Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
30.11.2011 | 00:26
Pólitískar hreinsanir í þágu ESB
Ekki eru skýringar oddvita ríkisstjórnarinnar trúverðugar um að upphlaupið í kringum setu Jóns Bjarnasonar í stjórninni snúist um vinnubrögð hans, í kringum gerð hræðilegra frumvarpsdraga um stjórn fiskveiða.
Ekki hefur ríkisstjórnin hingað til sett það fyrir sig þó svo að ráðherrar hafi notað óvönduð meðöl til þess ná sínu fram. Hver man ekki eftir því þegar Steingrímur plataði þingið og sagði ekki satt frá gangi Icesavesamninganna. Oftsinnis hefur Steingrímur snarað út tugum milljarða króna af dýru lánsfé þjóðarinnar til þess eins að endurreisa vafasöm fjármálafyrirtæki og það án nokkurs samráðs. Svandís var dæmd í Hæstarétti. Vinnubrögð og hegðan ráðherra Samfylkingarinnar hafa sömuleiðis oft þótt orka tvímælis s.s. þegar Jóhanna braut jafnréttislög og Össur Skarphéðinsson fór út fyrir valdmörk sín og skilgreindi samningsmarkmið landbúnaðarins!
Það má lengi telja sögur af umdeilanlegum vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar sem hljóta að teljast miklu alvarlegri en að birta einhverja dellu á heimasíðu stjórnarráðsins, eins og Jón gerðist sekur um. Engar kröfur komu þá jafnan fram um uppstokkun innan úr herbúðum stjórnarflokkanna, en það sama á við þegar Jón Bjarnason á í hlut og er skýringin augljóslega sú að Jón styður ekki aðlögunarferli ríkisstjórnarinnar að ESB.
Óneitanlega kemur á óvart að enginn miðill hefur enn gert grein fyrir því hvað frumvarpsdrög Jóns sem ollu þessu uppnámi, fela í sér. Hingað til hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar ekki sett fyrir sig, þá mismunun og mannréttindabrot kvótakerfisins, sem Jón boðaði að festa í sessi nánast óbreytt næstu áratugina. Ef ekkert hefur breyst í þeim efnum þá að þá hlýtur upphlaupið að vera liður í pólitískum hreinsunum í þágu ESB aðildar.
Þjóðin veit fyrir hvað ég stend | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2011 | 11:46
Allt tal Jóns Bjarnasonar um að verið sé að auka byggðatengingu er tóm þvæla
Jón Bjarnason hefur haldið því hélt því fram að umdeild frumvarpsdrög feli í sér auknar byggðatengingar og hefur kallað eftir efnislegum umræðum um frumvarpið. Í sjálfu sér er erfitt að þræða í gegnum ruglingslegar og vægast sagt óskýrar tillögur núverandi ráðherra. Ekki er síður vandasamt að átta sig á mótsagnakenndan málflutning sjávarútvegsráðherra.
Helsta efnislega breytingin sem drög sjávarútvegsráðherra og starfshóps hans fela í sér á frumvarpinu sem kynnt var í vor eru:
1) Lengri nýtingasamningar við þá sem njóta sérstakra sérréttinda umfram aðra landsmenn og eru í flokki 1, en samningarnir verða til tveggja áratuga samkvæmt drögunum. Sömuleiðis erendurskoðunarákvæðið í drögum að frumvarpi afar furðulegt, þar sem segir að það eigi að hefja endurskoðun á nýtingarsamningum sex árum áður en samningstími rennur út og ljúka 5 árum áður en samningar renna út!
2) Veiðiheimildir í flokki 2 eru eftirfarandi :
a. Strandveiðihluta.
b. Byggða- og bótahluta.
c. Til ráðstöfunar á kvótaþingi Fiskistofu.
d. Línuívilnunarhluta,
Samkvæmt frumvarpinu sem kynnt var í vor, áttu veiðiheimildir í flokki 1 smám saman að seytla inn í flokk 2 á 15 árum en fara aldrei yfir 15% markið, þannig að þeir sem njóta nú forréttinda áttu að halda 85% af þeim að 15 árum liðnum. Í nýju tillögum er algerlega fallið frá umræddri fyrningu og ekki er hægt að skilja frumvarpið með öðrum hætti en svo að nú eigi að úthluta 100% að frádregnum 6,5% sem gera 93,5% til tveggja áratuga. Í núgildandi lögum er úthlutað a.m.k. 94,7% aflaheimildunum. Hin raunverulega breyting er því rétt rúmlega eitt prósent og kerfið njörvað í tvo áratugi. Megnið af 6,5% mun renna í Byggðahluta, línuívilnun og strandveiði og því mun nánast ekki neitt verða eftir í opna leigupotta. Af þessu leiðir að ekki verður neitt rými fyrir nýliðun.
3) Samkvæmt nýjum tillögum Jóns, þá er verið að kynna þá breytingu frá frumvarpinu frá því í vor að í stað þess að aukning veiðiheimilda fari að flæða til jafns í forréttindaflokk 1 og í jafnræðisflokk 2 þegar aflaheimildir í þorski verða umfram 160 þúsund tonn, þá er verið að þrengja þá opnun og setja markið við 200 þúsund tonn.
Til fróðleiks þá er rétt að benda á að miðað við núverandi "nýtingarstefnu" Hafró þá þarf reiknaður viðmiðunarstofn að fara yfir eina milljón tonna til þess að eitthvað magn farið að flæða yfir í flokk 2!
4) Tillögur Jóns Bjarnasonar fela í sér að strandveiðar verði skertar frá því sem þær voru á sl. sumri þegar landað rúmlega 7 þúsund tonnum af þorski en þær verða samkvæmt tillögunum verða einungis 6 þúsund. Hér er því um skerðingu að ræða.
Allt tal um að það sé verið að auka byggðatengingu er því algjör þvæla.
Miðað við samninga til 20 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
28.11.2011 | 00:13
Ríkisstjórnin er djók
Ólína heimtar afsögn Jóns Bjarna og Jóhanna Sigurðardóttir leiðtogi "jafnaðarmanna" segir að ráðherrann fari alls eftir stefnu stjórnarflokkanna.
Ef eitthvert mark má taka af málflutningi þeirra; Árna Páls Árnasonar, Guðbjarts Hannessonar, Magnúsar Orra, Björns Vals, Atla Gíslasonar, Lilju Rafneyjar, Sigmundar Ernis, Kristjáns Möller og Össurar Skarphéðinsson, þá endurspeglar þetta hræðilega frumvarp Jóns Bjarnasonar einmitt vilja framangreindra þingmanna.
Sömuleiðis þá er rétt að efast um raunverulegan vilja Jóhönnu og Steingríms J. - þeirra sem samþykktu framsalið á sínum tíma. Eitt er víst vilji þingsins er allt annar en vilji almennings sem vill raunverulegar breytingar í átt að jafnræði. Sú er raunin þrátt fyrir gríðarlegt fjáraustur auglýsingar og keyptar skýrslur um hversu óréttláta kvótakerfið sé hagkvæmt.
Reyndar er það svo að það er ekki einungis í þessu máli sem að "velferðarstjórnin" hefur klikkað heldur er það í nær öllum málum. Fáir bjuggust við að kraftar Steingríms og Jóhönnu færu að mestu í að endurreisa nær óbreytt fjármálakerfi og tryggja afskriftir og fyrirgreiðslur fyrir útrásarþjófana.
Ríkisstjórnin er dýrt spaug og það á kostnað almennings og þess vegna á hún að fara frá.
Hlýtur að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2011 | 19:55
Jón Bjarnason hlýtur að verða heiðraður af LÍÚ
Ef að Jón Bjarnason kemur þessu frumvarpi í gegnum þingið, hlýtur hann að verða heiðraður af LÍÚ en jafnframt fara í sögubækurnar sem einn mesti kverúlant íslenskra stjórnmála. Jón Bjarnason boðaði fyrir síðustu kosningar að breyta illræmdu kvótakerfi, þannig að þegnar landsins stæðu jafnir að nýtingu sameiginlegrar auðlindar.
Nú virðist vera sem að hann sé í þann mund að leggja fram tillögur sem festa í sessi kvótakerfið, til a.m.k. tveggja áratuga. Kerfi sem skilar stöðugt færri fiskum á land og brýtur í bága við álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Það eru vissulega kaldhæðni örlaganna að Jón Bjarnason og Atli Gíslason þingmaður sem sat í umræddum starfshóp sem útbjó tillögurnar, lögðu fram á sínum tíma sérstakt þingmál þar sem krafist var að álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna yrði virt. Þeim til halds á traust á umræddri þingsályktunartillögu var sömuleiðis Ögmundur Jónasson nokkur, sem nú um stundir skreytir sig með því að kallast mannréttindaráðherra. Almenningur ætti að vara sig sérstaklega þegar framangreindir mannréttindaníðingar taka sér orðið mannréttindi í munn, en þá er greinilega ekki von á góðu.
Til fróðleiks, þá verður Jón Bjarnason kominn fast að níræðu þegar tillögurnar opna mögulega á nýliðun og jafnræði við nýtingu á fiskveiðiauðlindarinnar.
Kvótafrumvarpið mikið breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2011 | 14:30
DV.IS virðist vera eina færa leiðin fyrir Skagfirðinga til að ná sambandi við herra Guðbjart Hannesson ráðherra!
Skagfirðingar furða sig á því hvers vegna velferðarráðherrann Guðbjartur Hannesson hyggst beita niðurskurðarhnífnum af meiri hörku á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki en annars staðar á landinu. Aðför velferðarráðherra kemur íbúum algerlega í opna skjöldu þar sem að fyrir síðustu Alþingiskosningar þá boðaði leiðtogi "jafnaðarmanna" í kjördæminu, að við hagræðingaraðgerðir yrði gætt sérstaklega að jafnvægis á milli Höfuðborgar og landsbyggðar. Boðskapur Guðbjarts var að niðurskurðurinn bitnaði alls ekki á þeim landsvæðum sem hefðu farið varhluta af þenslunni í aðdraganda hrunsins. Sömuleiðis boðaði velferðarráðherrann þegar hann tók við ráðherratign á síðasta ári að hann væri að taka við niðurskurðartillögum óséðum frá forvera sínum í embætti og að hann myndi taka tillögurnar sem að hann fékk óvænt í fangið til rækilegrar endurskoðunar.
Sveitarstjórn hefur um nokkurt skeið reynt að fá einhverjar skýringar á boðuðum niðurskurði og einhverjum viðbrögðum við skýrslum sem teknar hafa verið saman um málefni Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki. Eins og fram kemur í fundargerð byggðaráðs Skagafjarðar frá því í morgun þá er mikil óánægja með að velferðarráðherra hafi ekki enn gefið sér tíma til þess að funda með fulltrúum sveitarfélagsins um málið.
Til þess að fá einhverjar skýringar á ósanngjörnum niðurskurði greip einn íbúi sveitarfélagsins til þess ráðs að fá einhverjar skýringar í gegnum beina línu DV.IS í gær. Einu svör ráðherra voru að halda því fram, að mestan hluta niðurskurðarins mætti skýra út frá því að hætt verði að sólarhringsþjónustu vegna fæðinga!
Svör velferðarráðherrans bera það með sér að honum veiti ekkert af því að fara betur yfir málið, þar sem að honum virðist vera algerlega ókunnugt um að umrædd þjónusta sem að hann nefnir sem helstu skýringu, var hætt áður en hann tók við embætti og kemur því boðuðum niðurskurði nákvæmlega ekkert við.
17.11.2011 | 23:05
Mun Hanna Birna kalla á uppgjör við svarta fortíð Sjálfstæðisflokksins?
Ekki er laust við að það verði fróðlegt að fylgjast með hvernig Hanna Birna muni svara setningarræðu Bjarna Benediktssonar. Nánast ómögulegt verður fyrir hana að ganga lengra en Bjarni Ben í að hvítskúra stefnu og fyrrum leiðtoga Sjálfstæðisflokksins sem strönduðu skútunni. Á Bjarna er helst að skilja að landið hafi lent að ósekju í einhverju hræðilegu sem líkja mætti helst við náttúruhamfarir sem enginn mannlegur máttur gat stöðvað - jafnvel ekki þeir ástkæru og stjórnvitru fyrrum leiðtogar Davíð og Geir Haarde.
Sömuleiðis minnist Bjarni skiljanlega ekki á þá staðreynd að enginn af þeim sem kallast getað höfuðpaurar hrunsins hafa verið látnir sæta ábyrgð og eru jafnvel enn að maka krókinn. Eflaust er Hönnu Birnu vandi á höndum þar sem telja má víst að ræða Bjarna eigi einhvern hljómgrunn á fundinum sjálfum sérstaklega hjá þeim hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir hrun.
Ef að Hanna Birna eltir Bjarna og reynir jafnvel að yfirtrompa ástarjátningarnar og undirstrika algjört ábyrgðarleysi Sjálfstæðisflokksins, þá mun þessi fundur verða með magnaðri skrípasýningum Íslandssögunnar.
Verðum að skapa ný verðmæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.11.2011 | 22:36
Falsvísindi
Efni: Umsögn um skýrslu samráðsvettvangs sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um nýtingu helstu nytjafiska frá í júní 2011.
Inngangur
Í skipunarbréfi samráðsvettvangsins kemur fram að í ljósi efnahagsástands þjóðarinnar sé rétt að yfirfara umdeilda nýtingarstefnu stjórnvalda á fiskveiðiauðlindinni. Markmið vinnunnar var að meta árangur núverandi stefnu og yfirfara hana og í framhaldinu leggja til breytingar á aflareglu Hafró við nýtingu á þorskstofninum. Það að vera hverju mannsbarni ljós að svokölluð aflaregla hefur ekki skilað neinum árangri en reglan felur í sér að veiða fyrirfram ákveðið hlutfall af reiknuðum veiðistofni. Reglan var fyrst tekin í gagnið snemma á tíunda ártugnum. Þetta hlutfall er nú 20% en árin 1965-1990 var aflahhutfallið að meðaltali 35% sem skilaði 380 þúsund tonna meðalafla í þorski helmingi meira en núna. Í ljósi sögunnar hefur niðurfærsla á aflahlutfalli í 25% og síðar í 20% verið mistök. Það því eins og hver önnur vitleysa að í starfshópnum sem skipaður var á haustdögum 2010 skuli að stærstum hluta vera höfundar aflareglunnar og ábyrgðarmenn á núverandi nýtingarstefnu, þeirrar sem átti að vera til gagnrýns endurmats. Formaður nefndarinnar hefur hvorki fengist við nýtingu fiskistofna né stjórnsýslúttektir. Nefndarmenn Hafró eru hagsmunstengdir, þeir móta stefnu í fiskveiðum, þ.á.m. aflareglu, fulltrúi LÍÚ, var í báðum aflareglunefndum og hefur auk þess verið í mjög nánu samstarfi við Hafró í áratugi. Fulltrúar LS og FFSÍ eru leikmenn.
Athugasemdir við skýrsluna
Í stuttu máli er skýrslan gagnrýnislítil en nokkuð þvælin endursögn á fyrri skýrslum s.s; rits Hagfræðistofnunar um Þjóðhagleg áhrif aflareglu frá árinu 2007 , rits nefndar um langtímanýtingu fiskistofna sem skipuð var í kjölfar ofmatsins fyrir um áratug auk skýrslna Hafró. Öll hvíla framangreind rit á reiknisfiskifræðinni. Reiknisfiskifræðin hefur augljóslega ekki gengið upp en ef svo væri þá væri lítið tilefni til stöðugs endurmats. Reiknisfiskifræðin gengur í stuttu máli út á að veiða minna núna til að hægt sé að veiða enn meira seinna. Sömuleiðis gengur ráðgjöfin út á að draga skipulega úr veiðum á smáfiski til þess að láta hraðvaxta fiskinn taka út vöxt en þegar ég lærði mína reiknisfiskifræði í Háskóla Íslands þá var markmiðið að ef fyrrgreindar aðferðir næðu fram að ganga myndi þjóðin, ná um 500 þúsund tonna jafnstöðuafla. Aðferðir reiknisfiskifræðinnar hafa hingað til ekki gengið eftir og munu ekki gera það þar sem að þær stangast á við viðtekna vistfræði. Í skýrslunni á bls. 9 er Boris Worm látinn bera vitni um að íslenska fiskveiðistjórnunin sé ábyrg en viðkomandi vísindamaður er þekktastur fyrir að hafa falsað niðurstöður rannsókna í fréttatilkynningu til þess að fanga athygli. Hann hélt því fram að rannsóknirnar bentu til þess að fiskistofnar heimsins kláruðust 2048. Í skýrslunni á bls. 12 er samverkamaður Boris Worm, Ransom Myers kallaður til vitnis um að ofveiði hefði leitt til hruns þorskstofnsins við Kanada en almennt er viðurkennt að breytt umhverfisskilyrði hafi átt megin þáttinn í minnkaðri þorskgegnd.Það sem er furðulegt er að engin umfjöllun er um afleiðingar þess þegar veitt hefur verið langt umfram ráðgjöf reiknisfiskifræðinnar í; Barentshafinu, við Færeyjar og hér við Íslandsstrendur um áratugaskeið þegar veiðar voru frjálsar. Í skýrslunni er viðurkennt að ekkert samband sé á milli fjölda seiða á fyrsta ári og síðan hvernig árgangurinn skilar sér inn í veiðina að þremur árum liðnum. Það er hins vegar ekki sett í samhengi markmið Hafró að stefna stöðugt að stækkuðum hrygningarstofni.
Það sem ekki var fjallað um í skýrslunni
Í skýrslunni var lítið sem ekkert fjallað um innihald vandaðrar skýrslu sem Tumi Tómasson tók saman árið 2002 og hét: Fagleg gagnrýni á stofnmat og veiðiráðgjöf Hafrannóknastofnunarinnar. Í henni er sterk gagnrýni á reiknisfiskifræðina en ástæða þess umrædd skýrsla var tekin saman var að árangurinn af því að fara að tillögum sem byggðust á reiknisfiskifræðinni var minni en enginn. Talsverð umræða var um árangursleysið í kjölfar meints ofmats Hafró á þorskstofninum um síðustu aldamót, eins og áður segir. Ekki er heldur í skýrslu samráðshópsins fjallað um vandaðar skýrslur og skrif sem Jón Kristjánsson fiskifræðingur sent frá sér en hann hefur verið kallaður til við ráðgjöf í Færeyjum og sjómannasamtökum á Bretlandseyjum, Norðurlöndum og víðar. Í skýrslunni er látið í veðri vaka að gagnrýnin á núverandi ráðgjöf byggist ekki á vel skilgreindum og afmörkuðum álitaefnum s.s. um náttúrlegan dauða og breytilegan vaxtahraða auk áhrif veiða á sjálfsafrán og nýliðun. Yfir ígrundaða líffræðilega gagnrýni er skautað á bls. 19 og sagt að um sé að ræða einhver bloggskrif Kristins Péturssonar, Sigurjóns Þórðarsonar og Jóns Kristjánssonar en látið hjá líða að segja frá því að umræddur Jón Kristjánsson sé vel metinn fiskifræðingur, sem hefur ásamt Kristni Péturssyni stutt sinn málflutning með ítarlegum gögnum og rannsóknum. Undirritaður mætti á fund nefndarinnar, eins og fram kemur á bls. 54, og lagði fram margvísleg gögn sem sýndu augljóslega að hvað rækist á annars horn í reiknisfiskifræðilegri ráðgjöf Hafró. Gögnin voru:
1) Þorskafli hefur dregist gríðarlega saman en ekki aukist síðustu tvo áratugina og á það við um fleiri botnfisktegundir og heildar botnfiskaflinn helmingurinn af því sem að hann var fyrir tveimur áratugum síðan.
2) Samantekt á þorskafla frá seinna stríði sem sýnir að þorskaflinn hefur nánast minnkað stöðugt frá upptöku kvótakerfisins sem er öfugt við það sem reiknisfiskifræðin spáði fyrir um.
3) Merkingatilraunir Hafró gefa eindregið til kynna að náttúrulegur dauði sé mun meiri en gert er ráð fyrir í líkani sem unnið er með og skýra út að ráðgjöf Hafró gangi ekki upp.
4) Skýrsla Alþjóða Hafrannsóknarstofnunarinnar frá því á árinu 2009 segir að skyndilokanir sem stundaðar hafa verið í marga áratugi séu gagnslausar og þar með friðun á smáfiski.
5) Rannsóknir á friðun smáfisks í Breiðafirði frá árinu 2005 sem gáfu til kynna að friðun á smáfisk væri ekki til gagns.
6) Hafró metur náttúruleg afföll þorskstofnsins minni en það sem hrefnan ein étur úr þorskstofninum.
7) Fyrirlestur Hilmars Malmquist líffræðings sem kemst að því út frá gögnum Hafró að náttúrulegur dauði sé mun meiri en unnið er með í stofnlíkani Hafró.Öll framangreind atriði leiða líkum að því að áhrif veiða á vöxt og viðgang þorskstofnsins séu stórlega ofmetin en engu að síður þá fjallar skýrslan í engu þá staðreynd.
Framlag skýrslunnar
Eina nýja framlag skýrslunnar ef svo má kalla, er að leggja til að skipuð verði formleg stjórnsýslunefnd um nýtingarstefnu fyrir nytjafiska. Verkefni nefndarinnar og verklag eru m.a. að meta hagfræðilegar, líffræðilegar, félagsfræðilegar, tölfræðilegar og umhverfisfræðilegar forsendur nýtingarstefnu. Auk þess að vera í samráði við Alþjóðastofnanir og stunda víðtækt kynningar og samráðsstarf um land allt. Mér sýnist sem fyrirhugað umfang sé slíkt að hver meðalstór ríkisstofnun geti verið fullsæmd af viðlíka verkefnum.
Lokaorð
Skýrsluhöfundar hafa því miður látið hjá líða að fara yfir líffræðilega gagnrýrni á nýtingarstefnu Hafró og skorar undirritaður á ráðherra að hafa hraðar hendur og gera gangskör í að farið verði í þá vinnu. Fátt eitt getur orðið meiri búhnykkur fyrir þjóðarbúið en stórauknar fiskveiðar og er ábyrgðarhluti að láta hjá líða að fara ekki yfir öll rök sem gefa til kynna að óhætt sé að auka veiðar.Eðlilegt hefði verið að hafa starfssemi samráðshópsins opnari t.d. með því að halda kynningar fundi með gagnrýnendum, fjölmiðlum og áhugamönnum, hlusta á þeirra gagnrýni, svara henni og standa fyrir eigin rökum.Í stað þess völdu þeir að kalla til einn og einn aðila, sem þeir völdu sjálfir inn á lokaða fundi hópsins. Svona vinnubrögð eiga að heyra fortíðinni til.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2011 | 21:35
Tillögur um lokaða fundi og "trúnað"
Ég hef áður fjallað um 1,2, nefnd sem ætlað var að fara með gagnrýnum hætti yfir eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar sem er stjórn fiskveiða og þá möguleika að auka veiðar. Niðurstaða nefndarinnar komu ekki á óvart en þeir sem réðu ferðinni í nefndarstarfinu voru þeir sem bera ábyrgð á núverandi nýtingarstefnu.
Ég hef verið að taka saman umsögn Frjálslynda flokksins um skýrsluna. Eina nýja framlag skýrslu samráðsvettvangs ef svo má kalla, er að leggja til að skipuð verði formleg stjórnsýslunefnd um nýtingarstefnu fyrir nytjafiska. Verkefni nefndarinnar og verklag eru m.a. meta hagfræðilegar, líffræðilegar, félagsfræðilegar, tölfræðilegar og umhverfisfræðilegar forsendur nýtingarstefnu. Auk þess að vera í samráði við alþjóðastofnanir og stunda víðtækt kynningar og samráðsstarf um land allt. Mér sýnist sem að fyrirhugað umfang sé slíkt að hver meðalstór ríkisstofnun geti verið fullsæmd af viðlíka verkefnum.
Það sem mér fannst óneitanlega furðulegt er að í miðri endurreisn skuli vera lagt til að fyrirhuguð formlega stjórnsýslunefndinni skuli vera ætlað að halda lokaða fundi með hagsmunaaðilum og gæta sérstaks "trúnaðar" með tillögur nefndarinnar, sérstaklega þegar haft er í huga verið er að véla með sameign þjóðarinnar.
11.11.2011 | 23:59
Álitsgjafinn Benedikt Lafleur
RÚV hefur mikið fjallað upp á síðkastið, um kynlíf og mögulega misnotkun framliðinna og sömuleiðis um fölsun á fortíð. Það var því tímabært að RÚV færi að spá í framtíðina og fékk fréttastofan til liðs við sig vin minn og virtan talnaspeking Benedikt Lafleur sem greindi frá hvað dagurinn í dag 11.11.11. hefur í för með sér.
Benedikt er mikill áhugamaður um listir, bókmenntir, sund, talnaspeki og stjórnmál. Vonandi verður framhald á að fréttastofa leiti til Benedikts Lafleur en hann hefur reynst mun sannspárri um þróun mála en þeir sem hafa verið fastir álitsgjafar RÚV bæði fyrir og eftir hrun.
4.11.2011 | 22:24
Kaffispjall í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4 - Allir velkomnir
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Erlent
- Segir gagnrýnendur þurfa betri brellur
- 66 fórust í eldsvoða á skíðahóteli
- Gerðu árás á flóttamannabúðir á Vesturbakkanum
- Evrópa þarf nú að huga betur að varnarmálum
- Danir munu koma til
- Harma ákvörðun Trumps
- Lætur strax að sér kveða á fyrsta sólarhringnum
- Myndskeið: Kveðja Musk vekur athygli
- Í dag eru hjörtu okkar full af þakklæti
- Tíu fórust í eldsvoða á vinsælu skíðahóteli