Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2011

Ţingmenn Samfylkingarinnar vilja ađ forsćtisráđherra tali viđ Jón Gnarr!

Ţingmenn Samfylkingarinnar vinna, eins og ţeir segja sjálfir frá, baki brotnu viđ ađ endurreisa Ísland eftir hrćđilega stjórn Sjálfstćđisflokksins sem ţeir kannast alls ekki viđ ađ bera nokkra ábyrgđ á.

Ekki eru ţingmenn Samfylkingarinnar ađ pćla í ţví hvort hćgt sé ađ ná í meiri afla úr hafinu eđa ţá ađ gera meiri verđmćti úr honum - nei, ţeir eru í mikilvćgari verkum eins og ţingsályktunartillaga Marđar Árnasonar ber međ sér. Hún felur í sér ađ Jóhanna Sigurđardóttir taki upp viđrćđur viđ Jón Gnarr um réttindi og skyldur Reykjavíkurborgar sem höfuđborgar Íslands.

Tillagan er raunar algert bull ađ mínu viti en á hana hafa samt sem áđur hópast ţingmenn Samfylkingarinnar. Mér sýnist sem tillagan miđi ađ ţví ađ borgarstjórinn verđi meira og minna inni á gafli, ekki bara hjá ríkisstjórn heldur einnig hjá Alţingi í skipulögđu samráđi.


Rćđa fortíđar

Rćđa Steingríms J. Sigfússonar á landsţingi Vg er rćđa um fortíđina. Hann gagnrýnir Halldór Ásgrímsson, en samt sem áđur hefur Vg endurreist Halldór til starfa fyrir land og ţjóđ á alţjóđavettvangi.

Vissulega gagnrýndi Vg einkavinavćđinguna og skuldasöfnun ţjóđarbúsins sem orakađi hruniđ. Ekki var hann einn um ţá gagnrýni eins og Steingrímur lćtur í veđri vaka en ţađ voru fleiri ábyrgir ađilar sem vöruđu viđ s.s. Frjálslyndi flokkurinn, fjöldi hagfrćđinga og Útvarp Saga.

Óneitanlega skýtur ţađ skökku viđ ađ Steingrímur, sem varađi viđ vondu fjármálkerfi, unir sér ekki hvíldar viđ ađ endurreisa nánast óbreyttu kerfi og beitir ţar ađ auki óvönduđum međulum, sem hann áđur harđlega fordćmdi. Steingrímur hefur beitt blekkingum s.s. í Icesavemálinu, leynd og ţar ađ auki veriđ stórtćkastur allra ráđamanna í sögu landsins viđ ađ einkavćđa.

Mikiđ áhyggjuefni er fyrir Vg og jú ţjóđina á međan flokkurinn heldur enn um stjórntaumana ađ eina stefnan sé ađ endurreisa hiđ fallna kerfi.


mbl.is Munum áfram nota krónu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fer formađurinn á gamla Volvónum norđur?

Ţađ ber helst til tíđinda í ađdraganda fundar Vg norđan heiđa ađ trésmiđurinn Ţorvaldur Ţorvaldsson hefur bođist til ađ leysa Steingrím J. Sigfússon af hólmi. Í viđtölum viđ Steingrím hefur komiđ fram ađ hann hefur unniđ löngum stundum viđ mikinn andbyr og er mćddur.

Ég ţekki Ţorvald Ţorvaldsson í gegnum félagsmál og veit ađ hann er skynsamur og einlćgur baráttumađur fyrir hugsjónum sínum ţó ađ okkur hafi oftsinnis greint á um markmiđ og leiđir. Ţetta verđur fróđleg viđureign ţar sem fullljóst er ađ Ţorvaldur stendur nćr hugsjónum flokksins en Steingrímur sem hefur beitt kröftum sínum í ađ endurbyggja nánast óbreytt fjármálakerfi međ stuđningi Alţjóđagjaldeyrissjóđsins, sótt um Evrópusambandsađild og leynt og ljóst beitt sér fyrir nćr óbreyttu kvótakerfi í sjávarútvegi.

Ţorvaldur er alţýđumađur sem stendur grasrót flokksins miklu nćr og mun örugglega ekki skera niđur heilbrigđisstofnanir hringinn í kringum landiđ til ađ geta endurreist útrásarliđiđ eins og atvinnupólitíkusinn Steingrímur ćtlar sér.

Hver veit nema Steingrímur grípi til ţess bragđs ađ koma keyrandi á gamla blágrćna Volvónum sínum norđur í land til ađ skáka trésmiđnum?


Láta fjölmiđlar blekkjast?

Jóhanna og Steingrímur J. ćtla ađ halda eitthvert meiri háttar útskriftarpartí ţar sem ţau kynna gríđarlegan árangur og trausta stöđu ţjóđarbúsins. Uppákoman minnir um margt á örvćntingarfulla kynningarferđ Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar hérna um áriđ, korteri fyrir hrun, ţegar ţau kynntu gríđarlega trausta stöđu ţjóđarbúsins og glćstar horfur.

Hér er bréf sem ég skrifađi ásamt nokkrum fjölda fólks um raunverulega stöđu ţjóđarbúsins ţar sem leiđin út úr vanda er ađ vita hina raunverulega stöđu. Ţess vegna kíki ég af og til inn á heimabankann ...


Grćningjarnir í Sjálfstćđisflokknum höfđu rangt fyrir sér

Ţegar ţingmenn Sjálfstćđisflokksins komust á snođir um ađ Vinstri grćninginn Jón Bjarnason, sjávarútvegsráđherra ćtlađi ađ gefa veiđar frjálsar á rćkju, ţá sögđu ţeir frelsiđ svartan blett. Fremstur í ţví ađ úthrópa sjávarútvegsráđherrann fór grćninginn Jón Gunnarsson. Hann leiđir sömuleiđis fábjánalega baráttu Sjálfstćđisflokksins gegn ţví ađ fiskur fari á frjálsan uppbođsmarkađ. Međ í ţví, ađ reyna kveđa niđur atvinnufrelsiđ, tók Byggđastofnun en ţví var haldiđ fram ađ frelsiđ til ţess ađ afla verđmćta myndi gera einhver ólögleg veđ sem stofnunin veitti verđlaus!

Hver er síđan niđurstađan af ţessu frelsi til veiđa? Ţađ ber ekki á öđru en ađ Hafró mćli nú meira en nóg af rćkju ţrátt fyrir upphrópanir Sjálfstćđisflokksins. 

Nú er ađ sjá hvort ađ ţingmenn Sjálfstćđisflokksins dragi ekki ţann lćrdóm af ţessu máli og styđji frjálsar handfćraveiđar og ţá sjómenn sem ćtla á veiđar í samrćmi viđ álit Mannréttindanefndar Sameinuđu ţjóđanna. 


Jóhanna, reiđ Hćstarétti og forseta Íslands en hćlir samvinnu viđ banka

Eitthvađ hlýtur rćđa leiđtoga íslenskra "Jafnađarmanna" ađ vefjast fyrir venjulegu alţýđufólki. Í rćđunni fullyrđir forsćtisráđherra ađ ríkisstjórnin hafi ţurft ađ glíma viđ heiftúđugar, óvćntar og ómálefnlegar ákvarđanir Hćstaréttar og forseta Íslands. Allir vita hvađa ákvarđnir Jóhanna á viđ en ţađ er annars vegar sú ákvörđun forsetans ađ leyfa ţjóđinni sjálfri ađ ákveđa hvort ađ hún ćtlađi ađ greiđa Icesave og hins vegar ţá ákvörđun Hćstaréttar ađ fella ţann dóm ađ lán íslenskra banka í erlendri mynt stćđist ekki lög. Jóhanna og félagar hennar í ríkisstjórninni hafa síđan reynt ađ snúa út úr dómi Hćstaréttar međ ţví ađ endurreikna afturvirkt gjaldeyrislánin međ hćstu breytilegu vöxtum Seđalbankans.

Miklu mildari tónn var hjá forsćtisráđherra í garđ bankanna en í rćđunni endurtók hún vafasamar ýkjusögur ţeirra um afskriftir, til handa heimila og taldi ţeim til tekna ađ hafa fariđ ađ lögum hćtt viđ ađ innheimta ólöglegu gjaldeyrislánin. Sömuleiđis var tíunduđ samvinna banka viđ stjórnvöld viđ ađ greiđa úr skuldavanda heimila! Í framhaldinu hreykti Jóhanna sér af ţví ađ ţađ hefđu orđiđ miklar umbćtur í ráđningamálum á vegum hins opinbera. Verđur ţetta ekki túlkađ međ öđrum hćtti en svo ađ Jóhanna ćtli ađ standa međ Páli Magnússyni í Bankasýslunni.

En ţetta eru víst tímar Jóhönnu Sigurđardóttur.


Stjórn Frjálslynda flokksins styđur sjómenn í mannréttindabaráttu

Stjórn Frjálslynda flokksins styđur heilshugar ţá sjómenn sem hyggjast berjast fyrir rétti sínum og alls almennings og róa til fiskjar međ handfćri, án kvóta. Sjómennirnir eru í fullum rétti enda ótvírćtt varđir af jafnrćđisreglu stjórnarskrár íslenska lýđveldisins og eru réttindin tryggđ í alţjóđasamningum sem íslenska lýđveldiđ hefur undirgengist. Undir ţađ hafa tekiđ ćđstu valdhafar framkvćmdarvaldsins í málefnum dómsmála og sjávarútvegsmála, sbr. ţskj. 6 á 136. löggjafarsamkomu lýđveldisins.

Stjórnarflokkarnir, Vinstri grćnir og Samfylkingin, gáfu sjómönnunum í mannréttindabaráttunni, sem margir eru ungir ađ árum, skýr fyrirheit fyrir síđustu alţingiskosningar um ađ jafnrćđi íslenskra ţegna yrđi virt viđ nýtingu sameiginlegrar fiskveiđiauđlindar ţjóđarinnar. Engin rök eru fyrir ţví ađ nokkrir almannahagsmunir geti legiđ ţví til grundvallar ađ takmarka handfćraveiđar, s.s. vegna meintrar ofveiđi. Algerlega útilokađ er ađ ofveiđa fiskistofna međ handfćrum.

Sjómennirnir í mannréttindabaráttunni eru međ fullgild veiđileyfi og eru ţví í fullum rétti til ţess ađ nýta sameiginlega auđlind landsmanna. Stjórn Frjálslynda flokksins skorar á ráđherra mannréttinda og sömuleiđis ráđherra sjávarútvegsmála ađ vera samkvćma sjálfum sér, sbr. fyrrgreint ţingskjal, og virđa ađ fullu mannréttindi sjómannanna og styđja frjálsar handfćraveiđar. Stjórn Frjálslynda flokksins skorar sömuleiđis á fjármálaráđherra og forsćtisráđherra ađ styđja verđmćtaöflun sjómannanna í mannréttindabaráttunni, en aukin veiđi mun án efa auđvelda ráđherrunum stjórn efnahagsmála.

Ríkisstjórn Íslands ćtti ađ hafa ţađ hugfast ađ frjálsar handfćraveiđar eru einföld og góđ leiđ til ţess ađ tryggja trausta byggđ í dreifđum byggđum landsins og ţćr njóta almenns stuđnings međal landsmanna.

19. október 2011

Sigurjón Ţórđarson, Ásta Hafberg og Grétar Mar Jónsson


Sjúkt

Ég er nýkominn af mikilli fjármálaráđstefnu, ţar sem ţröng fjárhagsstađa sveitarfélaga var til umrćđu. Heildarskuldir sveitarfélaganna er liđlega ţrefaldar árlegar tekjur ţeirra. Međ ţví ađ sleppa ađ telja međ skuldir Orkuveitu Reykjavíkur og lífeyrisskuldbindingar og ćtla ađ greiđa niđur lán sveitarfélaga um 66 milljarđa á nćstu 10 árum var mögulegt ađ ná fram viđunandi stöđu. Međ framangreindum reiknikúnstum var taliđ mögulegt ađ ná viđunandi stöđu eins og fyrr greinir áriđ 2021. Reyndar er stađa ríkissjóđs síst betri en skuldir eru liđlega ţrefaldar tekjur og gríđarlegur hallarekstur í ţokkabót. Skuldirnar sem ríkissjóđur hefur sankađ ađ sér undir forystu fjórflokksins hefur ađ mestu fariđ í ađ endurreisa nánast óbreytt og fársjúkt fjármálakerfi sem orsakađi hruniđ. Á ráđstefnunni benti ég á ađ upphćđin sem sveitarfélögin ćtla sér ađ nurla saman međ sparnađi í leikskólum og skólum til ţess ađ greiđa niđur stökkbreyttu lánin á nćsta áratug vćri nánast sú sama upphćđ og Ólafur Ólafsson fjárglćframađur, fékk afskrifađ í bankanum sínum, sem ber nú nafniđ Arion. Sagt er ađ á móti niđurfellingu skulda hafi Ólafur ţurft ađ láta af hendi hlutabréf í Granda til bankans.

Mikill leyndarhjúpur hvílir yfir eignarhaldi á umrćddum Arion banka en ekki kćmi á óvart ef ađ Ólafur Ólafsson ćtti drjúgan hlut í bixinu, en ţađ vćri a.m.k. ekki í fyrsta sinn sem ađ hann stćđi í baktjaldarmakki í kringum eignarhald á banka.

Fyrir íslenskan almenning sem glímir viđ miklar fjárhagsţrengingar er ţađ ekki sjálfgefiđ ađ höfuđpaurar hrunsins séu í samningaviđrćđum og haldi áfram umsvifamiklum rekstri eins og ekkert hafi í skorist ţó svo ađ svo sé látiđ í veđri vaka í sumum fjölmiđlum.  Ţađ leiđir hugann ađ ţví ađ furđulegt er ađ fjölmiđlaveldi 365 sé enn stjórnađ af Bónusvíkingum og Morgunblađinu af skuldugum útgerđarađli sem fór í umsvifamikla fjármála og bankaviđskipti međ hrćđilegum afleiđingu. 

 


Tilgagnslítil umrćđa og ćfingar í Geirfinnsmálinu

Sakfellingar í Geirfinnsmálinu voru umdeilanlegar og vafasamar. Fá ný sönnunargögn hafa komiđ fram í ţessu 35 ára gömlu sakamáli en samt sem áđur eru ráđamenn gefa í skyn ađ rétt sé ađ taka máliđ upp. Innanríkisráđherra hefur sett af stađ starfshóp til ţess ađ fara yfir rannsókn 35 ára gamals sakamáls og nú er kastljós ríkissjónvarpsins sett í ađ rćđa ţetta gamla sakamál.
Erfitt er ađ sjá hverju ţessi umrćđa og ćfingar innanríkisráđherra eiga ađ skila og ţćr eru hálffáránlegar í ţeirri stöđu sem ţjóđfélagiđ er í.

Rannsóknar- og réttarvörslukerfiđ hefur ekki úr óţjótandi afkastagetu og sjóđum úr ađ spila og stjórnmálamenn hljóta ađ ţurfa ađ forgangsrađa verkum. Í ţeirri ţröngu stöđu sem ţjóđin er í, vćri nćr ađ mínu viti ađ hrađa og skerpa á rannsókn á ţeim fjársvikamálum sem ollu hruninu og elta peningana til Tortola. Furđulegt er ađ fylgjast međ ađ menn á borđ viđ Ólafur Ólafsson í Samskipum hafi enn yfir ađ ráđa drjúgum hluta af fiskveiđiauđlindinni á sama tíma og innanríkisráđherra Ögmundur Jónasson heldur áfram ađ brjóta mannréttindi á trillukörlum og meina ţeim ađ draga björg í bú.


Rós Vinstri grćnna

Eitt helsta afrek ađ eigin mati Vinstri grćnna var ađ endurreisa bankakerfiđ. Leiđtogar flokksins hafa mjög gumađ af ţessu afreki sínu og telja ţađ á heimsmćlikvarđa. Ţeir bankastjórar sem hafa veriđ valdir til ađ stýra endurreistu bönkunum eru kúlulánadrottningin í Íslandsbanka, samráđssvikastjórinn í Arion og fyrrum skósveinn efnahagshryđjuverkamannsins sem áđur var eigandi og allsráđandi í Landsbankanum sáluga, Björgólfs Thors.

Til ađ kóróna endurreisnina hafa stjórnvöld fengiđ einn af ţeim áhrifamönnum sem voru innstu koppar í búrum spilltrar einkavinavćđingar á bönkunum til ađ stýra Bankasýslunni sem á međal annars ađ hafa eftirlit og yfirumsjón međ fjármálastofnununum.

Ţó ađ Vinstri grćnir séu ánćgđir međ nýja bankakerfiđ sitt sem ţeir hafa dćlt í hundruđum milljarđa af skattfé verđur ekki hiđ sama sagt um skuldugan almenning sem stóđ fyrir utan Alţingishúsiđ í gćr ţegar 140. ţing var sett. Eflaust verđur fjölmenni á Austurvelli ţegar stefnurćđan verđur flutt annađ kvöld.


Nćsta síđa »

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband