Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
30.3.2008 | 15:39
Agnes Bragadóttir og Jesúbúðirnar
Það var nokkuð skrykkjótt sem ég horfði á Silfur Egils í dag en þar voru stjórnmálaleiðtogar allra flokka nema Frjálslynda flokksins mættir og höfðu fáar lausnir til að ráða bót á efnahagsvandanum. Voru sumar reyndar harla einkennilegar, s.s. að lækka verð á innfluttum vörum en það má leiða líkum að því að það yrði til þess að viðskiptahallinn yrði enn meiri og auka frekar á vandann en hitt. Ekkert var rætt um að auka framleiðsluna og fara betur með, s.s. með sparnaði í utanríkisþjónustunni eða þá að auka þorskveiðar. Við það eitt að tvöfalda þorskveiðar og tryggja að íslensk fiskvinnsla hafi aðgang að hráefni sem veitt er á Íslandsmiðum myndu gjaldeyristekjur þjóðarinnar aukast um 50 milljarða króna árlega. Það munar um minna.
Í skrykkjóttu sjónvarpsglápi mínu flakkaði ég á milli útsendinga RÚV+ sem sýndi Silfrið og RÚV sem sýndi á sama tíma fræðsluþátt um kristilegar uppeldisbúðir þar sem börn bókstafstrúaðra fengu boðskapinn beint í æð.
Mér varð ekki um sel þegar holdmikill kvenpredikari varaði börnin við satani sem bjó í Harry Potter bókunum. Hún náði svo miklum tökum á börnunum að hún grætti þau um leið og hún lét þau þvo af sér syndirnar. Ég brá þá á það ráð að skipta yfir á RÚV+ en þar birtist önnur kona á skjánum, Agnes Bragadóttir, sem ekki var beint vinaleg á svipinn en hún yggldi sig ógurlega. Það var ekki Harry Potter sem olli henni þessum viðbjóði heldur var það gamall félagi minn úr UMF Víkverja, Karl Th. Birgisson, sem olli þessum grettum en hann hafði ekki gerst sekur um að vera óvinur Guðs eins og Harry Potter var sakaður um heldur var hann óvinur Styrmis Gunnarssonar á Morgunblaðinu. Það var greinilegt að öðrum sem staddir voru í myndveri RÚV var mjög brugðið, s.s. félaga mínum úr Leikni, Halli Magnússyni en þó ekki svo að Agnes næði að græta hann.
Það er spurning hvort það ætti frekar að sýna þessa þætti á þeim tíma sem börn eru sofnuð.
29.3.2008 | 11:55
Viltu Vestfjarðaaðstoð, væna?
Óprúttnir stjórnmálamenn hafa grafið skipulega undan sjávarbyggðunum með t.d. því að koma á framsali veiðiheimilda landshorna á milli og nú síðast með að setja trillurnar inn í alræmt kvótakerfi. Allir sem stóðu að því vissu nákvæmlega hvaða afleiðingar það myndi hafa fyrir vestfirskar byggðir. Útgerð sóknarbátanna var verulegur búhnykkur fyrir vestfirskar byggðir. Sömu sögu má segja af óábyrgum niðurskurði í aflaheimildum þar sem margir stjórnmálamenn sem sækja umboð sitt til sjávarbyggðanna hafa gerst sekir um að fara ekki yfir vægast sagt umdeilda ráðgjöf Hafró með gagnrýnum hætti, ráðgjöf sem byggir á umdeildri reiknisfiskifræði sem hvergi í heiminum hefur gengið eftir.
Venjan hefur verið sú að þegar verið hefur verið að friða fólkið sem verður fyrir barðinu á vafasömum aðgerðum, s.s. að setja trillurnar í kvóta, hefur verið boðið upp á einhvern nammipoka með einhverjum aðgerðum. Nú síðast var góðgætið kallað mótvægisaðgerðir, áður kallað Vestfjarðaaðstoð. Þegar til hefur átt að taka hefur pokinn reynst tómur, sbr. Vestfjarðaaðstoð sem var bara í orði en ekki á borði eins og sýnt hefur verið fram á.
28.3.2008 | 17:14
Var hann móðgaður?
Það er nánast hlálegt að hugsa til þess að nú snýst umræða stjórnmálamanna um það hvort réttlætanlegt hafi verið af fjármálaráðherra að senda móðgandi bréf til umboðsmanns Alþingis þegar hann reyndi að verja vondan málstað þegar hann tók umdeilda ákvörðun á innan við þrem tímum um að ganga á svig við álit nefndar sem hafði lengi legið yfir því hverjir margra ágætra umsækjenda væru álitlegastir til að taka við starfi dómara á Akureyri. Aðalatriði málsins er varla hvort dýralæknirinn hafi eða hafi ekki móðgað umboðsmann, heldur hvort hann hafi skipað hæfasta manninn í starfið.
Það er engu líkara en að þessi furðulega umræða sem nú er efst á baugi hafi verið kærkomin sending fyrir þá stjórnmálamenn sem forðast að ræða efnahagsmálin og þá staðreynd að gengi krónunnar og hlutabréfa titrar. Ekkert er litið til lausna, s.s. að veiða meiri fisk sem gæti þó skapað aukinn gjaldeyri í kassann. Ekki er heldur horft til þess að draga saman í utanríkisþjónustunni sem gæti strax sparað æ dýrari gjaldeyri.
Í sjálfu sér finnst mér allt í lagi að stjórnmálamenn svari gagnrýni sem þeir verða fyrir og tjái skoðanir sínar opinskátt, hvort sem í hlut eiga umboðsmaður Alþingis eða ríkisendurskoðandi. Ég er þó á því að Árni hafi ekki skorað með þessu bréfi sínu.
Ber fullt traust til umboðsmanns Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2008 | 17:55
Vandi Bjarna Harðar er vandi Íslands
Í Kastljósinu í gær var rætt um nýja skýrslu ríkisendurskoðanda um Þróunarfélag Keflavíkur. Bjarni sótti að fyrrum aðstoðarmanni Geirs Haarde sem varðist með skýrslu ríkisendurskoðanda sem skjöld í málinu. Efnisatriði þessa máls eru þannig að staða Bjarna hefði átt að vera auðveld þar sem ljóst var að menn sátu hringinn í kringum borðið, ættmenni og innstu koppar í búri flokksins væru kaupendur og seljendur. Gerðir voru samningar án útboðs fyrir þúsundir milljóna, og rekstrar- og stjórnunarkostnaður fjögurra manna battarís er vel á annað hundrað milljónir á árinu 2007.
Því miður tókst Bjarna ekki alveg nægilega vel að verja borðleggjandi málstað og hefur honum þó oft tekist ágætlega vel upp. Ég fór að velta fyrir mér hvort ástæðan fyrir því að Bjarna gekk ekki sem skyldi væri sú að Ríkisendurskoðun hefði fyrir örfáum árum, á árinu 2005, slegið skjaldborg um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til að ráðstafa Búnaðarbanka Íslands til nákominna, með að vísu aðstoð Geirs Haarde. Þá eins og nú sá Ríkisendurskoðun ekkert athugavert við það. Samfylkingin gerði það hins vegar og höfð voru uppi stór orð en nú berst grafarþögn úr þeim herbúðum. Það er einnig umhugsunarvert að þá, við ráðstöfun Búnaðarbankans, var notuð nákvæmlega sama vörn og nú, verkefnið væri svo gott og hefði skilað svo miklu, sem sagt helgaði tilgangurinn meðalið.
Nú eru þær raddir þagnaðar þar sem glæfraleg lántaka bankanna er farin að valda venjulegum fjölskyldum búsifjum. Reyndar eru fréttir Bloombergs með þeim hætti í dag að svo gæti farið að vegna skuldatryggingarálagsins á Kaupþingi (gamla Búnaðarbankanum) og Glitni (gamla Íslandsbanka) yrðu bankarnir ríkisvæddir á ný.
Það skyldi þó aldrei verða, fimm árum eftir einkavinavæðingu bankanna, að staðan yrði sú sama og var í byrjun árs 2003 en hún hljóðaði upp á einn einkabanka og tvo ríkisbanka.
Vandinn er sá í hnotskurn að grams æðstu ráðamanna þjóðarinnar með kvótann, banka og aðrar eigur ríkisins hefur lengi staðið svo lengi yfir að margur er orðinn meðvirkur í Jeltsínsku ástandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.3.2008 | 12:03
Gjaldeyri hellt í vaskinn
Það er athyglisverð færsla sjómannasamtakanna Framtíðar sem sýnir svo að ekki verður um villst greinilegan hvata til þess að henda fiski en útreikningarnir sýna að oftar en ekki borgi sig að henda verðminni fiski.
Það er vonandi að harðir rannsóknarblaðamenn Ríkisútvarpsins kafi ofan í þetta mál en þeir vilja jú hafa flest ef ekki allt uppi á borðinu - nema þá helst launin sín.
25.3.2008 | 14:19
RÚV skrúfar frá slorkrananum
Ríkisútvarp fiskveiðiþjóðarinnar - þar sem nálægt því önnur hver króna sem kemur í kassann vegna vöruútflutnings er vegna fiskveiða - einkennist enn meira af kranafréttamennsku þar sem skrúfað er frá fréttum héðan og þaðan í heiminum gagnrýnislaust. Skemmst er að minnast þess þegar Ríkisútvarpið skrúfaði frá falsvísindum um að allur fiskur í heimshöfunum yrði uppurinn 2048 og sneri síðan við fréttum af skyndilegri þorskþurrð við Kanada upp úr 1990 þar sem bent var á að breyttar umhverfisaðstæður hefðu verið ein meginorsökin fyrir minni þorskveiði og að veiði hefði verið ofmetin. Í seinna tilfellinu neitaði Ríkisútvarpið að leiðrétta ranga frétt sem verður að segja að er stórundarlegt. Ég benti Páli Magnússyni á missögnina en hann hefur kannski verið upptekinn við bílaþvott, a.m.k. lét hann sér mistökin í léttu rúmi liggja. Kannski hitti ég illa á hann - eða kannski er hann bara hrifinn af krananum.
Í fréttum í hádeginu var enn á ný skrúfað frá og sagt frá breskum sjávarútvegi, greint frá vandræðum enskra smábátasjómanna og kvæðinu síðan vent í kross og greint frá uppgangi við Peterhead í Skotlandi þar sem aflaverðmæti var sagt hafa tvöfaldast á síðustu fimm árum. Þessar fréttir komu mér verulega á óvart vegna þess að þorskveiðin hefur verið skorin gríðarlega niður í Skotlandi, ef ég man rétt fór ICES fram á þorskveiðibann og enn meiri niðurskurð á aflaheimildum á síðustu árum, annað hvort þorskveiðibann eða enn meiri niðurskurð heilt yfir.
Ég gæti sem best trúað því að þessi aflaaukning í höfninni í Peterhead stafi fyrst og fremst af auknum veiðum stærri skipa á uppsjávartegundum, s.s. makríl og kolmunna, og hafi lítið að gera með að vera sett í tengsl við veiðar smábáta.
Ég hef á tilfinningunni að gagnrýninni og góðri fréttamennsku um sjávarútvegsmál hafi hrakað verulega eftir að menntamálaráðherra tók þá ákvörðun að leggja niður þáttinn Auðlindina sem var sérstakur fræðiþáttur um þessi mál.
25.3.2008 | 10:39
Skipt um hest í miðri á
Það var viðbúið að Seðlabankinn hækkaði vextina enda vandséð hvað annað hann gat gert í stöðunni. Það hefði verið erfitt að skipta um hest í miðri á nú þegar straumurinn er hvað þyngstur. Hækkun á gengi krónunnar er bara skammtímalausn, hækkun á stýrivöxtunum dugar ekki ein og sér, heldur þyrfti Geir Haarde að fara úr þeim fasa að gera ekki neitt, vinna úr þröngri stöðu og reyna að vakna til lífsins um hvað þurfi að gera til að koma á viðunandi ástandi.
Eitt af því sem hefur verið nefnt er að ríkissjóður taki erlent lán og styrki stöðu Seðlabankans. Í öðru lagi þarf meira aðhald, framsýni í opinberum útgjöldum og síðast en ekki síst nýta fiskveiðiauðlindina. Af þeim fáu skipum og bátum sem eru á sjó er það að frétta að það rótfiskast á öll veiðarfæri sem dýft er í sjó. Veiðiskapurinn gengur meira og minna út á að forðast þorskinn þar sem enginn kvóti er til.
Stýrivextir hækka í 15% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2008 | 12:41
Mannkynbætur og félagsskapur gegn rasisma
Stundum hættir góðum málstað til að snúast upp í andhverfu sína. Þeir sem voru leiðandi í að bæta mannkynið - eflaust af góðum hug, þar á meðal virðulegir íslenskir læknar enda voru mannkynbætur viðurkennd vísindi síns tíma rétt eins og reiknisfiskifræðin er í dag - fóru villir vegar. Vandséð var að þessi stefna hefði getað skilað nokkrum árangri og siðferðislega gekk hún ekki upp og var síðan notuð sem skálkaskjól fyrir ein stórtækustu fjöldamorð sögunnar.
Nú er risinn upp félagsskapur antirasista sem gerir ágætum málstað meira ógagn en nokkurn tímann gagn. Einhverra hluta vegna hefur félagsmönnum verið mjög uppsigað við tónleika Bubba Morthens gegn rasisma og ein ástæðan sem nefnd var er aðkoma Frjálslynda flokksins. Í umræðum um tónleikana eru nokkrir liðsmenn Frjálslynda flokksins nafngreindir og flokksmenn sakaðir um að vera rasistar og dreifa áróðri einhverra samtaka sem eru sögð vera nýnasistasamtök, Combat 18. Inn í þessi skrif er síðan sullað umræðu um nafngreinda barnaníðinga og dópsölu, og langsóttum morðhótunum sem mögulega áttu að hafa verið hafðar uppi á sviðinu.
Það er ljóst með þessu að þessi samtök reyna að afvegaleiða nauðsynlega umræðu um útlendinga og póla hana, og stimpla sjálfkrafa alla þá vont fólk sem hætta sér út á þá nauðsynlegu braut að ræða málefni útlendinga á Íslandi.
Fréttaflutningur nú um páskana hefur sýnt að umræða Frjálslynda flokksins á fullan rétt á sér þótt hún sé vissulega viðkvæm.
Mannkynbæturnar og félag antirasista eiga það sameiginlegt að þó að markmið þeirra hafi upphaflega verið góð hafa þau snúist upp í andstæðu sína.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.3.2008 | 12:14
Dr. Jón Jekyll og Mr. Grétar Hyde
Bekkjarformaður Frjálslynda flokksins fer allsérstaka leið í að aga óbreytta liðsmenn þingflokksins sem hafa gerst sekir um þau agabrot sem honum eru á móti skapi sem er að gefa til kynna að rétt geti verið að sækja um Evrópusambandsaðild. Bæði Grétar Mar og Jón Magg. hafa gefið það til kynna og segir formaður þingflokksins í blaðagrein í Morgunblaðinu þann 20. mars að í því felist mikil pólitísk tvöfeldni og líkir þeim óbeint við dr. Jekyll og Mr. Hyde. Dr. Jekyll var grandvar og góður læknir sem fiktaði við lyf og breyttist af því í illmennið Mr. Hyde.
Ég er efasemdamaður um tilgang þess að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Ég set engu að síður spurningarmerki við það þegar formaður þingflokksins tilkynnir alþjóð hver hin eina sanna lína flokksins er og sakar í leiðinni þá flokksmenn sem ekki fara eftir línunni um pólitíska tvöfeldni og eitthvað þaðan af verra. Stefna lýðræðislegra flokka hverju sinni hlýtur að endurspegla vilja almennra flokksmanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
20.3.2008 | 18:18
Ritskoðunarárátta múslima
Það er að mínu viti mjög misráðið hjá múslimum á Íslandi að vera að fetta fingur út í sakleysislegar myndbirtingar. Með því eru þeir óneitanlega að samsama sig eða kannski öllu heldur búa til tengingu við þau öfgafullu viðbrögð sem urðu gegn dönsku myndunum þar sem teiknurum var hótað lífláti. Sannarlega var lagt á ráðin um að myrða þá.
Þeim væri miklu nær að reyna að aðlaga sig ríkjandi viðhorfum í vestrænum samfélögum þar sem dár er dregið að öllu og öllum - guði, öryrkjum og Frjálslynda flokknum.
Þó eru alltaf til einstaka stjórnmálamenn sem sleikja upp svona vitleysisviðhorf. Ekki kom á óvart að Kolbrún Halldórsdóttir bæri í bætifláka fyrir múslima vegna viðbragða talsmanna þeirra á Íslandi þar sem hún hefur ekki alls fyrir löngu sýnt af sér fádæmasleikjugang gagnvart stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Þar klæddi hún sig upp að hætti þarlendra kvenna þegar hún var í heimsókn á vegum Alþingis en stjórnvöld þar í landi eru þekkt fyrir flest annað en að virða réttindi kvenna og önnur mannréttindi.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 1014400
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007