Leita í fréttum mbl.is

Mun Hanna Birna kalla á uppgjör við svarta fortíð Sjálfstæðisflokksins?

Ekki er laust við að það verði fróðlegt að fylgjast með hvernig Hanna Birna muni svara setningarræðu Bjarna Benediktssonar. Nánast ómögulegt verður fyrir hana að ganga lengra en Bjarni Ben í að hvítskúra stefnu og fyrrum leiðtoga Sjálfstæðisflokksins sem strönduðu skútunni. Á Bjarna er helst að skilja að landið hafi lent að ósekju í einhverju hræðilegu sem líkja mætti helst við náttúruhamfarir sem enginn mannlegur máttur gat stöðvað - jafnvel ekki þeir ástkæru og stjórnvitru fyrrum leiðtogar Davíð og Geir Haarde.

Sömuleiðis minnist Bjarni skiljanlega ekki á þá staðreynd að enginn af þeim sem kallast getað höfuðpaurar hrunsins hafa verið látnir sæta ábyrgð og eru jafnvel enn að maka krókinn. Eflaust er Hönnu Birnu vandi á höndum þar sem telja má víst að ræða Bjarna eigi einhvern hljómgrunn á fundinum sjálfum sérstaklega hjá þeim hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir hrun.

Ef að Hanna Birna eltir Bjarna og reynir jafnvel að yfirtrompa ástarjátningarnar og undirstrika algjört ábyrgðarleysi Sjálfstæðisflokksins, þá mun þessi fundur verða með magnaðri skrípasýningum Íslandssögunnar.


mbl.is Verðum að skapa ný verðmæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta greinir þú að held ég hárrétt, félagi Sigurjón.

Steingrímur Helgason, 17.11.2011 kl. 23:46

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sumir rita nafn flokksins, sem nú heldur landsfund, með stórum staf.

Það gerðu sumir líka í gamla daga þegar Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna átti í hlut.

Nú er rétt að taka það skýrt fram að þessir tveir flokkar eru ósambærilegir hvað stefnumið og verk varðar.

En engir stjórnmálaflokkar eða stjórnmálamenn eru svo ólíkir að einhverjar hliðstæður megi ekki finna.

Þannig hefur foringjahollustan í Sjálfstæðisflokknum verið einhver hin mesta sem þekkist hér á landi, fyrirbæri sem enginn lýsti betur en Hannes Hólmsteinn Gissurarson þegar hann sagði að Sjálfstæðismenn vildu hafa hlutina einfalda, treysta á góða forystu og eyða lágmarkstíma í stjórnmálastúss; - hafa tíma til að græða á daginn og grilla á kvöldin.

Hanna Birna þekkir vel til í flokkskerfinu eftir að hafa verið innsti koppur í búri flokksins í Valhöll. Ef einhver ætti að vita hvað þurfi að bæta og hverju að breyta í þessum flokki, er það hún.

En því nefndi ég áðan Flokkinn sovéska að finna má hliðstæður í sögu hans, þ. e. menn, sem unnu sig upp í gegnum flokksapparatið, þekktu veikleika Flokksins og ólu þann draum í brjósti sér að hægt væri að breyta honum til batnaðar. 

Þetta voru þeir Michael Gorbatchev fyrir 1985 og á undan honum Nikita Krustjoff fyrir 1956. 

Þeir gátu þó ekki ráðist beint til verka, heldur urðu að fara að með lægni og komast fyrst í valdaaðstöðu eftir hefðbundnum leiðum og hafa sem flesta góða.

Eftir þau kynni sem ég hef haft af Hönnu Birnu, verkum hennar og skoðunum, sé ég hana sem einu vonarstjörnu Sjálfstæðisflokksins sem er í augsýn.

Bjarni Benediktsson hefur fengið sitt tækifæri til endurbóta en setnningarræðan nú hefur dregið úr vonum mínum að hann muni koma á þeim umbótum í stefnu flokksins sem eru svo nauðsynlegar.

Hann fór billegustu leiðina til þess að safna atkvæðum landsfundarfulltrúa og Hanna Birna á erfitt hlutverk fyrir höndum.

Kannski verður ræða hennar aðeins spegilmynd af ræðu Bjarna af því að hún þorir ekki að taka áhættuna af því að rugga bátnum.

En það verður skiljanlegt í ljósi aðstæðna, því að stjórnmál eru list hins mögulega.

Og vegna þess að hún hefur ekki fengið sama tækifæri og Bjarni til þess að láta til sín taka, nýtur hún vafans í mínum huga.

Henni tókst að eiga stóran þátt í að innleiða ný vinnubrögð í borgarstjórn Reykjavíkur meðan hún var borgarstjóri, vinnubrögð sem þessi þjóð þarf á að halda á erfiðleikatímum.

Fyrirfram átti enginn von á slíku, því að meðan hún var ekki í aðstöðu til þess að gera þetta, neyddist hún til þess að vera ofan í sömu skotgröfunum og allir höfðu verið í borgarstjórninni svo lengi sem elstu menn mundu.

Hún er í svipaðri stöðu núna á landsfundinum og hún var í borgarstjórn áður en hún varð borgarsstjóri, því miður, því að það er slæmt fyrir þjóðina og unnendur þeirrar grunnstefnu hans sem hefur gert Sjálfstæðis að fjölmennasta stjórnmálaeafli þjóðarinnar,  ef það dregst á langinn að hann taki rækilega til í fortíð sinni, gerir almennilega upp við hana, og stokki upp gjaldþrota stefnuna í aðdraganda Hrunsins. 

Ómar Ragnarsson, 18.11.2011 kl. 10:02

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvað geta flokkar gert í fortíð sinni. Það er ekkert hægt að gera í henni. Það er framtíðin sem verður að hugsa um og nýta til varnaðar skömm fortíðar. Sjálfstæði er ekki það að gangast undir lög annarra þjóða. Ég segi förum með þessa fals ESB umsókn í ruslakörfuna og segjum skilið við önnur lög ESB samsteypunnar sem felast í EES kaflanum.  

Valdimar Samúelsson, 18.11.2011 kl. 17:17

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ef Landsfundurinn ber ekki gæfu til þess að kveðja fortíðina verður hann tæpast tekinn alvarlega í náinni framtíð, Sigurjón. Stundum þarf fólk að hafa þor til að taka til hjá sér og þetta er ágætt tækifæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn til að fara í ærlega "jólahreingerningu".... Ég er hins vegar hræddur um að "múgsefjun" Landsfundarinn verði slík að ekki verði hróflað við "ættarveldinu".... Það gæti haft mjög alverlegar afleiðingar á pólitískt starf á Íslandi til langs tíma.

Ómar Bjarki Smárason, 18.11.2011 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband