţá afstöđu ađ bankakerfiđ geti ekki gengiđ, ađ ţví vísu ađ almenningur borgi kostnađinn vegna mistaka ţess.

 

Sigurjón Ţórđarson, formađur

Ásta Hafberg, varaformađur

Grétar Mar Jónsson, ritari

 

Óútfyllt ávísun til ađ losna viđ uppgjör

Hruniđ er bein afleiđing af samkrulli spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglćframannanna í útrásarbönkunum. Almenningur hefur orđiđ vitni ađ ţví ađ furđu lítiđ hefur breyst í íslensku samfélagi á ţeim rúmu tveimur árum sem liđin eru frá hruni nema, jú, ađ lífskjör almennings eru stórskert. Enn eru sömu ađilar á ferđinni í viđskiptalífinu, og sömu kerfin og hagsmunabandalögin halda saman sem áđur. Skýringarnar á ţessari stöđnun eru ţćr ađ fjórflokkurinn sigrađi í síđustu alţingiskosningum og fékk 59 sćti gegn fjórum. Sameiginlegir hagsmunir stjórnmálamanna og fjárglćframannanna hafa fariđ saman um ađ   forđast hreinskiptiđ uppgjör og gera raunverulegar breytingar á íslensku samfélagi. Ógöngurnar sem Icesave-máliđ hefur ítrekađ ratađ í eru angi af ţessu getu- og viljaleysi stjórnvalda til ađ verja hagsmuni
íslensks almennings, enda hafa ţau óhreint mjöl í pokahorninu. Á síđustu misserum hefur stór meirihluti Alţingis, svo undarlegt sem ţađ er, miklu frekar veriđ harđur málsvari ţess ađ íslenskir skattgreiđendur beri einir alla ábyrgđ og áhćttu af Icesave-málinu í stađ ţess ađ halda á lofti málstađ íslenskra skattgreiđenda. Icesave-máliđ er bein afleiđing af gölluđu innistćđutryggingakerfi og óvönduđu eftirliti međ glćfralegu fjármálakerfi sem búiđ var ađ vara viđ um árabil. Ósanngjarnt er ađ íslenskir skattgreiđendur séu einir látnir sitja upp međ ađ tryggja tjón vegna kerfisins og endurgreiđa fjármuni sem aldrei rötuđu til landsins. Miklu nćr vćri ađ Evrópusambandiđ hefđi forgöngu um ađ tjóninu vćri ađ einhverju leyti skipt af sanngirni í stađ ţess ađ beita Íslendinga ţrýstingi og jafnvel síendurteknum
hótunum.  
Svo rammt hefur kveđiđ ađ ţessum róđri innanlands gegn hagsmunum Íslands í Icesave-málinu ađ margir standa í ţeirri trú ađ sú ađgerđ stjórnvalda ađ tryggja innistćđur í bönkum á Íslandi hafi ađ einhverju leyti skađađ ţá sem áttu fjármuni inni á Icesave-reikningum Landsbankans. Ţessu er algerlega öfugt fariđ ţar sem Bretar fá mörghundruđ milljörđum króna hćrri upphćđ endurgreidda   en ef Íslendingar hefđu látiđ hjá líđa ađ setja umdeild neyđarlög sem deilt er um, ţ.e. á sjöunda hundrađ milljarđa króna í stađ ţess ađ fá á tólfta hundruđ milljarđa króna. Íslendingar hafa ţví gert vel viđ Breta í umrćddu uppgjörsmáli sem snýst um fjármuni sem eins og áđur segir runnu ađ öllum líkindum ekki frá Bretlandseyjum og skiluđu sér ekki hingađ til landsins.
Efnahagsörđugleikar Íslands eru miklir og víst er ađ samţykkt Icesave verđur til ţess ađ óréttlátar og ólögvarđar skuldbindingar sem enginn veit hvađ verđa háar verđa ađ kröfum á hendur komandi kynslóđum sem hćgt verđur ađ innheimta.
Íslendingar eiga ađ afţakka ţađ kinnrođalaust ađ taka á sig skuldir fjárglćframanna ţann 9. apríl nk. ţó svo ađ stjórnmálamenn sem hafa meira og minna veriđ á spillingarjötunni forđist umfram allt heiđarlegt uppgjör viđ hruniđ.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband