Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Jóhanna Sigurðardóttir gerir upp við Ingibjörgu Sólrúnu á Austurvelli

Jóhanna Sigurðardóttir, núverandi forsætisráðherra, notaði tækifærið á Austurvelli í morgun til að troða Icesave-samningnum ofan í kokið á íslensku þjóðinni. Þjóðin stendur eftir engu nær um hvers vegna í ósköpunum hún eigi að taka á sig þessar skuldbindingar. Í þessum ítroðningi er hótun um einangrun sem þjóðin skilur heldur ekki að þurfi að koma til.

Í ræðunni gerir hún að einhverju leyti upp við Ingibjörgu Sólrúnu og Björgvin Sigurðsson, samráðherra sína í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, og sakar þau um mikið andvaraleysi þegar óveðursskýin hrönnuðust upp.

Við sjáum fram á upptöku húsa okkar, bíla og starfa eftir 7-15 ár ef við skrifum undir samninginn, og í beinu framhaldi eignanám heita vatnsins, kalda vatnsins og annarra náttúruauðlinda. Setjum tappann í, strax! 


Vinstristjórnin stórhækkar skattbyrðar á lægstu laun

Núna hefur ríkisstjórnin boðað stórhækkun á tryggingagjaldinu sem er ekkert annað en liðlega 5% flatur launaskattur sem leggst með hlutfallslega sama þunga á háar sem lágar tekjur.  Launagreiðendur standa skil á tryggingagjaldinu rétt eins og staðgreiddum tekjusköttum en nánast eini munurinn sköttunum er að venjulegur launaskattur er einungi greiddur af launum sem eru umfram skattleysismörkin, sem eru í kringum 120 þúsund krónur.


mbl.is Skattahækkanir úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaður Sjálfstæðisflokksins hlýtur að styðja Gunnar Birgisson heils hugar

Ég kann ágætlega við Gunnar Birgisson. Hann er ýmsum kostum búinn, snöggur að átta sig á tölum og pólitísku mikilvægi mála sem öðrum kann að þykja léttvægt, s.s. að lögleiða þá göfugu íþrótt boxið. Mér skilst að hann eins og vinir hans, Birkir Jón, sé sömuleiðis slunginn briddsíþróttamaður. Þessi samþykkt sjálfstæðismanna verður ekki skilin öðruvísi en svo að hann eigi víðtækan stuðning í flokknum og formanns flokksins sem sagði í fréttum að hann ætlaði að kynna sér hvernig málið væri vaxið. Hann hefur væntanlega gert það og hvatt flokksfólk til að standa með leiðtoganum.

Mér kæmi það mjög á óvart ef Gunnar Birgisson héldi ekki bæjarstjórastólnum það sem eftir lifir kjörtímabilsins þar sem hann á örugglega einhver spil uppi í erminni sem hann getur notað gegn Framsókn.


mbl.is Falið að ræða við Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdabarátta - mun Ögmundur steypa Steingrími?

Svo er að sjá sem það stefni í uppgjör hjá Vinstri grænum þar sem fulltrúi óbreytts kerfis, Steingrímur J. Sigfússon, hvort sem er í embættismanna-, landbúnaðar- eða illræmdu kvótakerfi í sjávarútvegi, muni takast á við róttækari öfl sem sætta sig ekki við að greiða skuldir fjárglæframannanna. Sendiherrann Svavar Gestsson og skrifræðisráðherrann Steingrímur, auk Svandísar Svavarsdóttur, leggja gríðarlega áherslu á að þjóðin verði við fátæktarmörk og greiði upp reikninga fjárglæframannanna næstu áratugina þar sem óþægileg mál trufla eflaust skemmtilega stemningu í veislusölum ambassadöra víða um heim. Hætt er við að Svavar fái færri partí og Steingrímur ekki eins innileg faðmlög frá systurflokkunum í Evrópu.

Ögmundur er líklegur til að sameina á bak við sig róttæk réttlætisöfl innan Vinstri grænna auk liðsmanna sem kunna að leggja saman tvo og tvo, s.s. Lilju Mósesdóttur, sem sjá að það að ætla að greiða Icesave-reikningana ofan á allar aðrar skuldir er ávísun á þjóðargjaldþrot.


mbl.is Vekur athygli á gagnrýni á AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar Valtýr Sigurðsson, Eiríkur Tómasson og Elín Hirst slógu skjaldborg um braskið

Ég er þessa dagana að lesa fyrir próf í stjórnsýslurétti.  Það er satt best að segja mjög erfitt við þær aðstæður sem uppi er í samfélaginu þar sem það sækja á mann stöðugt hugsanir um kerfishrunið sem varð í samfélaginu. Strangar  stjórnsýslureglur samfélagsins áttu einmitt að tryggja virkt aðhald og að allt væri upp á borðum.

Það rifjaðist upp fyrir mér að ég reyndi sem þingmaður að fá upplýsingar um kvótabraskið, þar sem fyrirtæki leigðu út og seldu aðgang að sameign þjóðarinnar.   Áhugi minn á að fá þessar upplýsingar var m.a. vegna þess að ég var sannfærður um að það gangverðið á gæðunum var langt út fyrir öll skynsamleg mörk og bar feigðina í för með sér.  Sömuleiðis var leyndin um hver væri að selja og leigja aflaheimildir fyrir milljarða, ávísun á illa upplýsta og brenglaða umræðu um afkomu fyrirtækja í greininni.

Fyrst beindi ég fyrirspurn til Fiskistofu um ákveðin kvótaviðskipti tiltekinn dag og þegar engin svör fengust þar um braskið, þá kærði ég þögn Fiskistofu til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

"Upplýsinganefndin"svaraði mér nokkru eftir að lögboðinn frestur var runnin út með þeim hætti að leynt ætti að fara hverjir stóðu í glórulausu braski með sameign þjóðarinnar en þeir sem kvittuðu undir úrskurðinn voru þau Valtýr Sigurðsson, Eiríkur Tómasson og Elín Hirst.  Þess ber að geta að formaður "Upplýsinganefndarinnar" var Eiríkur Tómasson sem gaf skömmu síðar út þá álitsgerð að stuðningur formanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks við innrásina í Írak hefði verið fyllilega lögmæt.  

Hver átti að gæta varðanna?


Öfugmæli forstjórans

Ég var rétt í þessu að horfa á mjög einkennilegan áróðursþátt LÍÚ á ÍNN-sjónvarpsstöðinni þar sem forstjóri Hafrannsóknastofnunar lýsti miklum árangri með ráðgjöf stofnunarinnar. Það var nánast ekki neitt við stjórn veiðanna sem hann var ekki ánægður með þrátt fyrir þá köldu staðreynd að þorskveiðar landans verða, ef farið er að ráðgjöf stofnunarinnar, einungis þriðjungurinn af því sem veiðin var áður en svokallað uppbyggingarstarf hófst.

Þrátt fyrir þessa staðreynd hélt forstjórinn því fram að hvergi hefði tekist að stýra fiskveiðum með sóknarstýringu, og virðist honum vera alls ókunnugt um ágætan árangur Færeyinga á því sviði og miklum mun betri stöðu færeyskra útgerða en skuldum vafða íslenska útgerð.

Forstjórinn var þó sérstaklega ánægður með árangurinn við stjórn uppsjávarveiða, loðnu og síldar, og taldi sérlega sátt ríkja  um þann árangur. Þess vegna heldur hann fram, þrátt fyrir að síðustu loðnuvertíðir hafi gefið lítið sem ekkert af sér - þrátt fyrir að farið hafi verið í einu og öllu eftir ráðgjöf Hafró. Forstjórinn virðist heldur ekki muna eftir að mikil vantrú sjómanna, og sérstaklega Eyjamanna, hafi verið á friðun Hafró á helsjúkri síld sem gekk svo langt að dauðvona síldin var friðuð inni í höfninni í Eyjum.

Forstjórinn batt miklar vonir við stofn sem klakinn var út fyrir ári þrátt fyrir að svipaðar væntingar hans hafi skilað hvorki einu né neinu, eins og Kristinn Pétursson hefur bent á. Sömuleiðis taldi forstjórinn það taka langan tíma að byggja upp fiskistofna þó að hver og einn fiskur geti átt milljónir afkvæma og það taki fiskinn ekki nema örfá ár að verða aftur kynþroska.

Aumingja forstjórinn hefur engin rök fyrir máli sínu, heldur engist í neti sjálfsblekkingar og dregur nytsama sakleysingja með sér í trollið þar sem LÍÚ tekur fagnandi á móti þeim.

Er ekki kominn tími til að rífa hausinn upp úr reiknilíkaninu sem aldrei hefur gefið neitt nema niðurskurð - en samt árangur?


Að ljúga getur haft sín eftirköst

Háskólastúdentar eru reiðir út í stjórnvöld fyrir það að  koma lítið sem ekkert á móts við skert kjör þeirra.  Óánægja stúdenta er að mörgu leyti mjög skiljanleg, þar sem menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir og í raun fjórflokkurinn allur, fór mikinn í gylliboðum fyrir sl. kosningar.  Fyrir kosningar boðaði fjórflokkurinn allur sem einn að ekki mætti skera af eina einustu krónu í menntakerfinu, frekar bæta í.

Námsmönnum fannst ljúft að heyra það - en hverjar urðu efndirnar?

Frjálslyndi flokkurinn benti margoft á að ef ekki ætti að fara illa fyrir rekstir þjóðarbúsins þá yrði að fara í mikla tekjuöflun, stórauka fiskveiðar og taka upp samninga um erlend lán.

 


mbl.is Fjölgar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herra Jón Bjarnason afsalar sér völdum

Herra Jón Bjarnason, búfræðikandídat frá Ási og fyrrum rektor Bændaskólans á Hólum, hefur ritað bréf út í heim til hennar stóru stofnunar Alþjóðahafrannsóknaráðsins og greint frá því að hann ætli að fara í einu og öllu eftir ráðgjöf Hafró og veiða einungis 20% af svokölluðum viðmiðunarstofni. Sjávarútvegsráðherra gerir greinilega ekki nokkurn skapaðan hlut með það að ráðgjöf Hafró hefur ekki gengið upp á umliðnum árum og getur í raun ekki gert það.

Búfræðikandídatinn leggur til hliðar menntun sína og leggur öll völd í hendurnar á reiknisfiskifræðingunum sem ætla enn og aftur að fjölga þorskum sem að sögn fræðinganna eru langt undir meðalþyngd og þar að auki styttri. Búfræðikandídatinn gerir í miðri kreppu heldur ekki neitt með að fiskveiðar ganga hvergi betur en einmitt þar sem ráðgjöf reiknisfiskifræðinganna í Alþjóðahafrannsóknaráðinu hefur verið algjörlega hundsuð, og þá á ég við í Barentshafinu og í Færeyjum.

Það er engu líkara en að ráðherrann geri sér ekki grein fyrir því að Alþjóðahafrannsóknaráðið er samráðsvettvangur reiknisfiskifræðinganna, m.a. Jóhanns Sigurjónssonar forstjóra, héðan og þaðan úr heiminum sem allir fara eftir sömu kenningunum sem hvergi hafa leitt til aukinna veiða - enda stangast þær á við viðtekna vistfræði.

- Hefur einhver heyrt þetta áður? En þetta er einmitt svona og nú er tímabært - fyrir löngu - að menn hreinsi merginn úr eyrunum og fari að hlusta!


Sjálfsgagnrýni og endurmat VG

Nú hefur skyndilega runnið upp ljós fyrir VG, og liðsmenn flokksins sjá skýrt að stefnan hefur verið kolröng. Ekki einasta hefur hún kúvenst í málefnum Icesave og Evrópusambandsins, heldur hefur æðsti yfirmaður menntamála í landinu ráðið Baldur Guðlaugsson, einn af guðfeðrum klúðursins, sem næstæðsta yfirmann menntamála í landinu og er vís með að sæma hann á næstu dögum stórriddarakrossi hinnar sérstöku bankaorðu fyrir hreinsi- og uppbyggingarstarf. Er hægt að misbjóða Íslendingnum meira? Svei. Og að auki má reikna með mærðargrein um hann á Smugunni á næstu dögum.

Ég held að VG ætti að gagnrýna sjálfsgagnrýni sína og endurmeta endurmatið, a.m.k. ef þeim þykist einhver alvara í að stefna landinu upp á við.

Áfram Ísland. 


Árlegur lundaheimsendir

Núna boðar Náttúrustofa Suðurlands enn og aftur veiðibann og mikla lundavá

Núna eins og áður, þá fylgir ráðleggingu Náttúrstofu Suðurlands um algert veiðibann á lunda ekki nokkur skýrsla.

Núna eins og áður, er fækkunin rakin til minna fæðuframboðs. Það var engu líkara en að ráðgjöfin gangi út á að svelta enn fleiri til bana.

Varðandi verndarviðmið IUCN sem greint frá í Fréttablaðinu um að stofn sé í vanda ef það fækkar í honum um 20%, þá eru þau mörk langt fyrir neðan eðlilegar náttúrulegar sveiflur í fjölmörgum fuglastofnum.

 


mbl.is Vilja banna lundaveiði í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband