Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
8.6.2009 | 21:40
Steingrímur J. gaf fólki falskar vonir
Það var aumt að horfa upp á Steingrím J. í Kastljósinu sem gat engan veginn gefið skýringar á viðsnúningi sínum. Það lítur út sem hann hafi lyppast niður. Samningsstaðan er nákvæmlega sú sama núna og var fyrir kosningar og sömuleiðis áður en hann komst í ríkisstjórn og þess vegna er hann mjög ótrúverðugur. Helsti veikleiki Íslands í Icesave-stöðunni er að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks tryggði allar innistæður Íslendinga í fjársvikabönkunum og þess vegna er harla erfitt lagalega séð í ljósi EES-samnings að meðhöndla sparifjáreigendur útibúa sömu banka ólíkt eftir löndum.
Íslensk stjórnvöld hafa hegðað sér ákafalega óskynsamlega á umliðnum mánuðum. Í stað þess að útskýra gaumgæfilega fyrir umheiminum þá þröngu stöðu sem þjóðarbúið er í og að við getum aldrei staðið við skuldbindingar hafa íslensk stjórnvöld í og með látið eins og að ekkert hafi gerst, haldið áfram með tónlistarhúsið fyrir tugi milljarða og ekki lokað einu einasta sendiráði í útlöndum. Lánardrottnum Íslands er alls enginn hagur í því að Íslendingar skrifi undir samninga sem þeir geta alls ekki staðið við.
Flóttaleið Steingríms í málinu var helst að vísa til þess sem hann áður gagnrýndi harkalega og að öllum pappírum yrði vísað til þremenninganna í Skeifunni sem Alþingi réð til að yfirheyra sjálfa sig fyrir luktum dyrum þar sem valdir kaflar verða mögulega sendir til lögreglunnar. Ég er sannfærður um að það væri miklu nær að þær yfirheyrslur hefðu farið fram fyrir opnum tjöldum - með fullri virðingu fyrir þremenningunum og þeirra störfum - en það er nauðsynlegt til þess að sátt ríki í samfélaginu að fólk skynji að unnið sé að réttlæti.
Það lítur ekki vel út fyrir fólk sem stendur á Austurvelli með mótmælaspjöld að arkitektar hrunsins, s.s. Björgvin G. Sigurðsson, Tryggvi Þór Herbertsson og Jóhanna Sigurðardóttir, séu á fullum launum við að greiða úr málum.
8.6.2009 | 10:56
Nær Katrín sambandi við móður jörð?
Gamlir allaballar, Steingrímur J. og hinn virðulegi sendiherra, Svavar Gestsson, hafa verið iðnir við að skrifa upp á mörg hundruð milljarða skuldaviðurkenningar fyrir hönd þegna sinna eitthvað fram í framtíðina. Að sögn fyrrum formanns Alþýðubandalagsins Svavar Gestssonar þá er samningurinn innan þolmarka og gerður undir þeirri hræðilegu hótun að EES-samningurinn væri í uppnámi. Það er rétt að geta þess að félagarnir voru báðir á móti EES-samningnum á sínum tíma, svo að þeir hafa greinilega umpólast.
Reyndar er það svo að Steingrímur J. er nánast orðinn hálfgerður skoðanavillingur í sambúð sinni með Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann er skyndilega orðinn mikill Icesave-maður, Evrópusinni og auðsveipur þjónn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Einu jákvæðu fréttirnar úr herbúðum ríkisstjórnarinnar koma frá varaformanni Vg sem virðist leggja sig í líma við að ná tengslum við fólkið í landinu og hefur í því skyni tekið að sér kennslu í Háskóla unga fólksins.
Dægurlagatextar krufnir til mergjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.6.2009 | 00:14
Tvö kjaftshögg í dag
Íslendingar fengu tvö kjaftshögg í dag. Annað var frá útrásarvíkingunum okkar sem stjórnmálastéttin hossaði lengi vel en Icesave-reikningurinn sem sendur er skuldugum heimilum hljóðar upp á 8 milljónir fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu.
Hitt höggið var hið árlega kjaftshögg frá Hafró en þjóðin hefur verið löðrunguð árlega um nokkurra áratuga skeið með svörtum skýrslum. Fyrsta svarta skýrslan leit dagsins ljós árið 1974 þar sem boðskapurinn var að ef veitt yrði minna fengist 450 þúsund tonna jafnstöðuafli innan örfárra ára. Frá því upp úr 1950 og fram á áttunda áratug síðustu aldar var veiðum ekki stjórnað á Íslandsmiðum og var aflinn á þeim árum að meðaltali ríflega 440 þúsund tonn. Á þessu árabili sveiflaðist aflinn mjög eða úr 350 þúsund tonnum í 550 þúsund tonn. Markmiðið með boðaðri stjórnun var að komast hjá þessum gífurlegu sveiflum og fá rómaðan jafnstöðuafla.
Núna, liðlega þremur áratugum síðar, er boðskapurinn ennþá sá sami, þ.e. að ef minna er veitt af þorski muni fást meira úr hafinu síðar. Eini munurinn er sá að núna er aflinn um 160 þúsund tonn en árið 1974 var hann 375 þúsund tonn og markmiðið nú er nokkuð lágstemmdara, þ.e. í stað 450 þúsund tonna er það núna 300 þúsund tonna afli ef skorið er niður um 10 þúsund tonna afla.
Með vísindalegri ráðgjöf um enn einn niðurskurðinn fylgir að þorskurinn hefur nánast aldrei verið eins léttur og nú og er ofan í kaupið styttri en áður sem bendir eindregið til fæðuskorts. Það á sem sagt enn og aftur að reyna það sem áður hefur verið reynt, að vernda glorsoltinn þorsk.
Það er merkilegt að helstu fjölmiðlar landsins gleypa þessa steypu gagnrýnislaust og hleypa engri líffræðilegri gagnrýni að.
Hækkar um 37 milljarða árlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.6.2009 | 11:19
Sjómenn gerðir að glæpamönnum
Nú líður að sjómannadegi og þá er venjan að upphefja sjómenn svolítið, Rás 2 er með samkeppni í sjómannalögum og helstu ráðamenn stíga á stokk og tala um undirstöðu samfélagsins og mikilvægi sjómanna. Samt sem áður hafa þessir sömu menn látið hetjur hafsins búa við reglur sem glæpavæða stéttina, kvótakerfið hefur beinlínis hvatt til brottkasts og sjómenn eins og Níels Ársælsson sem hafa bent á það sem allir vita hafa hlotið þungan dóm.
Í vikunni rakst ég á ágætan kunningja minn, smábátasjómann, sem var á leiðinni fyrir dómara fyrir að hafa, að hans sögn, lagt tvo bala örlítið inn á friðuð svæði. Í þessari sömu viku las ég á ný frábæra bók eftir Ásgeir Jakobsson, Fiskleysisguðinn, sem kom út fyrir þó nokkrum árum þar sem hann fer rækilega í gegnum aðferðir og forsendur svokallaðrar fiskveiðiráðgjafar sem sjómaðurinn frá Skagaströnd braut gegn, þær hafa ekki gengið upp og geta ekki gengið upp. Staðreyndirnar tala sínu máli, þegar til stendur að veiða minna til að veiða meira seinna og markmiðið er 450.000 tonna jafnstöðuafli en árangurinn er þriðjungurinn af því sem lagt var upp er eitthvað ekki í lagi.
Ætli fiskni sjómaðurinn sem hefur verið drjúgur í gegnum tíðina við að afla þjóðinni gjaldeyris verði ekki að velta sömu spurningum fyrir sér og Sókrates forðum, hvort rétt sé að hlíta ranglátum dómi.
5.6.2009 | 00:42
Gylfi og Villi eru sætir saman
Það hefur oft komið upp í hugann hvort sameining ASÍ og SA sé á næsta leiti. Forystumenn samtakanna voru báðir jafn grunlausir gagnvart gríðarlegri skuldasöfnuninni og æpandi teiknum um að ekki væri allt með felldu í íslensku fjármálalífi. Þeir virðast einlægir fylgismenn vonlauss kvótakerfis sem markaði upphaf hrunsins, hefur komið í veg fyrir nýliðun í greininni og svipt fólk lífsbjörginni.
Núna í kvöld komu þeir sameinaðir sem aldrei fyrr, að vísu eilítið daprir í bragði yfir því að Seðlabankinn kæmi í veg fyrir að þeir næðu að endurnýja heit sín þann 1. júlí nk.
Ég var þeim sammála efnislega hvað varðar nauðsyn þess að lækka stýrivextina en óneitanlega var sérkennilegt að sjá þá leiðast svona einlæglega í Kastljósinu í kvöld. Það mátti sjá að þeim var sárt um að þurfa mögulega að skiljast á miðju sumri...
4.6.2009 | 14:23
Steingrímur J. endurfæðist við komu Dalai Lama
Koma Dalai Lama hefur haft ýmislegt jákvætt í för með sér þó að Kínverjarnir hafi fuðrað upp með miklum hvelli. Það er áberandi að fjármálaráðherra virðist núna fyrst vera að átta sig á umfangi vandans í íslensku efnahagslífi, núna þó nokkrum mánuðum eftir hrunið og sömuleiðis þó nokkrum vikum eftir kosningarnar.
Helsta hættan er að hann endurfæðist í líki Geirs Haarde og geri áfram ekki neitt.
Það er fjandanum merkilegra að menn skoði ekki einu sinni að auka veiðiheimildir. Í stað þess er miklu púðri varið í að skoða áhrif fyrningarleiðar í sjávarútvegi.
Nefnd skoðar áhrif fyrningarleiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 101
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007