Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Þegar trúin á tröll verður skynseminni yfirsterkari

Sturla Böðvarsson skrifaði mjög sérstaka grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 1. nóvember sl. Í greininni segir Sturla m.a. frá frá eigin starfsferli og miklu vinfengi sínu við útgerðarmenn. Einnig greinir Sturla frá því að hann hafi „tröllatrú“ á kvótakerfinu og að kerfið sé mjög í þágu byggðanna og það sérstaklega í Norðvesturkjördæminu.  

Ekki gat fyrrverandi þingmaðurinn stutt þessa trú sína með nokkrum rökum enda er það nánast ómögulegt. Sjávarbyggðirnar hafa flestar hverjar glímt við gríðarlegan fólksflótta þar sem heildarþorskaflinn er einungis brot af því sem hann var fyrir daga kerfisins og sumar byggðirnar hafa nánast misst allan þorra aflaheimilda. Kvótakerfið hefur þar að auki fengið þann dóm hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna að vera óréttlátt og brjóta á jafnræði þegnanna. Kvótakerfið hefur þar að auki orðið til þess að útvegurinn hefur safnað skuldum og hvetur til sóunar og brottkasts.

Sturla Böðvarsson er skynsamur maður sem á vel að þekkja til þess stórtjóns sem kvótakerfið hefur valdið þjóðinni. Erfitt er að skiptast á skoðunum eða rökræða við trénaða sjálfstæðismenn sem byggja skoðanir sínar ekki á skynsemi heldur trú, ég tala nú ekki um þegar um er að ræða tröllatrú.

Rétt er þó að minnast þess að trúmaðurinn mikli Sturla Böðvarsson hefur glímt við efann eins og þjóðháðtíðarræða hans frá árinu 2007 ber með sér:

Áform okkar um að byggja upp fiskistofnana með kvótakerfinu sem stjórnkerfi fiskveiða virðist hafa mistekist. Sú staða kallar á allsherjar uppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu ef marka má niðurstöðu Hafrannsóknarstofnunar. Staðan í sjávarútvegsmálum er því mjög alvarleg og kallar á breytingar ef sjávarbyggðirnar eiga ekki að hrynja. Margt bendir til þess að aflaheimildir safnist á hendur fárra útgerða sem leggja skipum sínum til löndunar í útflutningshöfnunum og herða enn frekar á þenslunni í atvinnulífinu þar, allt í nafni hagræðingar sem mun koma hart niður á þeim byggðum sem allt eiga undir veiðum og vinnslu sjávarfangs.

Ástandið og horfurnar í minni sjávarbyggðunum er mjög alvarlegar ef draga verður úr veiðum og sú staða kemur flestum á óvart. Miðað við aflabrögðin við Breiðafjörð á síðustu vertíð hvarflaði það ekki að nokkrum manni þar að við ættum eftir að standa frammi fyrir því að skera enn niður veiðiheimildir á næsta fiskveiðiári.

En hvað er framundan á Vestfjörðum við þessar aðstæður. Umræðan um atvinnumál á Vestfjörðum og þróun byggðanna hefur verið áberandi.

Sveiflur í þorskveiðum og framsal aflaheimilda milli verstöðva ógnar nú atvinnulífinu og byggðunum. Við það verður ekki búið. Við verðum að snúa vörn og undanhaldi í sókn.


« Fyrri síða

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband