Leita í fréttum mbl.is

Mun nýr formaður Vg treysta stöðu sína?

Í yfirstandandi viðræðum um framhald stjórnarsamstarfs Vinstri grænna, Sjálfstæðis- og Framsóknaflokks hefur umræðan snúist um hvort Bjarni eða Sigurður Ingi muni leiða ríkisstjórnina en báðir kostirnir eru slæmir.  Bjarni er nýbúinn að flakka á milli ráðuneyta vegna "sölunnar" á Íslandsbanka og svo verður það að segjast eins og er að það hefur hvorki gengið né rekið í nokkrum þeim málum sem Sigurður Ingi hefur haft á sinni könnu. 

Jú vissulega eru settar upp flottar glærusýningar um uppbyggingu húsnæðis næstu áratugina en raunveruleikinn er ekki í nokkru samræmi við þá draumsýn enda vandinn farið vaxandi. Vegna þess hve báðir kostirnir hafa þótt slæmir, þá hefur Þórdís Kolbrún verið nefnd til sögunnar til þess að hlaupa í skarðið fyrir flokksformennina. 

Það er ljóst að Sandís Svavarsdóttir hyggst berjast við Guðmund Inga núverandi formann Vg um forystusætið í flokknum.  Það er því freistandi fyrir Guðmund Inga að láta undan þrýstingi frá Sjálfstæðisflokknum um að setja hana út úr ríkisstjórninni og taka Bjarna Jónsson inn, en með því myndi ekki aðeins verða starfsfriður í ríkisstjórninni heldur myndi nýr formaður styrkja stöðu sína innan flokksins.


Bloggfærslur 7. apríl 2024

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband