Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2011

Ţegar trúin á tröll verđur skynseminni yfirsterkari

Sturla Böđvarsson skrifađi mjög sérstaka grein sem birtist í Morgunblađinu ţann 1. nóvember sl. Í greininni segir Sturla m.a. frá frá eigin starfsferli og miklu vinfengi sínu viđ útgerđarmenn. Einnig greinir Sturla frá ţví ađ hann hafi „tröllatrú“ á kvótakerfinu og ađ kerfiđ sé mjög í ţágu byggđanna og ţađ sérstaklega í Norđvesturkjördćminu.  

Ekki gat fyrrverandi ţingmađurinn stutt ţessa trú sína međ nokkrum rökum enda er ţađ nánast ómögulegt. Sjávarbyggđirnar hafa flestar hverjar glímt viđ gríđarlegan fólksflótta ţar sem heildarţorskaflinn er einungis brot af ţví sem hann var fyrir daga kerfisins og sumar byggđirnar hafa nánast misst allan ţorra aflaheimilda. Kvótakerfiđ hefur ţar ađ auki fengiđ ţann dóm hjá Mannréttindanefnd Sameinuđu ţjóđanna ađ vera óréttlátt og brjóta á jafnrćđi ţegnanna. Kvótakerfiđ hefur ţar ađ auki orđiđ til ţess ađ útvegurinn hefur safnađ skuldum og hvetur til sóunar og brottkasts.

Sturla Böđvarsson er skynsamur mađur sem á vel ađ ţekkja til ţess stórtjóns sem kvótakerfiđ hefur valdiđ ţjóđinni. Erfitt er ađ skiptast á skođunum eđa rökrćđa viđ trénađa sjálfstćđismenn sem byggja skođanir sínar ekki á skynsemi heldur trú, ég tala nú ekki um ţegar um er ađ rćđa tröllatrú.

Rétt er ţó ađ minnast ţess ađ trúmađurinn mikli Sturla Böđvarsson hefur glímt viđ efann eins og ţjóđháđtíđarrćđa hans frá árinu 2007 ber međ sér:

Áform okkar um ađ byggja upp fiskistofnana međ kvótakerfinu sem stjórnkerfi fiskveiđa virđist hafa mistekist. Sú stađa kallar á allsherjar uppstokkun á fiskveiđistjórnunarkerfinu ef marka má niđurstöđu Hafrannsóknarstofnunar. Stađan í sjávarútvegsmálum er ţví mjög alvarleg og kallar á breytingar ef sjávarbyggđirnar eiga ekki ađ hrynja. Margt bendir til ţess ađ aflaheimildir safnist á hendur fárra útgerđa sem leggja skipum sínum til löndunar í útflutningshöfnunum og herđa enn frekar á ţenslunni í atvinnulífinu ţar, allt í nafni hagrćđingar sem mun koma hart niđur á ţeim byggđum sem allt eiga undir veiđum og vinnslu sjávarfangs.

Ástandiđ og horfurnar í minni sjávarbyggđunum er mjög alvarlegar ef draga verđur úr veiđum og sú stađa kemur flestum á óvart. Miđađ viđ aflabrögđin viđ Breiđafjörđ á síđustu vertíđ hvarflađi ţađ ekki ađ nokkrum manni ţar ađ viđ ćttum eftir ađ standa frammi fyrir ţví ađ skera enn niđur veiđiheimildir á nćsta fiskveiđiári.

En hvađ er framundan á Vestfjörđum viđ ţessar ađstćđur. Umrćđan um atvinnumál á Vestfjörđum og ţróun byggđanna hefur veriđ áberandi.

Sveiflur í ţorskveiđum og framsal aflaheimilda milli verstöđva ógnar nú atvinnulífinu og byggđunum. Viđ ţađ verđur ekki búiđ. Viđ verđum ađ snúa vörn og undanhaldi í sókn.


« Fyrri síđa

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband