Leita í fréttum mbl.is

Ísbirnir bitbein í fylkingadrætti

Ráðherrar Samfylkingarinnar reyndu að gera sér mat og jafnvel fjölmiðlaveislu úr ólánsama ísbirnunum sem endaði lífdaga sína hér í Skagafirði af völdum byssukúlna stjórnvalda í gær, á þjóðhátíðardaginn. Fyrst var það Björgvin ráðherra sem tilkynnti þjóðinni ábúðarfullur að hann ætlaði að gera allt sem í hans valdi stæði til að bjarga skepnunni og var m.a.s. búinn að redda sponsor.

Þegar Þórunn sá að Björgvin væri að slá sér upp á ísbirninum var hún fljót að breyta ferðaplönum sínum og mæta á svæðið. Þetta var allt mikið drama og fjölmiðlafár og er jafnvel uppi orðrómur hér í Skagafirði um að fárið hafi valdið því að ekki tókst betur til með björgunina en raun bar vitni.

Í eftirleik atburðanna blandast síðan þriðji ráðherra Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, sem segist vita nánast allt um ísbirni og hafa ætlað sér að skrifa bók um skepnuna en hafi ekki komið í verk vegna anna. Það er athyglisvert að iðnaðarráðherra gerði sér far um að hæla sérstaklega þætti Björgvins hins sunnlenska og vega síðan að æðsta embættismanni Þórunnar Sveinbjarnardóttur sem var fulltrúi hennar á staðnum.

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því hvers vegna Össur gerir sér far um að gagnrýna störf Þórunnar, en hann hafði áður látið í ljós að hann teldi að betur hefði mátt standa að málum þegar fyrri björninn var drepinn. Þórunn er gömul kvennalistakona en Björgvin gamall vopnabróðir úr Alþýðuflokknum. Svo má auðvitað vera að þeir standi saman, iðnaðarráðherra og maðurinn sem tók skóflustungu að nýju álveri, að því að veikja stöðu umhverfisráðherra sem mest þeir mega til þess að hún geti ekki sett fótinn fyrir stóriðjustefnu þeirra félaganna.


mbl.is Ísbjarna leitað úr lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú ekki mikið að marka þessa ,,stjórnmálaskýringu" ef hún er öll í anda þeirrar kenningar að Björgivn sé ,,gamall vopnabróðir" Össurar úr Alþýðuflokknum!

Flosi Eiríksson (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég þakka vel fyrir þessa leiðréttingu Flosi en þeir Björgvin og Össur voru báðir í Alþýðubandalaginu og Björgvin G. studdi félaga sinn Össur dyggilega í formannsslag sem hann háði við gamla kvennalistakonu, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur en það dugði víst ekki til.

Sigurjón Þórðarson, 18.6.2008 kl. 23:25

3 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Nú er ég svo sem ekki mikill innanbúðarmaður í Samfylkingunni en man þó að Björgvin var mikill stuðningsmaður Össurar þegar Össur var að berjast fyrir lífi sínu sem formaður Samfylkingarinnar. Það fór ekkert leynt.

Er það mikil dirfska að ætla að Þórunn tilheyri fylkingu Ingibjargar Sólrúnar, og hér hafi tveir armar innanflokksátaka í Samfylkingunni mæst yfir ísbjarnarmóður á góðum aldri? Og er það enn meiri dirfska að velta því fyrir sér hvort Össur hefði ekki frekar viljað vera umhverfisráðherra?

Það má margt segja um Össur karlinn en enginn ætti þó að efast um að hann hefði verði mjög hæfur til að gegna því embætti, að minnsta kosti með menntun og reynslu til þess.

Og vit á ísbjörnum og lifandi dýrum yfir höfuð - reynsla síðustu daga sýnir svo ekki er um að villast að það er mikilvægur eiginleiki fyrir umhverfisráðherra á Íslandi.

Og Þórunn Sveinbjarnardóttir er kolfallin á prófinu.

Magnús Þór Hafsteinsson, 18.6.2008 kl. 23:25

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er sprenghlægilegt að sjá tvo fallkandidata úr Frjálslynda flokknum vera að greina ástand annarsstaðar.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.6.2008 kl. 07:41

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Verði þér að góðu Jón Ingi og sömuleiðis með áframhaldandi mannréttindabrot á sjómönnum sem Samfylkingin styður af heilum hug.

Sigurjón Þórðarson, 19.6.2008 kl. 08:55

6 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Við Sigurjón erum nú engir fallkandídatar. Erum ungir menn á besta aldri og bara rétt að byrja í pólitík.

Magnús Þór Hafsteinsson, 19.6.2008 kl. 09:57

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gott...enda sé ég að þið vinnið grimmt að því að ná almennri hilli og viðurkenningu

Jón Ingi Cæsarsson, 19.6.2008 kl. 13:26

8 Smámynd: 365

Það er rétt Jón Ingi, þeir eru báðir búnir að skjóta sig í fótinn, hvað þá báða, með raupi og sleggjudómum, eigum við eitthvað að ræða það nánar?

365, 19.6.2008 kl. 16:32

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

365 er ekki um að gera fyrir ábyrga samfylkingarmenn sem eru þaulæfðir í samræðustjornmálum Ingibjargar Sólrúnar að ræða málin og þá helst að færa einhver rök með sér í umræðuna?

Það hefur mjög skort á það sérstaklega þegar komið er að því hvers vegna þingmenn flokksins vilja halda áfram að brjóta mannréttindi á sjómönnum.

Sigurjón Þórðarson, 19.6.2008 kl. 17:12

10 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Við Frjálslynd skutlum Magnúsi og Sigurjóni inn á þing í næstu kosningum, til viðbótar við þá sem fyrir eru, enginn vafi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.6.2008 kl. 23:54

11 identicon

Stórefast um það Guðrún María. Þeir tveir hafa engar lausnir og eiga ekkert erindi á þing. Það væri hægt að nota þá í dömubindaauglýsingu enda virðast þeir vera á stanslausum túr.

Þjóðin fékk nóg af Magnúsi í Akranesmálinu og síðan hefur hann orðið að trúðinum á torginu með skrifum sínum um ísbirnina tvo.

Kjartan (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband