Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2008

Landsbankinn vandar um viđ Davíđ Oddsson

Ţegar jatan er tóm bítast hestarnir. Ţađ á vel viđ um íslenskan fjármálamarkađ um ţessar stundir. Kaupţingsstjórinn skammađi ríkisstjórnina í heilu lagi um daginn fyrir efnahagsađgerđir sínar og nú í Fréttablađinu í dag má lesa grein eftir einn ćđsta yfirmann Landsbankans ţar sem lesa má á milli línanna ađ veriđ sé ađ vanda um viđ Davíđ Oddsson og stefnuna í peningamálum ţjóđarinnar.

Ástandiđ í peningalífi ţjóđarinnar er auđvitađ ekki krónunni sem slíkri ađ kenna, heldur ţví ađ bankarnir fóru gríđarlega geyst í ađ bera inn í landiđ erlent lánsfé á mjög lágum vöxtum og síđan ţegar kjörin versnuđu lentu bankarnir og gengi íslensku krónunnar í miklum ólgusjó. Ţađ er barnalegt hjá yfirmanni Landsbankans ađ ćtla ađ kenna krónunni og Seđlabankanum alfariđ um erfiđleikana, miklu nćr vćri ađ bankarnir litu einnig í eigin barm.

Ţađ er ekki ţar međ hćgt ađ segja ađ viđskiptabönkunum sé einum um ađ kenna, Seđlabankinn ber einnig ábyrgđ vegna andvaraleysis síns og Geir Haarde er sekur um hiđ sama. Hann hefđi átt ađ stemma stigu viđ gríđarlegri lántöku bankanna, sér í lagi vegna ţess ađ menn fengu ađvaranir á sínum tíma, m.a. frá Danske bank.

Ţađ er ekki fyllilega ljóst af hvađa hvötum Landsbankinn vandar um viđ Davíđ Oddsson en mađur heyrir ć fleiri raddir innan úr Sjálfstćđisflokknum tala um ađ ţćr sakni Davíđs Oddssonar og styrkrar stjórnar hans samanboriđ viđ lausatök Geirs Haarde í vonlausu samkrulli međ Samfylkingunni.


mbl.is Gengisfall skýri verđbólgu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Viđ hvađ eru menn hrćddir?

Uppi eru gríđarlegar efasemdir hjá ţeim sem starfa í sjávarútvegi um ráđgjöf Hafró. Sjómenn hafa fyrir löngu misst trúna á hana og hiđ sama á viđ um fjölda útgerđarmanna, enda hefur ráđgjöfin á síđustu 20 árum leitt til minni og minni afla.

Jón Kristjánsson fiskifrćđingur og fleiri hafa sagt til um ađ sú ađferđafrćđi sem unniđ er međ geti aldrei gengiđ upp. Og ţađ hefur gengiđ eftir. Ţess vegna er spurning hvers vegna hagsmunaađilar, s.s. útgerđarmenn, samtök sjómanna og Landssamband smábátaeigenda, fjölmiđlar og stjórnvöld, verja ekki örlitlum tíma í ađ fara yfir hlutina.

Viđ hvađ eru menn hrćddir?

Líklegasta skýringin er sú ađ fulltrúar allra ţessara framangreindu ađila hafa međ einum eđa öđrum ţćtti, s.s. Ţorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablađsins, komiđ ađ ţví ađ móta kerfiđ.

Tíma stjórnvalda og atvinnuţróunarfélaga er variđ í annađ eins, s.s. olíuhreinsunarstöđ, koltrefjafyrirtćki og fjölda nýrra álvera, á sama tíma og ţađ er tabú ađ fara yfir hvort hćgt sé ađ nýta betur ţau atvinnutćki sem fyrir eru í landinu, ţ.e. skipin og frystihúsin, međ ţví ađ veiđa meiri ţorsk. Viđ ţađ eitt gćtu skapast gjaldeyristekjur strax upp á tugi milljarđa án nokkurs stofnkostnađar.


25% verđbólga - fjöldauppsagnir og Samfylkingin í Sýrlandi

Fólk sem nýbúiđ er ađ segja upp og horfir fram á vaxandi dýrtíđ hlýtur ađ furđa sig á áherslum Samfylkingarinnar ţessa dagana en flokkurinn bauđ kjósendum fyrir rétt rúmu ári síđan upp á ábyrgđ, jafnvćgi og framfarir í íslensku efnahagslífi.

ISG_og_Assad_edited-1

Nú er ţađ allt gleymt og áherslur flokksins eru  fyrir botni Miđausturlanda.  Sádí Arabar voru hér á ferđinni í vikunni og nú berast fréttir af leiđtoga "jafnađarmanna" bođa friđ í Sýrlandi en hún hefur örugglega rétta svariđ sem mun leysa áratuga deilur í heimshlutanum. Ćtli leiđ hennar liggi ekki nćst til Írans og síđan til Norđur Kóreu og loki síđan túrnum á Ólympíuleikunum í Kína.

Hvar er Geir - ćtli hann sé enn í útlöndum?

Er ekki kominn tími til fyrir ţetta ágćta fólk og lenda og fara yfir ţá möguleika sem eru í stöđunni s.s. ađ veiđa meiri ţorsk?


mbl.is Verđbólga mćlist 12,7%
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Blađamađur Fishing News mćtti

Fundurinn í gćr tókst ágćtlega. Ţar mćtti m.a. blađamađur Fishing News og var á honum ađ heyra ađ honum ţćtti af ţeim gögnum og rökum sem voru kynnt til sögunnar ráđlegt ađ veiđa meira, ţ.e. ađ ráđgjöf Hafró sé snarvitlaus. Honum ţóttu rök okkar Jóns Kristjánssonar ganga upp.

Vćntanlega verđur umfjöllun um máliđ í breska blađinu. Enn bólar ekkert á ţví ađ íslenskir blađamenn og hagsmunaađilar fari yfir máliđ. Eina svariđ sem menn sjá viđ skorti á gjaldeyri er ađ taka lán, byggja álver eđa reisa olíuhreinsistöđ! Á sama tíma hafa menn ekki kjark til ađ skođa hvort ekki sé skynsamlegt ađ veiđa meira.


Fundur í kvöld kl. 20 í Grindavík

Ég útbjó nokkrar glćrur seinni partinn í dag, fór í gegnum gömul og ný gögn og er sannfćrđari en nokkru sinni um ađ ţađ er ekki nokkur vitglóra í núverandi stjórn fiskveiđa. Fréttir af miđunum herma ađ vel fiskist og ţađ er ekkert vit í öđru en ađ auka verulega viđ veiđarnar.

Ţessar hugsanir flugu í gegnum hugann međan fréttatími kvöldsins var í bakgrunninum og helsta fréttaefniđ var frjálst fall krónunnar.

Ţađ er ábyrgđarlaust ađ ýta heilbrigđri gagnrýni burtu - hver svo sem skođun manna á kvótamálunum er, hvort sem menn eru harđsođnir fylgismenn eđur ei - og gefa sér ekki örlítinn tíma til ađ fara yfir málefnaleg og vönduđ rök ţeirra sem eru sannfćrđir um ađ skynsamlegast sé ađ veiđa meira.

Tćkifćri gefst á Brimi í Grindavík í kvöld.


Hvers vegna er ráđgjöf Hafró vitlaus?

Á morgun, ţriđjudaginn 24. júní, kl. 20 munu ég og Jón Kristjánsson fiskifrćđingur auk ţingmannanna Guđjóns Arnars Kristjánssonar og Grétars Mars Jónssonar fjalla gagnrýniđ um enn eina kolsvarta skýrslu Hafró. Fundurinn verđur á Veitingahúsinu Brim, Hafnargötu 9 í Grindavík.

Nýjar sjávarútvegsrannsóknir Hafró gefa eindregiđ til kynna ađ forsendurnar sem Hafró notar viđ útreikninga séu rangar.

- 0 -

Allir velkomnir, sérstaklega ţeir sem sjá einhverja glóru í ađferđafrćđi Hafró.


Árásir Samfylkingarinnar bíta á Sjálfstćđisflokkinn

Af međfylgjandi könnun má ráđa ađ stöđugar árásir samfylkingarmanna á samstarfsflokkinn í ríkisstjórn virđast hafa áhrif. Ţađ sem minnt hefur veriđ á er ađ forsćtisráđherra ber mest áhrif allra stjórnmálamanna á óviđunandi ástandi í efnahagsmálum, hárri verđbógu og björgunarleiđangri fyrir bankana. Ţetta hefur gengiđ svo langt ađ ţegar ég hef minnt réttilega á ađ Samfylkingin taki óhikađ ţátt í áframhaldandi mannréttindabrotum á sjómönnum hefur litlu samfylkingarköllunum og -kellingunum fundist ţađ óviđurkvćmilegt og heimtađ ađ ég einbeitti mér ađ Sjálfstćđisflokknum.

Ţegar Sjálfstćđisflokkurinn á svona vini ţarf hann ekki á óvinum ađ halda. 


mbl.is Fylgi Sjálfstćđisflokksins minnkar í könnun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Meira eftirlit međ sjómönnum en kynferđisglćpamönnum

Sitt hefur hverjum sýnst um hvort réttlćtanlegt sé ađ fylgjast međ barnaníđingum eftir ađ ţeir hafa tekiđ út sinn réttláta dóm. Svo hafa margir lagt málefnaleg rök á báđa bóga í ţá umrćđu. Minna fer fyrir umrćđu um réttmćti síaukins eftirlits međ sjómönnum. Störfum ţeirra er svo vantreyst af stjórnvöldum ađ margfalt hćrri upphćđir fara í eftirlit međ ţeim en í fíkniefnalöggćslu. Sama á viđ um ţćr fjárhćđir sem variđ er í eftirlit međ brotum á samkeppnislöggjöf og efnahagsbrotum.

Ţetta er ekki séríslenskt vandamál eins og danska fréttin ber međ sér, og í Ástralíu er jafnvel enn strangara eftirlit međ tiltölulega smáum fiskibátum. Ţar svarar kostnađurinn á bát til 8 milljóna króna á ári.

Hér á Íslandi hefur kostnađurinn nálćgt ţví tvöfaldast á síđustu 10 árum, á sama tíma og ţorskveiđar hafa dregist saman um nćr helming. Ég er sannfćrđur um ađ vandinn sem er veriđ ađ leysa međ auknu eftirliti felst ekki í ţví ađ sjómenn séu hneigđari til glćpa en annađ fólk, heldur miklu frekar í ţví ađ stjórnvöld búa ţeim óréttlát starfsskilyrđi međ innbyggđan hvata til ađ fara ekki eftir ósveigjanlegum reglum. Sömuleiđis hafa ţau reiknislíkön sem hafa veriđ grundvöllur ţess sem sjómönnum er skammtađ upp úr hafinu ekki neitt forspárgildi. Menn hafa ţá leitađ ađ sökudólgum og skýringum og oftar en ekki er sökin fundin í of mikilli veiđi eđa ţá framhjálöndun en aldrei er ljáđ máls á ţví ađ skođa međ gagnrýnum hćtti reiknislíkönin sem hvergi hafa gengiđ eftir í heiminum.

Ég ćtlađi ađ fjalla um framangreindar stađreyndir á fundi á ţriđjudagskvöldiđ í Grindavík en ţví miđur verđur ţađ ađ bíđa um sinn vegna mistaka viđ bođun fundarins.


mbl.is Brottkastsmyndavélar um borđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rak Egill Geir og Ingibjörgu fram úr?

Ţađ hefur vart fariđ framhjá neinum landsmanni ađ Geir og Ingibjörgu Sólrúnu hefur liđiđ einkar vel í stjórnarsamstarfinu. Ţađ hófst međ miklum innilegheitum og síđan hafa mánuđirnir liđiđ hver af öđrum í sćlu ţeirra beggja og ţau flögrađ um heiminn í einkaţotum á milli ţess sem ţau hafa hist á stuttum fundum og slegiđ upp veislum fyrir tigna gesti, s.s. vinkonu Ingibjargar, hana Condoleezu Rice, og Abbas Palestínuforingja sem er örugglega líka vinur Geirs.

Síđan hafa ţau sett á fót eina og eina ríkisstofnun. Ekkert hefur raskađ ró ţeirra nema ţá helst flaut nokkurra trukkabílstjóra ţó ađ efnahagslífiđ hafi tekiđ gríđarlega mikla dýfu. Húsnćđismarkađurinn á leiđinni í alkul og gengi krónunnar hrapar. Bankarnir sem ekki mátti anda á berjast í bökkum. Ţetta, eins og áđur segir, truflar á engan hátt sćluna og ţau eru áfram ráđin í ađ gera ekki neitt og eru síđan algjörlega einhuga um ađ halda áfram ađ brjóta mannréttindi á sjómönnum.

Ţađ eina sem gerđist viđ ţessi tíđindi var ađ Geir sussađi á kurteislegar gagnrýnisraddir fjölmiđla ţegar honum fannst ţćr vera ađ verđa of hávćrar og sagđi ţćr dónalegar - međ ţví ađ lofa einhverjum ađgerđum sem aldrei komu og saka síđan fjölmiđla um ađ leggja góđvinkonu sína, Ingibjörgu, í einelti ţegar spurningarnar urđu of nćrgöngular. 

Ţađ var ekki fyrr en ţrennt gerđist, bankarnir vöktu upp óţćgilegar spurningar, ţćr sömu og Sindri spurđi (hvar peningarnir vćru), gengi krónunnar féll og ţađ sem eflaust mestu máli skipti, ađ Egill Helgason, gagnrýni ríkisfréttamađurinn, spurđi hvort ekkert ćtti ađ gera. Ţegar allt lagđist á eitt kynnti ríkisstjórnin einhverjar ađgerđir á fasteignamarkađi. Ţađ verđur ađ segjast eins og er ađ ţetta er fremur óljóst plagg og ef gangurinn á ađ vera svipađur međ ađ koma ţessum tillögum á koppinn og veriđ hefur međ bođađar ađgerđir megum vđ búast viđ ađ bíđa drjúga stund. Í plagginu eru engar dagsetningar og ekki heldur fjárupphćđir ţannig ađ ţađ lítur út fyrir ađ ţađ hafi veriđ dregiđ upp til ađ svara dćgurgagnrýni.


Ísbirnir bitbein í fylkingadrćtti

Ráđherrar Samfylkingarinnar reyndu ađ gera sér mat og jafnvel fjölmiđlaveislu úr ólánsama ísbirnunum sem endađi lífdaga sína hér í Skagafirđi af völdum byssukúlna stjórnvalda í gćr, á ţjóđhátíđardaginn. Fyrst var ţađ Björgvin ráđherra sem tilkynnti ţjóđinni ábúđarfullur ađ hann ćtlađi ađ gera allt sem í hans valdi stćđi til ađ bjarga skepnunni og var m.a.s. búinn ađ redda sponsor.

Ţegar Ţórunn sá ađ Björgvin vćri ađ slá sér upp á ísbirninum var hún fljót ađ breyta ferđaplönum sínum og mćta á svćđiđ. Ţetta var allt mikiđ drama og fjölmiđlafár og er jafnvel uppi orđrómur hér í Skagafirđi um ađ fáriđ hafi valdiđ ţví ađ ekki tókst betur til međ björgunina en raun bar vitni.

Í eftirleik atburđanna blandast síđan ţriđji ráđherra Samfylkingarinnar, Össur Skarphéđinsson, sem segist vita nánast allt um ísbirni og hafa ćtlađ sér ađ skrifa bók um skepnuna en hafi ekki komiđ í verk vegna anna. Ţađ er athyglisvert ađ iđnađarráđherra gerđi sér far um ađ hćla sérstaklega ţćtti Björgvins hins sunnlenska og vega síđan ađ ćđsta embćttismanni Ţórunnar Sveinbjarnardóttur sem var fulltrúi hennar á stađnum.

Ţađ geta veriđ ýmsar ástćđur fyrir ţví hvers vegna Össur gerir sér far um ađ gagnrýna störf Ţórunnar, en hann hafđi áđur látiđ í ljós ađ hann teldi ađ betur hefđi mátt standa ađ málum ţegar fyrri björninn var drepinn. Ţórunn er gömul kvennalistakona en Björgvin gamall vopnabróđir úr Alţýđuflokknum. Svo má auđvitađ vera ađ ţeir standi saman, iđnađarráđherra og mađurinn sem tók skóflustungu ađ nýju álveri, ađ ţví ađ veikja stöđu umhverfisráđherra sem mest ţeir mega til ţess ađ hún geti ekki sett fótinn fyrir stóriđjustefnu ţeirra félaganna.


mbl.is Ísbjarna leitađ úr lofti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband