Leita í fréttum mbl.is

Vantrauststillaga Bjarna Benediktssonar

Lítil von er  til þess að vantrauststillaga Bjarna Benediktssonar verði samþykkt þar sem að hann virðist hafa lagt tillöguna fram án nokkurs undirbúnings.  Bjani ráðfærði sig hvorki við Framsóknarflokkinn né Hreyfinguna eða hvað þá við tvímenningana sem nýlega sögðu skilið við þingflokk Vg.

Ef tilgangurinn með vantrauststillögunni er að opna pólitísk sár nú í kjölfar Icesave kosninganna þá er eins víst að umræðan verði Sjálfstæðisflokknum ekki síður erfið en ríkisstjórninni. Ræða Bjarna munu að öllum líkindum ekki vigta þungt í pólitískri framvindu en meiri athygli mun beinast að því hvort að þingflokksvillingarnir í Vg þau Lilja og Atli munu lýsa vantrausti á ríkisstjórnina. Atkvæðagreiðsla þeirra mun upplýsa um hversu djúpstæður ágreiningurinn er í Vg og þá hversu lengi flokkurinn heldur saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er afskaplega erfitt að skilja hvað Bjarna gengur til með því að leggja fram þessa vantrauststillögu með þessum hætti og á þessum tímapunkti. Hvort sem hún verður felld eða samþykkt á ég erfitt með að sjá hvernig hún geti orðið honum eða FLokknum til framdráttar.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2011 kl. 15:08

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Auðvita ráðfærði Bjarni sig ekki við neinn, þar sem hann gat verið búin að flytja svona tillögu fyrir löngu síðan en hafði ekki þrek til.  Meiningin með þessari tillögu nú er að slá sjálfan sig til axarskaftariddara. 

Ef Sigmundur Davíð hefði flutt slíka tillögu þá væri hún mun meira sannfærandi.  En annars held ég að kosningar nú færi okkur  lítið annað en smá breytingar á samsafni áttavilltra rugludalla. 

Það þarf að hreinsa til í flokkunnum eftir þá hirtingu sem þeir fengu nú um helginna.  Auðvita verja þau Lilja og Co. stjórnina falli, annað kæmi mér á óvart.  Þannig hefur það alltaf verið hjá VG og skipir engu máli hvað gerst hefur áður.

   

Hrólfur Þ Hraundal, 13.4.2011 kl. 15:22

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

"Bjani ráðfærði sig hvorki við Framsóknarflokkinn né Hreyfinguna eða hvað þá við tvímenningana sem nýlega sögðu skilið við þingflokk Vg."

misritaðiru "Bjarni" rangt viljandi ? :D

Óskar Þorkelsson, 13.4.2011 kl. 18:28

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Nei það gerði ég alls ekki.

Sigurjón Þórðarson, 13.4.2011 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband