Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2008

Sögufölsun á Austurvelli

Núverandi forsćtisráđherra ber höfuđábyrgđ á ţeirri óvissu sem ríkir í efnahagsmálum ţjóđarinnar. Hann reynir nú hvađ eftir annađ ađ róta og klóra yfir ábyrgđ sína en hann hefur veriđ samfellt í ríkisstjórn um langan tíma og gegnt ţá lykilhlutverkum sem fjármálaráđherra og síđan sem forsćtisráđherra.

Í stađ ţess ađ játa augljós mistök viđ stjórn efnahagsmála er reynt ađ láta líta út fyrir ađ ţađ séu ytri áföll og alheimsvandi sem valda óáran. Ţađ er ekki rétt, danskir vinir okkar, Danir sem eru nú ađ leysa bráđavanda ríkisstjórnarinnar hér úti á Skaga, höfđu margoft varađ Íslendinga viđ veikleikunum í íslensku efnahagslífi, ţ.e. aukinni skuldasöfnun og veikleikum í fjármálakerfi. Geir Haarde svarađi ţessu međ sínum ţjóđţekkta hćtti, ţ.e. ađ gera ekki neitt og afneita stađreyndum.

Geir Haarde vitnar í rćđu sinni til ţess ađ Íslendingar hafi áđur séđ ţađ svartara, s.s. á aflabrestsárinu 1969. Stađreyndin er sú ađ 1969 veiddust liđlega 400.000 tonn af ţorski á Íslandsmiđum sem er ţrefalt meira magn en ćtlađ er ađ veiđa nú í ár. Ţetta er árangurinn af kvótakerfi og uppbyggingarstarfi Sjálfstćđisflokksins síđustu 20 árin. Einhver vćri farinn ađ spyrja sig hvort ekki vćri eitthvađ bogiđ viđ ţessi svokölluđu uppbyggingarfrćđi, en ţađ gerir Geir Haarde ekki. Hann er tilbúinn ađ halda vitleysunni áfram og brjóta mannréttindi á sjómönnum - međ dyggri ađstođ Samfylkingarinnar.

Núverandi leiđtogar eru orđnir feysknir. Ţađ er kominn tími á nýja stjórnendur sem eru tilbúnir ađ skođa nýjar leiđir, ferska vinda viđ stjórn landsins.


mbl.is Forsćtisráđherra bjartsýnn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Setur Samfylkingin bráđabirgđalög á ísbjörninn?

Samfylkingin er vön ađ bregđast skjótt viđ málum sem henni finnast brýn, s.s. ţegar bráđabirgđalög voru sett á raflagnir á Keflavíkurflugvelli í fyrrasumar. Ađ vísu er hún lítiđ ađ flýta sér í málum sem flokknum ţykja ónauđsynleg, eins og ađ bćta mannréttindabrot á sjómönnum.

Úti á Skaga er stórt mál, ísbjörn kominn á land öđru sinni í mánuđinum og er lagstur í ćđarvarpiđ. Ţađ er öldungis ljóst ađ bóndinn á Hrauni vćri í fullum lagalegum rétti til ađ fara út í ćđarvarpiđ sitt og verja ţađ međ ţví ađ fella dýriđ, skv. 16. gr. villidýralaganna. Ţađ eina sem bóndinn ţarf ađ gera er ađ taka upp símann og hringja án tafar í umhverfisráđherra eftir ađ hafa fellt dýriđ.

Réttur bóndans er mikill í ţessu máli, ćđarbóndi viđ Breiđafjörđinn var sýknađur af ţví ađ spilla arnarvarpi í Breiđafirđi, ţrátt fyrir ađ hafa viđurkennt verknađinn, á grundvelli neyđarvarnarsjónarmiđa, ţ.e. bóndinn hafđi rétt til ađ verja varpiđ sitt ţótt ţađ kostađi líf fágćtara dýrs en ísbjarnarins sem ţar ađ auki er ekki ađskotadýr í náttúru Íslands.

Ţađ kćmi mér ekki á óvart ţótt ráđherra jafnađarmanna beitti bráđabirgđalögum til ađ koma í veg fyrir mögulegar ađgerđir bóndans, sér í lagi ţegar milljarđamćringur lćtur sér nú annt um rándýriđ.


mbl.is Erfiđ ađgerđ framundan ađ Hrauni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Formađur Norđurlandaráđs gagnrýnir forsćtisráđherra harkalega

Árni Páll Árnason deilir mjög hart á forsćtisráđherra í grein í Morgunblađinu í dag. Ekki eru ţađ mannréttindabrotin á sjómönnum sem valda ţingmanninum hugarangri, enda eru stjórnarflokkarnir samstiga í ţeim efnum ađ halda ţeim áfram, heldur ţađ hvernig Sjálfstćđisflokkurinn hefur haldiđ á efnahagsmálunum undanfarin ár.

Tónninn í greininni er eins og hjá manni sem nýbúinn er ađ kaupa bíl af forsćtisráđherra sem honum var sagt ađ vćri í lagi en fljótlega eftir ađ hann settist undir stýri kom í ljós ađ hann vćri vart í ökuhćfu ástandi. Svona lýsir Árni Páll ábyrgđar- og fyrirhyggjuleysinu. Eina leiđin til úrlausnar er ađ fara međ bílskrjóđinn til Brussel til viđgerđa.

Ţetta er áhyggjuefni, ađ ţeir flokkar sem sjá um ađ stýra landinu virđast eyđa megninu af kröftum sínum í púđurskot hvor á annan. Á međan virđist ađ-gera-ekki-neitt-stefnan blómstra. Samfylkingin reynir ađ ţvo hendur sínar af stöđu mála og kannast heldur ekki viđ ađ hafa ţaniđ út ríksútgjöld yfirstandandi árs og ţar međ kynt undir verđbólgunni.

Međ ţessu áframhaldi spái ég ađ ríkisstjórnin veslist upp á skömmum tíma.


Heilrćđi til Karls Valgarđs Matthíassonar

Fyrir síđustu kosningar kom Karl V. Matthíasson verulega á óvart og sá og sigrađi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norđvesturkjördćmi. Ţađ sem hann gerđi öđruvísi en ađrir frambjóđendur var ađ hann lét sig óréttlćtiđ og óstjórnina í sjávarútvegi miklu varđa. Í ađdraganda alţingiskosninganna hélt hann áfram ađ setja ţessi mál á oddinn ţannig ađ fólkiđ í kjördćminu sem treystir svo mjög á sjávarútveg trúđi Karli og treysti fyrir atkvćđi sínu.

Formađur Samfylkingarinnar fór ekki dult međ ađ óvćntur sigur Karls V. Matthíassonar vćri henni ekki ađ skapi. Hafđi Ingibjörg á orđi ţegar úrslit prófkjörsins lágu ljós fyrir ađ hlutur kvenna vćri rýr. Vćntanlega hefur fleira valdiđ ţví ađ Karl var ekki í náđinni en ađ hann vćri af röngu kyni, ekki síst áherslurnar í sjávarútvegsmálum en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var ţá nýlega gengin LÍÚ á hönd.

Eftir myndun ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks var tekin upp stefna Sjálfstćđisflokksins í sjávarútvegsmálum međ tilheyrandi óréttlćti og mannréttindabrotum. Henni hefur veriđ haldiđ óhikađ áfram ţrátt fyrir ađ fyrir liggi álit mannréttindanefndar Sameinuđu ţjóđanna um ađ breyta beri stefnunni.

Ţessi stefna óréttlćtis hefur valdiđ Karli Matthíassyni ómćldum erfiđleikum ţar sem hann lofađi fólkinu sem kaus hann öđru. Hann hefur hvađ eftir annađ veriđ eins og illa gerđur hlutur í umrćđunni enda stađinn ađ ţví ađ plata kjósendur sína. Fyrir örfáum dögum sagđist Karl vera glađur yfir hrokafullu og siđblindu svari ríkisstjórnarinnar til mannréttindanefndar Sameinuđu ţjóđanna. Í nýlegu útvarpsviđtali á Útvarpi Sögu virtist sem gleđivíman yfir áframhaldandi mannréttindabrotum vćri runnin af Karli og hann vćri smám saman ađ átta sig á ađ hann vćri orđinn samsekur í alvarlegri brotastarfsemi gagnvart sjómönnum sem hafa lagt á sig áralanga baráttu fyrir réttlćtinu.

Ég tel tímabćrt ađ Karl íhugi stöđu sína enda getur hann gengiđ ađ ţví sem vísu ađ pólitískir andstćđingar munu velta honum upp úr tvöfeldninni, ţ.e. ađ hann láti kjósa sig til réttlátra breytinga en sé síđan í nauđvörn til ađ viđhalda óréttlćtinu og mannréttindabrotum. 

Ekki tel ég ađ Karl geti vćnst mikils stuđnings frá formanni Samfylkingarinnar ţegar fram í sćkir. Hún mun ekki endurgjalda honum stuđning ţó svo ađ hann styđji hana í ţeim skítverkum ađ framfylgja stefnu hennar og Sjálfstćđisflokksins.

Ţađ eina í stöđunni fyrir Karl er ađ verđa afturbata og lýsa yfir harđri andstöđu viđ siđblint svar ríkisstjórnarinnar og beita sér af hörku fyrir umbótum en ţađ ćtti ekki ađ vera snúnara fyrir Samfylkinguna ađ lýsa yfir andstöđu viđ áframhaldandi mannréttindabrot á sjómönnum en ađ lýsa andúđ á drápi á fáeinum hrefnum.

Ef Karl V. Matthíasson fer ekki ţessa leiđ nú tímabundiđ gegn straumnum mun róđurinn verđa ţungur ţegar fram í sćkir og ţá ekki einungis hvađ varđar pólitískan feril heldur enn frekar viđ samviskuna. 


Yfir 90% Samfylkingarinnar hafna sjávarútvegsstefnu Ingibjargar Sólrúnar og LÍÚ

Ţađ er af og frá ađ mikil sátt ríki um ţá stefnu innan Samfylkingarinnar ađ hunsa álit mannréttindanefndar Sameinuđu ţjóđanna og halda áfram ađ brjóta mannréttindi á sjómönnum eins og ekkert sé. Ţađ gildir ţá einu hvort Karl V. Matthíasson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi blessađ siđblint hrokasvar ríkisstjórnarinnar til mannréttindanefndar Sameinuđu ţjóđanna svo ég noti ţau orđ sem prófessor Ţorvaldur Gylfason gaf ţessum skrifum.

Skođanakönnun á vef Samfylkingarinnar sem búast má viđ ađ einkum sćki flokksmenn gefur til kynna ađ ţađ sé veruleg óánćgja međ áframhaldandi mannréttindabrot stjórnvalda međ fullum stuđningi "jafnađarmanna".

Ţađ mćtti segja mér ađ frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráđherra hafi litlar áhyggjur af ţessu máli enda hefur hún stćrri mál á sinni könnu s.s. ađ friđa Afganistan.

 

Sjávarútvegsráđherra hefur svarađ mannréttindanefnd SŢ. Ertu ánćgđur međ niđurstöđuna?


Já. Viđ höfum byggt upp ţetta kerfi á löngum tíma og getum ekki fariđ ađ rústa ţví af ţví einhver nefnd úti í heimi gerir athugasemdir. Skođum ţetta svo í rólegheitunum: 0%Bćđi -- og. Máliđ er ekki lengur brýnt og lengra varđ ekki komist ađ sinni. Breytingar gćtu orđiđ eftir störf nefndarinnar sem á ađ sjá um endurskođun kerfisins: 6%Nei. Mannréttindi eru brotin og ţá er ekkert svar ađ tala um vinnuhóp í langtímaverkefni. Vona ađ eitthvađ komi út úr ţví starfi en ţá verđur líka ađ fylgja ţví almennilega eftir pólitískt 


Vill Helgi Hjörvar afnema bćtur til blindra ef margir blindast?

Helgi Hjörvar, ţingmađur Samfylkingarinnar, hefur gagnrýnt fyrri ríkisstjórnir fyrir takmarkađan skilning á mannréttindahugtakinu, ţá sérstaklega í tengslum viđ skerđingu bóta öryrkja. Núna sér Helgi Hjörvar ekkert rangt viđ og samţykkir međ ţögninni ađ ríkisstjórn sem hann styđur heils hugar ćtli ađ hunsa skýr fyrirmćli mannréttindanefndar Sameinuđu ţjóđanna um ađ greiđa sjómönnum bćtur fyrir ţann órétt sem stjórnvöld hafa beitt ţá.

Ţađ er gert međ ţeim skýringum ađ svo margir hafi orđiđ fyrir miklum órétti ađ ţađ vćri dýrt ađ ćtla ađ bćta ţeim ţađ öllum, ţess vegna sé réttast ađ láta óréttlćtiđ vera óbćtt og láta ţađ áfram viđgangast.

Hvernig ćtli Helga Hjörvar litist á ađ hćtta ađ greiđa blindum bćtur á ţeim forsendum ađ ţeir vćru alltof margir?


Samkynhneigđir og sjómenn

Samfylkingin hefur reynt ađ setja sig á stall sem merkisberi mannréttinda og hefur m.a. beitt sér fyrir mannréttindum samkynhneigđra og auknum atvinnuréttindum útlendinga. Ţađ er eflaust ýmislegt jákvćtt viđ ţessa stefnu flokksins og ţess vegna kemur verulega á óvart hversu einbeitt Samfylkingin er í ađ halda áfram ađ brjóta mannréttindi á sjómönnum.

Hvađ rćđur för menntaelítunnar í ţessu er ekki hćgt ađ fullyrđa um, en líkleg skýring er fordómar gagnvart vinnandi fólki.


Réttarríkiđ og milljarđamćringarnir

Hver samfylkingarmađurinn á fćtur öđrum hefur nú gengiđ fram fyrir skjöldu og heimtađ rannsókn á rannsókn Baugsmálsins. Sá sem hefur leitt baráttuna er ţingflokksformađur „jafnađarmanna“, Lúđvík Bergvinsson, en hann heimtar rannsóknina í ţágu: almannahagsmuna, trúverđugleika réttarríkisins og síđast en ekki síst ţess ađ verja lítilmagnann gagnvart misbeitingu ríkisvaldsins.

Ţessar áhyggjur Samfylkingarinnar nú af stöđu lítilmagnans í réttarríkinu Íslandi gagnvart ríkisvaldinu međ ţví ađ máta mál milljarđamćringanna í Baugi inn í ţá stöđu er afkáralegt. Baugsmenn hafa átt greiđan ađgang ađ fjölmiđlum og ţeim hefur heldur ekki orđiđ skotaskuld úr ţví ađ greiđa fyrir fima lagavörn og bestu sérfrćđiađstođ erlendis frá.

Íslenskur almenningur hlýtur ađ setja spurningarmerki viđ ađ á sama tíma og ţessi hávađasama mannréttindabarátta Samfylkingarinnar er háđ fyrir hönd milljarđamćringanna skuli varaformađur sjávarútvegsnefndar Alţingis, Karl Matthíasson, lýsa yfir sérstakri gleđi međ svar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks ţar sem fram kemur ađ ţađ eigi ekki ađ fara ađ áliti mannréttindanefndar Sameinuđu ţjóđanna og ađ ţađ eigi ađ halda áfram ađ brjóta mannréttindi á sjómönnum. 

Ţađ er greinilegt ađ forystu Samfylkingarinnar ţykir ađ ţeir međ ţykkari veskin eigi ađ vera jafnari fyrir lögunum en ađrir.    


Samfylkingin blessar áframhaldandi mannréttindabrot

Ţađ er óneitanlega kaldhćđnislegt ađ vita til ţess ađ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og séra Karl Matthíasson varaformađur sjávarútvegsnefndar Alţingis, hafi lagt blessun sína yfir ţá hundalógík sem sjávarútvegsráđherra ber á borđ sem svar ríkisins til Mannréttindanefndar Sameinuđu ţjóđanna. 

Svar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks hefst á alllöngum málflutningi ţar sem fariđ er enn á ný yfir sjónarmiđ stjórnvalda í málinu en ţau höfđu öll komiđ fram áđur í međförum málsins og fengiđ falleinkunn hjá Mannréttindanefndinni.  Álitiđ fól í sér ađ íslenskir sjómenn hafi veriđ beittir ósanngjörnum leikreglum og ţađ ćtti ađ veita sjómönnunum sem sannarlega var brotiđ á fullnćgjandi skađabćtur.

Í lok svarsins er ţess getiđ ađ ekki sé nákvćmlega gert grein fyrir ţví hversu langt eigi ađ ganga til ađ breyta kerfinu í átt til sanngirnis og hversu háar skađabćtur ćtti ađ greiđa sjómönnunum.  Niđurstađa ríkisstjórnarinnar er ţví sú ađ fyrst ađ ţađ sé ekki tíundađ nákvćmlega ţá sé ţađ réttast sanngjarnast ađ gera nákvćmlega ekki neitt.

  Niđurstađan er ţví hrein og tćr hundalógík.

 


mbl.is Svar sent til mannréttindanefndar SŢ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Óábyrg ráđgjöf í fiskveiđistjórnun og reynslan úr Barentshafi

Jóhann Sigurjónsson situr í stjórn Alţjóđa hafrannsóknaráđsins (ICES) sem hefur sannarlega veitt ranga veiđiráđgjöf í Barentshafinu.

Í Barentshafi hefur veriđ sýnt fram á ađ ţorskstofninum ţar hefur ekki orđiđ meint af ţví ađ veitt vćri iđulega umtalsvert meira en ráđiđ taldi ráđlegt. Nokkur dćmi eru um margfalda umframveiđi. 

Íslenskir fiskifrćđingar sem hafa séđ um niđurskurđartillögur undanfarna áratugi hafa jafnframt lýst skođun sinni á veiđum í Barentshafinu. Ţeir hafa nánast sagt ađ Barentshafsţorskurinn vćri dćmdur til dauđa ef ekki yrđi dregiđ úr veiđum. Ţessa dóma hafa síđan fjölmiđlar bergmálađ gagnrýnislaust s.s. leiđaraskrif Morgunblađsins bera međ sér.

Ţessi meinta ofveiđi hefur ekki komiđ ađ sök eins og kom fram í samantekt Magnúsar Ţórs Hafsteinssonar varaformanns Frjálslynda flokksins á landsráđsţingi Frjálsynda flokksins sem haldiđ var á Laugavatni í gćr.  Ţessar fréttir af rangri veiđiráđgjöf eru ekki nýjar fyrir okkur í Frjálslynda flokknum. En ţađ er engu líkara en ađ íslenskir fjölmiđlar hafi ekki kraft og dug til ţess ađ fylgja ţessu máli eftir ef frá er talinn góđur sprettur sem fréttastofa Stöđvar 2 tók fyrir um ári síđan.

Ţađ er algerlega óábyrgt ađ fylgja ráđum í blindni varđandi nýtingu. Einnig er ţađ óábyrgt ađ hunsa tillögur Guđjóns Arnars Kristjánssonar formanns Frjálslynda flokksins sem hann lagđi fram í tímamótarćđu sinni á Landsráđsţingi flokksins í gćr.

En ţađ er svo sem ekkert nýtt ađ íslensk fiskveiđistjórnun sé óábyrg. Árangursleysi hennar er einmitt órćk sönnun ţess.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband