Leita í fréttum mbl.is

LÍÚ grætur út ríkisstyrk

Í sjónvarpinu í kvöld var mættur fulltrúi samtakanna LÍÚ sem hafa lengi barist hatrammlega gegn ríkisstyrkjum í sjávarútvegi og óeðlilegri mismunun eins og það er orðað sem fólst m.a. í því að tryggja byggðum sem hafa misst veiðiréttinn frá sér einhvern rétt til sjósóknar í formi byggðakvóta. Þar að auki hafa samtökin hampað kerfinu, íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu, og telja að íslenskar útgerðir séu þær best reknu í heiminum.

Það kom því verulega á óvart að sjá Friðrik Jón Arngrímsson reyna að gráta út milljarðastyrk. Einhvern veginn kenndi ég hálfpartinn í brjósti um hans, enda er ég aumingjagóður með afbrigðum, en þá rifjaðist upp fyrir mér að Friðrik þessi hafði þvertekið fyrir að bæta sjómönnum sem höfðu staðið í áralangri baráttu fyrir rétti sínum til sjósóknar og fengið jákvæðan úrskurð mannréttindanefndar SÞ.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Það er þannig með flest hagsmunasamtök að þau hugsa um hagsmuni sinna félagsmanna númer 1 og það á ekki að styrkja þau þegar kemur að atvinnustarfsemi.

Kveðja Skattborgari

Skattborgari, 12.12.2008 kl. 00:54

2 Smámynd: haraldurhar

Sigurjón það sem er áhugavert í þessu máli, er það að ef ríkisbankarnir eða skilanefndir ætla að ógilda eða fella niður gjaldeyrisskiptasaminga, er talið er af sumum að yfir 30 milljarða tap sé á, þá hlítur að opnast möguleiki fyrir aðra er skulda bönkunum fé að fara fram á áþekka skuldaniðurfellingu.  Er ekki einhverstaðar kveðið á um að stjórnvaldið verði að gæta jafnræðis með þegnunum.

haraldurhar, 12.12.2008 kl. 00:55

3 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Tek undir með Haraldi, fréttamaðurinn spurði eitthvað á þá leið: Hvað með lán til einstaklinga? og grenjuskjóðan varð að viðurkenna, að líklega myndi það verða að ganga jafnt yfir alla.

Þannig að kannski eigum við stórskuldugir séns.

Börkur Hrólfsson, 12.12.2008 kl. 01:32

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þessi grátur útgerðarmanna hlýtur að vera kenndur á námskeiðum hjá þeim. Við munum eftir Kristjáni Ragnarssyni. Friðrik Jón náði þessu strax og nú sýnist mér að Addi sé búinn að ná þessu strax eftir að hann var formaður. Adolf hefur hins vegar alltaf verið með hressari mönnum. Jafnræðisregla stjórnarskrárinnar hlýtur að gilda í þessum efnum og nú losnum allir við sínar skuldir eins og útgerðarmenn.

Haraldur Bjarnason, 12.12.2008 kl. 09:08

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Eru útgerðarmenn á sérsamning, því þarf ávalt að rétta þeim dús þegar á bjátar - þeir fara illa með og verða að læra að standa sig

Jón Snæbjörnsson, 12.12.2008 kl. 10:22

6 identicon

Sæll Sigurjón.

Mér finnst þessi gagnrýni þín heldur rýr í roðinu. Friðrik talaði um gjaldeyrisskiptasamninga og þú leggur þá að jöfnu við beiðni um ríkistyrk.

Ekki veit ég um hvað gjaldeyrisskiptasamningar snúast, en þú hlýtur að þurfa að útskýra það eigi gagnrýni þín að teljast trúverðug.

Að auki eru persónulegar ávirðingar til Friðriks ekki sæmandi, hann er jú bara starfsmaður LÍÚ og eðlilegt að hann tali fyrir þeirra málstað.

Sl 9.12 að neðan var ég forvitinn um afstöðu þína og frjálslyndra til nokkurra atriða og væri þakklátur fyrir svör.

Með bestu kveðju, Vilhj

Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband