Leita í fréttum mbl.is

Vitleysisumræða í boði Samtaka Atvinnulífsins

Samtök Atvinnulífsins bjóða landsmönnum upp á þvílíka þvælu málflutning að það hálfa væri meira en nóg. Málflutningur sem gengur út á að ekki sé hægt að gera almenna kjarasamninga í landinu vegna þess að það þurfi að tryggja þeim sem stunda fiskveiðar sérstaka einokun til að stunda veiðar og það til margra áratuga! Rökin eru að það verði engar fjárfestingar nema að núverandi handhafar og afkomendur þeirra fái réttindi umfram aðra landsmenn.  Þetta er illskiljanlegt þó væri ekki vegna annars en þess að margir þeirra sem um er rætt að þurfi að hafa einokun, hafa steypt útgerðum sínum í gríðarlegar skuldir og tekið svakalegt fjármagn út úr atvinnugreininni.

Maður hefði skilið að það væri erfitt að gera kjarasamning ef að til stæði að skera niður veiðiheimildir um tugi prósenta og auðveldara væri að semja ef veiðar og atvinnufrelsi yrði aukið í sjávarútveginum. Sömuleiðis ætti það að greiða fyrir samningum ef að allur fiskur færi á fiskmarkað en fyrir þá sem trúa á mátt markaðarins ættu að sjá það í hendi sér að það myndi stuðla að aukinni verðmætasköpun í landinu.

Stundum er engu líkara en að forysta SA og reyndar ASÍ einnig berjist á hæl og hnakka gegn markaðslögmálum en fyrir einokun og fákeppni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Taka 'zuður-ameríkanann' á dæmið & þjóðnýta útgerð+vinnzlu án manna eða mýzla er líklega eina leiðin til að ná í auðlindina aftur.

Steingrímur Helgason, 17.4.2011 kl. 23:48

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Ríkisstjórnin á að vinna það sem hún var kosin til að gera,

afnema kvótann og leyfa frjálsar handfæraveiðar, það leysir

byggða, fátæktar og atvinnuvanda fátækrar þjóðar.

14.000 atvinnulausir og 8.000 flúnir land, tvö ár liðin, hærri tölur,

hvað er Alþingi Íslendinga að hugsa ?

Aðalsteinn Agnarsson, 18.4.2011 kl. 00:14

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Sigurjón nú kjósum við um annars vegar kvótakerfi og hins vegar sóknarmark og síðan fer fram rannsókn á kvótveðsrúllettunni sem framkvæmd hefur verið af bönkunum og "innsta hring" LÍÚ

Hér er um stórkostlega svikamillu að ræða sem er að koma uppá yfirborðið og skýrir stjórn LÍÚ á úthlutum aflaheimilda. 

Kvóti átti að vera sama og skíra gull í hirlsum bankanna og standa undir margföldun þess fjár sem lánað var mörgum sinnum sömu peningarnir út úr bönkunum út á eitt kvótaveð (ekki gull). 

Ólafur Örn Jónsson, 18.4.2011 kl. 21:59

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það var kosið um kvótann í síðustu Alþingiskosningum og þá fengu núverandi stjórnarflokkar skýrt umboð til þess að breyta kerfinu sem þeir hafa ekki nýtt. Mér sýnist sem að þessar yfirlýsingar Össurar og Jóhönnu séu leikrænir tilburðir sem ekki er mikið mark á takandi því miður.

Sigurjón Þórðarson, 18.4.2011 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband