Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
13.2.2009 | 14:51
,,Heimur" versnandi fer
Evrópusinninn og sjálfstæðismaðurinn Benedikt Jóhannesson gerir sýrða tilraun til þess að horfa til baka og leita skýringa á því hvers vegna flokkurinn náði að rústa íslensku þjóðfélagi á valdatíma sínum. Hann segir upphafið að ógæfunni felast í kjöri Ólafs Ragnars Grímssonar! Þó að ég geti tekið undir að kenna megi forsetanum um ýmsan bjálfaskap er hann ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum sínum.
Það sem mér finnst eiginlega fyndnast að sjá er hvernig Benedikt varpar ábyrgðinni af eftirlaunafrumvarpinu - sem mér skilst að Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, hafi samið - á stjórnarandstöðuna, á þá sem greiddu atkvæði gegn lögfestingu þess. Það var nefnilega fyrirtæki Benedikts sjálfs, Talnakönnun, sem reiknaði kostnaðinn af frumvarpinu. Var kostnaðurinn talinn allt frá lítils háttar sparnaði fyrir ríkið upp í það að vera í mesta lagi ríflega 400 milljónir á ári. Hann gaf sér mismunandi forsendur. Fyrirspurn Helga Hjörvar leiddi það svo í ljós að kostnaðurinn fyrsta árið fór 50% fram úr hæsta mati Talnakönnunar, þ.e. var tæplega 650 milljónir.
Heimur versnandi fer.
13.2.2009 | 07:54
Mæðuleg rannsóknarblaðamennska RÚV
Það er óneitanlega skrýtið sjónarhorn sem mæðulegar fréttaskýringar birta fiskveiðiþjóðinni um sjávarútvegsmál í Speglinum á RÚV. Oft er fjallað um áhrif hækkaðs hitastigs og umhverfisbreytinga á fiskistofna jafnvel þó að brunakuldi frysti landann og sýnt er að hitastig sjávar hér við land sé við meðaltal. Nánast eina umfjöllunin um hvalveiðar er út frá þeim sjónarhóli hvaða áhrif þær muni hafa á umhverfisofstækisfólk úti í heimi.
Hér er annað sjónarmið í grein (minni) sem Morgunblaðið birti í gær:
Hvalræðisreikningarnir
Íslendingar lifa einstaka tíma breytinga og það er óhætt að fullyrða að margt sem taldist til óhagganlegra viðmiða reyndist tálsýn ein, s.s. viðskiptaundrið Ísland. Nú er nauðsynlegt að taka fyrri viðmið og kerfi til rækilegrar endurskoðunar ef von á að vera til þess að þjóðin geti spunnið verðmæti úr breyttum gildum.
Eitt af því sem fjölmörg stéttafélög, hagsmunafélög og sveitarfélög hafa kallað á er að leyfðar verði auknar hvalveiðar til að afla þjóðinni meiri gjaldeyris til að mögulegt verði að standa skil á skuldbindingum sem fjárglæframenn stofnuðu til í skjóli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.
Ein helsta röksemd framangreindra aðila fyrir auknum hvalveiðum er sú að hvalir éti gríðarleg býsn af helstu nytjastofna þjóðarinnar. Þessi afstaða kemur óneitanlega á óvart í því ljósi að margir af fulltrúum fyrrgreindra samtaka hafa skrifað án athugasemda upp á reiknilíkön Hafró sem gera ráð fyrir því að árlega drepist alltaf sama hlutfall, þ.e. 18%, af þorskstofninum af náttúrulegum orsökum, þ.e. öðrum orsökum en veiðum. Með öðrum orðum hefur einu gilt hvort hvalirnir á miðunum séu hundrað eða hundruð þúsunda, alltaf hefur verið reiknað með því að sama hlutfallið drepist af náttúrulegum orsökum. Upp á þetta hefur verið skrifað þó svo að útreikningar sem byggðir eru alfarið á forsendum Hafró bendi eindregið til þess að hrefnan ein éti tvöfalt meira en fastinn gerir ráð fyrir.
Þetta gefur auðvitað til kynna að eitthvað sé meira en lítið bogið við reiknilíkönin sem stuðst hefur verið við og undirstrikar að gagnrýni líffræðinga á forsendur Hafró eiga fullan rétt á sér. Grundvallaratriði í reikningunum eru einfaldlega líffræðilegt bull, enda ekki gert ráð fyrir að einn stærsti lífmassinn, þ.e. fiskarnir sjálfir, hafi áhrif á lífsafkomu sína heldur er horft á veiðar mannsins sem hinn eina ráðandi þátt varðandi vöxt og viðgang fiskistofna.
Ef einhver samfella og vottur af rökhugsun væri fyrir hendi væri strax sett vinna í að endurskoða núverandi reiknilíkön sem notuð eru til að ákvarða veiðiheimildir.
Til að hugga þá enn frekar sem hafa miklar áhyggjur af því að hvalir éti of mikið af þorski er rétt að minna á að vöxtur þorsksins er nálægt sögulegu lágmarki sem gefur til kynna að of margir fiskar séu um þá fæðu sem er fyrir hendi og að hrefnan hafi ekki tekið nægjanlega vel til matar síns eða þá að hvalir hafi afétið þorskinn af fæðu sinni. Eitt blasir þó við þegar heildarmyndin er skoðuð, óhætt er að veiða talsvert meira af þorski enda eru núverndi veiðar við sögulegt lágmark. Veiðum bæði hval og þorsk.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2009 | 23:07
Kemur Dalai Lama í óþökk ríkisstjórnar Íslands?
Það verður vonandi ekki sami vandræðagangurinn á ráðamönnum við komu Dalai Lama og þegar Falun Gong ætluðu að heilsa upp á forseta Kína hér um árið. Maður skyldi þó ekki útiloka það þar sem formaður Samfylkingarinnar sagðist styðja heils hugar stefnuna um eitt Kína og vildi ekki gera mikið úr 60 ára hernámi Kínverja á Tíbet.
Það má ganga út frá því sem vísu að vinstri grænir munu ekki taka mannréttindafrömuði Tíbeta fagnandi þar sem ég hef orðið þess var hér á bloggsíðu minni og t.d. fundi á Akureyri á sunnudaginn að vinstri grænum er sérlega uppsigað við allt tal um mannréttindabrot stjórnvalda, sérstaklega þegar í hlut eiga brot sjávarútvegsráðherra á sjómönnum.
Tökum vel á móti Dalai Lama!
10.2.2009 | 18:10
Landsþing Frjálslynda flokksins - Hermundur Rósinkranz
Landsþing Frjálslynda flokksins verður haldið á Snæfellsnesinu 13.-14. mars næstkomandi. Satt best að segja var ég ekkert áfjáður í að halda þingið í Stykkishólmi en fyrst það var einlægur vilji okkar ástsæla leiðtoga Guðjóns Arnars Kristjánssonar lagðist ég ekki hart gegn því, enda á ég fjölmarga ættingja, vini og kunningja á nesinu þar sem ég er kominn af vondu fólki sem hefði vafalaust gaman af að líta við á landsþinginu.
Það sem ég hafði mestar áhyggjur af vegna landsþingsins var dagsetningin, þ.e. að hefja það föstudaginn þrettánda þriðja. Þess vegna tók ég upp símann og sló á þráðinn til Hermundar Rósinkranz og lýsti áhyggjum mínum. Hermundur huggaði mig með því að dagsetningin væri ekki slæm og gæti verið góð til umskipta og mikilla breytinga.
Hermundur hefur oftar en ekki reynst sannspár um framvindu mála. Mér kæmi því ekki á óvart þótt það yrðu mikil umskipti og meiri slagkraftur í framhaldi af þinginu.
9.2.2009 | 16:52
Mannréttindabrot Vinstri grænna
Í hverju eru Vinstri grænir lentir?
Mér varð hugsað til þess þegar ég sat á opnum borgarafundi í gær og sjómaður spurði lagarefinn og formann sjávarútvegsnefndar Alþingis, Atla Gíslason hvort það ætti að virða mannréttindi sjómanna og fara að áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Ég kannast vel við sjómanninn sem bar upp spurninguna og veit að hann hefur verið beittur miklu óréttlæti af stjórnvöldum. Svör Atla Gíslasonar voru ekki með eindæmum, þau hefðu alveg eins getað komið úr barka fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Einars K. Guðfinnssonar, það var tafsað og talið strax leitt að öðru. Ég er viss um að pabbi minn sem var kommúnisti af gamla skólanum hefði skammast sín fyrir framgöngu Vinstri grænna ef hann væri á lífi.
Það er með ólíkindum að horfa upp á þessa vesalinga réttlæta það að halda áfram mannréttindabrotum og rembast á sama tíma eins og rjúpan við staurinn við að banna hvalveiðar.
Ákvörðun Steingríms í vikulok? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
8.2.2009 | 21:47
Ræða á Borgarafundi á Akureyri í dag
Ágætu fundarmenn
Íslenskir stjórnmálamenn hafa á liðnum árum ekki gætt hagsmuna almennings heldur hafa gert regluverk þannig úr garði að það hefur skaðað framtíðar- og fjárhagslega hagsmuni íslensku þjóðarinnar.
Samkvæmt íslenskum málskilningi er engin goðgá að kalla umrædd verk landráð.
Hver eru tildrög þess?
Yfirráð yfir fiskimiðunum á landgrunninu eru nátengd sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á síðustu öld. Eitt fyrsta verk heimastjórnarinnar var að beita sér fyrir smíði sérstaks varðskips, Islands Falk, sem hóf gæslu árið 1906.Um aldir hafa menn reynt að finna skýringar á misgóðri fiskgegnd og hafa ýmsar ástæður verið nefndar, s.s. að kolareykur gufuskipa eyðilagði tálkn fiska og fyrir mörgum öldum töldu sjómenn sem stunduðu fiskveiðar að auknar hvalveiðar kæmu í veg fyrir að hvalurinn smalaði fiski nær landi og inn á nýtanleg fiskimið. Það er af sem áður var. Um skeið töldu sjómenn á Akranesi að lagning línu út af Garðskaga kæmi í veg fyrir að fiskurinn færi inn í Faxaflóann.
Fyrir mig sem líffræðing sem horfir ómengaður á dæmið út frá viðtekinni vistfræði eru miklar sveiflur í dýrastofnum sem eignast jafnvel milljónir afkvæma eins og þorskurinn eðlilegar og nánast sjálfsagðar, þ.e. að þegar dýrastofn er orðinn stór þá eykst samkeppni um fæðu og leiðir til fækkunar en við það að stofninn dregst saman batna lífslíkur komandi kynslóða og stofninn vex á ný.
Þrátt fyrir þá staðreynd að hvalir, selir og fuglar himinsins taki úr hafinu margfalt meiri fæðu en maðurinn þá gengur það sem kallast reiknisfiskifræði og stjórnvöld styðjast við út á það að veiðar mannsins hafi úrslitaáhrif um vöxt og viðgang fiskistofna. Þegar kenningar reiknisfiskifræðinnar voru settar fram á áttunda áratug síðustu aldar var markmiðið að losna við sveiflurnar og fá jafnstöðuþorskafla 400 til 500 þúsund tonn eða um þrefalda veiði síðasta árs.
Þetta hefur ekki gengið eftir.
Hvers vegna fengu vafasamar kenningar brautargengi í veiðimannasamfélagi sem stönguðust á við viðtekna vistfræði?
Ég er viss um að skýringanna er að leita í því að Íslendingar stóðu í harðri baráttu við útlendinga um yfirráð yfir fiskimiðunum og tóku innlendir stjórnmálamenn fagnandi öllum rökum um að það færi fram stórfellt arðrán útlendinga við strendur landsins sem yrði að stöðva til verndar fiskistofnunum. Það er grátlegt að afraksturinn af baráttunni og innlendri stjórn er að heildarþorskafli á Íslandsmiðum er nú langt undir því sem féll í hlut Íslendinga þegar Bretar stunduðu veiðar.
Reiknisfiskifræðin náði ákveðnum sessi en engu að síður urðu harðar opinberar deilur um miðjan níunda áratuginn þar sem fjölmargir líffræðingar efuðust stórlega um að nokkur von væri til þess að uppbygging þorskstofnsins gæti mögulega gengið eftir.
Hugmyndir reiknisfiskifræðinnar voru eins og áður segir að minnka sveiflur í afla og ná meira út úr auðlindinni með því að vernda smáfisk. Var það gert í fyrstu með því að stækka möskva í netum til þess að minni fiskur slyppi í gegn og þegar það gekk ekki var reynt að beina sókn í aðrar tegundir en þorsk og síðan náðist fullkomin lausn að mati reiknisfiskifræðinganna, þ.e. að ráða heildaraflanum auk þess að vernda smáfisk með lokun veiðisvæða. Kvótakerfið er sett á 1984 og efuðust margir um gagnsemi þess, t.d. þingmaðurinn Halldór Blöndal sem síðar varð þó talsmaður kerfisins. Þingmenn hugguðu sig við að kerfið væri einungis sett til eins árs í senn en það hefur ekki gengið eftir eins og við vitum hér.
Forsvarsmenn í útgerð voru lengst af mjög efins um skynsemi þess að stýra fiskveiðum með kvótum en þegar úthlutunin breyttist í framseljanleg verðmæti árið 1991 þá fóru útgerðarmenn sem fengu úthlutuðum verðmætum að verja þau verðmæti þó svo að kvótinn drægi kraftinn úr sjávarútvegi. Það kemur eflaust mörgum á óvart að Steingrímur J. Sigfússon, núverandi sjávarútvegsráðherra, greiddi atkvæði með framsali veiðiheimilda en Geir Haarde á móti.
Með framsalinu myndaðist hættuleg blanda hagfræði og reiknisfiskifræði þar sem smíðuð var ný grein gervivísinda, svokölluð fiskihagfræði sem gekk út á að veiða minna til þess að geta veitt meira seinna og reiknaður var vöxtur fiskistofna út frá mismunandi veiðiálagi áratugi fram í tímann, jafnvel þó svo að sömu líkön gætu í engu spáð fyrir um vöxt sömu stofna næsta árs. Vorið 2007 reiknaði Hagfræðistofnun Háskóla Íslands undir leiðsögn Ragnars Árnasonar þess sem er helsti ráðgjafi Nýja Framsóknarflokksins - að hagkvæmast væri fyrir Íslendinga að hætta öllum þorskveiðum í 3 ár og það væri gert í ljósi þess hve traustum fótum íslenska þjóðarbúið stóð. Þetta er sérfræðingurinn sem er nú að ráðleggja íslensku ríkisstjórninni. En hann var ekki einn um þessa skoðun, Ásgeir Jónsson hagfræðingur var á sama máli og ég veit ekki betur en að hann sé nú ráðgjafi Vinstri grænna.
Allri skynsemi hefur verið ýtt til hliðar í kvótakerfinu þar sem hægt hefur verið að selja veiðiheimildir landshorna á milli, t.d. frá Grímsey og til Sandgerðis, geyma veiðiheimildir á milli ára og færa jafnvel á milli tegunda. Kvótakerfið er augljóslega galið.
Viðskipti með aflaheimildir fóru í fyrstu hægt af stað enda gekk útgerð oft og tíðum brösuglega áður en menn þurftu að fara að greiða nokkuð fyrir kvóta. Upp úr 1995 fór að komast góður snúningur á viðskiptin og hófst þá aukin skuldsetning atvinnugreinarinnar fyrir alvöru. Margir töldu að á þeim árum hefði verðlag á aflaheimildum farið upp fyrir öll skynsamleg mörk og þeir sem störfuðu þá í greininni sögðu að hámarksverðlag væri um tvöfalt aflaverðmæti fisksins. Samkvæmt því væri eðlilegt að kaupa veiðiheimild á þorski á vel innan við 400 kr./kg. Verðið sprengdi alla skala eftir það og virtist þá ganga meira út á málamyndaverð sem hægt yrði að fá enn hærri lán út á og verðmætin sem veðsett voru gátu aldrei staðið undir lánunum.
Kerfið var komið að endimörkum en með einkavæðingu bankanna 2003 fór erlent lánsfé að streyma í stríðum straumum inn í atvinnugreinina og veiðiheimildir voru seldar á enn hærra verði. Spilaborgin hækkaði.
Bankarnir blönduðu sér með beinum hætti í viðskiptin með aflaheimildir og sá aðili sem grætt hefur hvað mest á útgerð á Íslandi er nokkuð örugglega Björgólfur Guðmundsson sem eignaðist flaggskip kvótakerfisins, Brim, um skamman tíma, bútaði fyrirtækið niður og seldi veiðiheimildir með margra milljarða hagnaði.
Við vitum hvernig þessi saga endaði, þjóðin var að lokum höfð að fífli og lendir í að borga eitthvað af þessum skuldahala sem brjálæðið skildi eftir sig þar sem veiðiheimildir voru veðsettar tugfalt út fyrir öll skynsamleg mörk. Menn ættu að hafa í huga að kerfið hefur fengið heilbrigðisvottorð hagfræðinga Háskóla Íslands.
Það sem mér þykir einkennilegast og í raun uggvænlegt við ástand mála nú í febrúar 2009 í aðdraganda kosninga er að ekki skuli vera dýpri og gagnrýnni umræða um það kerfi sem markaði upphafið að hruninu, þ.e. kerfi sem bjó til innihaldslaus veð sem voru lagalega í eigu þjóðarinnar en fénýtt af þeim sem fengu þau afhent án endurgjalds - tímabundið fyrst um sinn.
Það vantar sárlega að farið sé gaumgæfilega yfir líffræðilegar forsendur kvótakerfisins og hvaða leiðir þjóðin ætlar að marka sér út úr ógæfunni.
Markmiðið er auðvitað að komast út úr þeirri hugsun að ákveða fyrirfram hvað náttúran gefur af sér og láta heldur aflann ráðast af náttúruöflunum. Það dettur engum í hug að ákveða hvað tekið er upp úr kartöflugarði að hausti þegar verið er að setja niður útsæðið á vorin. Enn fjarstæðukenndara er það að ætla að ákveða eitt ár eða jafnvel nokkur fram í tímann hversu mörg kg af fiski öll fiskimiðin hringinn í kringum Ísland gefa af sér.
Ég hef í þessu erindi reynt að velta við nokkrum steinum en til þess að einfalda umræðuna og skýra hana þá vil ég taka það fram að umræða um fiskveiðistjórn snýst um tvö meginsvið, annars vegar stjórn veiða, þ.e. hversu mikið eigi að veiða, hvort það eigi að stýra veiðinni með sókn og með hvaða veiðarfærum eigi að taka fiskinn, og hins vegar eignarhald auðlindarinnar. Stjórnmálamenn sem hafa viljað forðast að gera grundvallarbreytingar á kerfinu hafa oft á tíðum reynt að grauta þessu tvennu saman til þess að flækja umræðuna og gera síðan ekki neitt í framhaldinu.
Nú þegar eignarhaldið á skuldasúpunni er komið inn í ríkisbankana þá er það lágmarkskrafa almennings að það verði tryggt að fiskveiðiauðlindin verði um ókomna tíð í eign þeirra sem byggja þetta land. Ég vil vara við þeim stjórnmálaflokkum sem ætla að setja eitthvert gúmíákvæði í stjórnarskrána og ætla síðan að halda áfram með óbreytt kerfi þar sem eigur almennings eru leigðar og seldar og veðsettar upp á nýtt.
Það yrði þá ekki landráð af gáleysi heldur landráð af ásetningi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.2.2009 | 17:45
Sá óréttlætið um leið og hann missti spenann út úr sér
Nýjasti jafnaðarmaður landsins er enginn annar en Sigmundur Ernir Rúnarsson og má búast við því að hann verði ötull baráttumaður barna á Akureyri ef marka má fyrstu fréttir af framboði hans. Það sem mér finnst þó umhugsunarvert er að hann sá fyrst ástæðu til að setja ofan í við eigendur Stöðvar 2 sama dag og hann datt af spenanum sem hann var búinn að mjólka vel og rækilega um árabil. Ég er alls ekki að gera lítið úr vinnuframlagi Sigmundar enda sást vel hverjum hann þjónaði þegar hann gerði upp kostnaðinn við skemmdarverkin í kringum Kryddsíldina á gamlaársdag.
Nú er að vona að börnin á Akureyri njóti krafta hans - þangað til einhver annar býður betur.
Sigmundur Ernir í pólitíkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2009 | 14:00
Vinstri Grænir á móti vistvænum veiðum
Einhverjir gerðu sér vonir um að valdaskiptin sem fólu í sér að VG fer með yfirstjórn gjaldþrota sjávarútvegskerfis í stað Sjálfstæðisflokksins, hefði í för með sér jákvæðar breytingar s.s. að virt yrðu mannréttindi og aukið svigrúm yrði til að stunda vistvænar handfæraveiðar.
Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins beindi fyrirspurn í dag til Steingríms J. Sigfússonar sjávarútvegsráðherra, þess efnis hvort von væri til þess að VG veitti tilslakanir í þá átt að leyfa auknar vistvænar handfæraveiðar. Með því mót væri hægt að skapa störf, auka tekjur og engin hætt er á að veiðarnar gangi nærri nokkrum stofni.
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra sem á sínum tíma samþykkti framsal veiðiheimilda gaf engin fyrirheit um nokkra tilslökun og reyndi að eyða beinskeyttri spurningu með ómarkvissu tali um byggðakvóta og einhverja nefnd sem fyrri ríkisstjórn átti víst eftir að skipa.
Það hafa margir orðið fyrir miklum vonbrigðum með sjávarútvegsstefnu VG.
Steingrímur J. mætir á fund um hvalveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2009 | 22:11
Mannréttindabrjóturinn og hvalavinurinn Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon á sök á því að hafa greitt atkvæði með framsali og sölu veiðiheimilda á sínum tíma en braskið sem fylgdi kerfinu er upphafið af hruni fjármálakerfisins. Fjöldi manns víða um land varð fyrir barðinu á óréttlætinu sem fylgdi braskinu, missti vinnu og varð fyrir atvinnu- og eignamissi. Þrátt fyrir augljóst óréttlæti þá réttu íslenskir dómstólar ekki hlut sjómanna heldur þurftu þeir að leita ásjár Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem úrskurðaði þeim sem von var, í hag.
Það er grátlegt að verða vitni að því að Steingrímur J. sem telur sig á stundum vera málsvara þeirra sem minna mega sín skuli ekki rétta hlut þeirra sem urðu fyrir barðinu á stjórnarathöfnum sem hann ber ábyrgð á. Í stað þess þá leitar Steingrímur nú logandi ljósi að öllum meðulum til þess að koma í veg fyrir sjálfbæra nýtingu á hvalastofnum - Veiðum sem geta skapað vinnufúsum höndum atvinnu.
2.2.2009 | 16:15
Hvað lét Jóhanna Steingrím J. gera í dag?
Nú er fyrsti vinnudagur nýrrar ríkisstjórnar hálfnaður, klukkan rúmlega fjögur. Ástæða þess að fyrri ríkisstjórn sprakk var að sögn Samfylkingarinnar getuleysi Geirs Haarde, hin svokallaða verkstjórn. Jóhanna ætlar að bæta úr því og setja mönnum fyrir og hlýða mönnum yfir hvað þeir hafa gert frá morgni til kvölds. Einhvern veginn finnst mér þetta nokkuð sérstök stjórnunaraðferð en þannig er það nú bara.
Ég rakst á viðtal við Kolbrúnu Halldórsdóttur þar sem hún segir að hún ætli að leyfa bruggið. Það er spurning hvort fyrsti dagur nýrrar ríkisstjórnar verði virkilegur gleðidagur fyrir bruggara landsins. Það er ekki yfir svo mörgu að gleðjast með þessa ríkisstjórn sem vill banna hvalveiðar og hefur gefið í skyn að halda eigi áfram að svívirða mannréttindi sjómanna.
Stefnuræða forsætisráðherra í vikunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 115
- Frá upphafi: 1014245
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007