Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Sonur vinar míns berst í Írak

Ég hef alltaf verið andstæðingur Íraksstríðsins og fannst sorglegt að Íslendingar skyldu styðja Bush-stjórnina í þessu ömurlega stríði. Stundum snerta heimsviðburðirnir Íslendinga með beinum hætti og berast jafnvel inn á gafl til manns. Það gerðist í dag þegar sonur vinar míns, Kristján Sigurðsson frá Siglufirði og Florida, kom til Íraks til að taka þátt í bardögum.

Í þessum hildarleik hafa ekki einungis farist tugþúsundir eða hundruð þúsunda Íraka, heldur einnig mörg þúsund ungir Bandaríkjamenn, og fleiri hafa særst og beðið tjón á sál og líkama.

Maður óskar þess að friður komist á sem fyrst þótt vonin sé veik. Ég furða mig alltaf á því að sjálfstæðis- og framsóknarmenn þráist við að viðurkenna mistök sín og biðja bæði íslensku þjóðina og umheiminn afsökunar og koma Íslandi af þessum lista yfir viljugar og stríðsfúsar þjóðir.


Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband