Leita í fréttum mbl.is

Vinstri Grænir á móti vistvænum veiðum

Einhverjir gerðu sér vonir um að valdaskiptin sem fólu í sér að VG fer með yfirstjórn gjaldþrota sjávarútvegskerfis í stað Sjálfstæðisflokksins, hefði í för með sér jákvæðar breytingar s.s. að virt yrðu mannréttindi og aukið svigrúm yrði til að stunda vistvænar handfæraveiðar.

Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins beindi fyrirspurn í dag til Steingríms J. Sigfússonar sjávarútvegsráðherra, þess efnis hvort von væri til þess að VG veitti tilslakanir í þá átt að leyfa auknar vistvænar handfæraveiðar.  Með því mót væri hægt að skapa störf, auka tekjur og engin hætt er á að veiðarnar gangi nærri nokkrum stofni.

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra sem á sínum tíma samþykkti framsal veiðiheimilda gaf engin fyrirheit um nokkra tilslökun og reyndi að eyða beinskeyttri spurningu með ómarkvissu tali um byggðakvóta og einhverja nefnd sem fyrri ríkisstjórn átti víst eftir að skipa.

Það hafa margir orðið fyrir miklum vonbrigðum með sjávarútvegsstefnu VG. 


mbl.is Steingrímur J. mætir á fund um hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er búinn að fylgjast nokkuð með bloggi þínu undanfarið og fæ ekki betur séð en þú sért með Steingrín J. og VG á heilanum.

Vandinn sem við er að fást er svakalegur og hreint með ólíkindum að hægt sé að gera almenning ábyrgan fyrir braski einkafyrirtækja, hvort sem þau beri hið virðulega ,,banka" heiti.

Ég vona svo sannarlega að handfæraveiðar verði auknar, enda bý ég úti á landi og veit að fullt er af fiski. Hins vegar skil ég vel að Steingrímur hafi ekki svarað þessari spurningu með hreinu jái, enda myndi örugglega heyrast eitthvað einhvers staðar ef hann hefði gert það. Vonandi tekur hann þetta fyrir og greiðir fyrir málinu.

Ég man svo langt aftur að Einar K. fékk kosningu út á loforð um breytingar á kvótakerfinu. Hann talaði hátt og mikið í kosningabaráttunni þá, en svo heyrðist ekki múkk í honum um málið eftir kosningar. Og hann ásamt öðrum sjávarútvegsráðherrum hafa verið sérstakir verndarar kvótakerfisins.

En það virðist vera eitthvað meira á bak við óvild þína í garð Steingríms J.

Kvótakerfið er fyrir löngu búið að sýna að það er nær ekki tilgangi sínum hvað verndarsjónarmið varðar, heldur er það sett á fyrir örfáa hagsmunaðila. Þetta vita allir. En þessi starfsstjórn nokkurra vikna nær að breyta því er ekki víst. Kannski hefur hann það eins og Einar K. og gefur leyfi fyrir alls kyns veiðum daginn áður en hann fer úr embætti. Hvað fyndist þér um það?

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 14:28

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gústaf, mannréttindabrot íslenskra stjórnvalda verða ekkert betri eða verri þó svo þau séu framin af ráðherra VG eða Sjálfstæðisflokksins.

Ekki veit ég betur en að ég hafi gagnrýnt Einar K Guðfinnsson og það er í raun furðulegt að fara fram á að þagað verði um mannréttindabrot vitleysisákvarðanir einungis vegna þess að þær eru teknar af Steingrími J. Sigfússyni.

Sigurjón Þórðarson, 5.2.2009 kl. 14:39

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón, ég verð að taka undir með þér að manni fer að lengja eftir afstöðu VG í þessu máli. Spurningin er hvort hvalir hafi meiri mannréttindi en íslenskir veiðimenn.

Gunnar Skúli Ármannsson, 5.2.2009 kl. 22:08

4 identicon

Hvar er hugsjón flokksins varðandi mannréttindi og hvalveiðar? Gildir þessi mannréttindahugsjón kannski ekki um hvalveiðikvóta?

Þingmenn Frjálslynda flokksins virðast býsna illir yfir ákvörðun Steingríms J um að fara betur í saumana á fyrirhuguðum hvalveiðum. Allir að missa sig yfir því. Ég fæ ekki betur séð en að úthlutun hvalveiðikvóta sé byggð á nokkurn veginn sömu atriðum og mannréttindadómstóllinn gagnrýndi á sínum tíma varðandi kvótakerfið, þ.e. örfári útvaldir fá að veiða hval en aðrir geta gert eitthvað annað.

Er flokkurinn svona blindaður í þeirri hugsjón að það eigi að veiða hvali að þeim er sama hvernig er staðið að því, t.d. hvernig leyfum er úthlutað? Hver er þín afstaða til þessa?

Andri Valur (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 22:42

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Andri Valur, þetta er mjög góður punktur hjá þér varðandi jafnræði landsmanna í hvalveiðiauðlindina sem gleymist á stundum í umræðunni um hvort yfir höfuð sé réttlætanlegt sé að veiða hvali.

Sigurjón Þórðarson, 5.2.2009 kl. 23:27

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Svo virðist sem það atriði Vinstri Grænna að halda fastar við eigin þröngsýniseinstefnu meintrar náttúruverndar, komi ofar meirihlutavilja þjóðarinnar í þessu efni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.2.2009 kl. 02:08

7 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Svona vinna VG í öllum málum. Þeir eru á móti öllu sem er jákvætt fyrir fólkið í landinu. Sérstaklega 3 af leiðtogum þeirra sem því miður fyrir okkur hin, eru orðnir ráðherrar. Þ. e. Steingrímur (Skallagrímur), Ögmundur (réttnefndur Önugur) og Kolbrún (sem ætti helst að koma sér út í sveit og bíta gras með beljunum).

Marinó Óskar Gíslason, 6.2.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband