Leita í fréttum mbl.is

Óútfyllt ávísun til ađ losna viđ uppgjör

Hruniđ er bein afleiđing af samkrulli spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglćframannanna í útrásarbönkunum. Almenningur hefur orđiđ vitni ađ ţví ađ furđu lítiđ hefur breyst í íslensku samfélagi á ţeim rúmu tveimur árum sem liđin eru frá hruni nema, jú, ađ lífskjör almennings eru stórskert. Enn eru sömu ađilar á ferđinni í viđskiptalífinu, og sömu kerfin og hagsmunabandalögin halda saman sem áđur. Skýringarnar á ţessari stöđnun eru ţćr ađ fjórflokkurinn sigrađi í síđustu alţingiskosningum og fékk 59 sćti gegn fjórum. Sameiginlegir hagsmunir stjórnmálamanna og fjárglćframannanna hafa fariđ saman um ađ   forđast hreinskiptiđ uppgjör og gera raunverulegar breytingar á íslensku samfélagi. Ógöngurnar sem Icesave-máliđ hefur ítrekađ ratađ í eru angi af ţessu getu- og viljaleysi stjórnvalda til ađ verja hagsmuni
íslensks almennings, enda hafa ţau óhreint mjöl í pokahorninu. Á síđustu misserum hefur stór meirihluti Alţingis, svo undarlegt sem ţađ er, miklu frekar veriđ harđur málsvari ţess ađ íslenskir skattgreiđendur beri einir alla ábyrgđ og áhćttu af Icesave-málinu í stađ ţess ađ halda á lofti málstađ íslenskra skattgreiđenda. Icesave-máliđ er bein afleiđing af gölluđu innistćđutryggingakerfi og óvönduđu eftirliti međ glćfralegu fjármálakerfi sem búiđ var ađ vara viđ um árabil. Ósanngjarnt er ađ íslenskir skattgreiđendur séu einir látnir sitja upp međ ađ tryggja tjón vegna kerfisins og endurgreiđa fjármuni sem aldrei rötuđu til landsins. Miklu nćr vćri ađ Evrópusambandiđ hefđi forgöngu um ađ tjóninu vćri ađ einhverju leyti skipt af sanngirni í stađ ţess ađ beita Íslendinga ţrýstingi og jafnvel síendurteknum
hótunum.  
Svo rammt hefur kveđiđ ađ ţessum róđri innanlands gegn hagsmunum Íslands í Icesave-málinu ađ margir standa í ţeirri trú ađ sú ađgerđ stjórnvalda ađ tryggja innistćđur í bönkum á Íslandi hafi ađ einhverju leyti skađađ ţá sem áttu fjármuni inni á Icesave-reikningum Landsbankans. Ţessu er algerlega öfugt fariđ ţar sem Bretar fá mörghundruđ milljörđum króna hćrri upphćđ endurgreidda   en ef Íslendingar hefđu látiđ hjá líđa ađ setja umdeild neyđarlög sem deilt er um, ţ.e. á sjöunda hundrađ milljarđa króna í stađ ţess ađ fá á tólfta hundruđ milljarđa króna. Íslendingar hafa ţví gert vel viđ Breta í umrćddu uppgjörsmáli sem snýst um fjármuni sem eins og áđur segir runnu ađ öllum líkindum ekki frá Bretlandseyjum og skiluđu sér ekki hingađ til landsins.
Efnahagsörđugleikar Íslands eru miklir og víst er ađ samţykkt Icesave verđur til ţess ađ óréttlátar og ólögvarđar skuldbindingar sem enginn veit hvađ verđa háar verđa ađ kröfum á hendur komandi kynslóđum sem hćgt verđur ađ innheimta.
Íslendingar eiga ađ afţakka ţađ kinnrođalaust ađ taka á sig skuldir fjárglćframanna ţann 9. apríl nk. ţó svo ađ stjórnmálamenn sem hafa meira og minna veriđ á spillingarjötunni forđist umfram allt heiđarlegt uppgjör viđ hruniđ.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvćmlega Sigurjón.

Enda einróma niđurstađa á mínu heimili ađ hafna öllum frekari skuldbindingum. Viđ erum ţrjú hér sem kjósum nei. Ţetta er ekkert flókiđ, skyndilega er ekkert eigiđ fé til og viđ fáum um leiđ stökkbreyttar skuldir og vexti til 40 ára.

sr (IP-tala skráđ) 7.4.2011 kl. 09:59

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Algjörlega sammála ţér SIgurjón. Burt međ fjórflokkinn og spillinguna, og Neiiđ mitt verđur stórt n.k. laugardag.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 7.4.2011 kl. 10:04

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Viđ verđum nú ađ kjósa já svo Vilhjálmur Egilsson geti hangiđ áfram í ţeirri trú ađ hann gerđi rétt međ ađ verđlauna Icesave sem viđskipti ársins rétt fyrir hrun.

Frábćr ádrepa Sigurjón. Ég skil ekki hvađ fólk er ađ velta ţessu fyrir sér.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 10:19

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Hahaha J'on   Ég vil frekar verđlauna hann fyrir áróđurinn sem hann fór međ í sjónvarpinu, ţađ varđ sennilega áhrifaríkara en allar ađrar  fortölur og gerđist á nóinu.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 7.4.2011 kl. 10:25

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Nei, skilađi okkur fullveldi 1918.
Nei, skilađi okkur lýđveldi 1944.
Nei, skilađi okkur 200 mílna landhelgi 1976..............
Nei, forđar okkur frá ţjóđargjaldţroti 2011 !!!

Haraldur Baldursson, 7.4.2011 kl. 20:23

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held nú ađ Ásthildur sé međ ţetta hafi ég skiliđ hana rétt.

Árni Gunnarsson, 7.4.2011 kl. 23:40

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Jamm Árni min ţú skildir mig alveg hárrétt.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 8.4.2011 kl. 01:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband