Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
12.11.2008 | 21:00
Ingibjörg Sólrún vill að Gordon Brown ráði
Ingibjörg Sólrún hefur verið í tómri vitleysu síðustu misserin. Fyrstu viðbrögð utanríkisráðherra við aðsteðjandi kreppu á vormánuðum voru þau að fara í auglýsingaferð um heiminn til að halda þeirri vitleysu að þjóðum heims að íslenskt efnahagslíf stæði einkar traustum fótum. Auglýsingaferð utanríkisráðherra varð eflaust styttri en hefði orðið ef ekki hefðu komið til tíð ferðalög ráðherrans til fjarlægra heimshluta með það fyrir augum að smala inn atkvæðum til að tryggja landinu kosningu í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.
Í dag bárust þær fréttir af utanríkisráðherranum að hún hafi ákveðið að leggja það upp í hendurnar" á Bretum hvort þeir vilji koma hingað í desember til þess að sinna loftrýmisgæslu.
Hvers konar rugl er það að ríkisstjórn sjálfstæðs ríkis skuli leggja það alfarið upp í hendurnar á her annars ríkis hvort hann komi með sínar hervélar til æfinga innan landamæra ríkisins?
Fleiri fréttir bárust úr herbúðum ráðherra, t.d. óljósar fréttir af miklum niðurskurði í utanríkisráðuneytinu auk þess sem Ingibjörg Sólrún skipaði enn einn sendiherrann. Mér sýnist af fyrstu fréttum að sparnaðurinn í ráðuneytinu felist fyrst og fremst í því að hætta við glórulausa útþenslu utanríkisþjónustunnar, s.s. hækkun á framlagi til þróunarsamvinnu um einn og hálfan milljarð.
Loðmullan er þarna í slagtogi með ládeyðu. Það er mjög lýjandi.
Kostnaðurinn 25 milljónir - ekki 50 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2008 | 23:06
Hvað geri ég ekki fyrir Björn Bjarnason?
Björn Bjarnason kvartar sáran yfir því á heimasíðu sinni að fundi hans með allsherjarnefnd hafi ekki verið sýnd nægileg athygli. Ég tók þetta til mín og ákvað að hlusta á hann með öðru eyranu meðan ég sýslaðií tölvunni.
Mér finnst frumvarpið vægast sagt allsvakalegt inngrip í ákæruvaldið í landinu. Ráðherrann undirstrikaði sjálfur að um óvenjulega löggjöf væri að ræða sem ætti sér ekki hliðstæðu á Norðurlöndunum og við það eitt hringdu viðvörunarbjöllur mínar.
Hefði ekki verið nær að láta yfirvöld í landinu fá aukafjárveitingu til að sinna viðamikilli rannsókn og hvetja þau til að fara strax á stúfana í stað þess að setja óvenjulega og sértæka löggjöf og stofna sérembætti um málið? Með þessu er verið að lýsa efasemdum um núverandi réttarfar.
Það sem vakti sérstaka athygli var þegar Jón Magnússon spurði hvort embættið myndi taka til rannsóknar brot í stjórnsýslu. Björn Bjarnason brást hinn versti við spurningunni og sneri út úr, vísaði m.a. til menntunar Jóns og réttinda hans til að flytja mál fyrir Hæstarétti og taldi allan vafa leika á því að hann ætti að skýra lagatexta nokkru nánar eða svara spurningunni svo að nokkurt hald væri í. Mátti jafnvel skilja á Birni að e.t.v. væri það umboðsmanns Alþingis að hlutast til um refsiverð mál innan stjórnsýslunnar. Þeir hafa oft og tíðum eldað saman grátt silfur, Björn og umboðsmaður, ekki vegna skipanar saksóknara heldur vegna skipanar Björns á hæstaréttardómurum.
Það er auðvitað algjör firra hjá dómsmálaráðherra að umboðsmaður Alþingis hafi eitthvað með þessi mál að gera þar sem hlutverk hans er fyrst og fremst að vera málsvari einstaklingsins gagnvart stjórnsýslunni og gera úttekt á henni. Síst af öllu er hlutverk hans að útbúa ákæru til að draga brotlega embættis- og stjórnmálamenn fyrir dómstólana. Ég trúi ekki öðru en að Björn Bjarna viti þetta vel og ekki trúi ég að hann hafi viljað fara með fleipur, heldur var orðið áliðið fundar og hann áreiðanlega tekinn að lýjast. Að auki hefur álag undanfarinna daga valdið því að Birni tókst svo óhönduglega við að skýra þetta vafasama frumvarp.11.11.2008 | 15:23
18% vextir en ekkert lán - og ekkert plan
Ég hef verið bjartsýnn á að Ísland gæti komið sér hratt og vel út úr efnahagskreppunni á svona 1-2 árum, já, náð vopnum sínum á ný innan tveggja ára. En þá þurfa þeir sem ráða að vera tilbúnir til að skoða allar leiðir út úr vandanum, hvort sem er til að veiða meira, taka einhliða upp annan gjaldeyri eða gjaldeyrishöft um tíma, skipulega, þá kannski í þrjá mánuði til hálft ár.
Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks útilokar nánast allar aðrar leiðir en að slá lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, og einhverra hluta vegna fannst þeim ekki nógu fínt að taka lán hjá Rússum sem þó stóð til boða.
Nú er ljóst að Evrópuþjóðirnar eru að bregða fæti fyrir ríkisstjórnina við að fara þá leið sem hún ætlaði sér í fyrstu, stórfellda erlenda lántöku. Þrátt fyrir það virðast ráðamenn ekki tilbúnir til að horfast í augu við breyttar aðstæður, heldur hnoðast áfram með sömu hugmyndir og fyrir rúmum mánuði - þrátt fyrir að þær hafi ekki skilað neinum ávinningi.
Samfylkingin telur ennþá að allar dyr Evrópusambandsins muni standa opnar og að þar muni bjóðast afar hagfelldur samningur hjá þeim þjóðum sem eru í þessum rituðu orðum að bregða fæti fyrir það að við fáum lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Samfylkingin er líka alfarið á móti því að taka upp annan gjaldmiðil þrátt fyrir að það gæti komið atvinnulífinu úr þeirri kreppu sem það er í, eingöngu vegna þess að þá minnkar pressan á að Íslendingar sjái sér einhvern hag í inngöngu í Evrópusambandið.
Sjálfstæðisflokkurinn tefur rannsókn mála og uppgjör eins lengi og hann mögulega getur. Ástæðan er augljós, hreinskilið uppgjör myndi snerta hagsmuni flokksins og helstu forystumanna hans, hvort sem er formanns eða varaformanns.
Ég hef verið þeirrar skoðunar að ekki væri skynsamlegt að boða strax til kosninga, og það yrði ekki gert fyrr en í fyrsta lagi með vorinu. Nú finnst mér aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar síðasta árið, einkum síðustu vikur og mánuði, bera með sér að því fyrr sem kosningar verða þeim mun betra fyrir íslensku þjóðina. Flokkarnir þyrftu þá að hrófla saman einhverri áætlun um það hvernig skynsamlegast væri að komast út úr kreppunni og þá gætu kjósendur tekið afstöðu til þeirra tillagna sem kæmu fram.
11.11.2008 | 11:39
Söknuður að Bjarna
Eitt er víst, margir gamlir, góðir og gegnir framsóknarmenn munu sakna Bjarna Harðarsonar því að þeir sáu í honum von til þess að bjarga gömlu góðu Framsókn frá spillingaröflunum sem kennd hafa verið við fyrrum formann flokksins.
Nú er hætt við að armur Björns Inga og Valgerðar sem ber ábyrgð á ráðstöfun bankanna, markaðsvæðingu raforkukerfisins og almennri óráðsíu nái undirtökunum. Ég tek undir með formanni Frjálslyndra á Austurlandi sem skrifaði í athugasemd hjá mér við síðustu færslu að nú sé tími til kominn að fara að skoða efni bréfsins sem Bjarni sendi til fjölmiðlanna í gær.
Hver er ábyrgð fyrrum bankamálaráðherra á stöðu bankanna og öðru?
Ef Framsóknarflokkurinn á eitthvert framhaldslíf sprettur Bjarni væntanlega aftur fram á sjónarsviðið.
Guðni: Bjarni axlar ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2008 | 22:27
Bjarna þótti leiðinlegt að fjölmiðlarnir tækju ekki þátt í samsærinu
Það var fyndið, viðtalið við Bjarna Harðarson í ríkissjónvarpinu áðan, en hann ,,lenti í" því í kvöld að missa gagnrýni tveggja Skagfirðinga á varaformann Framsóknarflokksins út til allra fjölmiðla, gagnrýni sem átti að vísu að skila sér þá leiðina - en nafnlaust.
Vörn Bjarna var ámátleg og verður örugglega kærkomin handónýtri ríkisstjórn í ámátlegri viðleitni hennar í að gera ekki neitt. Í stað þess að biðja Valgerði afsökunar og segjast hafa hlaupið á sig, jafnvel slá á þráðinn til frúarinnar á Lómatjörn, sneri Bjarni sig í snörunni og kenndi fréttastofunni um að hafa ekki tekið þátt í falsinu.
Hvað er þetta með þingmenn Suðurlands, alltaf í einhverju klúðri? Ekki þarf að fjölyrða um Árna Johnsen, Árni Matt. heldur svo lögheimili með Pólverjum á Kirkjuhvoli, Atli Gíslason er í tómu tjóni út af maðkaveiðimennsku sinni og Björgvini verður ekki við bjargað í Icesave.
Ég ætla að vona að minn maður, Grétar Mar, smitist ekki af þessari óáran.
9.11.2008 | 21:52
Íslenskt fyllerí í útlöndum
Enn og aftur berast einkennilegar sögur af tveggja manni tali Davíðs Oddssonar og mógúla í viðskiptalífinu. Fyrir fimm árum greindi Davíð Oddsson frá því í frægu bolludagsviðtali að reynt hefði verið að múta honum, og það voru hvorki meira né minna en 300 milljónir í boði. Nú berast fréttir af því að milljarðamæringurinn sem auðgaðist mjög á því að stjórna í örfá ár Kaupþingsbanka sem fór í þrot fyrir skömmu saki Davíð Oddsson um hótanir í sinn garð í viðtali við fréttahaukinn og REI-manninn Björn Inga Hrafnsson.
Það er sérkennilegt til þess að vita að engir sem tengjast málinu, sem hljóta að vera þó nokkrir, hafi séð ástæðu til að hafa samband við lögregluna upp á að hefja rannsókn. Enn furðulegra er að lögreglan hafi sjálf ekki séð ástæðu til að rannsaka svo alvarlegar ásakanir og jafnvel að setja menn í gæsluvarðhald meðan botn er fenginn í málin, og jafnvel leita liðsinnis alþjóðalögreglunnar. Hér er um að ræða mál sem varðar mútugreiðslu til æðsta ráðamanns lýðveldisins - á þeim tíma - og sömuleiðis ásakanir sem varða þrot stærsta fyrirtækis landsins - á þeim tíma.
Ef efnahagsbrotadeild lögreglunnar teldi flugufót fyrir þessum ásökunum væri hún löngu byrjuð á rannsóknni, en eflaust er þetta metið sem hvert annað fyllerísröfl í útlöndum.
8.11.2008 | 20:33
Verður skipaður sérstakur dómstóll?
Það má vel skilja reiði fólks þótt mér finnist eggjakastið setja mótmælin aðeins niður. Viðbrögð ráðamanna eru með ólíkindum, nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að skipa sérstakan saksóknara til að ákæra í málum sem beinast að stjórnvöldum. Með þessu eru stjórnvöld að grípa með beinum hætti inn í ákæruvald þjóðfélagsins þegar böndin berast að ráðamönnum.
Hvað verður næst?
Munu stjórnvöld skipa sérstakan dómstól til að dæma í sínum málum, sínu klúðri?
Tíðindi dagsins hljóta að vera ummæli varaformanns Samfylkingarinnar á borgarafundinum í dag þar sem hann talaði um verðtrygginguna eins og eitthvert náttúrulögmál sem ekki væri hægt að fara gegn. Hann fullyrti að það væri ekki hægt að afnema verðtrygginguna nema ganga í ESB vegna þess að þá gyldu sparifjáreigendur fyrir það!
Það er engu líkara en að Samfylkingin geri sér ekki grein fyrir því að verðtryggingin hefur ýtt undir það ójafnvægi í efnahagsmálum sem nú brýtur á okkur þar sem bankarnir voru óhræddir við að slá erlend lán og lána svo aftur á hærri vöxtum hér sem þar að auki voru verðtryggðir og töldu sig þannig gulltryggða gegn verðbólgu og gengisbreytingum.
Auðvitað er ekkert náttúrulögmál að það verði sjálfvirk hækkun á lánum frekar en launum fólks. Það er stórundarlegt að forystumaður í jafnaðarmannaflokki skuli láta þetta út úr sér. Menn ættu kannski að hugsa það að það er heldur ekki gott að lán hækki svo mikið að lántakendur hætti að greiða skuldir sínar, skili bara lyklunum. Þá er þjóðfélagið fyrst komið í klemmu.
Eggjum kastað í Alþingishúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2008 | 17:59
Ríkisstjórnin tefur eðlilega rannsókn á bankahruninu
Ef við berum þennan fréttamannafund saman við þá sem haldnir voru í byrjun október kom enn ekkert nýtt fram. Geir boðar samráð við stjórnarandstöðuna og að velt verði við hverjum steini í bankahruninu til að komast að því hvort eitthvað sé að. Gott ef menn töluðu ekki enn og aftur um að dæma engan fyrirfram.
Ég var rétt í þessu að ræða við Guðjón Arnar Kristjánsson og spurði hann út í samráðið. Hann sagði að samráðið við stjórnarandstöðuna væri á algjöru frumstigi.
Skrýtnir millileikir hafa verið leiknir, s.s. með ráðningu Valtýs Sigurðssonar og Boga Nilssonar, í stað þess að láta málið fara í eðlilegan farveg til lögreglunnar. Fram hefur komið í fréttum að lögbrot hafi verið framin, s.s. með afnámi ábyrgða stjórnenda bankanna og sömuleiðis hafa fréttir verið þess efnis að að hundruð milljarða millifærslur hafi orðið síðustu dagana fyrir hrun bankanna án mikilla skýringa og til staða þar sem erfitt er að grennslast fyrir um hverjir séu eigendur bankareikninga.
Æðstu stjórnendur hafa ekki verið boðaðir til yfirheyrslna eins og eðlilegt væri, miklu frekar hafa þeir sést í spjall- og fréttaþáttum þar sem þeir bera af sér sakir og bjóðast til að vinna á lyfturum. Þess á milli berast fréttir af þeim að reiða milljarða upp úr veskinu til kaupa á fjölmiðlum landsins. Í fyrramálið geta landsmenn fylgst með fréttahauknum Birni Inga Hrafnssyni þegar hann tekur fyrrum stjórnarþingmann Kaupþings á beinið í Markaðnum sínum.
Björn Ingi var sem kunnugt er innsti koppur í REI-málinu og áður aðstoðarmaður fyrrum forsætisráðherra sem ráðstafaði Búnaðarbankanum til S-hópsins sem réði Sigurð Einarsson.
Þess ber að gera að þeir sem fengu að kaupa Búnaðarbankann, forvera Kaupþings, áttu ekki fyrir kaupunum nema fá lán í Landsbankanum (og hvað áttu þeir þá) og kaupin voru á þeim forsendum að þeir hefðu í farteskinu sérstakan kjölfestufjárfesti, þýskan bankan sem gufaði upp nokkrum mánuðum eftir kaupin.
Enginn undanþegin rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2008 | 11:56
Enn verið að jórtra á nýjum bás
Hvað ætla stjórnarflokkarnir að ganga langt í að misbjóða almenningi?
Edda Rós Karlsdóttir hafði þann starfa að veita forstöðu greiningardeild Landsbankans sem hélt ómerkilegum áróðri að almenningi og var markmiðið að skrúfa upp í hæstu hæðir hlutabréf í bönkunum og tengdum fyrirtækjum. Hér að neðan má lesa kafla úr áróðursræðu sem flutt var á aðlfundi Samtaka atvinnulífsins í lok apríl á þessu ári.
Íslensku bankarnir koma allir vel út á hefðbundnum mælikvörðum á styrkleika banka.
Þeir eru allir með eiginfjárhlutföll langt yfir lögbundnum lágmörkum, þeir eru með
góða arðsemi, sterkt og vel dreift eignarsafn og góða lausafjárstöðu. Samt eru erlendir
aðilar tregir til að lána Íslendingum pening og krefjast himinhárra áhættuálaga. Ríkið
kemur líka vel út, það er nær skuldlaust og undirstöður hagkerfisins eru, að mati okkar
Íslendinga, afar sterkar. Samt setja erlendir aðilar spurningarmerki við það, hvort
íslenska ríkið og Seðlabankinn geti veitt bönkunum þá fyrirgreiðslu sem evrópskir og
bandarískir bankar fá í sínum löndum.
Mér finnst með ólílkindum ef að nýju ríkisbankarnir ætla að halda áfaram senda út af örkinni sama liðið og starfaði í svokölluðum greiningadeildum um árabil við að gabba almenning.
Orðaval hagfræðings Samfylkingarinnar við að skýra stöðu mála þ.e. að uppnefna íslensku krónuna er hvorki til að auka trúverðugleika efnahagslílfsins né stjórnvalda.
Koma krónulufsunni" í gang á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2008 | 17:39
Samfylkingin tekur fullan þátt í að fela slóðina
Örlög Samfylkingarinnar virðast stefna í að taka fullan þátt í að fela slóð þeirra sem hafa skilið eftir sig grunsemdir um stórfelld auðgunarbrot við fall bankanna. Björgvin G. Sigurðsson heldur málinu enn hjá Fjármálaeftirlitinu, en þáttur þess ætti að sjálfsögðu einnig að vera til rannsóknar. Það vakti óneitanlega furðu að yfirmaður Fjármálaeftirlitsins sagði í fréttum í gær að hann væri að rannsaka atburðarásina þangað til skömmu áður en fall bankanna varð. Þar tók hann fram að ef eitthvað misjafnt fyndist væri mögulegt að beita stjórnvaldssektum. Sömuleiðis yrði refsiverðum verknaði vísað til lögreglunnar.
Ef um lögbrot er að ræða getur málinu lokið hjá Fjármálaeftirlitinu t.d. með álagningu stjórnvaldssekta, en ef brot eru meiriháttar vísar eftirlitið málinu til lögreglu. Að auki má nefna að Fjármálaeftirlitið hefur nú þegar gripið til ýmissa annarra úrræða og ráðstafana t.d. stuðlað að varðveislu gagna. Þá hefur Fjármálaeftirlitinu borist ýmsar ábendingar og eru þær skoðaðar sérstaklega.
Nú er komið vel á annan mánuð frá því að fyrsti bankinn hrundi. Fréttir hafa lekið í fjölmiðla um að Kaupþingsmenn hafi afskrifað hjá sér skuldirnar og einn verkalýðsforinginn hefur viðurkennt opinberlega að hafa tekið þátt í þeim leik.
Menn hljóta að spyrja hvernig menn ætli að beita stjórnvaldssektum gegn fyrirtækjum sem eru komin í þrot þar sem sektirnar beinast gegn fyrirtækjunum. Í öðru lagi hlýtur almenningur að spyrja hvað tefji það að senda málið til lögreglu.
Það hefur komið á daginn að Geir Haarde vissi meira um fjárglæfrina og stöðu bankanna en hann hefur gefið í skyn og honum hefði átt að vera fullkunnugt um að sitthvað misjafnt leyndist í pokahorni FL Group og Hannesar Smárasonar þar sem núverandi formaður Listahátíðar sat þar lengi í stjórn meðan vægast sagt umdeild viðskipti fóru fram með flugfélagið Sterling.
Er meðvitað verið að tefja rannsókn málsins af því að hún snertir æðstu stjórnmálamenn, ráðherra og ráðuneytisstjóra beint? Hvaða tal er þetta um að allt eigi að vera uppi á borðinu þegar allt er augljóslega í felum undir borðinu? Þorgerður Katrín, Ingibjörg Sólrún, Björgvin Guðni, Geir Hilmar og Árni Matthías segja þetta öll en málið er samt í einni þoku. Ekki var hægt að upplýsa um laun bankastjóra, ekki hægt að greina frá rannsókn og nú man fjármálaráðherra ekki hvort ráðning núverandi bankastjóra er tímabundin eða ekki.
Öll rannsókn er í skötulíki. Það er þó óskandi að Björgvin verði ekki uppvís að því að beita pólitískum áhrifum til að stöðva Fjármálaeftirlitið í að vísa málum til lögreglunnar.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 1013226
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust