Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Fer Guðni í bóksöluna?

Margur veltir því nú fyrír sér hvort Guðni sé hættur í Framsókn til að hætta í pólitík. Ætlar hann sér e.t.v. að stofna nýjan flokk með Bjarna bóksala? Ef bréf Guðna er lesið hefur maður að vísu á tilfinningunni að stofnun nýs heimastjórnarflokks með Bjarna bóksala sé ekki ofarlega í huga Guðna. Hann hefur varið drjúgum hluta starfsævi sinnar í uppbyggingu flokksins. Hann er líka örugglega tengdur flokknum sterkum böndum í gegnum föður sinn sem var þingmaður hans.

Það að Guðni skyldi yfirgefa flokkinn kemur ekki á óvart þar sem flokkurinn virðist vera í þann mund að taka upp Evrópustefnu sem gengur þvert á skoðanir heimastjórnarmannsins. Ekki er þó hægt að útiloka að í Bjarna og Guðna berist kosningakláði eftir að snjóar í förin. Það mun örugglega gerast hratt á pólitískum harðindavetri.

Svo er líka hinn möguleikinn, að Bjarni og Guðni snúi sér alfarið að bóksölu eða ritstörfum.


mbl.is Guðna verður saknað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun Þorsteinn Pálsson verða spurður út í þöggunina um mesta óréttlæti Íslandssögunnar?

Á NASA við Austurvöll verður mánudaginn 17. nóvember klukkan 20:00 haldinn fundur þar sem rit- og fréttastjórar fjölmiðla landsins sitja fyrir svörum og gefst almenningi kostur á að spyrja út í ábyrgð og hlutverk þeirra.
Mér þykir miður að komast ekki suður á fundinn en þá hefði ég m.a. spurt Þorstein Pálsson ritstjóra Fréttablaðsins út í hvers vegna hann hefði staðið fyrir þöggun um eitt mesta óréttlætismál Íslandssögunnar, kvótakerfið í sjávarútvegi. Fjölmiðlar með fáeinum heiðarlegum undantekningum hafa látið það vera að fjalla um algert árangursleysi kerfisins við að þjóna upphaflegum markmiðum og dregið hvað eftir annað falska glansmynd af árangri og hagræðingu kerfisins. Staðreyndin er sú að þorskafli er margfalt minni en fyrir daga kerfisins og aflaheimildir eru veðsettar langt út yfir nokkur skynsamleg mörk. Kerfið hefur verið dæmt úr leik af mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir framangreint reynir Fréttablaðið að berja þær bumbur að óréttlætið skuli áfram vera við lýði.
Ég hefði sömuleiðis látið þá spurningu flakka á fréttastjóra RÚV hvers vegna hann hann neitaði sannarlega að leiðrétta rangan fréttaflutning RÚV af sjávarútvegsmálum en á ríkisstöðinni eru menn feimnir við að birta nokkuð sem getur varpað réttu ljósi á kvótakerfið í sjávarútvegi sem var upphafið af ofurveðsetningu og skuldsetningarbólunni sem er að springa framan í landsmenn.
Ástand fjölmiðlanna er súrrealískt en viðskiptahorni Stöðvar 2 stjórnar Björn Ingi Hrafnsson REI-maður og fyrrum aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar sem ráðstafaði bönkunum sem komu síðan þjóðinni í bobba. 
Nú virðist sem fjölmiðlar séu byrjaðir að taka þátt í þeim leik stjórnmálamanna sem hafa eitthvað að fela að reyna að snúa samfélaginu í umræður um aðild að Evrópusambandinu en frá spillingunni og óstjórninni!
Markmiðin virðast vera tvö, þ.e. að forðast umræðuna um ábyrgð stjórnvalda á ástandinu og deila og drottna.
Margir liðsmenn ríkisstjórnarinnar taka þessu fegins hendi og sama á við um liðsmenn Framsóknar sem að sönnu eiga sína sök á því hvernig komið er fyrir þjóðarskútunni.

Ég hvet fólk til að mæta og fá svör.

Ríkisstjórnin skrifar upp á óútfylltan tékka

Þjóðin hlýtur að gjalda varhuga við að ríkisstjórnin sem kom okkur í þessu vandræði þykist nú vera að leysa úr málum með því að skrifa upp á Icesave-tékkann en málið er kynnt með þeim hætti að stjórnin hafi ekki hugmynd um upp á hvað tékkinn hljóðar. Eitt er þó víst, um er að ræða mörg hundruð milljarða reikning sem þjóðin fær í hausinn.

Það er spurning hvort þessi mikli vilji ríkisstjórnarinnar til að ljúka málinu varði hagsmuni þjóðarinnar eða ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Í stað þess að fram fari heiðarlegt uppgjör leggur ríkisstjórnin allt kapp á að deyfa fyrsta skellinn og er í því sambandi reiðubúin til að skuldbinda börn og barnabörn langt fram í tímann.


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa launar Ólína ofeldið

Ólína Þorvarðardóttir gekk nokkuð hart fram gegn menntamálaráðherra í þætti Sigurjóns M. Egilssonar í morgun en minna fór fyrir gagnrýni á eigin flokksmenn í ríkisstjórninni sem bera sameiginlega ábyrgð á stjórnarathöfum ríkisstjórnarinnar. Þannig er ljóst að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ber jafn mikla ábyrgð á Davíð Oddssyni og hver annar í ríkisstjórninni. Samfylkingin reynir að skjóta sér undan ábyrgð á billegan hátt, s.s. með bókunum á ríkisstjórnarfundum sem standast ekki stjórnskipunarlög.

Úr því sem komið er ætti ríkisstjórnin áður en hún klúðrar öllu til andskotans að fara frá og boða sem allra fyrst til kosninga.

Það kom mér nokkuð á óvart að Ólína skyldi taka Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sérstaklega út úr breytunni, ríkisstjórn sem öll hefur meira og minna klúðrað málum, Þorgerður, Björgvin, Árni Matt, Ingibjörg eða Geir, í ljósi þess að mér virtist sem Þorgerður Katrín hefði frekar en ekki sýnt Ólínu velvilja í þeim vandræðum sem hún rataði í við stjórn Menntaskólans á Ísafirði.

Ég verð að lýsa mig sammála Ólínu með að Þorgerður ætti auðvitað að stíga af sviðinu en áður stæði það Geir og Ingibjörgu Sólrúnu nær.


Bretar eiga bágt - Ísland er þeim huggun

Ég rakst á athyglisverða grein á BBC þar sem sagt er frá því hversu mjög pundið hefur hrapað miðað við bandaríkjadollara og er það talið lýsandi fyrir efnahagsástandið í Bretlandi. Helsta huggun Bretanna er að pundið hefur styrkst gríðarlega gagnvart íslensku krónunni.

Pund vs. dollari

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er nokkuð sláandi eins og sést á myndinni. Þessi óáran í Bretlandi skýrir e.t.v. hörkuleg viðbrögð breskra stjórnvalda í garð okkar Íslendinga.

Það kveður við allt annan tón í breskum vinum mínum og kunningjum, þeim sem ég hef heyrt í hér. Það er vitanlega þó ekki tilviljunarkennt úrtak, þar er um að ræða fólk sem hefur sterk tengsl út fyrir eigið land.


Hvað gera heiðarlegir vinstrimenn?

Samfylkingin hefur boðað til opins fundar i Iðnó skömmu fyrir boðuð mótmæli að Austurvelli og verður fundurinn að einhverju leyti eftirlíking af fundum sem haldnir hafa verið á umliðnum vikum til þess að krefjast þess að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks grípi til aðgerða s.s. að rannsaka málin ofan í kjölinn. Valið á ræðumönnum er grátbroslegt en þar er að finna Vilhjálm Þorsteinsson hugbúnaðarhönnuð sem hefur um nokkurt skeið verið einn helsti málsvari spillingaraflanna.

Fundinum lýkur síðan Dagur B. Eggertsson sem var mjög svo skotinn í REI enda í nánu samstarfi með Birni Inga Hrafnssyni.

Ég reikna síðan með að fundinum ljúki með því að fundarmenn gangi út á Austurvöll og mótmæli ríkisstjórninni sem þeir þó styðja.

Er þetta ekki hámark hræsninnar?  Maður hlýtur að spyrja í framhaldinu hvort að heiðarlegir vinstrimenn á borð við Mörð Árnason vilji láta spyrða sig saman við þetta lið.

Ekki ætla ég að letja áhugafólk um atferlisfræði að mæta og fylgjast með hvernig fundur Samfylkingarinnar fer fram. Ég ætla hins vegar að hvetja fólk til þess að taka þátt í friðsamlegum mótmælum á Austurvelli þar sem krafist verði m.a. að ekki verði skrifað upp á gríðarlegar skuldbindingar sem munu skerða lífsafkomu Íslendinga til framtíðar.  Það er sömuleiðis nauðsynlegt að krefjast þess að Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde hætti þessu leynimakki og setji málin upp á borðið.  Laumuspilið þjónar eflaust þröngum flokkshagsmunum en alls ekki hagsmunum þjóðarinnar. 
 


mbl.is Tveir mótmælafundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsætisráðherra leggur traust sitt á Björgólf Guðmundsson

Leynimakkið um þær skuldbindingar sem ríkisstjórnin ætlar að leggja á komandi kynslóðir heldur áfram. Stjórnarandstaðan er ekki upplýst, og hvað þá almenningur sem þarf að borga brúsann vegna þess að stjórnvöld sváfu á verðinum. Þau virðast ekki heldur hafa kjark til þess að standa á móti ósvífnum kröfum Evrópusambandsins.  

Geir Haarde reyndi að draga úr áhyggjum fólks af skuldbindingunum þó svo að þær samsvari verðmæti alls útflutnings Íslands í tvö ár, með því að vitna til sjálfs Björgólfs Guðmundssonar. Björgólfur sagði víst í Kastljósviðtali í gær að eignir Landsbankans í Bretlandi hefðu dugað vel upp í skuldir og virðist sem að Geir Haarde leggi allt sitt traust á þær upplýsingar. Ætli Bretar væru með þetta múður ef svo væri raunin? Ég leyfi mér að draga það í efa.

Á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur var helst að heyra að hún hefði býsna góðan skilning á því að Íslandi væri stillt upp við vegg af Evrópusambandinu enda væri fjármálakerfi heillar heimsálfu að veði og þá jafnvel eitthvað meira. Hver trúir þessu?

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa gerst sekir um afdrifarík mistök við að vinna úr þeirri bóndabeygju sem þeir komu þjóðinni sjálfir í. Stjórnarflokkarnir hafa einungis stefnt á lántöku við lausn mála, hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og sömuleiðis Evrópuþjóðum, og ekki hirt um að fylgja eftir vilyrði Rússa um lánveitingu eða jákvæðum viðbrögðum Norðmanna við lausn mála. Ekki hefur heldur verið gripið til harðrar skömmtunar á gjaldeyri sem hefði lengt þann tíma sem ráðamenn hafa til að vinna úr stöðunni. Eftir því sem fregnir herma fer að verða hörgull á gjaldeyri innan fárra vikna ef svo heldur fram sem horfir. 

Það verður ekki komist hjá kosningum fremur en í VR.


mbl.is Ný greiðslujöfnunarvísitala tekin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finndu fimm villur

Blaðamannafundir forsætisráðherra hafa verið hver öðrum líkari og oft erfitt að átta sig á því hvort boðskapurinn hafi nokkuð breyst á milli funda, þeir eru sjaldnast innihaldsmiklir. Þessir fundir minna orðið á myndagetraunir þar sem átti að finna fimm atriði sem voru frábrugðin milli mynda en erfitt getur reynst að finna þau.

Hver var t.d. boðskapurinn fyrir sléttri viku?

Þá boðaði forsætisráðherra að rannsókn væri að fara í gang og hlutirnir færu að breytast. Ekkert hefur hreyfst í þeim málum, enginn hefur verið kallaður í yfirheyrslu og enginn færður í gæsluvarðhald.

Það verður nógu spennandi að sjá hvaða smábreytingar hann gerir á útfærslu þessa föstudagsfundar.


mbl.is Ríkisstjórnin boðar blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún stjórnar Sjálfstæðisflokknum

Leiðtogi Sjálfstæðisflokksins er mjög tvístígandi þessar vikurnar og reynir að halda spilunum þétt að sér og hindra þjóðina í að sjá á þau enda er þjóðarskútan stefnulaust rekald. Svo virðist sem hann treysti dómgreind Ingibjargar frekar en sinni eigin.

Geir var ekkert of áfjáður í að fá lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og vildi frekar leita á náðir Rússa sem tóku vel í að lána okkur. Hins vegar kom mikill afturkippur í Rússalánið þegar Ingibjörg Sólrún kom aftur til starfa og má vera að hún hafi talið það geta truflað Evrópudrauminn, þ.e. að Íslandi færi inn í Evrópusambandið. Hún lagði alla áherslu á að sækja um lánið hjá AGS og loks þegar Geir gekkst inn á það kom í ljós að lánið var ekki á lausu vegna andstöðu svokallaðra vinaþjóða Evrópusambandsins.

Þjóðirnar hafa allar sem ein, þar á meðal Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð og Danmörk, lagst gegn láninu nema gengið verði frá Icesave-reikningunum eins og kunnugt er. Geir hefur hins vegar margoft lýst því yfir að Íslendingar láti ekki kúga sig, en nú virðist sem Ingibjörg Sólrún hafi sveigt hann enn og aftur þar sem hún vill ólm komast inn í Evrópusambandið þótt það muni kosta næstu kynslóðir gríðarlegar skattbyrðar.  

Það er ótrúlegt að fylgjast með málflutningi ráðherra þar sem hún rekur miklu frekar erindi sitt fyrir Evrópusambandinu en að ganga erinda íslensku þjóðarinnar. Hún hefur margsagt að við séum í þröngri samningsstöðu og afsakað óbilgirni evrópsku þjóðanna með þeim rökum að það sé liður í að bjarga fjármálalífi Evrópu. Svo bítur hún höfuðið af skömminni með því að lýsa því yfir að við þurfum þessa svokölluðu aðstoð til að borga reikningana í Bretlandi.

Eina hjálpræðið sem hún sér er að ganga sem fyrst þjóðunum á hönd sem beita okkur kúgun. Í kvöld tilkynnti hún þjóðinni að búast mætti við stefnubreytingu hjá Sjálfstæðisflokknum hvað varðaði Evrópusambandsaðild, hennar mætti jafnvel vænta á morgun þar sem miðstjórn Sjálfstæðisflokksins fundar.

Það er spurning hvort Ingibjörg mæti á þann fund til að treysta stöðu Geirs.


mbl.is Von um niðurstöðu í IceSave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Ingibjörg Sólrún að hætta? Hún skipar vinkonu sína sendiherra.

Það hefur verið háttur fyrrum utanríkisráðherra að fara í vafasamar ráðningar á sendiherrum rétt áður en þeir láta af störfum, þó ekki Valgerður Sverrisdóttir og á hún skilið hrós fyrir það. Í dag bárust fréttir af því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skipaði mitt í sparnaðaraðgerðum sínum vinkonu sína og fyrrum aðstoðarmann og skrifstofustjóra borgarstjórans í Reykjavík, Kristínu Árnadóttur, sendiherra.

Kristín hefur starfað í rétt rúmt ár í utanríkisþjónustunni og stýrt einni vitlausustu hugmynd Íslendinga á síðustu árum, þ.e. að sækjast eftir setu í öryggisráðinu. Og ekki er hægt að segja að erfiðið hafi skilað þjóðinni miklum árangri.

Þetta er gert í miðjum sparnaðaraðgerðum sem felast í því að blása burtu megninu af því furðulega í útþenslu utanríkisþjónustunnar sem boðað var í fjárlagafrumvarpinu. Þetta minnir á kallinn sem datt í hug að fara í tvær sólarlandaferðir á næsta ári, bæði til Mæjorka og Kýpur, en grípur svo til harðra sparnaðaraðgerða - fara bara í aðra ferðina og spara þannig hundruð þúsunda.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband