Leita í fréttum mbl.is

Hvað geri ég ekki fyrir Björn Bjarnason?

Björn Bjarnason kvartar sáran yfir því á heimasíðu sinni að fundi hans með allsherjarnefnd hafi ekki verið sýnd nægileg athygli. Ég tók þetta til mín og ákvað að hlusta á hann með öðru eyranu meðan ég sýslaðií tölvunni.

Mér finnst frumvarpið vægast sagt allsvakalegt inngrip í ákæruvaldið í landinu. Ráðherrann undirstrikaði sjálfur að um óvenjulega löggjöf væri að ræða sem ætti sér ekki hliðstæðu á Norðurlöndunum og við það eitt hringdu viðvörunarbjöllur mínar.

Hefði ekki verið nær að láta yfirvöld í landinu fá aukafjárveitingu til að sinna viðamikilli rannsókn og hvetja þau til að fara strax á stúfana í stað þess að setja óvenjulega og sértæka löggjöf og stofna sérembætti um málið? Með þessu er verið að lýsa efasemdum um núverandi réttarfar.

Það sem vakti sérstaka athygli var þegar Jón Magnússon spurði hvort embættið myndi taka til rannsóknar brot í stjórnsýslu. Björn Bjarnason brást hinn versti við spurningunni og sneri út úr, vísaði m.a. til menntunar Jóns og réttinda hans til að flytja mál fyrir Hæstarétti og taldi allan vafa leika á því að hann ætti að skýra lagatexta nokkru nánar eða svara spurningunni svo að nokkurt hald væri í. Mátti jafnvel skilja á Birni að e.t.v. væri það umboðsmanns Alþingis að hlutast til um refsiverð mál innan stjórnsýslunnar. Þeir hafa oft og tíðum eldað saman grátt silfur, Björn og umboðsmaður, ekki vegna skipanar saksóknara heldur vegna skipanar Björns á hæstaréttardómurum.

Það er auðvitað algjör firra hjá dómsmálaráðherra að umboðsmaður Alþingis hafi eitthvað með þessi mál að gera þar sem hlutverk hans er fyrst og fremst að vera málsvari einstaklingsins gagnvart stjórnsýslunni og gera úttekt á henni. Síst af öllu er hlutverk hans að útbúa ákæru til að draga brotlega embættis- og stjórnmálamenn fyrir dómstólana.  Ég trúi ekki öðru en að Björn Bjarna viti þetta vel og ekki trúi ég að hann hafi viljað fara með fleipur, heldur var orðið áliðið fundar og hann áreiðanlega tekinn að lýjast. Að auki hefur álag undanfarinna daga valdið því að Birni tókst svo óhönduglega við að skýra þetta vafasama frumvarp.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Veist þú Sigurjón af hverju alþingismenn geta ekki komið sér saman um að fá erlenda óháða aðila til að rannsaka aðdraganda hrunsins?

Eða er hinn almenni þingmaður undir hælnum á ríkisstjórninni í öllum málum?

Sigurður Haukur Gíslason, 11.11.2008 kl. 23:43

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Fá erlendan óháðan aðila hvernig er hann valinn?

Það er mín skoðun að rétt sé að Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari sæki málið á fullum krafti og fái stuðning Alþingis til þess velta við hverju steini, í stað þess að Björn Bjarnason sé að handvelja einhvern sem er hangenginn ríkisstjórninni.

Vegna þess hversu mikil tortryggni er í gangi væri skynsamlegt að fá erlenda aðila eins og þú leggur til, til að fylgjast með rannsókn og veita sérfræðiaðstoð og færi þá vel á því njóta aðstoðar sérfræðinga frá Norðurlöndunum.

Það er útilokað í mínum huga að fá erlendan aðila til þess að rannsaka og sækja mál fyrir íslenskum dómstól.

Sigurjón Þórðarson, 11.11.2008 kl. 23:57

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Einræðis(ráð)herra

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 00:26

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Þú hlustar með öðru eyranu! Var það ekki einmitt það sem hann kvartaði undan, að fá ekki næga athygli. Ég ákvað að gefa honum smá athygli og las í gegnum texta frumvarpsins.

Þetta er stutt og laggot, 7 greinar að gildistökugreininni meðtalinni. Það er aðeins í 1. gr. sem verkefnin eru skilgreind og svo þetta amnesty-ákvæði fyrir að kjafta frá í 4. grein.

Ekki ætla ég að velja rétta manninn í djobbið og því síður að skýra  lagatexta. En er ekki rétt að gefa þessari hugmynd séns? Ekki dæma hana vonlausa fyrirfram á sama tíma og krafan í þjóðfélaginu er jafn hávær og raun ber vitni, um að fá fram sannleikann í málinu. Það er full ástæða til að ætla að einhvers staðar hafi lögbrot verið framin

Haraldur Hansson, 12.11.2008 kl. 01:48

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Haraldur, það er rétt að ég hlustaði með öðru eyranu en þegar kom að kaflanum um umboðsmann alþingis og hvort rannsaka ætti stjórnsýsluna þá spilaði ég svör ráðherra tvisvar sinnum því mér var nokkuð brugðið.

Sigurjón Þórðarson, 12.11.2008 kl. 09:17

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ekki er það nú gott  ef allir þingmenn hlusti bara með öðru eyranu.  Einmitt það sem BB var að kvarta undan?

Vonandi finnst flötur á þessu og aðili finnst sem getur talað og skilið íslensku sem og þekkir engan svo hann verði ekki bendlaður við pólitík eða frændsemi.

Kannski verða þetta hin Íslensku hryðjuverkalög?  

Marinó Már Marinósson, 12.11.2008 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband