Leita í fréttum mbl.is

Sex Skagamenn á móti Ásmundi Daða

Ég heyrði í kunningja mínum a Skaganum sem sagði mér frá því að þar væri gert góðlátlegt grín af þessari ályktun Vg, þar sem  afsagnar Ásmundar Daða væri krafist.   Ályktunin var samþykkt naumlega á afar fámennum fundi, sem flokksforysta Vg hafði blásið til, en einungis 6 fundarmenn greiddu henni atkvæði.

Sú spurning hlýtur að vakna hvað Steingrímur J. fær út úr því að skrapa saman nokkrum hræðum á samstöðufund við hreinsunarstarf sitt í þingflokknum? 


mbl.is Skora á Ásmund Einar að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er ótrúlega klént.

Sigurður Þórðarson, 19.4.2011 kl. 11:12

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er örlítil mótsögn í þessu hjá þér Sigurjón, þú hafnar og gerir lítið úr ákvörðun 6 manna fundar, sökum fámennis, en upphefur og tekur gilda afstöðu eins manns, sem hinn eina sannleik.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2011 kl. 11:47

3 Smámynd: corvus corax

Axel, þessi eini maður, Ásmundur Einar, er trúr þeirri stefnu VG sem kjósendur kusu og veittu brautargengi í síðustu alþingiskosningum. Þótt Steingrímur og nokkrir aðrir VG liðar í ríkisstjórninni og þingflokknum hafi kosið að selja sál sína til að fá að kara rassgatið á Jóhönnu og hinu samfylkingarhyskinu þá eru sem betur fer ennþá innan VG heiðarlegir og sannir fulltrúar þeirra sem kusu VG.

corvus corax, 19.4.2011 kl. 12:44

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það ætti að vera öllum ljóst, c.c. að ég var ekki að tala um Ásmund í fyrri athugasemd minni, heldur þennan staka heimildarmann Sigurjóns á Akranesi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2011 kl. 13:03

5 identicon

Hin breiða grasrót VG sem Ásmundur Einar er sagður í forsvari fyrir hefur hvergi séð sér fært að mæta á fundi og styðja málstað hans, sem felst í því að færa hægri hrunvöldunum valdataumana að nýju á Íslandi. Ásmundur Einar er svo einsýnn í því að meina Íslendingum þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB samning að hann vill frekar fá náhirðina með hinum nýju flokksfélögum í Heimsýn völdin. Mér sýnist obbinn af vinstri grænum fordæma svona sviksemi. Aðrir þjóðrembingar hylla hann.

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband