Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin stuđlar ađ sjálfsrannsókn

Algerlega augljóst er ađ aflaregla Hafró hefur alls ekki skilađ neinum árangri. Reglan felur í sér ađ veiđa fyrirfram ákveđiđ hlutfall af reiknuđum veiđistofni en nú gildir ađ veiđa 20% af stofni. Hún var í fyrstu tekin í gagniđ snemma á tíunda áratugnum en ţá var ţorskaflinn tvöfalt meiri en hann er núna.

Reynslan af aflareglunni og veiđiráđgjöf Hafró er einfallega hrćđileg - ţađ blasir viđ öllum sem fer yfir aflatölur á íslandsmiđum.

Umhugsunarvert er ađ sjávarútvegsráđherra felur einum af höfundum aflareglunnar Kristjáni Ţórarinssyni stofnvistfrćđingi LÍÚ ađ meta kosti reglunnar. Sömuleiđis er Jóhanni Sigurjónssyni sem áđur hefur tekiđ út aflaregluna í kjölfar ţess ađ mönnum blöskrađi árangursleysi veiđiráđgjafarinnar upp úr síđustu aldamótum. 

Jóhann komst ađ ţví ađ reglan skilađi árangri ţrátt fyrir aflinn vćri ţá liđlega eitthundrađ ţúsund tonnum minni en ţegar reglan var tekin í notkun.  Ekki finnst mér ólíklegt ađ ţeir félagarnir Kristján og Jóhann sjái mikinn "árangur" af stađfastri ráđgjöf sinni sem felst í ţví ađ veiđa minna til ađ veiđa meira seinna, ţó svo ađ ţetta seinna hafi aldrei komiđ og ađferđin stangist á viđ viđtekna vistfrćđi.


mbl.is Meta kosti aflareglu og kvótaaukningar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristjánsson

Ţú hljópst yfir Einar Hjörleifsson (Guttormssonar) Hafró og ICES.

Ţegar fiskveiđistefna VG, sem lögđ var fram fyrir síđust kosningar, er skođuđ sjást greinileg fingraför ţeirra feđga á ţví mikla og stóra plaggi.  

Jón Kristjánsson, 17.11.2010 kl. 12:07

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Er ekki sonur Jóns líka fiskilíffrćđingur? Sá hinn sami og var hjá Veiđimálastofnun og stal verkefnum ţađan til síns einkafyrirtćkis og fór síđan í framhaldsnám allt í bođi Veiđimálastofnunar

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.11.2010 kl. 13:06

3 Smámynd: Jón Kristjánsson

Jú Jóhannes, sá er mađurinn. Hann bolađi mér einnig út úr 2 verkefnum í Skagafirđi međ hjálp föđur síns.

Jón Kristjánsson, 17.11.2010 kl. 13:19

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

viđ gćtum veriđ ađ veiđa meira, tvöfalt meira og jafnvel ţrefalt meira. en viđ slíka aukna sókn, telja menn ţá fleiri fiska í sjónum?

 ţegar sóknin var meiri, voru ţá fiskarnir fleiri? eđa var ţá allt á niđurleiđ? 

viđ vitum ađ ađstćđur í hafinu hafa breyst, ţađ sannreynist á útbreiđslu skötusels og breittri útbreiđslu ýsunnar. 

ţađ ađ veiđa meira er ekki sama og ađ ţađ sé meira til. ef ţađ vćri satt ţá ćtti allt ađ vera fullt af Geirfugli hér á landi. 

Fannar frá Rifi, 17.11.2010 kl. 15:22

5 Smámynd: Sigurjón Ţórđarson

Fannar, ţegar veitt var meira af ţorski ţá var mun meiri nýliđun og vöxtur hrađari. 

Sigurjón Ţórđarson, 17.11.2010 kl. 15:39

6 Smámynd: Ađalsteinn Agnarsson

Mćtiđ á Austurvöll fimmtud. kl. 14.00, biđjum um frjálsar Handfćra

veiđar, sem leysa fátćktar og atvinnu vanda Íslendinga!

Ađalsteinn Agnarsson, 17.11.2010 kl. 20:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband