Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg Sólrún vill að Gordon Brown ráði

Ingibjörg Sólrún hefur verið í tómri vitleysu síðustu misserin. Fyrstu viðbrögð utanríkisráðherra við aðsteðjandi kreppu á vormánuðum voru þau að fara í auglýsingaferð um heiminn til að halda þeirri vitleysu að þjóðum heims að íslenskt efnahagslíf stæði einkar traustum fótum. Auglýsingaferð utanríkisráðherra varð eflaust styttri en hefði orðið ef ekki hefðu komið til tíð ferðalög ráðherrans til fjarlægra heimshluta með það fyrir augum að smala inn atkvæðum til að tryggja landinu kosningu í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

Í dag bárust þær fréttir af utanríkisráðherranum að hún hafi ákveðið að „leggja það upp í hendurnar" á Bretum hvort þeir vilji koma hingað í desember til þess að sinna loftrýmisgæslu.

Hvers konar rugl er það að ríkisstjórn sjálfstæðs ríkis skuli leggja það alfarið upp í hendurnar á her annars ríkis hvort hann komi með sínar hervélar til æfinga innan landamæra ríkisins?

Fleiri fréttir bárust úr herbúðum ráðherra, t.d. óljósar fréttir af miklum niðurskurði í utanríkisráðuneytinu auk þess sem Ingibjörg Sólrún skipaði enn einn sendiherrann. Mér sýnist af fyrstu fréttum að sparnaðurinn í ráðuneytinu felist fyrst og fremst í því að hætta við glórulausa útþenslu utanríkisþjónustunnar, s.s. hækkun á framlagi til þróunarsamvinnu um einn og hálfan milljarð.

Loðmullan er þarna í slagtogi með ládeyðu. Það er mjög lýjandi.


mbl.is Kostnaðurinn 25 milljónir - ekki 50 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Andrés Magnússon blaðamaður og stuðningsmaður þeirrar ríkisstjórnar sem Ingibjörg situr í fullyrðir að það gangi næst landráði að gefa erlendum herjum sjálfdæmi um það hvort þeir noti land fullvalda ríkis

Sjá hér

Sigurður Þórðarson, 12.11.2008 kl. 21:11

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón,

mikið er ég sammála þér. Við eigum mun frekar að slíta stjórnmálasambandi við breta en að leggjast flatir eins og hver auðkeypt mella. Síðustu atburðir hafa gert allt þetta brölt í utanríkisþjónustu Íslendinga fáranlegt í besta falli.

Gunnar Skúli Ármannsson, 12.11.2008 kl. 21:24

3 identicon

Lýst vel á þetta Kanada dæmi Tryggvi. Var þar fyrir 3 árum síðar. Miklir ágætis menn.

ISG er alveg að tapa glórunni. Það þarf eitthvert fólk sem getur þjappað íslendingum saman. Þetta er eins og í öðrum rekstri. Skera allt sem engin þörf er á (Mest af utanríkisþjónustu) og einbeita sér að uppbyggingu.

Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 06:27

4 Smámynd: Halla Rut

Því flytur Ingibjörg ekki bara til útlanda fyrst að það er það (útlendingur) sem hún vill vera.

Hún gjörsamlega misbíður öll  mínu þjóðarstolti.

Halla Rut , 13.11.2008 kl. 11:21

5 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Lausnin er hérna og það er ekki eftir neinu að bíða

Sú leið sem evrópusambandið hefur ákveðið að fara í Icesave málinu er ólíðandi þar sem ætlunin er að um málið verði fjallað einhliða út frá kröfum Breta og Hollendinga.

Nú skulum við bara taka eina einfalda ákvörðun, Skiptum út Krónunni einhliða fyrir Dollar eða Kanadískan Dollar.

Með þvi gæfum við  Evrópusambandinu puttann, og segjum einfaldlega við þá við þurfum ekki á ykkur að halda. Við þetta myndi vöruverð og verðbólga leiðréttast hér, kostnaður yrði auðvitað sá að henda þyrfti ónýtu krónunni okkar, en ef okkur hyggðist siðar að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru væri kostnaðurinn tiltölulega lítill, þar sem verið væri að skipta út einum nothæfum gjaldmiðli fyrir annann sem standa svipað.

Just go for it !!!!

Steinar Immanúel Sörensson, 13.11.2008 kl. 17:07

6 Smámynd: Halla Rut

100% sammála Steinari.

Halla Rut , 14.11.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband