Leita í fréttum mbl.is

Er ekki betra að segja satt?

Nú má búast við að reikningurinn frá norska hernaðarráðgjafanum sé kominn í hús en ráðgjöf hans gekk mikið til út á það að halda ákveðnum embættismönnum í felum og halda fundi síðdegis þannig að fréttamenn hefðu lítinn tíma til að kryfja þann hálfsannleik sem Ingibjörg og Geir lögðu fyrir þjóðina á nánast daglegum blaðamannafundum. Fyrir þetta yfirklór útlendinganna greiðir ríkisstjórnin 350 milljónir, sömu upphæð og gert var ráð fyrir að ný Grímseyjarferja myndi kosta.

Þau Ingibjörg og Geir klikkuðu á aðalatriðunum í viðleitni sinni við að endurheimta traust almennings, þ.e. að segja satt, sýna örlitla auðmýkt og biðjast afsökunar. Í staðinn hafa þau komið þjóðinni fyrír sjónir sem hrokafull og sjálfhverf.

 


mbl.is 350 milljónir í ráðgjöf og almannatengsl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já það eru víst til nægir peningar í svona gæluverkefni sjálftektarinnar.

Óskar Þorkelsson, 15.12.2008 kl. 17:45

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er ótrúleg upphæð og ætli allt sé upp talið enn?

Sigurjón Þórðarson, 15.12.2008 kl. 17:51

3 identicon

Ekki gott mál ........

Res (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 18:14

4 identicon

Finnst þér það trúlegt Sigurjón að allt sé upp talið,   bara sá norski hefur tekið marga miljónatugi og allar lögfræðistofurnar margfalda þá upphæð. Og svo er allt heimafólkið sem örugglega fær sitt!    Þetta er nú meiri hryllingurinn - og fólk vælir yfir forsetanum sem glæptist á því sama og við  og eyðir umfram efni en þó innan fjárlaga, karlræksnið.   En mikið rosalega fæ ég gæsahúð af honum.    En að ráðgjöfinni aftur, finnst ykkur ekki flott hjá þeim að ætla málefninu bara 28 mill. í nýja fjárlagafrumvarpinu!     Það stendur náttúrlega eins og stafur á bók - þau halda alltaf, fjárlögin!!!!!

Ragnar Eiríksson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 20:28

5 Smámynd: ThoR-E

Þetta er til skammar.

Ætli það hefði ekki verið hægt að nota þessa peninga í eitthvað annað...? Heilbrigðiskerfið... menntakerfið.. jafnvel fjölskylduhjálp eða mæðrastyrksnefnd...

Maður er að fá upp í kok á þessari ríkisstjórn... 

ThoR-E, 15.12.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband