Leita í fréttum mbl.is

Blaðamaður Fishing News mætti

Fundurinn í gær tókst ágætlega. Þar mætti m.a. blaðamaður Fishing News og var á honum að heyra að honum þætti af þeim gögnum og rökum sem voru kynnt til sögunnar ráðlegt að veiða meira, þ.e. að ráðgjöf Hafró sé snarvitlaus. Honum þóttu rök okkar Jóns Kristjánssonar ganga upp.

Væntanlega verður umfjöllun um málið í breska blaðinu. Enn bólar ekkert á því að íslenskir blaðamenn og hagsmunaaðilar fari yfir málið. Eina svarið sem menn sjá við skorti á gjaldeyri er að taka lán, byggja álver eða reisa olíuhreinsistöð! Á sama tíma hafa menn ekki kjark til að skoða hvort ekki sé skynsamlegt að veiða meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Nú, þá sljákkar e.t.v. eitthvað í þeim bresku, sem mér skilst að fái glýju í augun og halda ekki vatni yfir íslenska fiskveiðistjórnkerfinu. Vel er orðið ef þeir í útlandinu fá að heyra og sjá the dark side of 'the best fisheries management system in the world'

Gott mál 

Aðalheiður Ámundadóttir, 25.6.2008 kl. 18:41

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er nú ekki alveg mín upplifun að Bretar líti til íslenska kerfisins sem einhvers fyrirmyndarkerfis.

Í skýrslu Tony Blair hér um árið Net Benefits var einmitt tíundað vandamálið að stórna blönduðum botnfiskveiðum með kvótum og mikið litið til sóknarstýringar.

Sama var upp á teningnum í kosningaplaggi breska Íhaldsflokksins fyrir síðustu kosningar. 

Það sem var blásið upp hér í fjölmiðlum var það þegar Einar K Guðfinnsson hitti nokkra innkaupastjóra í Bretlandi sem þökkuðu fyrir sig og sögðu að allt væri voða flott á Íslandi, jafnvel kerfi sem byggir á mannréttindabrotum.

Sigurjón Þórðarson, 25.6.2008 kl. 19:18

3 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Já það voru innkaupastjórarnir sem ég átti við.

Ætli þeir í sjávarútvegsráðuneytinu hafi kostað þá frétt (og greitt ríkulegt þjórfé)?

Aðalheiður Ámundadóttir, 25.6.2008 kl. 19:24

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já og svo var skrúfað frá krananum eins og Jónas kallar það í nokkrum fjölmiðlum.

Sigurjón Þórðarson, 25.6.2008 kl. 19:27

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú eykst heldur betur vinnuálagið á skákmanni Líú hjá Háskólanum.

Að senda hverja vísindagreinina af annari um afrek Hafró til Fishing News!

Árni Gunnarsson, 25.6.2008 kl. 20:11

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Fréttirnar koma þá erlendis frá, þessu sinni fyrir íslenska blaðamenn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.6.2008 kl. 23:09

7 identicon

Ég hlustaði á Andra Snæ í útvarpinu á Rás 2 seinni partinn í dag og hann meinti að virkjanir og álver koma ekki til með að "bjarga" okkur Íslendingum sama hvað við eru hrædd eða dreymum. Hvað þá olíuhreinsistöð........

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 23:23

8 identicon

Sæll Sigurjón

Þetta er flott umræða hjá ykkur, en ég vill skipta málinu í tvennt annarsvegar kvótakerfið sem fiskveiðikerfi og hinsvegar veiðiráðgjöfin, það er alveg klárt að núverandi aflamark á þorski er alltof lágt til þess að geta stundað ýsu og ufsaveiðar, það gefur auga leið

Hinsvegar sé ég ekki munin á því að veiða 130 þús tonn af þorski í aflamarkskerfi eða í sóknarmarkskerfi. Því hlýtur ráðgjöfin að vera áhyggjuefnið. Það sem hafró telur að sé að er að nýliðun frá 2000 hafi mistekist þó einkum 2001 árgangurinn og 2004 árgangurinn, þetta hlyti að fara að koma fram í lélegri veiði, en það hefur ekki sýnt sig undanfarið.

Mín skoðun er sú að það ætti fyrst að fara yfir ráðgjöfina og gera það með aðilium sem eru ekki innan vébanda Danmerkursamkundunar og síðan að skoða hvort kerfið og eignaraðildin gangi upp. Það er nokkuð ljóst að það gerist ekkert hjá Hafró nema meiri niðurskurður meðan þeir stjórna

Bk

Hlýri

Hlyri (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 23:35

9 identicon

Einhvernveginn hefur mann lengi grunað að plottið í þessu öllu saman sé að skera kvótann nægilega mikið niður til að HB-Grandi og Brim séu komin með hann allan, kvóti hinna verði það lítill að þau geti ekki rekið sig við að sækja sinn hlut. Þá verði allt í einu hægt að auka kvótann og sækja meiri fisk. Þannig að þessi fyrirtæki geti ráðið lögum og lofum í öllu spilverkinu eins og bankarnir og olíufélögin á sínum sviðum.

Capt. Nemo (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband