Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2011

Betra ef satt vćri - Gaspur Steingríms J.

Steingrímur J. Sigfússon foringi ríkisstjórnarinnar fór mikinn í hádegisfréttatíma RÚV í ađ hreykja sér af styrkri stöđu ţjóđarbúsins.  Sannleikurinn er allur annar en stađan er grafalvarleg.  Á fyrstu 5 mánuđum ársins námu gjöld ađ međaltali á hverjum degi 180 milljónum krónum umfram ţađ sem ríkiđ aflađi.  Hallarekstur Steingríms og Samfylkingarinnar er gífurlegur. Hagtölur Seđlabankans sýna mikinn viđskiptahalla ţrátt fyrir ađ verđmćti innflutnings sé mun minni en útflutnings.  Ástćđan er gífurlegur vaxtakostnađur ţjóđarbúsins vegna erlendra skulda en vaxtagjöld umfram vaxtatekjur á fyrstu ţremur mánuđum ársins voru á sjötta tug milljarđar króna!

Í afar ţröngri stöđu er ţetta gaspur Steingríms J. sérkennilegt en furđulegra er ţó ađ hann neitar ađ skođa augljósar leiđir sem geta aukiđ gjaldeyristekjur ţjóđarbúsins.

 


Útvarp Saga skiptir máli

Útvarp Saga skiptir miklu máli í ţjóđfélagsumrćđunni.  Ástćđan fyrir mikilvćgi Útvarps Sögu er fyrst og fremst sú ađ umrćđan er öllum opin, hver sem er getur hringt inn og látiđ sína skođun í ljós. Sömuleiđis hafa stjórnendur stöđvarinnar veriđ óhrćddir viđ ađ fá til viđtals fólk sem ekki fćr áheyrn í öđrum fjölmiđlum.  Í ađdraganda hrunsins fór fram gagnrýnin umrćđa um stöđu fjármálakerfisins sem fór mjög lítiđ fyrir á öđrum fjölmiđlum. Eitt er víst ađ enginn sem hlýddi á magnađa pistla Eiríks Stefánssonar kom á óvart ţađ álit Mannréttindanefndar Sameinuđu ţjóđanna, ađ kvótakerfiđ bryti í bága viđ jafnrćđi borgaranna, ţó svo ađ "frćđasamfélagiđ" og stjórnmálastéttin hafi látiđ í veđri vaka ađ álitiđ kćmi á óvart. 

Í umrćđunni um Icesave dró Útvarp Saga vagninn í ađ krefjast gagnsćis og ađ ţjóđin fengi ađ segja sitt álit á samningi sem, frćđisamfélagiđ, fjölmiđlar, álitsgjafar, ađilar vinnumarkađarins, stćrstu stjórnmálaöfl og Besti flokkurinn vildi samţykkja án nokkurrar umrćđu.

Greinilegt er ađ ýmsir  Evrópusinnar eru uggandi um áhrifamátt opinnar umrćđu sem fram fer á Útvarpi Sögu.  Ekki verđur Útvarp Saga sökuđ um ađ reka einhliđa áróđur gegn innlimun landsins í Evrópusambandiđ ţar sem um nokkurt skeiđ hefur veriđ á dagskrá stöđvarinnar sérstakur ţáttur, Nei eđa já, ţar sem kostir og gallar ađildar landsins ađ Evrópusambandinu eru tíundađir

Nýlega var tekin sú erfiđa ákvörđun ađ segja tveimur velmetnum starfsmönnum upp á stöđinni. Í framhaldinu hafa ţeir sem óttast stöđina reynt ađ gera uppsagnirnar tortryggilegar og magna upp einhverja óvild í kringum máliđ og í garđ Útvarps Sögu.  Skýringin sem gefin var á uppsögnunum var ađ hlustun hefđi ekki veriđ í samrćmi viđ vćntingar. Ađ mínu viti stóđu fjölmiđlamennirnir sig mjög vel, sem um er rćtt. Efnistök og framsetning ţeirra var hins vegar ekki í miklu frábrugđin ţví sem gerđist í sambćrilegum ţáttum á öđrum útvarpsstöđvum s.s. Bylgjunni og Rás 2, sem hafa yfir mun meiri mannskap, útbreiđslu og fjármunum ađ ráđa. Ţađ var ţví nokkuđ ljóst ađ á brattann var ađ sćkja í samkeppninni, enda leikurinn ójafn. 

Ţađ verđur spennandi ađ fylgjast međ hvađa stefnu Útvarp Saga muni taka, en ţađ er sjaldnast lognmolla á stöđinni enda skiptir hún máli.


Klíkan

Samtök Atvinnulífsins fengu í kvöld, einhverra hluta vegna ađ bođa ţjóđinni gagnrýnislaust algera ţvćlu í seinni fréttatíma Ríkissjónvarpsins. Skilabođin voru ađ alls ekki mćtti breyta illrćmdu kvótakerfi í sjávarútvegi. Ástćđan var ađ sögn SA, ađ ljósiđ í efnahagsmyrkrinu fćlist í ţví ađ flytja út aukin verđmćti sjávarafurđa.

Stađreyndin er hins vegar sú ađ frá ţví ađ kvótakerfiđ var tekiđ upp hefur botnfiskafli dregist gífurlega saman. Upphaflega markmiđ kerfisns voru ađ afla árlega 550 ţús tonn af ţorski en aflinn í ár er 160 ţús tonn. Fyrir ţá sem vilja bćta ţjóđarhag er augljósasta leiđin ađ auka frelsi í sjávarútveginum og aflétta óréttlátum atvinnuhöftum.

Fyrir ţjóđina er kerfiđ vont en mögulega er kerfiđ gott fyrir klíkuna sem rćđur SA.


Hver Skagfirđingur fengi um 5 milljónir króna frá Landsbankanum

Ríkisstjórn Vg og Samfylkingar sem gaf sig út fyrir ađ vera stjórn breytinga og velferđar almennings hefur heldur betur gert í brćkurnar.  

Í stađ ţess ađ beita sér fyrir grundvallarendurskođun og breytingum á ţeim kerfum sem orsökuđu hruniđ hefur vinna stjórnarliđa fariđ í ađ tjasla ţeim saman.  Handbendi ríkisstjórnarinnar í Landsbanka Íslands eru á fullri ferđ ađ endurreisa fallna stórleikara hrunsins, međ gríđarlegum afskriftum t.d. af lánum Magnúsar Kristinssonar ţyrlu- og útgerđarmanns í Eyjum og Guđmundar Kristjánssonar í Brimi.  Ţađ er kaldhćđnislegt ađ kálfarnir sem ađ ríkisstjórnin endurreisti skuli síđan launa velgjörđarmönnum sínum, međ hörđum og óvćgnum áróđri gegn almannahagsmunum og ríkisstjórninni.

Ţađ er umhugsunarvert ađ ef ađ ţćr afskriftir sem ađ Guđmundur Kristjánsson í Brimi hefđu skipst jafnt á alla íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarđar en ekki á Guđmund Kristjánsson einan, ţá hefđi hver og einn Skagfirđingur fengiđ frá Landsbankanum um fimm milljónir króna. Ţađ hefđi nú veriđ dágóđ búbót fyrir fjögurra manna skagfirska fjölskyldu ađ fá hátt í tuttugu milljónir króna frá Landsbankanum.


Borgarstjóri hefur í hótunum viđ íţróttafélög

Borgarstjóri Reykvíkinga hefur nú tekiđ upp á ţví ađ saka íţróttafélög í Reykjavík um ađ mismuna stúlkum og drengjum.  Til vitnis um ţađ hefur hann ađ vopni skýrslu Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur sem samin er af ţremur ágćtum konum.  Í skýrslunni kemur fram ađ í sjálfbođaliđastörfum í stjórnum íţróttafélaganna séu fleiri karlar en konur og ađ fleiri piltar stunda boltaíţróttir en stúlkur en ćfingarađstađa og tími til ćfinga sé svipađur hjá báđum kynjum. 

Erfitt er ađ sjá ađ skýrslan getir veriđ málefnaleg ástćđa fyrir borgarstjórann Jón Gnarr til ađ hafa í hótunum viđ umrćdd íţróttafélög og hóta ađ svipta ţau fjárstyrkjum.  Ef litiđ er til annarra íţróttagreina ţá má eflaust sjá ađ áhugasviđ kynjanna á unga aldri er misjafn s.s. á ţađ viđ um göfugar íţróttir eins og hnefaleika, fimleika, sund og dans.

Hvađ varđar ţá uppgötvun Jóns Gnarr Kristinssonar um ójafna kynjaskiptingu í stjórnum íţróttafélaga sem mćtti vissulega bćta úr,  ţá tel ég ađ virđulegur borgarstjóri ćtti ađ líta sér nćr en tveir ţriđju af borgarfulltrúum Bestaflokksins eru karlmenn en einungis ţriđjungurinn konur. 

http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/mannr_ttindaskrifstofa/skjol/UTTEKTLOKASKJAL34.pdf


Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband