Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Vg úr meirihlutasamstarfi í Skagafirði?

Ný staða virðist vera komin upp í meirihlutasamstarfi Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem fulltrúar Vg og Framsóknarflokkas stofnuðu til - hér um árið.  Efstu menn á lista Vg þeir Gísli Árnason og Bjarni Jónsson  hafa gengið til liðs við J-lista Jóns Bjarnasonar og verður sá fyrrnefndi í 4. sæti á lista Jóns í Norðvesturkjördæminu.

Um þessa stöðu hafa framsóknarmenn ekki tjáð sig en þögn þeirra um hinn nýjan samstarfsaðila gefur til kynna að þeir hafi lagt blessun sína yfir Jónsflokk.


Ekki auknar þorskveiðar - fjölgar á elliheimilinu

Útreikningar Hafró á þorskstofninum sýna að hann er heldur minni en í fyrra! Það blasir við að ef fylgt verður núverandi nýtingarstefnu, að þá munu þorskveiðar ekki verða auknar heldur standa í stað og verða áfram innan við helmingur af því sem þorskveiðin var, fyrir daga kvótakerfisins.

Það sem veldur mér áhyggjum er að mælingar sýna að það er fækkun  í öllum aldurshópum frá því í fyrra, nema þeim elstu.  Mjög er áberandi hvað það er mikil fækkun á milli ára í hópi tveggja ára fiska og nýliðun helst áfram léleg. 

Það þarf ekki mikinn sérfræðing til að spá fyrir um framvindu stofnsins þegar eina fjölgunin er í elsta aldurhópnum - elliheimilinu.   


mbl.is Kvótinn verði aukinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband