Leita í fréttum mbl.is

Herra Jón Bjarnason afsalar sér völdum

Herra Jón Bjarnason, búfræðikandídat frá Ási og fyrrum rektor Bændaskólans á Hólum, hefur ritað bréf út í heim til hennar stóru stofnunar Alþjóðahafrannsóknaráðsins og greint frá því að hann ætli að fara í einu og öllu eftir ráðgjöf Hafró og veiða einungis 20% af svokölluðum viðmiðunarstofni. Sjávarútvegsráðherra gerir greinilega ekki nokkurn skapaðan hlut með það að ráðgjöf Hafró hefur ekki gengið upp á umliðnum árum og getur í raun ekki gert það.

Búfræðikandídatinn leggur til hliðar menntun sína og leggur öll völd í hendurnar á reiknisfiskifræðingunum sem ætla enn og aftur að fjölga þorskum sem að sögn fræðinganna eru langt undir meðalþyngd og þar að auki styttri. Búfræðikandídatinn gerir í miðri kreppu heldur ekki neitt með að fiskveiðar ganga hvergi betur en einmitt þar sem ráðgjöf reiknisfiskifræðinganna í Alþjóðahafrannsóknaráðinu hefur verið algjörlega hundsuð, og þá á ég við í Barentshafinu og í Færeyjum.

Það er engu líkara en að ráðherrann geri sér ekki grein fyrir því að Alþjóðahafrannsóknaráðið er samráðsvettvangur reiknisfiskifræðinganna, m.a. Jóhanns Sigurjónssonar forstjóra, héðan og þaðan úr heiminum sem allir fara eftir sömu kenningunum sem hvergi hafa leitt til aukinna veiða - enda stangast þær á við viðtekna vistfræði.

- Hefur einhver heyrt þetta áður? En þetta er einmitt svona og nú er tímabært - fyrir löngu - að menn hreinsi merginn úr eyrunum og fari að hlusta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sigurjón, þegar forstjóri Hafró tilkynnti um daginn ráðgjöfina fyrir næsta ár, þá lá í orðum hans að það væri búið að taka ákvörðun til næstu fjögurra ára um 20% aflareglu og því yrði ekki breytt. Jóhann hljómaði eins og ICES vísindamafían og hafró-útibú þeirra á Íslandi væri búið að taka völdin af ráðherranum og hann réði þessu bara ekkert lengur..... maður er farinn að halda að sumir séu bara með eyrnamerg í höfðinu. Allavega gef ég Jón Bjarna ekki nema nokkra daga til að afsanna að svo sér ekki í hans tilfelli.        

Atli Hermannsson., 11.6.2009 kl. 17:17

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Atli, já það er greinilegt að Vg er undir algeri stjórn reiknisfiskifræðinganna og gat ég mér til við lestur sjávarútvegsstefnu Vg, sem nafni þinn Gíslason er svo gríðarlega ánægður með að hann nánast tárast þegar hann fer orðum um hana, að stefnan sé samin af Einari Hjörleifssyni Guttormssonar.  

Ég hafði alltaf trú á búfræðingnum Jóni Bjarnasyni þar sem að það komst upp á fundi með útgerðarmönnum í Ólafsvík að hann skildi ekki sjávarútvegsstefnu Vg, enda er það engin furða.  Stefnan gengur m.a. út á það að ákveða fiskveiðiheimildir í blönduðum botnfiskveiðum út frá þeirri tegund sem lakast stendur hverju sinni.  Það getur þýtt að ef að ýsustofn er mjög lítill á að draga mjög mikið úr sókn í allar botnfisktegundir s.s. þorsk þó svo að sá þorskstofninn geti verið í uppsveiflu. 

Sigurjón Þórðarson, 11.6.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband