Leita í fréttum mbl.is

RÚV skrúfar frá slorkrananum

Ríkisútvarp fiskveiđiţjóđarinnar - ţar sem nálćgt ţví önnur hver króna sem kemur í kassann vegna vöruútflutnings er vegna fiskveiđa - einkennist enn meira af kranafréttamennsku ţar sem skrúfađ er frá fréttum héđan og ţađan í heiminum gagnrýnislaust. Skemmst er ađ minnast ţess ţegar Ríkisútvarpiđ skrúfađi frá falsvísindum um ađ allur fiskur í heimshöfunum yrđi uppurinn 2048 og sneri síđan viđ fréttum af skyndilegri ţorskţurrđ viđ Kanada upp úr 1990 ţar sem bent var á ađ breyttar umhverfisađstćđur hefđu veriđ ein meginorsökin fyrir minni ţorskveiđi og ađ veiđi hefđi veriđ ofmetin. Í seinna tilfellinu neitađi Ríkisútvarpiđ ađ leiđrétta ranga frétt sem verđur ađ segja ađ er stórundarlegt. Ég benti Páli Magnússyni á missögnina en hann hefur kannski veriđ upptekinn viđ bílaţvott, a.m.k. lét hann sér mistökin í léttu rúmi liggja. Kannski hitti ég illa á hann - eđa kannski er hann bara hrifinn af krananum.

Í fréttum í hádeginu var enn á ný skrúfađ frá og sagt frá breskum sjávarútvegi, greint frá vandrćđum enskra smábátasjómanna og kvćđinu síđan vent í kross og greint frá uppgangi viđ Peterhead í Skotlandi ţar sem aflaverđmćti var sagt hafa tvöfaldast á síđustu fimm árum. Ţessar fréttir komu mér verulega á óvart vegna ţess ađ ţorskveiđin hefur veriđ skorin gríđarlega niđur í Skotlandi,  ef ég man rétt fór ICES fram á ţorskveiđibann og enn meiri niđurskurđ á aflaheimildum á síđustu árum, annađ hvort ţorskveiđibann eđa enn meiri niđurskurđ heilt yfir.

Ég gćti sem best trúađ ţví ađ ţessi aflaaukning í höfninni í Peterhead stafi fyrst og fremst af auknum veiđum stćrri skipa á uppsjávartegundum, s.s. makríl og kolmunna, og hafi lítiđ ađ gera međ ađ vera sett í tengsl viđ veiđar smábáta.

Ég hef á tilfinningunni ađ gagnrýninni og góđri fréttamennsku um sjávarútvegsmál hafi hrakađ verulega eftir ađ menntamálaráđherra tók ţá ákvörđun ađ leggja niđur ţáttinn Auđlindina sem var sérstakur frćđiţáttur um ţessi mál.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Alveg er ţér hjartanlega sammála Sigurjón, ţćr fréttir sem koma í Ruv af sjávarútvegsmálum  eru oft furđulegar og illa ígrundađar, já og ţetta međ auđlindina ţetta var sá ţáttur sem allir sjómenn og fólk í sjávarbyggđum hlustađi á, og beiđ eftir, ţađ er nú ekki sparađ á öllum sviđum sýnist manni hjá Ruv, en mér skilst ađ auđlindin hafi veriđ svo dýr ţáttur, ţađ er allavega sú skýring sem mađur hefur fengiđ.

Grétar Rögnvarsson, 25.3.2008 kl. 14:37

2 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Ţú sem sagt veist ekkert um máliđ, en gagnrýnir samt fréttina!

Stefán Bogi Sveinsson, 25.3.2008 kl. 18:29

3 Smámynd: Sigurjón Ţórđarson

Stefán Bogi 

Jú jú ég tel mig vita eitt og annađ og gćti ţess vegna tekiđ upp tóliđ og slegiđ á ágćtan kunningja sem er formađur samtaka útvegsmanna sem eru mjög  gagnrýnin á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins.

Ég reikna međ ađ 70 til 80% af ţví magni sem landađ er í Peterhead sé uppsjávarfiskur sem hćkkađ hefur gríđarlega í verđi og slatti er skelfiskur og humar en ţađ er búiđ ađ vera ađ stýra "hvítfiskveiđimönnum" í humar.  Ţađ ađ tengja misáreiđanlegar löndunartölur í höfninni í Peterhead  viđ afkomu enskra smábátasjómanna ţ.e. undir 10m  er út í hött.

Sigurjón Ţórđarson, 25.3.2008 kl. 19:39

4 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Rúv er handónýtt málgagn siđblindra og spilltra ákveđinna pólitískra afla í ţjóđfélaginu. Ég myndi treysta svöngum ísbirni betur en rúv.

Jóhann Kristjánsson, 26.3.2008 kl. 09:44

5 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Ég veit ekki međ Peterhead en ég er hjartanlega sammála ţví ađ fréttaflutningnum hafi fariđ hrakandi eftir ađ auđlindin var tekin af dagskrá. Ţađ var í raun algerlega óskiljanlegt af ríkisfjölmiđli, sem á ekki ađ hafa gróđasjónarmiđ ađ leiđarljósi heldur ţjónustu, ađ ţátturinn skuli hafa veriđ sleginn af. Hann var á Rás 1 og menn sem vildu hlusta stilltu bara inn á hann ţannig ađ hann truflađi ekkert ţá sem vildu halda sínu striki og hlusta á hina venjulegu síbylju.

Nei, Leiđarljós og leđurtuđruspark var látiđ ganga fyrir.

Örvar Már Marteinsson, 26.3.2008 kl. 11:23

6 Smámynd: Hafsteinn Viđar Ásgeirsson

Ţađ er nú mála sannast, ađ ţađ eru svo sárafáir menn á fjölmiđlunum yfir höfuđ sem eru fćrir um ađ sinna fréttum af sjávarútvegsmálum. Ţađ er kannski einna helst á DV. Á mogga höfum viđ Hjört sem oftar en ekki virkar eins og starfsmađur frá Samherja eđa LÍÚ, en hefur talsverđa ţekkingu. Hitt er bara allt útá túni hvađ varđar fréttir af sjávarútvegsmálum...

Hafsteinn Viđar Ásgeirsson, 27.3.2008 kl. 21:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband