Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2017

Hreðjatakið

Ég hef lengi verið mjög mótfallinn því að útvegurinn geri samninga við 
útlend umhverfissamtök eða fyrirtæki á þeirra vegum um vottun á sjávarafurðum. 
Ég sannfærðist endanlega um það eftir að hafa lesið bókina "The end of the line" sem hampað var af mjög umhverfisverndarsamtökum ofl. Í stuttu máli er bókin hinn mesti óhróður um fiskveiðar, lýsir m.a. togveiðum með mjög ógeðslegum hætti. Höfundur bókarinnar Charles Clover mælti einfaldlega gegn áti á þorski, en með MSC vottun á fiskveðum! MSC vottun er tilkomin vegna samstarfs WWF og auðhringsins Unilever.
Með því að beygja sig undir að "staðlar" umhverfissamtaka séu lykill að mörkuðum þá er jafnframt verið að gangast undir að umrædd samtök geti breytt stöðlum eða túlkunum, þannig að mörkuðum sé lokað á forsendum umræddra vottunarfyrirtækja sbr. grásleppuna nú. Staðreyndin er sú að áhrifafólk í þessum græna geira er einfaldlega fordómafullt í garð fiskveiða og telur að þær eigi að heyra fortíðinni til.

Atvinnugreinin er því núna rétt að finna smjörþefinn af því sem koma skal. Það er merkilegt að útvegurinn sjálfur hefur greitt háar fjárhæðir til vottunarfyrirtækjanna til þess að ná þessu hreðjataki á greininni.

Ef farið er yfir þessa skýrslu sem byggir m.a. á stofnmati Hafró úr 
togararallinu, þá orðið löngu tímabært að Landsamband Smábátaeigenda hafni stofnmati Hafró á hrognkelsi. Það er augljóst að það er eitthvað meira en lítið að mati sem gefur til kynna að stofnstærð hængs í ákveðinni fisktegund sveiflist með allt öðrum hætti en stofnstærð hrygnunnar, en það sýnir niðurstaða Hafró í tilfelli grásleppunnar og rauðmagans! Það er einnig mjög furðulegt að nota stofnmat á botnfiskum, SMB (togararallið) til þess að meta stofnstærð hrognkelsa, sem halda sig næri yfirborði 
sjávar utan hrygningartímans. Það þarf að fá það fram hvað það eru margir fiskar á bak við útreikningana á stofnstærðinni en ég gæti trúað því að þeir séu ekki margir.

Það MSC hafi um árabil vottað ákveðna veiðiaðferð sem hefur verið óbreytt svo áratugum skipti og taki síðan upp á að breyta um kúrs á grundvelli stóraukins uppreiknaðs aukaafla er mjög ótrúverðugt. Ég sem líffræðingur myndi áður fara rækilega í gegnum það hvort að stofnstærðmat umræddra tegunda sem veiðast í auknum mæli sem aukaafli, en áður, hafi verið ábyggilegt í þeim gögnum sem lögð voru til grundvallar í samanburðinum.


mbl.is Afturkalla MSC-vottun fyrir grásleppuveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband