Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
31.12.2008 | 16:46
Steingrímur J. er kvótakall
Kryddsíldin kláraðist ekki en það sem vakti sérstaka athygli mína var að Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra sem hefur verið meira á landinu í lok ársins en fram eftir ári þegar hún þeyttist til Írans, Íraks, Ísraels og víðar til að stilla til friðar talaði niður til mótmælenda. Ég er viss um að ástæða þess að dregið hefur úr ferðagleði Ingibjargar er að hún á erfitt með að horfast í augu við útlendinga sem hún hefur platað fyrr á árinu og sagt að fjármálakerfið væri ákaflega traust. Af tvennu illu finnst henni skárra að vera hér á hólmanum og skamma landann fyrir að vera ekki lotningarfullur yfir klúðrinu og að enginn skuli bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut.
Steingrímur J. var hinn reffilegasti í Síldinni og virtist vera búinn að gleyma því að hann væri í grænum flokki og gerði enga athugasemd við það að Rio Tinto styddi hann til að koma fram í þessum þætti.
Það var hins vegar annað viðtal sem vakti mig meira til umhugsunar þar sem SJS var til andsvara, viðtal sem ég heyrði endurflutt á Útvarpi Sögu í morgun þar sem SJS fór allur í flækju þegar hann var spurður hvernig hann vildi breyta stjórn fiskveiða. Það var greinilegt á SJS að hann taldi það meiriháttar mál og vildi flækja það með því t.d. að stóru félögin sem búin eru að kaupa útgerðir og höggva djúp skörð í byggðir landsins og stofna til mikilla skulda væru svo mikilvæg að þar mætti engu breyta. Hið sama átti við um útgerðina í Grímsey, þar mátti engu breyta í þessu kerfi sem brýtur á mannréttindum - því að hagsmunir væru svo ríkir. Málið er einfaldlega að aukið frelsi í greinninni þar sem opnað væri á nýliðun myndi tryggja búsetu í Grímsey og öðrum sjávarbyggðum til framtíðar. Steingrímur, bullið í þér kom á óvart!
Í viðtalinu sem Ásgerður Jóna tók kom Steingrímur upp um sig, afhjúpaði sig beinlínis sem kvótasinna sem ætlaði ekki að breyta kerfinu heldur setjast í valdastólinn og viðhalda kerfinu sem hefur misboðið fólki til langs tíma. Steingrímur klykkti út með því að vegna þess að í sumar hefði gengið svo vel hjá þessum fyrirtækjum vissi hann ekki hvernig ástandið væri án þeirra. Maður hlýtur að spyrja sig hvort hann sé í engu jarðsambandi.
Það þarf að verða endurnýjun í íslenskum stjórnmálum og þar á meðal í þessu kerfi.
Gleðilegt nýtt ár 2009!
30.12.2008 | 23:10
Klúður Alþingis
Ísland stendur frammi fyrir mesta hruni fjármálakerfisins og rökstuddur grunur hefur komið fram um að ekki sé allt með felldu. Í stað þess að hefja strax í október lögreglurannsókn var málið tafið með því að ætla að útbúa eitthvert sérstakt örembætti. Einhverra hluta vegna voru þessi nýju lög samþykkt mótatkvæðalaust. Þingmenn hefðu átt að sjá að stofnun embættisins væri bara sýndarmennska þar sem eingöngu 50 milljónir króna eru ætlaðar í starfrækslu þess á næsta ári. Til samanburðar var 350 milljónum varið á örfáum vikum í að kynna ringlaðan málstað ríkisstjórnarinnar eftir bankahrunið, og 30-falt hærri upphæð er varið til Fjármálaeftirlitsins sem hefur sofið á verðinum og varla séð ástæðu til að vísa nokkru máli til lögreglunnar.
Ef stjórnvöld vilja á annað borð öðlast einhvern trúverðugleika er nærtækast að gefa út yfirlýsingu um að hætta strax við stofnun þessa andvana fædda embættis og efla þess í stað efnahagsbrotadeildina og auka að sama skapi trúverðugleika annarra stofnana með því að skipta um mannskap ef einhver minnsti grunur leikur á um að fólk sinni ekki vinnunni sinni sem skyldi.
Það er eins og stjórnvöld átti sig ekki á upplausnarástandinu sem skapast ef allar stofnanir missa trúverðugleika sinn.
29.12.2008 | 23:02
Síðbúið svar til Vilhjálms Jónssonar sjómanns
Vilhjálmur Jónsson beindi til mín eftirfarandi greinargóðum spurningum fyrr í mánuðinum sem mér láðist að svara og nú mun ég reyna að bæta úr því:
1) Frjálslyndir tala fyrir því að taka frá sérstakar úthlutanir á tugþúsundum tonna af bolfiski. Mig langar að heyra, nokkuð ítarlega, hvernig staðið yrði að skiptingu þessarra veiðiheimilda og hverjir kæmu þar að máli?
2) Núverandi kvótakerfi er staðreynd, allavega í bili. Brottkast er líka staðreynd sem ráðamenn leiða hjá sér. Einhverjar tillögur um að ná þeim fiski í land til vinnslu, t.d. á þessu fiskveiðaári?
3) Hefur þú eitthvert álit á þeirri vélvæðingu í línuveiðum sem átt hefur sér stað undanfarin ár? Á mannamáli, hvað eru allir þessir önglar að drepa á grunnslóð þegar stórir sem smáir vélabátar eru með línu í sjó allan sólarhringinn.
Ég vil svara þessum spurningum með því að vísa beint í ræðu Guðjóns Arnars Kristjánssonar, formanns Frjálslynda flokksins, sem hann flutti á Laugarvatni í fyrrasumar þar sem hann fer nokkuð nákvæmlega yfir hugmyndir sínar, hvernig best sé að komast út úr núverandi ógöngum við stjórn fiskveiða. Fjölmiðlar, s.s. DV, sneiddu hjá því að taka til umfjöllunar meginmál ræðunnar sem var skynsamlegri og réttlátari stjórn fiskveiða og reyndu í stað þess að búa til eitthvert rasistatal úr umræðu um stjórn fiskveiða og fyrirsjáanlegum þrengingum þjóðarbúsins. Hér að neðan er bútur úr ræðu Guðjóns Arnars sem svarar ágætlega spurningum 1 og 2 en hvað varðar spurningu 3 hef ég furðað mig á hvernig kerfið hefur hvatt til þess að smíðaðir séu bátar sem líta út eins og skókassar. Ég hef hins vegar ekki miklar áhyggjur af því að of mikið sé veitt eins og fram hefur komið:
Í vikunni kom enn ein svartnættisspáin frá Hafró um að lítið væri af þorski á Íslandsmiðum. Þessi framsetning eftir mikla þorskgengd á alla veiðislóð á síðastliðinni vertíð er í engu samræmi við það sem þeir, sem fiskveiðarnar stunda, segja af sinni reynslu á þessu ári. Margir skipstjórar við botnfiskveiðar hafa lýst því frá mismunandi veiðislóð allt í kringum land, að mikið af þorski væri á miðum þeirra. Margir skipstjórar hafa einnig verið á flótta undan þorski vegna lítils kvóta.
Leyfður þorskafl stjórnvalda er nú 130 þúsund tonn. Þetta er minni afli en verið hefur síðstliðin 98 ár, ef undan eru skilin fyrri heimsstyrjaldarárin. Þetta er nú sá árangur sem kvótakerfi með frjálsu framsali og leigukvótaokri hefur fært okkur Íslendingum eftir að við náðum þeim áfanga að sitja einir að veiðunum og reyna að stjórna sjálfir með kvótakerfi í aldarfjórðung.
Nú þarf að segja stopp. Setjum á jafnstöðuafla, 220 þúsund tonna þorskveiði árlega næstu þrjú árin. Metum síðan árangurinn. Ég spái því að hann verði betri en það sem við höfum gert frá 1984 með kvótabraskkerfinu.
Eftirfarandi verði nú gert næstu þrjú fiskveiðiár.
- Öll leiga og sala kvóta milli útgerða verði stöðvuð frá og með næstu áramótum. Sett verði lög um það að aðeins ríki og sveitarfélög megi leigja kvóta til útgerðar. Útgerð megi færa óveiddan kvóta milli fiskveiðiára eftir nánari reglum.
- Næstu þrjú fiskveiðiár verði þorskaflinn föst stærð, eða 220 þúsund tonn hvert ár. Undirmálsþorskur verði að tveimur þriðju utan kvóta til þess að stöðva brottkast smáþorsks úr afla og fá á land rétta árgangastærð og samsetningu ungfisks.
- Á hverju þessara þriggja ára verði 150 þúsund tonn í aflahlutdeildarkerfinu hvert ár. 25 þúsund tonn verði í byggðapotti næstu tvö ár og síðan 10 þúsund tonn, þriðja árið.
- Línuívilnun verði fimm þúsund tonn öll þrjú árin. 40 þúsund tonn af þorski verði boðin upp af ríkissjóði og sveitarfélögum þannig:
· 5000 tonn á togara litla og stóra.
· 5000 tonn á snurvoða- og netabáta.
· 5000 tonn á línubáta. Til helminga á véla- og landbeitta línu.
· 5000 tonn á handfærabáta undir 30 brúttótonn að stærð.
· 20.000 tonn til byggðarlaga. Boðin fram sem leigukvóti með forgang til þeirra sem mest hafa leigt hlutfallslega annarsvegar og þeirra sem hæst verð greiddu. Þessar tekjur renni til viðkomandi sveitarsjóða. Eftir tvö ár stækkar þessi pottur um 15 þúsund tonn, í 35 þúsund tonn.
Ég lagfærði uppsetninguna en breytti engu efnislega.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.12.2008 kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.12.2008 | 01:46
,,Spyrjið manninn minn"
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur fullyrt að henni komi fjármál eiginmannsins ekkert við og hefur talið sig fullfæra um að standa í sérstökum björgunaraðgerðum vegna bankans sem eiginmaðurinn vann hjá og einkahlutafélag í þeirra eigu átti mikil hlutabréf í. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur staðfest að hrun bankans hafi sannanlega snert fjárhag heimilisins enda var einkahlutafélagið 7 hægri - sem var stofnað í febrúar 2008 - skráð fyrir mörg hundruð milljóna króna lánum.
Eflaust geta einhverjir haft skilning á þessum málflutningi lögfræðingsins, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, að hún hafi verið hæf til verksins og þurfi í engu að svara fyrir um þessa hagsmuni.
Í þessari umræðu rifjaðist upp fyrir mér að hún hélt uppi harðri málsvörn í byrjun árs 2001, í kjölfar dóms Hæstaréttar, fyrir réttmæti þess að skerða greiðslur til öryrkja vegna tekna maka, allt niður í 18.000 krónur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt fram á þetta ár krafið öryrkja landsins um að gera grein fyrir tekjum maka sinna, enda hefur flokkurinn litið á makana sem samábyrga og að þeir hefðu framfærsluskyldu hvor gagnvart öðrum.
Það er hlálegt að ráðherra sem hefur haldið uppi þvílíkum málflutningi og þvílíkri stefnu í gegnum árin bjóði almenningi upp á að hundruða milljóna hagsmunir eiginmannsins komi henni vart við á meðan Sjálfstæðisflokkurinn var tilbúinn að standa í bréfaskiptum við Hæstarétt til að geta haldið áfram að klípa einhverja þúsundkalla af öryrkjum landsins.
28.12.2008 | 01:17
Vasapeningar Ástu Ragnheiðar úr Samfylkingunni
Ég var að hlusta á pistil á Útvarpi Sögu þar sem mátti heyra í baráttumanni fyrir auknum réttindum öryrkja og aldraðra a Alþingi til margra ára þar sem hún sagði frá sigrum Samfylkingarinnar. Það verður að segjast eins og er að málflutningur Ástu Ragnheiðar var holur og maður hefur vissar áhyggjur af því að með áframhaldandi innantómu tali gjaldfelli þessi ágæti þingmaður sig og það verði ekki málaflokknum til framdráttar.
Í stað þess að ræða hreinskilnislega um stöðu mála og kjör þjóðarinnar, þar á meðal aldraðra, að þeim væri að hraka, fór hún inn á tómt tal um stórfelldar hækkanir á einhverjum liðum til tryggingakerfisins, s.s. á vasapeningum, og að bótaþegar ættu von á miklum réttarbótum vegna starfa nefndar undir forystu sjálfs Péturs Blöndal.
Vasapeningarnir voru afskaplega lág upphæð og þess vegna bjó nokkur þúsund króna hækkun til gríðarlega háa prósentutölu. Peningarnir ná að auki til lítils hóps og snertir ekki þorra bótaþega, kannski 2.000 manns, innan við 5% bótaþega. Ríkisstjórnin gerði fleira en að hækka vasapeninga, í leiðinni jók hún skerðingu þannig að allar tekjur skerða þessar greiðslur. Það er eins og mig minni að upphæðin sé þar að auki skattlögð og að tekjur af fjármagni skerði vasapeningana helmingi minna en aðrar tekjur.
Þess ber að geta að helsti verndari sérstakrar mismununar fjármagnstekjum í hag er sjálfur Pétur Blöndal sem Ásta Ragnheiður bindur svo miklar vonir við.
23.12.2008 | 19:01
Frelsari oss er Evrópusambandið
Nú á þorláksmessu boðar ástsæll leiðtogi samfylkingarmanna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir enn og aftur jólafögnuðinn sem felst í Evrópusambandinu. Við eigum að fara inn í sambandið hvað sem það kostar, þótt það kosti fiskimiðin og 100 milljarða árlegar vaxtagreiðslur því að ekki má styggja Evrópusambandið. Það þarf að skrifa upp á allt sem sambandið krefst, enda gæti þessi dráttur á undirskrift spillt fyrir inngöngu í bræðralag þjóða Evrópu.
Einhvern veginn efast ég um að hér verði jól alla daga þótt við gengjum í Evrópusambandið eins og Samfylkingin boðar.
Frelsari oss ...
22.12.2008 | 21:13
Hvers vegna tekur Lúðvík ávirðingar á síðu Egils inn á sig?
Hún er aum, greinin hans Lúðvíks Bergvinssonar í Mogganum í dag. Hann hefur uppi stór orð um þá sem hafa gengið fram og gagnrýnt ömurleg vinnubrögð Samfylkingarinnar í tengslum við rannsóknina - eða rannsóknarleysið réttara sagt - á óeðlilegu fjármálamisferlinu og spillingunni í bankahruninu.
Vinnubrögð Samfylkingarinnar hafa einkennst af hálfsannleik, yfirklóri, yfirlæti og valdhroka. Það er átakanlegt að verða vitni að því að formaður þingflokks Samfylkingarinnar brigslar fólki um að vera með getgátur, aðdróttanir, söguburð og að ala á tortryggni þegar ljóst er að Samfylkingin hefur komið í veg fyrir rannsókn á málinu. Engin rannsókn er hafin á málinu og þegar það gerist - ef - á að setja helmingi minni pening í hana en í innihaldslausar æfingar í blaðamannafundum.
Lúðvík á í fasteignafélagi en segist hafa sagt sig úr stjórn þess þegar bankarnir voru þjóðnýttir. Hann neitar að gefa upp nokkuð að ráði en væri ekki langheiðarlegast að segja hvað félagið á og eyða þannig efasemdum um sig?
Í almannatengslum er mönnum kennt að segja sannleikann.
Lúðvík, koma svo!
21.12.2008 | 21:21
Einbeittur spillingarvilji Samfylkingarinnar
Fréttir dagsins bera með sér að Samfylkingin sé að fella niður skuldir hjá ríkum og gefa þær fátækum eins og Egill Helgason orðaði það svo skemmtilega þegar uppvíst varð að jafnaðarmannaflokkurinn er að aflétta skuldum hjá Milestone og hækka skatta, loka fyrir innritun nýnema í háskólum, hækka komugjöld hjá sjúklingum og almennt skerða lífsgæði almennings til framtíðar. Þetta og meira til er til þess að eigendur fyrirtækjanna geti eins og ekkert hafi í skorist haldið óbreyttum rekstri áfram.
Það var ekki mikill kraftur í kvöld í umfjöllun um þessi mál í sjónvarpsstöðvum landsmanna, í fréttatímunum, en þó gat ég ekki betur heyrt en að fréttamennirnir segðu að skuldir sem falla á almenning vegna Icesave yrðu ekki 100 milljarðar heldur ríflega 200 milljarðar. Frá þessu var sagt eins og þetta væru hversdagsleg tíðindi. Mismunurinn samsvarar upphæð sem nemur öllum útflutningi sjávarafurða landsmanna á einu ári.
Ekki get ég álasað fréttamönnunum enda er mikil hætta á því að þeir verði samdauna og meðvirkir í rugli og óráðsíu stjórnvalda - og svo eru að koma jól og þá er skemmtilegra að segja frá einhverju eins og fyrirhuguðum olíugróða Össurar Skarphéðinssonar á þriðja áratug aldarinnar.
Sigmundur Ernir ákvað að gera spillinguna að umtalsefni í Mannamáli kvöldsins og bauð í þáttinn til sín Óla Birni Kárasyni blaðamanni, fyrrum ritstjóra DV, og Bjarna Benediktssyni sem nýverið lét af stjórnarformennsku í N1 og þekkir því viðskiptalífið náið af eigin raun. Ekki vildi Bjarni meina að það væri tímabært að kveða upp úr með það hvers vegna hlutirnir hefðu farið úr böndunum og hverjum væri um að kenna. Allt væri mjög óljóst - enda hefur engin rannsókn farið fram og svo virðist sem enginn raunverulegur áhugi sé á að rannsaka aðdragandann. Það á að setja helmingi lægri upphæð í rannsóknina en þær 350 milljónir sem fóru í almannatengslaáætlunina, hernaðarráðgjafann og allt það rugl.
Bjarni tók þó eitt skýrt fram, hann vildi gera greinarmun á venjulegum íslenskum fyrirtækjum og síðan útrásarfyrirtækjum. Ég er á því að mörg fyrirtæki hafi verið keypt með skuldsettri yfirtöku, m.a. N1, og á þeim hvíla gríðarlegar skuldir sem verða þungur baggi að bera. Mér finnst ekki hægt að undanskilja þau og þá válegu þróun sem þjóðin er að bíta úr nálinni með.
Mér fannst samt eiginlega hámark vitleysunnar í umfjölluninni hjá Sigmundi þegar fyrrum ritstjóri DV náði að sannfæra Bjarna og Sigmund um að upphaf ógæfu Íslendinga mætti rekja beint til opinberra afskipta stjórnvalda Bandaríkjanna af húsnæðismarkaðnum. Viðmælendur voru mjög bjartsýnir á að þær aðgerðir sem stjórnin hér stæði fyrir myndi leiða landið á betri veg. Ef menn ætla að komast fram úr þessu ástandi verða þeir að vita hvar þeir eru staddir og ég hef því miður ekki orðið var við aðgerðir í samfélaginu sem væru til þess fallnar að auka tekjur þjóðarbúsins, t.d. með fiskveiðum.
Kalla á heildarendurskoðun á samkeppnisumhverfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2008 | 21:29
Ögmundur beygir Steingrím
Steingrímur J. Sigfússon hefur lengi verið fylgismaður óréttláts kerfis í sjávarútvegi og skrifaði m.a. bók, Róið á ný mið, sem var óður til kvótakerfisins með strandveiðaívafi eins og ég hef áður getið um. Hann samþykkti á sínum tíma illræmt framsal veiðiheimilda sem valdið hefur ómældri byggðaröskun, en skýringin á því má vera að hann átti einhvern tímann lítinn hlut í útgerðarfyrirtæki fyrir norðan þar sem menn töldu að sala á óveiddum fiski í hafinu væri framfaraskref. Það snerist fljótlega upp í andhverfu sína, einmitt á norðausturhorni landsins, þannig að Steingrímur greiddi byggðunum í Norður-Þingeyjarsýslu hvað þyngstu höggin sem þær hafa orðið fyrir með atkvæði sínu og málflutningi á Alþingi.
Fyrir 10 árum nýtti hann ekki tækifærið sem Valdimarsdómurinn gaf til að vinda ofan af kvótakerfinu heldur gerðist sekur um að halda uppi ruglanda í málinu. Stjórnvöld sneru út úr dómnum með þeim afleiðingum að sjómenn sem brotið var á leituðu réttlætis hjá mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna eftir að hafa þvælst allan þann tíma um réttarkerfið hér og mannréttindanefndin úrskurðaði kerfið óréttlátt fyrir ári.
Lesendur síðunnar hafa eflaust tekið eftir því að vinstri grænir undir forystu Steingríms J. Sigfússonar hafa ekki beitt sér gegn mannréttindabrotunum. Málflutningur Atla Gíslasonar og Steingríms J. Sigfússonar verður oft þvælinn þegar talið berst að sjávarútvegsmálum, s.s. þegar rætt er um réttlæti og jafnræði, og þeir reyna að beina talinu að vistvænum veiðum og fara í alls kyns útúrdúra um atvinnuskapandi verkefni fyrir konur þegar grundvöllur kerfisins er til umræðu.
Það hefur helst verið von í Ögmundi Jónassyni og nú er að vona að hann nái að sveigja gamla Sám frá Gunnarsstöðum. Af Vikulokunum í morgun mátti manni skiljast að Ögmundur væri kominn langleiðina með að venja hann.
18.12.2008 | 23:18
Veit Björgvin G. Sigurðsson af þessari jólahótun Íslenskra verðbréfa?
Ég er ekki svo heppinn að eiga mikinn sparnað, en það vill svo til að Norðlendingur einn sem ég þekki hefur lagt fyrir fé og sýnt ráðdeildarsemi. Ég fékk að sjá svakalegt bréf frá Íslenskum verðbréfum þar sem Norðlendingnum er stillt upp við vegg og honum boðið að þiggja 71% af því sem hann hafði upphaflega lagt inn í sjóðinn og tapa þar með 29% af inneign sinni auk vaxta í heilt ár.
Mér finnst tilboðið vafasamt, m.a. í ljósi þess að viðtakanda er gefinn einungis 10 daga frestur til að stökkva á þetta kostaboð, ella er undir hælinn lagt hvað hann fær ef hann gengur ekki að boðinu með hraði. Um leið og hann gengur að boðinu verður hann að falla frá frekari kröfu ef meira reynist í sjóðnum þegar fram líða stundir.
Það sem er í öllu falli ljóst í mínum huga er að tilboðið og framkoman gagnvart viðskiptavininum er alls ekki í anda laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, sem ganga út á að tryggja minni viðskiptamönnum ríkari neytendavernd gagnvart fjármálafyrirtækjum, s.s. með haldgóðum upplýsingum, og tryggja jafnræði og viðeigandi ráðgjöf. Reyndar má segja um framkomu allra bankanna gagnvart viðskiptavinum á síðasta ári að hún stangast á við framangreind lög. Ástæðan fyrir þessari auknu neytendavernd er að ekki er hægt að gera ráð fyrir því að sparifjáreigendur vakti sjóðina frá degi til dags eins og um fagfjárfesta væri að ræða. Það er rangt að halda viðskiptavinum í myrkrinu og gefa þeim aðeins rúmlega viku til að taka afdrifaríkar ákvarðanir sem varða stóran hluta ævisparnaðarins.
Og það er leitt að fjármálafyrirtækin virðast ætla að halda þessum viðskiptaháttum áfram.
Það eina sem Íslensk verðbréf hafa sér til málsbóta er að ríkið hefur enn sem komið er ekki lagt neina fjármuni í púkkið, enda var engin vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins mér vitanlega í stjórn þessa sjóðs.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 101
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007