Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
18.12.2008 | 00:02
Össur gapir yfir forsetanum
Össur fylltist heilagri reiði vegna þess að einhver komst yfir bókhaldslykil forsetaembættisins og gat upplýst þjóðina sundurliðað hvernig forsetinn ákveður að verja best sínum takmörkuðu fjármunum til ræktunar lands og þjóðar, bæði á erlendri og innlendri grundu.
Ég er ekki viss um að forsetanum sjálfum hafi verið svo á móti skapi að þessar upplýsingar bærust þjóðinni sem greiðir fyrir herlegheitin, enda er hann virtur fræðimaður á sviði stjórnmála, vill opna stjórnsýslu og hefur ekkert að fela eins og ný ævisaga forsetans ber með sér.
Æsingur Össurar yfir bókhaldslyklinum kom mér hins vegar nokkuð á óvart vegna þess að hann virðist ekki stressa sig neitt á því að enn er ekki nein sýnileg rannsókn hafin á öllu svínaríinu í kringum bókhaldslykla bankanna.
16.12.2008 | 23:30
,,Detoxeraðar" 350 milljónir í meðförum ríkisstjórnarinnar
Vinkona mín er blaðamaður á einum stærsta fjölmiðli Breta, og þótt víðar væri leitað, að vísu ekki í almennum fréttum, heldur sér hún um vísinda- og umhverfisfréttir. Fyrir nokkrum vikum hringdi hún í mig og spurði mig áhyggjufull hvernig ég hefði það í kreppunni og hvernig hlutirnir gengju nú fyrir sig á landinu bláa. Hún spurði m.a. út í ráðherrann sem hafði fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir króna í banka - á lánum auðvitað - og farið svo í björgunarleiðangur út af sama banka með ríkisstjórninni. Svo spurði hún út í ráðuneytisstjórann sem hefði notað innherjaupplýsingar og losað bréfin sín í Landsbankanum eftir fund með breska fjármálaráðherranum, hvort hann væri enn í gömlu vinnunni sinni að vinna fyrir almenning.
Ég sagði sem satt er að þau væru enn á fullu í trúnaðarstörfum fyrir land og þjóð og létu engan bilbug á sér finna. Já, virkilega? spurði hún. Lesendur vita að ég var ekki að grínast þegar ég kvað já við og að menn hefðu það í flimtingum að ráðuneytisstjórinn fengi áreiðanlega hin sögufrægu verðlaun viðskiptamaður ársins.
Mér varð hugsað til hennar þegar ég sá að ríkisstjórnin hafði varið heilum 350 milljónum króna í kynningarstarf og almannatengsl til að fegra handarbakavinnubrögð ríkisstjórnar og draga upp falska mynd af ástandinu. Miðað við hvernig ríkisstjórnin hélt á málum var þessi vinna álíka ábatasöm og að sturta þessum peningum niður í klósettið. Fyrir þessa upphæð hefði mátt reka meðalstóran framhaldsskóla í heilt ár og fiskvinnsluskóla í nokkur ár en Sjálfstæðisflokkurinn vann það voðaverk á íslensku atvinnulífi fyrir nokkrum árum að leggja fiskvinnslunám af. Og þetta er einn þriðji þeirrar upphæðar sem HÍ fer á mis við núna skv. fjárlögum.
Ekki lyktar það vel.
16.12.2008 | 00:10
Vonbrigði með Reyni - af því að vonir voru bundnar við hann
Mér þykir leitt að heyra hvernig málið um Sigurjón Árnason og Björgólf Guðmundsson hefur snúist í höndunum á Reyni Traustasyni því að að mörgu leyti hefur DV staðið vaktina þar sem önnur blöð hafa sofið á vaktinni, DV þorði meðan önnur þorðu ekki. Nú þarf Reynir að meta það hvort hann geri hlé á störfum sínum sem ritstjóri og fari þá í önnur verk á blaðinu, t.d. að fjalla um kvótakerfið og gera gagnrýna úttekt á því hvað innganga í Evrópusambandið hefði á undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar, sjávarútveginn.
Það er nóg af góðu fólki á DV til að hlaupa í hans skarð, a.m.k. tímabundið, t.d. Erla Hlynsdóttir og Jóhann Hauksson sem hefur víðtæka reynslu og er þekktur að sjálfstæði í störfum.
Afskipti Björgólfs koma ekki á óvart, einhvern tímann ætlaði hann að kaupa útgáfu DV þegar eitthvað var í blaðinu sem hann kunni ekki við - og fór ekki leynt með þá fyrirætlan sína - til að leggja það niður. Sagan segir líka að hann hafi beitt ritskoðun á bók.
Íhugar málsókn gegn Kastljósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2008 | 17:43
Er ekki betra að segja satt?
Nú má búast við að reikningurinn frá norska hernaðarráðgjafanum sé kominn í hús en ráðgjöf hans gekk mikið til út á það að halda ákveðnum embættismönnum í felum og halda fundi síðdegis þannig að fréttamenn hefðu lítinn tíma til að kryfja þann hálfsannleik sem Ingibjörg og Geir lögðu fyrir þjóðina á nánast daglegum blaðamannafundum. Fyrir þetta yfirklór útlendinganna greiðir ríkisstjórnin 350 milljónir, sömu upphæð og gert var ráð fyrir að ný Grímseyjarferja myndi kosta.
Þau Ingibjörg og Geir klikkuðu á aðalatriðunum í viðleitni sinni við að endurheimta traust almennings, þ.e. að segja satt, sýna örlitla auðmýkt og biðjast afsökunar. Í staðinn hafa þau komið þjóðinni fyrír sjónir sem hrokafull og sjálfhverf.
350 milljónir í ráðgjöf og almannatengsl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2008 | 22:29
Bjálfagangur Sjálfstæðisflokksins
Það hefur komið fram að Sjálfstæðisflokkurinn beitir skattahækkunum og -lækkunum þvert á það sem allir hagfræðingar eru sammála um að sé skynsamlegt. Í þenslu lækkaði Sjálfstæðisflokkurinn skatta þvert á ráðleggingar og í samdrættinum hækkar hann skatta.
Nú er það líka staðfest að ráðherra sjávarútvegsmála vill ekki leyfa auknar veiðar á síld þó að síldin sé sýkt og illa haldin. Síldar sem er illa haldin af sýkingu bíður vart annað en dauðinn þar sem hún mun ekki auka kyn sitt. Það þarf að veiða hana, bræða og nýta í dýrafóður því að hún smitar ekki. Ég hef orðið var við að fólk haldi það ranglega. Í hafinu er hins vegar nákvæmlega ekkert gagn að henni - nema þá fyrir sýkilinn sem lifir góðu lífi.
12.12.2008 | 13:20
Í hvorn fótinn ætlar Hafró að stíga - miðfótinn?
Einhvern veginn virðist reiknisfiskifræðin sem stunduð er á Hafró ná sífellt hærri hæðum í vitleysunni, enda er engri málefnalegri gagnrýni hleypt að og hvað þá svarað. Ég legg til að lesendur renni í gegnum neðangreindar línur úr skýrslu Hafró um haustrallið með gagnrýnum hætti, þar sem rannsóknarniðurstöður eru dregnar saman og ályktað út frá þeim.
Í fyrsta lagi þá er sagt að mæld aukning sé 3 sinnum meiri en gert var ráð fyrir og fullyrt í framhaldinu að ólíklegt sé að niðurstöður mælinga séu réttar!
Í öðru lagi er gefið í skyn að mæling Hafró árið 2007 hafi verið röng!
Í þriðja lagi þá er gefið að ekkert sé að marka aðferðina þar sem niðurstöður eru mælinga eru taldar ráðast af fjölda skipa á miðunum en ekki fjölda fiska í hafinu!
Her er kaflinn úr Hafró skýrslunni:
Í heildina gefur haustmælingin árið 2008 bjartari mynd af ástandi þorskstofnsins en mælingar undanfarinna ára. Aukning á heildarvísitölu um 70% miðað við árið á undan er verulega meira en gera mátti ráð fyrir samkvæmt fyrirliggjandi mati á stærð stofnsins í ársbyrjun 2009 en samkvæmt því var gert ráð fyrir rúmlega 20% aukningu á heildarvísitölu í stofnmælingu að haustlagi. Ólíklegt er að stofninn hafi vaxið sem þessum mismun nemur en erfitt er að meta hvort vísitalan hafi mælst óeðlilega lág árið 2007 eða óeðlilega há árið 2008. Líklegt er þó að a.m.k. hluta aukningarinnar nú megi rekja til aukins veiðanleika vegna minni sóknar á veiðislóð þorsks líkt og gerðist árið 1997, en það leiddi til ofmats á þorskstofninum á árunum í kringum aldamót.
Heildarvísitala þorsks aldrei hærri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2008 | 00:31
LÍÚ grætur út ríkisstyrk
Í sjónvarpinu í kvöld var mættur fulltrúi samtakanna LÍÚ sem hafa lengi barist hatrammlega gegn ríkisstyrkjum í sjávarútvegi og óeðlilegri mismunun eins og það er orðað sem fólst m.a. í því að tryggja byggðum sem hafa misst veiðiréttinn frá sér einhvern rétt til sjósóknar í formi byggðakvóta. Þar að auki hafa samtökin hampað kerfinu, íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu, og telja að íslenskar útgerðir séu þær best reknu í heiminum.
Það kom því verulega á óvart að sjá Friðrik Jón Arngrímsson reyna að gráta út milljarðastyrk. Einhvern veginn kenndi ég hálfpartinn í brjósti um hans, enda er ég aumingjagóður með afbrigðum, en þá rifjaðist upp fyrir mér að Friðrik þessi hafði þvertekið fyrir að bæta sjómönnum sem höfðu staðið í áralangri baráttu fyrir rétti sínum til sjósóknar og fengið jákvæðan úrskurð mannréttindanefndar SÞ.
10.12.2008 | 23:51
Ferðafélagarnir Bjöggi og Baldur flækja málin
Björgvin Sigurðsson hefur gengið rösklega fram við rannsókn bankahrunsins, velt við hverjum steini og spurt spurninga þrotlaust af því að hann ann sér ekki hvíldar. Þrátt fyrir mikla leit í öllu kerfinu, hátt og lágt, í 10 vikur hefur hann ekki fundið nokkurn sem ætti að sæta ábyrgð, ekki einn mann.
Birna, vinkona hans í Glitni, reyndist vammlaus með öllu. 180 milljóna lánið fór aldrei í gegn þegar betur var að gáð en það var ekki henni að kenna.
KPMG sýndi gott frumkvæði og sagði sig frá málinu þegar óprúttnir aðilar höfðu gert vinnu fyrirtækisins tortryggilega og menn í viðskiptalífinu telja maklegt að það fái verðlaun, verði e.t.v. viðskiptamenn ársins, fyrir að standa vörð um trúverðugleika lands og þjóðar.
Það verður örugglega hart barist um verðlaunin, fleiri hafa verið nefndir til sögunnar og einn sterkasti kandídatinn er enginn annar en ráðuneytisstjórinn Baldur Guðlaugsson sem gerði feiknargóðan díl í kjölfar heimsóknar í Bretaveldi með vini sínum Björgvin G. Sigurðssyni. Reyndar finnst mér sem þeim félögum sé aðeins farið að förlast varðandi rannsókn á meintum skattsvikum í Lúxemborg. Baldur Guðlaugsson viðskiptamaður ver í Morgunblaðinu í dag þá ákvörðun skilanefndar að leyna skattrannsóknarstjóra upplýsingum um möguleg skattsvik. Björgvin segist vilja fá upplýsingar en flækir svo málið og vill spyrja Lúxemborgara hvort hægt sé að fá upplýsingarnar úr íslenska bankanum sem íslenska ríkið stýrir og á.
Hvaða ríki í heiminum sem stæði frammi fyrir grunsemdum um mestu efnahagsbrot sögunnar, nánast þjóðargjaldþroti, myndi spyrja kurteislega hvort stjórnvöld fengju gögn sem eru á forræði ríkisstarfsmanna og fulltrúa stjórnvalda þó að fyrirtækið sé niðurkomið í öðru landi? Vel að merkja, gögnin varða íslenska ríkisborgara.
9.12.2008 | 17:56
Hvar er Lúlli?
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar, Lúðvík Bergvinsson, gekk hart fram í að krefjast rannsóknar á olíusamráðssvikamálum olíufélaganna á sínum tíma og fannst hlutirnir ganga heldur hægt fyrir sig. Hann krafðist þess að menn bæru ábyrgð. Núna þegar Lúðvík er í stjórn liggur honum ekkert á að rannsaka mörghundruðfalt stærra mál, þ.e. ósómann í kringum bankahrunið.
Allir sem bera ábyrgð stimpla sig inn á kostnað almennings, hvort sem það er Birna Einarsdóttir hjá Glitni, ráðuneytisstjórinn Baldur, Árni Mathiesen, Gunnar Páll Pálsson - þið þekkið þessi nöfn og ég þarf ekki að telja fleiri upp. Er ekki Sigurjón Þ. Árnason m.a.s. enn á launum hjá Landsbanka? Engin rannsókn fer fram á hruni bankanna, Stími eða á uppgufun Icesave-peninganna.
Trúverðugleiki Samfylkingarinnar er augljóslega á leið niður í holræsið - ætlar Lúðvík að beina leið ofan í iðuna?
Skilur að Bretar efist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2008 | 10:58
Borgarafundur - hvaða ábyrgð ber verkalýðshreyfingin á ofurlaununum?
Í kvöld verður haldinn borgarafundur sem hefur alla burði til að verða forvitnilegur, forkólfar verkalýðsfélaganna sitja fyrir svörum og væntanlega verður farið yfir ástæður hruns fjármálakerfisins. Hreyfingin skipaði fulltrúa í stjórn lífeyrissjóða sem möndlaði með fé almennings og fjárfesti í félögum sem greiddu ofurlaun, kaupréttarsamninga og starfslokasamninga. Forkólfarnir keyptu líka af sjálfum sér og seldu sjálfum sér og skrúfuðu upp verð á félögunum sem nú eru hrunin. Afleiðingarnar eru gríðarlega alvarlegar fyrir samfélagið eins og öllum hlýtur að vera ljóst.
Það sem mér hefur alltaf þótt sérkennilegast er að fylgjast með tvískinnungnum, þ.e. að forkólfar verkalýðshreyfingarinnar hafa hneykslast á ofurlaununum og kaupréttarsamningunum í kvöldfréttatímunum en daginn eftir mæta fulltrúar þeirra galvaskir hjá stjórnum lífeyrisfélaga til að fjárfesta í þessum sömu félögum.
Hver skilur þetta ráðslag?
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 115
- Frá upphafi: 1014245
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007