Leita í fréttum mbl.is

Jóhanna Sigurðardóttir gerir upp við Ingibjörgu Sólrúnu á Austurvelli

Jóhanna Sigurðardóttir, núverandi forsætisráðherra, notaði tækifærið á Austurvelli í morgun til að troða Icesave-samningnum ofan í kokið á íslensku þjóðinni. Þjóðin stendur eftir engu nær um hvers vegna í ósköpunum hún eigi að taka á sig þessar skuldbindingar. Í þessum ítroðningi er hótun um einangrun sem þjóðin skilur heldur ekki að þurfi að koma til.

Í ræðunni gerir hún að einhverju leyti upp við Ingibjörgu Sólrúnu og Björgvin Sigurðsson, samráðherra sína í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, og sakar þau um mikið andvaraleysi þegar óveðursskýin hrönnuðust upp.

Við sjáum fram á upptöku húsa okkar, bíla og starfa eftir 7-15 ár ef við skrifum undir samninginn, og í beinu framhaldi eignanám heita vatnsins, kalda vatnsins og annarra náttúruauðlinda. Setjum tappann í, strax! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Már Marinósson

Svo veit enginn hvert eignasafn gamla Landsbankans er mikið nema AGS  sennilega er  AGS búinn að taka þær eigur sem tryggingu fyrir láninu sem þvingað var uppá okkur.

Gísli Már Marinósson, 17.6.2009 kl. 21:09

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Egill, maður veit eiginlega ekki hverju maður á von næst, liðið sem kom öllu í þrot, er sumt hvert enn á launum hjá ríkinu og hefur orðið uppvíst að því að halda áfram að sökka almenning.  Eina sem gerist er að það sendir af og til fulltrúa sína í kastljósið til þess að halda uppi málsvörnum þegar umræðan er orðin óþægileg.

Gísli Már,  ég tek undir með þér að ekki líst manni á þetta að Vg, S og Sjálfstæðisflokkurinn að sögn Jóhönnu Sigurðard. ætli að fara að skrifa upp á "samning"  upp á mörg hundruð milljarða skuldbindingar sem leynd er um.

Sigurjón Þórðarson, 17.6.2009 kl. 21:36

3 identicon

Hvað ég skil manninn líka vel og lái honum ekki neitt.  Það sést bara hvað fólk er orðið brotið af okri og ráni.  Ólögum og mannréttindabrotum.  Hann braut ólög en fólk skilur hann:
http://goggi.blog.is/blog/goggi/entry/898581/

http://www.heimilin.is/varnarthing/component/content/article/53-umsagnir/385-islenska-traelnum-blaeeir-ut 

Og segi eins og Egill Þór að ofan:". . . megi hann lifa lengi !! Kannski getum við öll flutt úr Okurlandi?  Glæponarnir og yfirvöld geta borgað ofur-skattana og ofur-skuldirnar og skuldir glæpa-bankanna. 

EE elle (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 22:37

4 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Jóhanna ætti að skammast sín. Hún var sjálf ráðherra í ríkisstjórn sem svaf á verðinum. Loksins þegar "hennar tími" kom beitir hún sér fyrir því að við afsölum okkur sjálfstæðinu. Hræðsluáróðurinn um einangrun er bara tóm þvæla. Ef við samþykkjum Icesave samninginn getum við eins pakkað saman. Svo leyfir þessi forsætisráðherra sér að tala um nýja sjálfstæðisbaráttu. Baráttu, sem virðist fólgin í því að verða ánauðugir þrælar annara um ókomna tíð. Ég lýsi algjöru frari á þessa kerlingu, meðreiðarsveininn Steingrím og allt þeirra hyski.

Sigurður Sveinsson, 18.6.2009 kl. 06:58

5 identicon

Tek undir með þér, þetta hræðir mann alveg til helvítis að svokallaðir stjórnendur þjóðarinnar geti yfirleitt hugsað sér að skrifa undir.

Mér væri svo slétt sama þó að engin vildi tala við okkur um fjármuni næstu árin enda var það fjármálaveldið sem kom sér í þessa klípu, og þeir verða bara leysa þá klípu sjálfir en ekki blanda hinum almenna borgara í það. Ef það er svo að þjóðir hóti því að skipta við okkur í framtíðnni þ.e ESB þjóðir  þá sína þær bara sitt rétta innræti og farið hefur fé betra, við getum verið án þeirra.  Ef það er eitthvað sem við og almenningur í örðum löndum verður að læra er að við verðum að bera ábyrgð á okkar fjármunum sjálf og teysta ekki  í blindni misvitrum fjármálakóngum fyrir fé sínu.

Ég hljóma örugglega öfgafull, en ef fólk út í heimi skilur ekki okkar íslenska almenning þá er því ekki viðbjargandi svei mér þá.

(IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 11:26

6 Smámynd: DanTh

Sigurjón, það þarf ekkert að bæta við þetta hjá þér, þetta er svo akkúrat rétt mat hjá þér.

Sigurlaug, þú mátt hugsa svona, þetta er ekkert öfgafullt.  Við eigum ekki að una því að verða sett í skuldafjötra vegna glæpaverka Björgólfsfeðga. 

Nú það er stöðugt talað um "vini" okkar á norðurlöndunum.  Ég minni á að Noregur, Svíar, Finnar og Danir voru í þeim 27 ríkja hópi sem snérust gegn okkur í IceSave málinu.  Hvað varðaði þessi lönd um þann gjörning yfirleitt, hvað hafði hann skaðað þau?  Þetta eiga að heita sérstakar vinaþjóðir okkar.  En þarna kom klárlega í ljós að ríki velja sér vini eftir styrk þeirra en ekki ímyndaðri frændsemi.

Ég tel við eigum að hafna því að taka á okkur þessar byrðar, förum með þetta mál fyrir alþjóðlega dómsstóla.  Köllum einnig eftir hjálp alþjóða samfélagsins við að endurheimta það fjármagn sem útrásarvíkingarnir rændu hér fyrir framan nefið á stjórnvöldum.

DanTh, 18.6.2009 kl. 14:22

7 Smámynd: Vilhjálmur Sveinn Björnsson

Ég trúi því ekki að við hefðum ekki getað náð betri samningum og ég skil ekki hvernig hægt sé að fullyrða svona að við hefðum ekki getað fengið betri útkomu ef við hefðum reynt aðrar leiðir t.d dómsstóla leiðina.

Vilhjálmur Sveinn Björnsson, 18.6.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband