Leita í fréttum mbl.is

Mannréttindabrjóturinn og hvalavinurinn Steingrímur J. Sigfússon

Steingrímur J. Sigfússon á sök á því að hafa greitt atkvæði með framsali og sölu veiðiheimilda á sínum tíma en braskið sem fylgdi kerfinu er upphafið af hruni fjármálakerfisins.  Fjöldi manns víða um land varð fyrir barðinu á óréttlætinu sem fylgdi braskinu, missti vinnu og varð fyrir atvinnu- og eignamissi.  Þrátt fyrir augljóst óréttlæti þá réttu íslenskir dómstólar ekki hlut sjómanna heldur þurftu þeir að leita ásjár Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem úrskurðaði þeim sem von var, í hag.

Það er grátlegt að verða vitni að því að Steingrímur J. sem telur sig á stundum vera málsvara þeirra sem minna mega sín skuli ekki rétta hlut þeirra sem urðu fyrir barðinu á stjórnarathöfnum sem hann ber ábyrgð á.  Í stað þess þá leitar Steingrímur nú logandi ljósi að öllum meðulum til þess að koma í veg fyrir sjálfbæra nýtingu á hvalastofnum - Veiðum sem geta skapað vinnufúsum höndum atvinnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega er erfitt hjá þér um þessar mundir. Ætli það sé ekki með því langsóttara sem heyrst hefur að Steingrímur J. sé mannréttindabrjótur. Rétt má vera að hann hafi greitt atkvæði með kvótanum í upphafi, en að hann styðji mannréttindabrot er óralangt frá sannleikanum.

Þú ert greinilega inni á gömlu ,,Moggalínunni" um að ef lygin er endurtekin nógu oft, þá verði hún að sannleika.

Varðandi mannréttindabrot ættirðu kannski að líta þér nær!

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 08:26

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það liggur fyrir úrskurður þess efnis, þetta er ekkert sem ég er að finna upp, Gústaf. Sannleikanum er hver sárreiðastur. Það kemur á óvart að margt gott fólk í Vinstri grænum skuli una þessu. Því miður tekur Mogginn þátt í þögguninni með Steingrími og leyfir þannig mannréttindabrotunum að halda áfram.

Sigurjón Þórðarson, 4.2.2009 kl. 10:09

3 identicon

Og heyrið þið nú í pretikarnum karli matt.Nú ætlar hann að skýla sér á bakvið það að of fáir aðiljar fái að veiða og vinna hvalinn og stilla þar með sjálfum sér í hóp þeirra sem vilja afturkalla hvalveiðileifið.Ég hef andstyggð á hræsnurum.Kv Björn B

Björn Birgisson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 11:34

4 identicon

Varðandi hvalveiðar held ég að vinstri grænir séu á villigötum. Hversu marga hvali á að veiða er alltaf spurning og eins hvenær og hve lengi. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að við eigum að nýta okkar auðlindir, hins vegar verður að vera markaður fyrir þær vörur sem við framleiðum og ætlum að selja úr landi.

Varðandi úrskurðinn, þá kom hann eftirá. Ég er hins vegar alfarið á þeirri skoðun að kvótakerfið sé hreint glæpakerfi sem verði að uppræta sem allra fyrst.

Ég fer samt ekki ofan af því að Steingrímur J. á ekki skilið að vera kallaður mannréttindabrjótur.

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 12:09

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gott og vel, Gústaf, vissulega kemur úrskurðurinn eftir á en hann er áfellisdómur yfir lögunum sem Steingrímur studdi og greiddi atkvæði með. Steingrímur brýtur núna sem sjávarútvegsráðherra í bága við álitið þannig að það gefur augaleið að hann er mannréttindabrjótur nema hann nýti tækifærið og breyti kerfinu með einfaldri reglugerð.

Sjávarútvegsráðherra hefur þetta í hendi sér, spurningin er bara hvort og þá hvernig hann ætli að nota það.

Sigurjón Þórðarson, 4.2.2009 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband