Leita í fréttum mbl.is

Mannkynbætur og félagsskapur gegn rasisma

Stundum hættir góðum málstað til að snúast upp í andhverfu sína. Þeir sem voru leiðandi í að bæta mannkynið - eflaust af góðum hug, þar á meðal virðulegir íslenskir læknar enda voru mannkynbætur viðurkennd vísindi síns tíma rétt eins og reiknisfiskifræðin er í dag - fóru villir vegar. Vandséð var að þessi stefna hefði getað skilað nokkrum árangri og siðferðislega gekk hún ekki upp og var síðan notuð sem skálkaskjól fyrir ein stórtækustu fjöldamorð sögunnar.  

Nú er risinn upp félagsskapur antirasista sem gerir ágætum málstað meira ógagn en nokkurn tímann gagn. Einhverra hluta vegna hefur félagsmönnum verið mjög uppsigað við tónleika Bubba Morthens gegn rasisma og ein ástæðan sem nefnd var er aðkoma Frjálslynda flokksins. Í umræðum um tónleikana eru nokkrir liðsmenn Frjálslynda flokksins nafngreindir og flokksmenn sakaðir um að vera rasistar og dreifa áróðri einhverra samtaka sem eru sögð vera nýnasistasamtök, Combat 18. Inn í þessi skrif er síðan sullað umræðu um nafngreinda barnaníðinga og dópsölu, og langsóttum morðhótunum sem mögulega áttu að hafa verið hafðar uppi á sviðinu.

Það er ljóst með þessu að þessi samtök reyna að afvegaleiða nauðsynlega umræðu um útlendinga og póla hana, og stimpla sjálfkrafa alla þá vont fólk sem hætta sér út á þá nauðsynlegu braut að ræða málefni útlendinga á Íslandi.

Fréttaflutningur nú um páskana hefur sýnt að umræða Frjálslynda flokksins á fullan rétt á sér þótt hún sé vissulega viðkvæm.

Mannkynbæturnar og félag antirasista eiga það sameiginlegt að þó að markmið þeirra hafi upphaflega verið góð hafa þau snúist upp í andstæðu sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Mikið rétt hjá þér Sigurjón.

Undarlegt að sjá hóp manna sem segist berjast gegn árásum á fáa útvalda gera einmitt slíkt hið sama og í raun sterkast en nokkur annar hópur hefur gert hér á landi. Samtök sem þessi, ættu að vera í fræðslu um ólíka kynþætti til almennings. Þeir ættu að berjast fyrir umburðarlyndi og samkennd. En í staðinn hafa samtökin búið til hér til "her" sem leggur fáa í einelti og höggva í líf samborgara sinna og eru í raun fátt annað en haturssamtök. 

Hér hafa Anti-rasistar snúist upp í andhverfu sína. 

Halla Rut , 24.3.2008 kl. 12:48

2 identicon

Þú ert væntanlega að vitna í tölvupóst sem við í FF fengum sendann í gærkvöldi þar sem bent var á að samtökin hafa bendlað ákveðnum aðila við rasisma og þar sem þau vega að mannorði hans. Mér skilst að sá aðili íhugi málssókn gegn þessum samtökum. Ég vil taka fram að ég fagna því ef mál verður höfðað. Það á enginn rétt á að eyðileggja mannorð manna á þennann hátt.

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 13:18

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Halla þetta eru óneitanlega sérkennileg samtök en það læddist að mér sú hugsun að þessi níðskrif um tónleika Bubba væru sprottin af rótum afbrýðisemi,  þar sem forsvarsmönnum félagsins þætti sem þeir fengju of lítið kastljós og Bubbi of mikið.

Jóhann, ég hef vissar efasemdir um hvort rétt sé að fara í málsókn vegna þessara skrifa en þau koma verst við félagsskapinn sjálfan.

Við skulum vona að málstaðurinn skaðist ekki mjög vegna þeirra svo er að vita nema forsvarsmenn félagsins sjái að sér og sendi frá sér afsökunarbeiðni.

Sigurjón Þórðarson, 24.3.2008 kl. 13:31

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég las yfir þessa síður sem þú linkar á Sigurjón og því miður verð ég að  segja að þetta er nákvæmlega mín upplifun af Frjálslyndaflokknum fyrir síðustu kosningar.  Varðandi ummæli hans um Viðar þá hef ég einnig svipaða sýn á þeim dreng.. svo kannski er sannleikanum hver sárreiðastur.. hver veit.

Óskar Þorkelsson, 24.3.2008 kl. 15:25

5 identicon

Er ekki einfaldara að lýsa því yfir að FF hafi ekkert með málflutning C18 að gera og fordæma þau samtök opniberlega?  Ef Viðar er orðaður við þessi samtök mun hann þá ekki stöðu sinnar vegna, en hann er jú formaður í ungliðahreyfingunni ykkar og miðstjórnarmaður, opinberlega (td á vef sínum) hafna því að hann tengist þessum samtökum og jafnframt fordæma slík samtök?  Það ætti ekki að vera svo erfitt og myndi hreinsa andrúmsloftið.

Þórður Magnússon (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 17:01

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er greinilegt að útsendarar rasistaríkisins við austanvert Miðjarðarhaf eru búnir að koma sér upp félagsskap hér á landi.í eingu landi veraldar eru meiri kynþáttafordómar eftir að vinaríki þess, Suður Afríku tókst að losna undan kynþáttamisréttinu.Samt eru þegnar þassa ríkis, sem eru aðeins þeir sem viðurkenna gyðingdóm,hinir eru útskúfaðir þótt þeir séu fæddir innan landamæra ríkisins,þegnar þessa ríkis og forystumenn eru stöðugt með nasista á vörunum ef eitthvað er fundi að framferði þeirra og frekju.Engum sem les skrif þessar svokölluðu anti rasista dylst mannfyrirlitning þessa fólks á íslendingum.Það breytir að sjálfsögðu engu þótt þetta fólk segist vera íslendingar.Sá einn er íslendingur sem viðurkennir íslensk lög og hefðir.

Sigurgeir Jónsson, 24.3.2008 kl. 17:35

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þórður ekki veit ég eitt né neitt um þessi samtök sem kalla sig Combat 18 en það er eins og ég hafi heyrt getið um einhver samtök unglinga á Suðurnesjum sem voru andsnúin útlendingum en hvort það voru þessi samtök eða einhver önnur það hef ég ekki hugmynd um. 

 Til þess að gera tilraun til að setja mig inn í málið þá gúgglaði ég þennan félagsskap og fann út að um var að ræða hóp fólks sem hefur áhyggjur af litarhafti þjóðarinnar og er sömuleiðis á móti eiturlyfjum.

Það er fráleitt að fara að álykta eitt né neitt um þessi samtök enda gengur stefna C18 þvert gegn landslögum eins og hún birtist á heimasíðu samtakanna. Ef einhver velkist á vafa um stefnu Frjálslynda flokksins eins og bloggvinur minn Óskar virðist gera að þá er rétt að árétta flokksins sem birtist í stjórnmálaályktun Frjálslynda flokksins á síðasta landsþingi.


4. Málefni innflytjenda:

Frjálslyndi flokkurinn metur mikils vinnuframlag erlends fólks við uppbyggingarstarf í íslensku samfélagi síðustu misserin.

Margt af þessu fólki mun dvelja hér langdvölum og ber samfélaginu skylda til að veita því stuðning og hjálp til aðlagast íslensku samfélagi, m.a. með íslenskukennslu.

Frjálslyndi flokkurinn telur afar nauðsynlegt að stjórnvöld hafi fullt eftirlit með komu erlends verkafólks inn á vinnumarkaðinn og tryggi að réttur þess sé virtur og aðbúnaður mannsæmandi. Flokkurinn telur að fólk sem hingað kemur eigi að geta notað sína menntun og fagþekkingu á innlendum vinnumarkaði, enda sé fullgildum skírteinum framvísað.

Frjálslyndi flokkurinn mun þó beita sér fyrir að undanþága sú, sem samið var um í EES-samningnum, varðandi innflutning verkafólks frá aðildarlöndum EES, verði nýtt og innflutningur takmarkaður, í samræmi við ákvörðun íslenskra stjórnvalda.

Yfirvöld verða á öllum tímum að hafa stjórn á því hverjir og hvað margir innflytjendur koma til landsins. Jafnframt ber öllum, sem sækja hér um dvalarleyfi, að skuldbinda sig til að hlíta íslenskum lögum og stjórnarskrá.

Frjálslyndi flokkurinn varaði á Alþingi við afleiðingum þess að nýta ekki undanþáguákvæði um frjálst streymi fólks frá nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins til landsins. Ríkisstjórnin neitaði að hlusta á þau varnaðarorð sem þingmenn Frjálslynda flokksins höfðu uppi, auk þess sem ríkisstjórnin vanrækti að marka stefnu í málefnum innflytjenda.

Ekkert gerðist í þessum málum fyrr en Frjálslyndi flokkurinn hóf umræður um innflytjendamál sl. haust.

Íslenskt þjóðfélag er að breytast í fjölmenningarþjóðfélag og er afar mikilvægt að nýir borgarar aðlagist samfélaginu og kynnist menningu þjóðarinnar og tungu

Sigurjón Þórðarson, 24.3.2008 kl. 23:27

8 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Umræðan er nauðsynleg og óumflýjanleg. Hún er hins vegar vandmeðfarin og ekki á allra færi.

Stefna FF er skynsöm og raunsæ en eins og ég hef ítrekað bent á; sumir fara offari með þeim afleiðingum að boðskapurinn  ,,týnist" og menn bendla þá við rasisma. Svo einfalt er það. 

Á máltækið; ,,Aðgát skal viðhöfð í nærveru sálar" ekki alltaf við? 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.3.2008 kl. 23:40

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það sem hefur rekist á hér er annars vegar mikið verðmæti sem felst í því að komast inn á kerfið hér og hins vegar hefðbundið erlent eignarhald á stjórnmálamönnum og meðfylgjandi útsölustefna. Þessar erlendu eignir hafa selt orku okkar á útsöluverði í bullandi seljendamarkaði á orku og þær hafa hleypt algjörlega hverju sem er hingað inn til að færa niður launakjör og rústa gjaldmiðlinum fyrir erlenda eigendur sína.

Baldur Fjölnisson, 25.3.2008 kl. 00:42

10 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Ég var einmitt að blogga aðeins um þetta mál á blogginu mínu www.joik7.blog.is

Jóhann Kristjánsson, 25.3.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband