Leita í fréttum mbl.is

Öfugmæli forstjórans

Ég var rétt í þessu að horfa á mjög einkennilegan áróðursþátt LÍÚ á ÍNN-sjónvarpsstöðinni þar sem forstjóri Hafrannsóknastofnunar lýsti miklum árangri með ráðgjöf stofnunarinnar. Það var nánast ekki neitt við stjórn veiðanna sem hann var ekki ánægður með þrátt fyrir þá köldu staðreynd að þorskveiðar landans verða, ef farið er að ráðgjöf stofnunarinnar, einungis þriðjungurinn af því sem veiðin var áður en svokallað uppbyggingarstarf hófst.

Þrátt fyrir þessa staðreynd hélt forstjórinn því fram að hvergi hefði tekist að stýra fiskveiðum með sóknarstýringu, og virðist honum vera alls ókunnugt um ágætan árangur Færeyinga á því sviði og miklum mun betri stöðu færeyskra útgerða en skuldum vafða íslenska útgerð.

Forstjórinn var þó sérstaklega ánægður með árangurinn við stjórn uppsjávarveiða, loðnu og síldar, og taldi sérlega sátt ríkja  um þann árangur. Þess vegna heldur hann fram, þrátt fyrir að síðustu loðnuvertíðir hafi gefið lítið sem ekkert af sér - þrátt fyrir að farið hafi verið í einu og öllu eftir ráðgjöf Hafró. Forstjórinn virðist heldur ekki muna eftir að mikil vantrú sjómanna, og sérstaklega Eyjamanna, hafi verið á friðun Hafró á helsjúkri síld sem gekk svo langt að dauðvona síldin var friðuð inni í höfninni í Eyjum.

Forstjórinn batt miklar vonir við stofn sem klakinn var út fyrir ári þrátt fyrir að svipaðar væntingar hans hafi skilað hvorki einu né neinu, eins og Kristinn Pétursson hefur bent á. Sömuleiðis taldi forstjórinn það taka langan tíma að byggja upp fiskistofna þó að hver og einn fiskur geti átt milljónir afkvæma og það taki fiskinn ekki nema örfá ár að verða aftur kynþroska.

Aumingja forstjórinn hefur engin rök fyrir máli sínu, heldur engist í neti sjálfsblekkingar og dregur nytsama sakleysingja með sér í trollið þar sem LÍÚ tekur fagnandi á móti þeim.

Er ekki kominn tími til að rífa hausinn upp úr reiknilíkaninu sem aldrei hefur gefið neitt nema niðurskurð - en samt árangur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Sæll Sigurjón.

Ætli verði ekki með þetta eins og "útrásina" blessaða hjá viðskiptameisturum okkar. Hafróspekingarnir dásama þessi ósköp fram til síðasta dags, allt þar til ekki fæst bein úr sjó! Gagnrýnendur kerfisins verða úthrópaðir sem öfundsjúkir lúserar og "Steingrímar" þar til allt hrynur !

Kristján H Theódórsson, 12.6.2009 kl. 22:18

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Kristján, þetta er góður punktur hjá þér. Fjölmiðlar halda öllum gagnrýnendum s.s. Kristinn P. og Jón Kristjánsson fyrir utan umræðuna í lengstu lög þar til endanlega verður búið að rústa greininni.

Sigurjón Þórðarson, 12.6.2009 kl. 23:50

3 Smámynd: Björn Emilsson

Það er löngu tímabært að láta þetta Hafró hyski taka pokann sinn og láta fylgja með eins og leggur sig allt Háskólapakkið.

Björn Emilsson, 13.6.2009 kl. 06:04

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég skrifaði "grein" um kvótamálin og þar koma m.a fram "vísindalegar rannsóknaraðferðir" HAFRÓ við mælingar á stofnstærð þorsks og fleiri tegunda við Ísland SJÁ HÉR   Allir sem hafa kynnt sér "rannsóknir" HAFR'O og eitthvað þekkja til fiskveiða vita að þarna er tóm þvæla á ferðinni og furðar mig á að þetta bull skuli enn vera í gangi og tekið ALVARLEGA.

Jóhann Elíasson, 13.6.2009 kl. 10:32

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jóhann, greinin er góð greining á hvernig kerfið hefur algerlega misheppnast og ekki þjónað neinu af upprunalegum markmiðum sínum.  Það er eins og þjóðin sé ekki búin að fatta það að önnur hver evra kemur úr sjávarútveginum og þess vegna ættu ráðamenn að beina miklum kröftum í þá átt, sérstaklega þegar verðmætum er augljóslega hent.

Eftir á að hyggja þá virðist sem LÍÚ og sé að þessu sinni nokkuð sátt við niðurskurðinn en það sem kemur til úthlutunar ef Hafró fær að ráða er um 143 þús tonn þ.e. þegar búið er að draga frá tonn útlendinga hér á miðunum.  Ástæðan er sú að því virðist að ef ekki er um aukningu á heimildum að ræða þá verða allar breytingar á kerfinu erfiðari fyrir stjórnvöld. 

 Þjóðarhagsmunir virðast því miður ekki skipta neinu máli.

Björn Emilsson, ég er sammála þér að það er löngu tímabært að það er orðið tímabært að fá ný sjónarmið að fiskveiðistjórnuninni en tjónið er orðið nóg nú þegar af því að framkvæma eitthvað sem gengur í berhögg við viðtekna vistfræði.

Sigurjón Þórðarson, 13.6.2009 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband