Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2009

Er Ísland endanlega fokking fokkd?

Fréttir herma ađ helstu hugmyndafrćđingar og ráđgjafar nýju ríkisstjórnarinnar séu helstu klappstýrur útrásarinnar, ţeir fyrrum vinnufélagarnir Ragnar Árnason og Ásgeir Jónsson, hagfrćđingur og forstöđumađur greiningardeildar Kaupţings. Ekki ţarf ađ fjölyrđa um ađ spádómar Ásgeirs um auđlegđ og ćvintýr íslensku ţjóđinni til handa hafa ekki gengiđ eftir og hiđ sama má segja um dellureikninga Ragnars Árnasonar um gríđarlega hagrćđingu og hagsćld sem fylgdi íslenska kvótakerfinu.

Ragnar Árnason játađi nýlega í grein ađ íslenska kvótakerfiđ hefđi veriđ forsenda útrásarinnar. Núna er ţađ almennt viđurkennt ađ kerfiđ hafi veriđ upphaf ţeirrar gríđarlegu fjármálabólu sem engin innistćđa var fyrir og hafi veriđ upphafiđ ađ ţví hruni íslenska fjármálakerfisins sem ţjóđin er lent í.

Ţegar mađur horfir fram á ađ ráđ ţessara manna ráđi för ţeirra sem ćtla ađ taka viđ af vonlausri ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar koma hin fleygu orđ upp í hugann: Ísland er helvítis fokking fokkd. Ekki síst ţegar mađur rifjar upp ađ um mitt sumar 2007 lagđi Ragnar Árnason til ađ ţorskveiđum yrđi hćtt í ţrjú ár vegna ţess ađ efnahagslífiđ vćri í svo miklum blóma!


mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvalrćđisstjórnin komin á koppinn - viđhafnarríkisstjórnin kynnt í dag

Eina máliđ sem vefst fyrir VG viđ stjórnarmyndunina er hvalamáliđ en Einar Kristinn hafđi loksins kjark til ađ leyfa hvalveiđar ţegar hann laumađist út úr ráđuneytinu. Ţađ virđist hvorki standa í Vinstri grćnum né Samfylkingunni ađ Framsókn hefur sett grćnt bann - í stađinn fyrir blátt bann - viđ ađ taka á fjárglćframönnunum sem margir eru tengdir inn í innstra hring Framsóknarflokksins. Ekki ber á öđru en ađ báđir flokkar séu ţćgir og glađir međ ţađ ađ halda áfram ađ brjóta mannréttindi á sjómönnum.


mbl.is Ríkisstjórnin kynnt í dag
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er ţetta ekki frambjóđandinn sem vill Reykjavíkurflugvöll burt?

Mér kćmi ţađ verulega á óvart ef ađ Framsóknarmenn í Norđvesturkjördćmi tćkju Guđmundi Steingrímssyni fagnandi, en ekki veit ég betur en ađ hann hefi veriđ mikill talsmađur ţess ađ Ísland gengi nánast án nokkurra skilyrđa inn í Evrópusambandiđ og ađ Reykjavíkurflugvöllur fari hiđ snarasta burt úr Vatnsmýrinni.

 


mbl.is Guđmundur: Stefnir á fyrsta sćtiđ í NV-kjördćmi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mun VG halda áfram ađ brjóta mannréttindi?

Allt útlit er nú fyrir ríkisstjórn verkalýđsflokkanna sem í orđi kveđnu eru málsvarar jöfnuđar og réttlćtis. Hiđ fyrsta verk slíkrar ríkisstjórnar ćtti ađ vera ađ fara ađ áliti mannréttindanefndar SŢ um ađ hćtta ađ brjóta mannréttindi á sjómönnum. Ţó ađ máliđ virđist augljóst er ekki á vísan ađ róa ţar sem leiđtogi VG á sér svarta sögu hvađ varđar afskipti sín af illrćmdu kvótakerfi. Steingrímur J. Sigfússon studdi á sínum tíma framsal veiđiheimilda og drap á dreif umrćđu um breytingar á kerfinu í kjölfar Valdimarsdómsins sem nú er orđinn 10 ára gamall.
mbl.is Hittast kl. 14 í dag
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sjálfstćđisflokkur og Samfylking í leđjunni

Fyrir viku mátti heyra á fulltrúum beggja stjórnarflokkanna ađ ríkisstjórn ţeirra vćri í miđjum björgunarleiđangri og miklum verkefnum enda stjórnin byggđ á traustum grunni ţar sem miklir kćrleikar voru međ báđum flokkum og ástúđ umlék allt. Ekki var annađ ađ heyra á málflutningnum en ađ samstarfiđ vćri traust og gott ţrátt fyrir mótmćli - fólk áttađi sig bara ekki á ađ afrakstur nauđsynlegrar vinnu léti bíđa eftir sér.

Í dag ţegar ljóst var ađ stjórnin vćri sprungin tóku viđ glímutök. Flokkarnir voru komnir í leđjuslag ţar sem ásakanirnar gengu á víxl um ađ lausatök hvors annars vćru sökin á ógćfunni. Ţađ sem mér fannst skemmtilegast í ţessu öllu var ađ sjá friđardúfuna Steingrím J. Sigfússon koma fram, ekki lengur sem reiđan byltingarmann heldur yfirvegađan og ábyrgan föđur.

Ţađ verđur ćsispennandi ađ fylgjast međ nćstu köflum í leikfléttunum sem varđa okkur öll. Mađur vonast til ţess ađ flétturnar gangi út á eitthvađ annađ en ađ vinna fréttatíma eđa Kastljós kvöldsins.


mbl.is VG leggur línurnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kristinn H. Gunnarsson forsćtisráđherra

Ţađ má örugglega segja ađ Kristinn H. Gunnarsson sé sameiningartákn starfandi Alţingis ţví ađ hann hefur veriđ í öllum flokkum á ţingi, eđa forverum ţeirra, nema Sjálfstćđisflokknum. Á ţessu ţingi hefur hann hins vegar stutt ríkisstjórnina dyggilega, ríkisstjórn Sjálfstćđisflokksins ţannig ađ taugarnar frá honum til ţess flokks hafa greinilega veriđ miklar. Hann er gamall flokksbróđir og vinur forseta Íslands.

Góđar líkur eru á ţví ađ Kristinn leiđi „ţjóđstjórnina“ sem vilji er til ađ mynda.

Wink


Samfylkingin vill fara í stólaleik korteri fyrir kosningar

Báđir stjórnarflokkarnir hafa haldiđ uppi ţeim málflutningi ađ ţeir séu í gríđarlega mikilvćgum björgunarleiđangri sem ekki megi trufla međ kosningum. Varaformađur Sjálfstćđisflokksins hefur gefiđ ţađ í skyn ađ ţađ geti framlengt líf kreppunnar sem mátti skilja á forsćtisráđherra ađ hefđi komiđ eins og grýla inn í íslenskt efnahagslíf utan úr heimi.

Almenningi varđ fljótlega ljóst ađ björgunarleiđangur ríkisstjórnarinnar gekk nćr eingöngu út á ađ bjarga sér og sínum. Samfylkingin og Sjálfstćđisflokkurinn voru svo einbeittir í sjálfshjálpinni ađ ţađ ţurfti ađ gera hlé á ţingstörfum til ţess ađ ráđherrar gćtu undirbúiđ sig undir umrćđu um efnahagsmál en ţá voru ţingmenn nýkomnir til ţings eftir um mánađarlangt frí.

Ţegar fariđ er yfir kröfur beggja flokka fyrir áframhaldandi samstarfi í ţá ţrjá mánuđi sem eru til kosninga afhjúpast algjört stefnu- og ráđaleysi flokkanna en ein krafan erađ ađgerđaáćtlun um efnahagslífiđ og peningastjórnun verđi hrundiđ af stađ“.

Hvađa vit er svo í ţví ađ fara ađ fara róta í ráđherraembćttum og fara í einhver stólaskipti korteri fyrir kosningar?


mbl.is Ţingflokksfundir hefjast
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Björgvin er búinn ađ ţvćlast fyrir í 110 daga

Ţćr ađgerđir Björgvins ađ hreinsa út úr Fjármálaeftirlitinu hafa blasađ viđ sem nauđsynlegar um langt langt langt skeiđ. Jón Sigurđsson, formađur stjórnar Fjármálaeftirlitsins, er búinn ađ vera í auglýsingabćklingi Icesave í Hollandi, engu máli hefur veriđ vísađ til lögreglunnar og ţađ er engu líkara en ađ menn hafi veriđ í liđi međ fjárglćframönnunum sem bjuggu til pappírsfyrirtćkin, s.s. Stím, og sendu hundruđ milljarđa úr landi skömmu fyrir hruniđ.

Nú, ţegar ađ öllum líkindum er komin dagsetning á kosningar, reynir Björgvin ađ bjarga eigin skinni. Margir hljóđnemar standa á viđskiptaráđherraAf rćđunni sem hann hélt á blađamannafundinum mátti skilja ađ ţetta vćri lykillinn ađ prófkjörsbaráttu hans á Suđurlandi. Sunnlendingar eru einstaklega gott fólk og hafa sýnt í gegnum tíđina ađ ţeir geta auđveldlega fyrirgefiđ stjórnmálaflokkum og veitt ţeim uppreist ćru.

 


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Spennandi flokksţing Frjálslyndra verđur haldiđ um miđjan mars

Ţađ eru spennandi tímar framundan í Frjálslynda flokknum en um miđjan mars verđur haldiđ flokksţing Frjálynda flokksins og verđur kosiđ um öll embćtti flokksins.

Ekki býst ég viđ miklum breytingum á stefnu flokksins enda hefur ţjóđin áttađ sig á ţví ađ helstu baráttumál Frjálslynda flokksins eru ţjóđţrifamál sem nauđsynlegt er ađ nái fram s.s. breytt og réttlátari  fiskveiđistjórn og breytingar á kosningareglum s.s. ađ landiđ verđi eitt kjördćmi.


Gaza - Guantanamo - Anger in Iceland

Ég stillti á Al Jazeera sjónvarpsstöđina til ađ hvíla mig á kreppufréttum hér heima, ráđleysi ríkisstjórnarinnar og hundruđa milljarđa hvarfi út í buskann, ţrálátum fréttum af fyrirsjáanlegum vaxtagreiđslum og sérkennilegum björgunarleiđangri oddvita ríkisstjórnarinnar.

Já, ţetta var allt orđiđ svo pínlegt ađ ég ákvađ ađ stilla á erlenda stöđ, Al Jazeera. Ţegar helstu fréttir stöđvarinnar voru kynntar voru ţćr um ástandiđ á Gaza, lokun Obama á Gvantanamó-búđunum og svo tók viđ löng frétt um reiđi íslensks almennings yfir ástandinu.

Ţađ er greinilegt ađ ţegar ástandiđ á Íslandi er komiđ á par viđ ástandiđ í Gaza og lokun búđanna í Gvantanamó á alţjóđafréttastöđvum er komin full ástćđa fyrir stjórnvöld til ađ leggja viđ hlustir og axla sín skinn.


Nćsta síđa »

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband