Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015

NATO ætti að lægja öldur

Ekki er það gæfulegt að framkvæmdastjóri NATO standi þétt á bak við árás Tyrkja á Rússa og það áður en búið er að fara yfir málsatvik.

Tyrklandi er stjórnað af Réttlætis- og þróunarflokknum (AKP), sem byggir fyrst og fremst á trúarlegum gildum.  Tyrkir  ásamt Sádum hafa grafið undan stjórn Sýrlands og dregið lappirnar í báráttunni gegn ISIS. Það kom berlega fram í umsátri ISIS um Kobane og rökstuddur grunur hefur lengi verið uppi um að  vistir og olía ISIS fljóti fram og aftur yfir landamæri Tyrklands og Sýrlands.

Tyrkir hafa hins vega ekkert dregið við sig að ráðast á þá sem hafa verið hve harðastir í baráttunni gegn ISIS þ.e. Kúrda og Rússa.

Hyggilegast væri að NATO lími ekki örlög bandalagsþjóða við vafasöm uppátæki Erdogan.


mbl.is Mikil samstaða innan NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband