Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Svarti bletturinn á svuntu heilagrar Jóhönnu

Ég óska Jóhönnu Sigurðardóttur til hamingju með að hennar tími sé loksins kominn. Margir binda vonir við að tími hennar beri eitthvað jákvætt í skauti sér. Jóhanna hefur verið farsæll stjórnmálamaður ef frá er talið að hún studdi framsal aflaheimilda er markaði upphafið að hruni íslensks efnahagslífs. Ekki var hún ein um að taka þá afdrifaríku ákvörðun þar sem hún naut m.a. stuðnings Halldórs Ásgrímssonar og Steingríms J. Sigfússonar.

Nú eru hæg heimatökin að þvo svuntuna þar sem Steingrímur J. verður sjávarútvegsráðherra og ef þetta annars ágæta fólk vill bæta fyrir misgjörðir sínar ætti það að vera þeirra fyrsta verk að koma til móts við álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna hvað varðar brot á mannréttindum sjómanna.


mbl.is Söguleg ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband