Leita í fréttum mbl.is

Er formaður Sjálfstæðisflokksins geislavirkur?

Í herbúðum Framsóknarmanna er mikil ánægja með boðað forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur og umdeilda endurkomu Svandísar inn í matvælaráðuneytið. 

Það sem vekur einkum kæti í framsóknarfjósinu er að formaður flokksins eygir þá von að verða forsætisráðherra. Innviðaráðherra virðist vera næstur í röðinni þrátt fyrir að vera þekktur af allt öðru en eldmóði við að leysa úr verkefnum sínum hvort sem það hefur verið að koma skikk á húsnæðismálin eða vegakerfið. 

Það er auðvitað stórundarlegt að sprækur og geislandi formaður stærsta ríkisstjórnarflokksins Bjarni Benediktssonar komi ekki til greina til þess að leiða ríkisstjórnina. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast sjálfir vera búnir að játast undir að Bjarni Ben komi ekki til greina m.a. vegna Borgunarmálsins, Falsons og vinavæðingar Bankasýslunnar ofl. ofl.

Sú spurning vaknar hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn gerir ekki þá kröfu að varaformaður flokksins leiði ríkisstjórnina ef allir eru sammála um að formaðurinn komi ekki til greina? 

 

 


Bloggfærslur 4. apríl 2024

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband