Leita í fréttum mbl.is

,,Detoxerađar" 350 milljónir í međförum ríkisstjórnarinnar

Vinkona mín er blađamađur á einum stćrsta fjölmiđli Breta, og ţótt víđar vćri leitađ, ađ vísu ekki í almennum fréttum, heldur sér hún um vísinda- og umhverfisfréttir. Fyrir nokkrum vikum hringdi hún í mig og spurđi mig áhyggjufull hvernig ég hefđi ţađ í kreppunni og hvernig hlutirnir gengju nú fyrir sig á landinu bláa. Hún spurđi m.a. út í ráđherrann sem hafđi fjárfest fyrir mörg hundruđ milljónir króna í banka - á lánum auđvitađ - og fariđ svo í björgunarleiđangur út af sama banka međ ríkisstjórninni. Svo spurđi hún út í ráđuneytisstjórann sem hefđi notađ innherjaupplýsingar og losađ bréfin sín í Landsbankanum eftir fund međ breska fjármálaráđherranum, hvort hann vćri enn í gömlu vinnunni sinni ađ vinna fyrir almenning.

Ég sagđi sem satt er ađ ţau vćru enn á fullu í trúnađarstörfum fyrir land og ţjóđ og létu engan bilbug á sér finna. Já, virkilega? spurđi hún. Lesendur vita ađ ég var ekki ađ grínast ţegar ég kvađ já viđ og ađ menn hefđu ţađ í flimtingum ađ ráđuneytisstjórinn fengi áreiđanlega hin sögufrćgu verđlaun viđskiptamađur ársins.

Mér varđ hugsađ til hennar ţegar ég sá ađ ríkisstjórnin hafđi variđ heilum 350 milljónum króna í kynningarstarf og almannatengsl til ađ fegra handarbakavinnubrögđ ríkisstjórnar og draga upp falska mynd af ástandinu. Miđađ viđ hvernig ríkisstjórnin hélt á málum var ţessi vinna álíka ábatasöm og ađ sturta ţessum peningum niđur í klósettiđ. Fyrir ţessa upphćđ hefđi mátt reka međalstóran framhaldsskóla í heilt ár og fiskvinnsluskóla í nokkur ár en Sjálfstćđisflokkurinn vann ţađ vođaverk á íslensku atvinnulífi fyrir nokkrum árum ađ leggja fiskvinnslunám af. Og ţetta er einn ţriđji ţeirrar upphćđar sem HÍ fer á mis viđ núna skv. fjárlögum.

Ekki lyktar ţađ vel.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ er margt skrítiđ í grísahausnum

Guđrún Vestfirđingur (IP-tala skráđ) 17.12.2008 kl. 08:56

2 identicon

Nei, ţetta er međ lygilegum, fádćma ólíkindum, hm.

Guđmundur G. Hreiđarsson (IP-tala skráđ) 17.12.2008 kl. 11:01

3 identicon

Bíddu var einhver ađ ganga í ţennan blessađan fiskvinnsluskóla? ekki minnir mig ţađ.

Halli (IP-tala skráđ) 17.12.2008 kl. 15:10

4 Smámynd: Sigurjón Ţórđarson

Halli,  í gegnum ţađ sem ég hef veriđ ađ snúast á sl. árum ţá er ég viss um ađ ţađ séu fátt nám sem hafi skilađ jafn miklum verđmćtum fyrir ţjóđarbúiđ og ţessir "blessuđu" fiskvinnsluskólar.  Áherslur Sjálfstćđisflokksins í skólamálum er lýsandi fyrir firringu flokksins en hann hefur ráđiđ menntamálaráđuneytinu í hátt í 2 áratugi.  Fiskveiđiţjóđin kennir lögfrćđi í 4 háskólum en er búin ađ leggja niđur fiskvinnslunám.

Sjálfstćđisflokkurinn byrjađi á ţví ađ draga smám saman máttinn úr fiskvinnsluskólunum međ ţví ađ sameina ţá inn í ađra skóla s.s. Flensborg í Hafnafirđi og síđan voru ţeir lagđir niđur.

Skýringin er eflaust sú ađ námiđ hefur ekki veriđ nógu fínt fyrir Ţorgerđi Katrínu og hina lögfrćđinga Sjálfstćđisflokksins sem hafa gegnt starfi menntamálaráđherra sl. áratugum.

Sigurjón Ţórđarson, 17.12.2008 kl. 16:48

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála ţér Sigurjón en ég er ekki ţessi Halli sem ţarna skrifar.

Haraldur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 17:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband