Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2010

Samherji minn Eiríkur Stefánsson í tómri vitleysu

Á hálftíma langri eldmessu samherja míns Eiríks Stefánssonar, á Útvarpi Sögu fyrr í dag, mátt glöggt heyra ađ félagi minn í samtökum um Ţjóđareign var reiđur og vanstilltur. 

Eiríkur var um nokkurt skeiđ í Frjálslynda flokknum og vorum viđ um margt sammála nema ţá helst Evrópumálin. Eiríkur gekk úr Frjálslynda flokknum og í Samfylkinguna ţar sem ađ hann átti rćtur m.a. vegna ţess ađ hann taldi vćnlegra ađ ná fram breytingum á kvótakerfinu í stćrri stjórnmálaflokki.

Ég hef haft nokkurn skilning á vonbrigđum Eiríks međ Samfylkinguna, ţar sem ađ hann hefur hvađ eftir annađ ţurft ađ horfa upp á undanslátt og svik Samfylkingarinnar  í sjávarútvegsmálum.  Samfylkingin hefur haldiđ áfram ađ brjóta mannréttindi og ekki virt ţá sjómenn viđlits sem sóttu rétt sinn til Mannréttindanefndar Sameinuđu ţjóđanna. Eiríkur á mjög erfitt međ ađ horfast í augu viđ ađ vistaskipti hans voru ekki til mikils gagns fyrir málstađinn. Í stađ ţess ađ beina spjótum sínum ađ andstćđingum breytinga á illrćmdu kvótakerfi, ţá hefur hann ráđist međ útúrsnúningum ađ fyrrum félögum sínum í Frjálslynda flokknum sem hafa haldiđ fram óbreyttri stefnu. 

Mér finnst ţó steininn taka úr í vitleysisgangi og rangtúlkunum ţáttargerđarmannsins á Útvarpi Sögu ţegar hann ţykist lesa út úr eftirfarandi ályktun einhvern stuđning viđ kvótakerfiđ, ţar sem dreginn er fram tvískinnungur Jóhönnu Sigurđardóttur forsćtisráđherra:

Frjálslyndi flokkurinn er fylgjandi ţjóđaratkvćđagreiđslum um umdeild mál.

Miđstjórn flokksins lýsir ţó undrun sinni á ţví ađ forsćtisráđherra ţurfi ađ vísa stefnumörkun stjórnvalda í sjávarútvegsmálum í ţjóđaratkvćđagreiđslu.

Miđstjórn telur óţarft ađ kjósa um hvort ađ stjórnvöld hćtti mannréttindabrotum.

Frjálslyndi flokkurinn hefur margoft komiđ međ raunhćfar tillögur um hvernig megi komast út úr illrćmdu kvótakerfi og hćtta mannréttindabrotum og ţannig auka verđmćti sjávarfangs landi og ţjóđ til heilla.

Eiríkur Stefánsson situr víst í framkvćmdastjórn samtakanna Ţjóđareignar sem ég og ýmsir ađrir í miđstjórn Frjálslynda flokksins erum međlimir í og hann flytur mál sitt einatt í nafni  samtakanna. Ţađ hljóta eđlilega ađ vakna efasemdir um samtökinn ef ađ forvígismenn ţverpólitískra samtaka sjá tíma sínum best variđ í ađ snúa út úr ályktunum sem styđja viđ málstađinn og krefjast ţess ađ stjórnvöld hćtti strax án undanbragđa ađ brjóta mannréttindi.

 


Miđstjórn Frjálslynda flokksins undrast tal forsćtisráđherra, um ađ setja eigi kvótakerfiđ í ţjóđaratkvćđagreiđslu

Frjálslyndi flokkurinn er fylgjandi ţjóđaratkvćđagreiđslum um umdeild mál.

Miđstjórn flokksins lýsir ţó undrun sinni á ţví ađ forsćtisráđherra ţurfi ađ vísa stefnumörkun stjórnvalda í sjávarútvegsmálum í ţjóđaratkvćđagreiđslu.

Miđstjórn telur óţarft ađ kjósa um hvort ađ stjórnvöld hćtti mannréttindabrotum.

Frjálslyndi flokkurinn hefur margoft komiđ međ raunhćfar tillögur um hvernig megi komast út úr illrćmdu kvótakerfi og hćtta mannréttindabrotum og ţannig auka verđmćti sjávarfangs landi og ţjóđ til heilla.


Fólkiđ brást en stefnan ekki

Helsta niđurstađa endurreisnarskýrslu Sjálfstćđisflokksins sem gerđ var undir yfirumsjón Skagfirđingsins Vilhjálms Egilssonar var ađ stefna flokksins vćri í góđu lagi en fólkiđ hefđi brugđist. Ţađ er ţví rökrétt framhald ađ minni spámenn flokksins í Skagafirđi skyldu fara eftir leiđsögn flokksforystunnar og skipta út öllum efstu mönnum á frambođslista Sjálfstćđisflokksins í Skagafirđi sem hafa boriđ uppi og variđ sjálfstćđisstefnuna.

Ég er ekki sammála ţessu mati ţar sem ég tel fólkiđ í flokknum vera eins og gengur og gerist, hvorki verra né betra en almennt gerist. Ţađ sem brást var stefna spilltrar forystu Sjálfstćđisflokksins sem fól í sér einkavinavćđingu, mannréttindabrot í sjávarútvegi, skuldasöfnun, óráđsíu og útţenslu hins
opinbera. Flokkar sem hafa lent í ţví ađ stefna ţeirra hafi rústađ samfélögum og valdiđ eyđileggingu hafa venjulega endurskođađ stefnu sína eđa ţá jafnvel veriđ lagđir niđur.

Ţađ kemur verulega á óvart ađ sjá hve margt velmeinandi fólk er tilbúiđ ađ leggja nafn sitt viđ lista og óbreytta stefnu Sjálfstćđisflokksins sem rústađi íslensku samfélagi á valdatíđ sinni.  

Nú er spurning hvort ađ oddvitinn, Jón Magnússon og hans međreiđarsveinar og -meyjar munu bođa iđrandi bót og betrun eđa áframhald gjaldţrota „Sjálfstćđisstefnu“?


Fyrrverandi forsetar gefa sjómannaforustunni falleinkunn

Tveir fyrrverandi forsetar Farmanna- og fiskimannasambandsins sitja í framkvćmdastjórn Frjálslynda flokksins en framkvćmdastjórnin sendi frá sér eftirfarandi ályktun í dag:

Sjómannaforystan međ ţá Sćvar Gunnarsson formann sjómannasambandsins og  Árna Bjarnason formann Farmanna- og fiskimannasambands í forsvari, hafa sýnt ţađ međ yfirlýsingum sínum vegna skötuselsmálsins, ađ hún er úrelt og komin  gjörsamlega úr takti viđ sjómenn og fólkiđ í landinu.

Ţađ sćtti mikilli furđu  ef ađ ţessum foringjum tćkist ađ sannfćra sjómenn um ađ ţađ ţjóni hagsmunum sjómanna ađ viđhalda leigukvótakerfi undir eignahaldi og forystu LÍÚ, ţar sem starfandi sjómönnum er gert ađ greiđa okurverđ fyrir ađgang ađ sameiginlegri auđlind Íslendinga til framtíđar.

Ef ţessi stefna er orđin sérstök kjarastefna  sjómannaforystunnar, ţá má vorkenna sjómannastéttinni undir forystu ţeirra.

24. mars, 2010.

Sigurjón Ţórđarson, formađur.

Ásta Hafberg, varaformađur.

Grétar Mar Jónsson, ritari.

Guđjón Arnar Kristjánsson, formađur fjármálaráđs.


Bćjarstjórinn í Vesturbyggđ bćđi á móti íbúum og nýbúum

ŢAĐ getur veriđ snúiđ ađ átta sig á ţví hvert helstu forystumenn Samfylkingarinnar stefna. Forsćtisráđherrann bauđ ţjóđinni upp á breytingar á fiskveiđistjórninni fyrir síđustu alţingiskosningar og festi síđan stefnuna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í stađ ţess ađ ríkisstjórnin hrindi stefnunni í framkvćmd vill forsćtisráđherrann láta fara fram sérstaka auka-ţjóđaratkvćđagreiđslu um máliđ. Ţađ er mjög sérstakt, ţar sem hún hefur haft uppi stór orđ um einu ţjóđaratkvćđagreiđsluna sem fariđ hefur fram á lýđveldistímanum um einstök mál, ţ.e. ađ kosningarnar vćru algjör markleysa og tímaeyđsla.

Á međan á ţessum mótsagnakennda farsa stendur skrifar bćjarstjóri einn á Vestfjörđum í slagtogi viđ varaţingmann Sjálfstćđisflokksins grein í Morgunblađiđ ţann 16. mars sl., ţar sem ţau mótmćla markađri stefnu ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum. Ţađ sem gerir máliđ eftirtektavert og stórundarlegt er ađ bćjarstjórinn sem um rćđir, Ragnar Jörundsson, barđist međ oddi og egg fyrir síđustu alţingiskosningar, sem frambjóđandi Samfylkingarinnar, fyrir sjávarútvegsstefnu flokksins sem hann nú er á móti.

Kvótakerfiđ hefur leikiđ Vesturbyggđ mjög illa en ţađ sýnir best fćkkun íbúa í sjávarbyggđunum Patreksfirđi og Bíldudal. Íbúum hefur fćkkađ um fjórđung síđasta áratuginn á Patreksfirđi og Bíldudal sem er bein afleiđing kvótakerfisins. Á áratugnum urđu miklar úrbćtur á samgöngum og íţróttaađstöđu í ţessum einu fallegustu byggđum landsins.

Óhćtt er ţví ađ segja ađ kerfiđ sem bćjarstjórinn vill međ öllum ráđum halda í, ţrátt fyrir mannréttindabrot sem ţví fylgir, hafi fćkkađ íbúum sveitarfélagsins. Bćjarstjórinn góđi lagđi ofuráherslu á í greininni ađ koma yrđi međ öllum ráđum í veg fyrir, ađ útgerđir á Vestfjörđum gćtu veitt skötusel međ ţví ađ greiđa hćfilegt gjald í tóman ríkissjóđ. Hann vildi halda í lénsfyrirkomulagiđ sem felur í sér ađ ţeir sem haldi til veiđa á skötuselnum ţurfi ađ leigja veiđiheimildir af útgerđum á Suđurlandi en ţegar fiskurinn var kvótasettur veiddist hann nćr eingöngu viđ suđurströndina. Ţađ er ekki langt síđan skötuselur fór ađ veiđast í einhverjum mćli fyrir vestan og er hann ţví nokkurs konar nýbúi á svćđinu sem bćjarstjórinn vill greinilega ekki fá á bryggjuna sína.

Ţegar litiđ er yfir málflutning helstu leiđtoga Samfylkingarinnar í lands- og sveitarstjórnarmálum hlýtur ađ vakna sú spurning hvort ţeir vilji láta taka sig alvarlega?

 


Ályktun framkvćmdastjórnar Frjálslynda flokksins um Skötuselslögin

Frjálslyndi flokkurinn fagnar ný samţykktum breytingum á lögum um stjórn fiskveiđa sem fela í sér heimild til aukinna  veiđa á skötusel.  Breytingin felur í sér ađ ţađ ríkir jafnrćđi viđ úthlutun aukinna veiđiheimilda.

Máliđ er lítiđ skref í rétta átt  og hvetur Frjálslyndi flokkurinn sjávarútvegsráđherra til ađ stíga strax fleiri skref í sömu átt, međ ađrar tegundir s.s. ţorsk. Međ ţví yrđi veitt  krafti og bjartsýni inn í íslenskt efnahagslíf.

Ţađ er furđulegt en kom ţó ekki á óvart ađ horfa upp á Sjálfstćđisflokkinn og Framsóknarflokkinn gćta sérhagsmuna á kostnađ almannahagsmuna. 

Ţađ er greinilegt ađ hvorki Sjálfstćđisflokkur né Framsóknarflokkur hafa nokkuđ lćrt af hruninu.

 


mbl.is Skötuselsfrumvarp ađ lögum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vill Fréttablađiđ ađ ţjóđin greiđi skuldir óreiđumanna?

Í vandađri stjórnmálaályktun Frjálslynda flokksins er kjarnyrt umfjöllun um fjölmörg ţjóđmál s.s. efnahagsmál, verđtrygginguna, skuldsetningu ţjóđarbúsins, mannréttindamál, sjávarútvegsmál, landbúnađ, skattamál, lýđrćđisumbćtur, umbćtur í háskólastarfi og dómstóla.

Eina umfjöllun Fréttablađsins um stjórnmálaályktunina hingađ til er um eftirfarandi setningu sem virđist eitthvađ fara í taugarnar á ritstjórn blađsins

Frjálslyndi flokkurinn lýsir yfir stuđningi viđ ţá ákvörđun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, ađ vísa ţeirri ákvörđun til ţjóđarinnar, hvort ađ ţjóđin eigi ađ greiđa skuldir óreiđumanna.

Stór hluti ţjóđarinnar sem hvatti forsetann til ţess ađ vísa málinu til ţjóđarinnar og felldi lögin gerđi ţađ einmitt á ţeim forsendum ađ vilja ekki greiđa skuldir óreiđumanna.

Ţađ er svo viđ hćfi ađ velta ţví fyrir sér hverjir eigi svo Fréttablađiđ?

 

 


Stjórnmálayfirlýsing Frjálslynda flokksins

Ţví verđur ekki á móti mćlt ađ ef stefna Frjálslynda flokksins hefđi orđiđ ofan á viđ stjórn landsins á síđasta áratug, ţá stćđi ţjóđin nú í allt öđrum og miklu betri sporum.  Frjálslyndi flokkurinn barđist gegn einkavinavćđingunni, verđtryggingunni, skuldsetningu ţjóđfélagsins og illrćmdu kvótakerfi sem brýtur í bága viđ mannréttindi.

Eina leiđin fyrir Íslendinga út úr ţröngri stöđu er ađ auka framleiđslu og gjaldeyrisöflun en alls ekki ađ fara leiđ AGS og Fjórflokksins um stóraukna skuldsetningu, niđurskurđ og hćkkun skatta.  Viđ endurskođun efnahagsáćtlunar AGS verđi tekiđ miđ af íslenskum raunveruleika. Beinasta leiđin viđ öflun aukins gjaldeyris er ađ gera betur í ţeim atvinnugreinum sem ţjóđin gerir vel í s.s. sjávarútvegi, landbúnađi og ferđaţjónustu.  Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekađ rökstutt ađ hćgt sé ađ ná miklu mun meiri verđmćtum í sjávarútvegi án aukins kostnađar međ ţví ađ fiskur fari á frjálsan markađ, taka í burt hvata til brottkasts, veiđiheimildir verđi auknar verulega og bćta nýtingu.  Möguleikar ferđaţjónustunnar eru ótćmandi enda er landiđ fagurt og gott en almennt glímir atvinnugreinin líkt og ađrar viđ gríđar háa vexti sem verđur ađ lćkka. Nauđsynlegt er ađ samningar um stóriđju verđi gagnsćir og tryggi úrvinnslu afurđa. Ýta á  undir almenna nýsköpun í smáu sem stóru í;  líftćkni, tćkni, landbúnađi og ţjónustu. Horfa skal til skynsamlegra lausna óháđ kreddum,  viđ eflingu atvinnulífs s.s. ađ tryggja iđnađi og garđyrkjubćndum rafmagn á hagstćđu verđi.

Kreppa er stađreynd á Íslandi en hún er skilgetiđ afkvćmi sambúđar spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglćframanna.  Frjálslyndi flokkurinn hafnar ţví ađ afleiđingarnar af henni lendi međ fullum ţunga á ţeim sem síst skyldi og eiga enga sök. Fjármagnseigendum var bćttur strax skađinn en skuldugur almenningur látinn blćđa og blćđir enn.

Allir eiga rétt á mannréttindum og viđunandi lífskjörum til verndar heilsu og vellíđan.  Stöđva verđur ađ fólk sé hrakiđ út af heimilum sínum sökum; kreppunnar, verđ- og gengistryggđra lána. Tryggja verđur sanngjarna lausn, lágmarksframfćrslu og ađ sérstök áhersla verđi lögđ á ađbúnađ ţeirra sem erfa munu landiđ.  Endurskođa ţarf samspil álagningar skatta og beitingu skerđingarreglna hjá Tryggingarstofnun svo tryggja megi eldri borgurum, öryrkjum og atvinnulausum viđunandi lágmarks laun.

 

 

Stađa mála í íslensku samfélagi kallar á endurmat á skipulagi samfélagsins  og á ţađ jafnt viđ um stjórnskipan  og samkrull hagsmunasamtaka.  Frjálslyndi flokkurinn hvetur fólk til virkari ţátttöku í kjarabaráttu en verkalýđsforystan er orđin verulega höll undir Fjórflokkinn og  á í óskiljanlegu samkrulli viđ Samtök atvinnulífsins.  Minni atvinnurekendur og nýliđar í rekstri eiga lítiđ skjól í SA sem virđast telja ţađ heilaga skyldu ađ viđhalda óbreyttu kerfi sérhagsmuna. 

Frjálslyndi flokkurinn hefur frá stofnun lagt áherslu á ađ landiđ verđi eitt kjördćmi.   Ráđherrar skulu víkja af ţingi til ţess ađ skerpa á ţrískiptingu valdsins.

Frjálslyndi flokkurinn lýsir yfir stuđningi viđ ţá ákvörđun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, ađ vísa ţeirri ákvörđun til ţjóđarinnar, hvort ađ ţjóđin eigi ađ greiđa skuldir óreiđumanna. Frjálslyndi flokkurinn er fylgjandi beinu lýđrćđi. Ţjóđaratkvćđagreiđslur fćra valdiđ til ţjóđarinnar  frá stjórnmálastétt sem bundin er á klafa ţröngra sérhagsmuna. 

Tryggja skal rétt minnihluta ţingsins til  ţess ađ vísa málum til ţjóđarinnar en ţađ leiđir til ţess ađ leiđtogar stjórnarflokka sem ráđa sínu ţingliđi verđi ekki einráđir viđ lagasetningu

Sömuleiđis er ţađ krafa ađ 10% atkvćđisbćrra  manna geti međ undirskrift hjá opinberu embćtti, s.s. sýslumanni eđa ráđhúsi, látiđ fara fram ţjóđaratkvćđagreiđslur um einstök mál.  Sömuleiđis skal halda í málskotsrétt forseta Íslands.

Festa skal í sessi ađ stjórnlagaţing verđi kallađ saman á 25 ára fresti til ţess ađ  tryggja ađ grundvallarlög lýđveldisins verđi tekin til endurskođunar fjórum sinnum á öld.

Viđ hruniđ hafa mikilvćgustu stofnanir landsins misst trúverđugleika sinn og fer Hćstiréttur ekki varhluta af ţví. Grundvöllur ţess ađ bćta ţar úr er ađ ţađ ríki almenn sátt í samfélaginu um skipan dómara ađ tilnefning dómsmálaráđherra ţurfi samţykki aukins meirihluta Alţingis

Bćta ţarf vinnubrögđ Alţingis m.a. svo ađ fundir ţingnefnda verđi í  heyranda hljóđi en ţađ tryggir opin og lýđrćđisleg vinnubrögđ.

Standa skal vörđ um ađ háskólar og fjölmiđlar rćki hlutverk sitt sem miđstöđ og miđlun gagnrýnar hugsunar en mikiđ hefur skort ţar á.  Frjálslyndi flokkurinn leggur til ađ Háskóli Íslands ţiggi ekki stöđur eđa styrki til einstakra embćtta, heldur verđi styrkjum veitt í einn pott sem úthlutađ verđi til rannsókna.  Ţađ yrđi til ţess ađ sérhagsmunaöfl, s.s. LÍÚ, geti ekki búiđ áróđur í frćđilegan búning og gengisfellt  háskólastarf.  Tímabćrt er ađ taka ađferđir Hafró til gagngerrar endurskođunar. Uppbygging fiskistofnanna  síđustu áratugina hefur ekki gengiđ eftir, enda stangast ađferđir Hafró á viđ viđtekna vistfrćđi.

Frjálslyndi flokkurinn mun setja sér siđa- og umgengnisreglur sem fela m.a. í sér ađ frambjóđendur undirriti drengskaparheit um ađ láta af trúnađarstörfum fyrir flokkinn ef viđkomandi verđur viđskila viđ hann.

Nú í niđursveiflunni,  er talsverđur vandi ađ afla fjár í gegnum skattkerfiđ til ţess ađ halda uppi samfélagslegum gćđum  á borđ viđ; menntun, heilbrigđisţjónustu, löggćslu, trygga lágmarksframfćrslu o.s.f. Hćtt er viđ ađ aukin skattheimta skrúfi efnahagslífiđ í enn frekari niđursveiflu og ţví mikilvćgt ađ fara varlega í skattahćkkanir. 

Ísland ćtti í ljósi biturrar reynslu  vafasamra fjármagnsflutninga ađ verđa leiđandi á alţjóđavettvangi um upptöku Tóbínskatts á fjármagnsflutninga á milli landa. 

Ekki verđur séđ ađ Ísland eigi nokkuđ erindi inn í ESB, en sambandiđ er hvorki vont né gott í eđli sínu heldur stórt hagsmunatengt stjórnkerfi. Sérstaklega í ljósi fiskveiđistefnu sambandsins og harđneskjulegrar afstöđu í garđ Íslendinga í kjölfar bankahrunsins.

Íslenska ţjóđin getur átt bjarta framtíđ en ţá verđur hún ađ ţora ađ losa sig úr viđjum sérhagsmunabandalaga og vinna sameinuđ ađ aukinni verđmćtasköpun og atvinnu í landinu.

 


Sögufölsun sagnfrćđingsins Björgvins G. Sigurđssonar

Björgvin G. Sigurđsson ţingmađur lagđi fram frumvarp ţess efnis ađ landiđ yrđi gert ađ einu kjördćmi. Í greinargerđ međ frumvarpinu kemur ađ Héđinn Valdimarsson hafi fyrstur lagt ţađ til ađ landiđ yrđi eitt kjördćmi og síđan hafi ekki veriđ hreyft viđ málinu fyrr en ađ Guđmundur Árni Stefánsson sendiherra Samfylkingarinnar hefđi lagt fram frumvarp sjö áratugum síđar.  

Auđvitađ er ţađ ekki rétt hjá Björgvini og nánast sögufölsun ţar sem fyrrum formađur Frjálslynda flokksins Sverrir Hermannsson og Pétur Bjarnason ţingmađur Frjálslynda flokksins lögđu fram ţingmál sama efnis áriđ 2000. Umrćddur Guđmundur Árni Stefánsson tók ţá  ţátt í umrćđu á ţingi um mál Sverris en í rćđu Guđmundur Árna Stefánssonar kemur fram ađ hann hafi veriđ á móti ţví ađ landiđ yrđi gert ađ einu kjördćmi.  

Ţađ er greinilegt á öllu ađ málflutningur ţingmanna Frjálslynda flokksins hafđi ţau áhrif á Guđmund Árna ađ hann hafđi sinnaskipti og gerđi gott mál ađ sínu.

 


Sjálfstćđisflokkurinn ţarf hjálp

Stjórnmálaflokkar sem hafa lent í ţví ađ stefna ţeirra hafi rústađ og valdiđ eyđileggingu hafa venjulega endurskođađ stefnu sína eđa ţá veriđ lagđir niđur sbr. ţýski nasistaflokkurinn.  Ekki verđur ţví á móti mćlt ađ löng óábyrg stjórnarstefna Sjálfstćđisflokksins olli hruninu sem miklu frekar einkenndist af spillingu en eđlilegum stjórnarháttum kennda viđ hćgri eđa vinstri.  Engu ađ síđur virđist sem flokkurinn sé ekki tilbúinn ađ endurskođa stefnu sína í neinum atriđum og meiri segja ekki í sjávarútvegsmálum, ţó svo ađ stefnan brjóti í bága viđ mannréttindi og hafi ekki skila ţjóđfélaginu öđru en stórtjóni.  

Í Morgunblađinu í dag má lesa grein eftir sjálfan Sigurđ Kára sérlegan ađstođarmann Bjarna formanns Sjálfstćđisflokksins.  Í grein sinni spyr Sigurđur Kári liđsmenn Vg um trúnađ ţeirra viđ stefnu flokksins í umhverfismálum vegna ţess ađ til stendur ađ opna örlitla glufu eitthvert jafnrćđi og frelsis til skötuselsveiđa.  Aukiđ frelsi til veiđa myndi leiđa til ţess m.a. ađ grásleppusjómenn hringinn í kringum landiđ, sem fá skötusel í netin geti fénýtt fiskinn.

Ţađ rekst hvađ á annars horn í málflutningi Sjálfstćđisflokksins ţar sem forysta flokksins hefur nýveriđ  lagt til ađ auka ţorskveiđiheimildir um tugi ţúsunda tonna ţ.e. ef og ađeins  ef aukningin lendir hjá núverandi handhöfum veiđiheimilda, en síđan virđist vera sem ađ sömu ađilar tíni til öll rök m.a. sjálfbćra nýtingu, grćna atvinnustefnu og umhverfismerkingar gegn ţví ađ auka skötuselsveiđar um einhver hundruđ tonna. Ástćđan fyrir andstöđunni er augljóslega eingöngu sú ađ ţađ eigi ađ gćta jafnrćđis viđ úthlutun veiđiheimilda á skötuselnum. 

Ţađ er augljóst ađ almennt jafnrćđi, virđing fyrir atvinnufrelsi einstaklinga er eitur í beinum forystu Sjálfstćđisflokkins en ég efast ađ sama skapi um ađ almennir flokksmenn taki undir međ forystunni í ţessum efnum.       


mbl.is Leyft en ţó ekki ávísun á ofveiđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband