Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
29.11.2007 | 23:08
Góðar fréttir af Ólafi F. Magnússyni
Það er virkilega ánægjulegt að frétta af því að Ólafur F. Magnússon sé búinn að ná fullri heilsu á ný og muni í kjölfarið taka sæti sitt í borgarstjórn Reykjavíkur. Ólafur F. Magnússon er mikill baráttu- og hugsjónamaður og hefur sýnt í gegnum tíðina að hann er fylginn sér og samkvæmur sjálfum sér. Hann hefur barist ötullega fyrir umhverfismálum sem hefur vakið aðdáun fólks, hvort sem það fylgdi honum að málum í þeim efnum eða ekki.
Þessi tíðindi gætu boðað breytingar í borgarstjórn Reykjavíkur þar sem ég er viss um að hann mun standa fast á ýmsum baráttumálum Frjálsynda flokksins, s.s. að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni, en hann sem læknir veit sem er að staðsetning vallarins tryggir öryggi landsmanna.
Það kæmi mér heldur ekki á óvart ef Ólafur gengi hart fram í að fletta ofan af REI- og GGE-klúðrinu.
28.11.2007 | 22:28
Viðkvæm umræða Samfylkingarinnar
Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur og eðalkrati hefur í blaðagreinum bent á að flokkurinn hans sé alls ekki að bæta hag aldraðra eins og lofað var fyrir síðustu kosningar. Ég renndi yfir eina greinina í Morgunblaðinu nýlega og ætlaði svo að lesa hana á ný, leitaði að henni á vef Samfylkingarinnar enda fannst mér það nærtækast en hana var ekki að finna þar enda snertir umfjöllunarefnið viðkvæma kviku flokksins. Samfylkingin ætlar ekki að bæta velferðarkerfið eins og hún hefur lofað eins og ég hef líka bent á.
Það kom á daginn að þessa gagnrýni er hvergi að finna á samfylkingarvefnum.
Á morgun fer fram umræða um fjárlög næsta árs. Það verður fróðlegt að fylgjast með henni og sjá hvort fjölmiðlar geri þeim staðreyndum skil að engin merki sjáist í fjárlagaumræðunni um að Samfylkingin hyggist hækka barnabætur, bæta hag aldraðra og hækka vaxtabætur.
Á þessari síðu hefur komið fram að flokkurinn stendur í stórræðum við að auka ýmsan flottræfishátt, s.s. með skrifstofuhaldi Samfylkingarinnar í ráðuneytunum og ómarkvissum fjárútlátum til þróunarhjálpar sem hefur það að markmiði að ná setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
28.11.2007 | 11:06
Þöggun er ekki lausnin
Það hefur borið á því að einhverjir sjálfskipaðir verðir leyfilegrar umræðu vilji reyna að banna þá umræðu sem snertir samskipti landans og þeirra útlendinga sem hér búa. Að mati varðanna má t.d. ekki nefna þjóðerni útlendinganna ef þeir hafa gert eitthvað misjafnt og síðan hafa verið dæmi um að allri sök á neikvæðum fylgifiskum innstreymis erlends vinnuafls sé sjálfkrafa varpað á Íslendinga.
Dæmi eru um að Litháar hafi kvartað undan neikvæðum viðhorfum í sinn garð. Ég er þeirrar skoðunar að Íslendingar hafi verið mjög jákvæðir í garð Litháa þegar þeir fluttust fyrst til landsins vegna þess að einhverra hluta vegna telja sumir Íslendingar að við eigum einhvern þátt í því að Litháum tókst að brjótast undan krumlu Sovétríkjanna. Það er því miður staðreynd að misjafnir einstaklingar leynast meðal þess sómafólks sem komið hefur frá Litháen og þeir hafa gert löndum sínum sem hafa ekkert til saka unnið lífið erfiðara. Flestir sem koma til landsins eru hið vænsta fólk. Þessu til vitnis má nefna að í mörgum sjávarbyggðum eru margir tugir ungs fólks komnir tímabundið til starfa, rólegheitafólk, og mér er til efs að íslenskir farandverkamenn fyrri ára stæðust samanburð við þetta farandverkafólk.
Það er rétt að ítreka að við verðum að ræða þetta mál opið og hreinskilnislega í stað þess að fara þá leið sem sumir vilja, þ.e. að þagga umræðuna niður.
Því miður hafa síðustu mánuðina nokkrum sinnum komið upp mál þar sem útlendingar hafa í hópum nauðgað kvenfólki með hrottalegum hætti.
Það er óneitanlega öfugsnúið að margir þeirra sem dreifa markvisst áróðri fyrir verslunarmannahelgar til íslenskra karla um að nei þýði nei telji það hina mestu goðgá að ræða nauðganir útlendinga. Fyrir umræddan hóp væri miklu nær að reyna nú í kjölfar umræðu um nauðganir og óþolandi kynferðislega áreitni að hafa uppi áróður á erlendum tungum, í stað þess að þagga umræðuna niður.
Hvað er að því að upplýsa útlendinga um að nei þýði nei og að litið sé á nauðganir í íslensku samfélagi sem mjög alvarlega glæpi sem ekki eru liðnir og að kynferðisleg áreitni sé atferli sem alls ekki er liðið?
Þeir sem fylgjast með bloggsíðum ungs fólks sjá að þar kraumar sums staðar undir ólga um samskipti kynjanna. Það er rétt að koma henni í einhvern farveg með það fyrir augum að finna lausnir á augljósum vandamálum.
Það er áreiðanlega mikilvægt núna að löggæsla og forvarnir verði efldar og að ráðið verði til starfa fólk úr hópi innflytjenda sem hafi góð tengsl og sé fljótt að átta sig á samhengi hlutanna.
Grein sem birtist í DV í gær
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
27.11.2007 | 08:22
Er Samfylkingin fyrir venjulega Íslendinga?
Samfylkingin gaf út stefnuskrá fyrir síðustu kosningar þar sem gerð var grein fyrir stefnu flokksins í velferðarmálum Íslendinga. Í nýlegri blaðagrein gerði gamli eðalkratinn Björgvin Guðmundsson grein fyrir því að Samfylkingin væri langt frá því að efna loforð sín. Allir framhaldsskólanemar vita að Samfylkingin hefur svikist um að skaffa þeim ókeypis kennslubækur.
Nú ætti tími Jóhönnu og Samfylkingarinnar að vera kominn og rétt að huga að því hvort flokkurinn væri í þann mund að ná einhverju fram í velferðarmálunum, s.s. í hækkun vaxta- og barnabóta. Jóhanna Sigurðardóttir hefur löngum lagt gríðarlega mikla áherslu á þessa málaflokka og haldið langar ræður í talnabundnu máli þar sem þungar áherslur voru lagðar á misgengi verðlags og bóta og hnykkt á með tilvitnunum í prósentur í þátíð, nútíð og framtíð.
Í fjárlagafrumvarpinu er ekki að sjá þess nokkur merki að umtalsverð hækkun verði á þessum málaflokkum og eru í raun áhöld um að þeir haldi í við verðlags- og mannfjöldaþróun.
Þó að tími Jóhönnnu virðist samkvæmt öllum sólarmerkjum ekki vera kominn þrátt fyrir að hún sé sest í stól ráðherra, þá birtist skýrt í fjárlagafrumvarpinu að tími Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er svo sannarlega kominn. Hún nær að hækka svo um munar fjárframlag til sinna hugðarefna, s.s. þróunarsamvinnu í útlöndum um 35%, 770 milljónir, og nemur hækkunin hærri upphæð í krónum talið en sú sem lögð var í að hækka barna- og vaxtabætur til almennings sem glímir bæði við hærri vexti og verðbólgu.
Þessi skyndilegi fjáraustur verður á sama tíma og virðulegur landlæknir Sigurður Guðmundsson kemur ásamt Sigríði Snæbjörnsdóttur konu sinni til landsins á ný eftir ársdvöl í Malaví við hjálparstörf. Hjónin fluttu þann boðskap til Íslendinga eftir dvölina þar syðra að óheftur fjáraustur vestrænna ríkja skilaði engu.
Eina leiðin til að skilja þessi skyndilegu útlát Samfylkingarinnar er að á sama tíma sækist lýðveldið Ísland eftir setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og hér sé um að ræða einhvern herkostnað því samfara.
Er nema von að spurt sé hvort Samfylkingin sé fyrir Íslendinga?
25.11.2007 | 14:24
Skrifstofukostnaður Samfylkingarinnar
Ríkisstjórnin hefur með sjálfan ráðherra byggðamála í broddi fylkingar, Össur Skarphéðinsson, básúnað að Byggðastofnun muni leika lykilhlutverk í aðgerðum til mótvægis við óábyrgar ákvarðanir um niðurskurð í þorskveiðum.
Það er ekki að sjá í fjárlagafrumvarpinu sem bíður afgreiðslu á Alþingi að Byggðastofnun muni fá stóraukið hlutverk til þess að lina þjáningar þeirra byggðarlaga sem verða illa úti vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Í frumvarpinu kemur miklu fremur fram vilji Össurar til að hækka útgjöld til reksturs eigin skrifstofu um rúmlega 12% en sá liður sem ætlaður er til byggðamála á aðeins að hækka um 2%, þ.e. til byggðaáætlana og Byggðastofnunar.
Rekstrargrunnur | Reikningur 2006 | Fjárlög 2007 | Frumvarp 2008 | Breyting | Breyting |
Iðnaðarráðuneyti aðalskrifstofa | 153,1 | 162,7 | 183,4 | 12,7 | 19,8 |
Rekstrargrunnur | Reikningur | Fjárlög 2007 | Frumvarp | Breyting frá fjárl. | Breyting frá reikn. % |
Viðskiptaráðuneyti, aðalskrifstofa | 137,7 | 129,2 | 170,2 | 31,7 | 23,6 |
Neytendastofa | 243,1 | 248,1 | 251,4 | 1,3 | 3,4 |
Talsmaður neytenda | 13,0 | 18,2 | 15,7 | -13,7 | 20,8 |
Ýmis viðskiptamál | 14,8 | 15,4 | 15,9 | 3,2 | 7,4 |
Samtals | 817,0 | 1.091,5 | 1.471,2 | 34,8 | 80,1 |
24.11.2007 | 12:10
Össur Skarphéðinsson er ekki í nokkru jafnvægi
Í nótt skrifaði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra pistil á heimasíðuna sína sem ber með sér að karlinn er bæði sár og ekki nokkru jafnvægi.
Það er ekki heil brú í röksemdafærslu Össurar þar sem hann kennir Júlíusi Vífli um klúðrið í kringum REI og GGE þar sem vélað var með eigur almennings á bak við tjöldin. Ráðherrann virðulegi lætur sér ekki nægja að úthúða Júlíusi heldur uppnefnir hann Júlíus Vífil með mjög barnalegum hætti. Mögulega hefði það gengið ef reiðin og andlegt ójafnvægi hefðu ekki skinið í gegnum skrifin.
Það er rétt að íhuga aðkomu Júlíusar Vífils að þessu máli. Hún er einfaldlega sú að hann stóð með fyrrum minnihluta að því að fá upplýsingar um gjörðir sem oddvitar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks báru ábyrgð á um sameiningu REI og GGE, s.s. um kaupréttarsamninga og að opinberar eigur og gæði séu ekki seld án vitneskju kjörinna fulltrúa.
Nú eftir að Júlíus Vífill er kominn í minnihluta hefur hann haldið uppi málefnalegri gagnrýni um að nýr meirihluti greiði úr REI-málinu fyrir opnum tjöldum. Vonandi nær Össur sem fyrst jafnvægi, og eigi síðar en fyrir næsta ríkisstjórnarfund.
22.11.2007 | 22:50
Björn Bjarnason dómsgoði
Fyrrum borgarstjóri og núverandi þingmaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um breytingar á stjórnarskrá og lögum til að taka megi upp nýtt starfsheiti ráðherra sem bæði kynin geta borið eins og það er orðað. Ég veit ekki betur en að bæði kyn hafi borið titilinn og gegnt þessu starfi með ágætum, en það er fjarri mér að gera lítið úr að þetta starfsheiti geti mögulega truflað eða stuðað fólk. Sjálfum er mér ekkert sérstaklega annt um það og finnst það jafnvel vera heldur gamaldags og ekki lýsandi fyrir pólitískan leiðtoga sem þiggur vald sitt frá fólkinu.
Það sem mér finnst vanta upp á þingsályktunartillögu Steinunnar, einkum ef málið brennur heitt á henni, er að hún komi með einhverjar tillögur að nýrri nafngift. Nú ætla ég að bæta þar úr og leggja til að við Íslendingar leitum upprunans. Þá liggur beinast við að taka upp orðið goði. Goðar voru á þjóðveldisöldinni helstu pólitísku leiðtogar auk þess að hafa með höndum geistlegt hlutverk. Goðar eru fram á þennan dag af báðum kynjum og ekkert því til fyrirstöðu að konur beri heitið goði, s.s. hofgoði og Vesturlandsgoði vitna um.
Ég er ekki frá því að þetta væri virðulegra starfsheiti fyrir einn duglegasta ráðherra þjóðarinnar, þ.e. að gegna heitinu dómsgoði Íslendinga í stað þess að vera hæstvirtur dómsmálaráðherra. Eini mögulegi lausi endinn sem þyrfti að hnýta við þessa nafnabreytingu væri starfsheiti Geirs Haarde sem yrði þá væntanlega allsherjargoði, sbr. líka allsherjarnefnd sem tekur við málum frá forsætisráðherra/allsherjargoða. Væntanlega þyrfti þá að semja við Hilmar Örn Hilmarsson, sem nú ber þennan titil með virktum, um að hnýta aftan við sinn Ásatrúarfélagsins. Þá væri það mál leyst.
18.11.2007 | 23:23
Al Jazeera
Í sumar var ég á ferðalagi á Spáni og hafði aðgang að tveimur fréttastöðvum. Önnur var Sky og hin Al Jazeera á ensku. Ég hafði fyrirfram ákveðna fordóma gagnvart arabísku sjónvarpsstöðinni og horfði í fyrstu meira á Sky en það breyttist fljótlega. Það var fyrst og fremst vegna þess að Sky er hálfgert svæðissjónvarp og mjög enskumiðuð sjónvarpsstöð. Þar er horft á heiminn í gegnum einglyrni.
Al Jazeera kom mér verulega á óvart og á ensku rásinni þeirra voru margir gamalreyndir og frægir sjónvarpsfréttamenn, s.s. David Frost. Þar er oft kynnt annað sjónarhorn þannig að maður gat séð fréttir og gang mála frá nýjum hliðum. Ég hef lúmskt gaman af hvað Al Jazeera eru fundvísir á ýmis skringilegheit og snögga bletti á bandarísku samfélagi.
Núna í vikunni hef ég m.a. séð mjög vandaða úttekt á sístækkandi markaði fyrir sérútbúna tanka til að grafa djúpt ofan í jörðina til að lifa af kjarnorkustríð eða eitthvað þaðan af verra. Í þættinum kom fram að eitt það mikilvægasta við að koma þessum tönkum fyrir væri að tryggja að næstu nágrannar fréttu ekki af. Það myndi mögulega leiða til þess að þegar kjarnorkustríð brysti á hópaðist fólk niður í tankinn og þá er ekki víst að tankarnir yrðu til bjargar, þ.e. ef allt hverfið ætlaði að skríða ofan í tank sem rúmar 15 manns.
Það var sömuleiðis frétt af fyrrum bandarískum kvenhermönnum sem sneru heim niðurbrotnar manneskjur eftir Íraksstríðið, fengu enga félagslega hjálp og neyddust til að gista í skýlum fyrir heimilislausa. Enn fremur var gríðarlega góð umfjöllun um hversu hátt hlutfall fólks þyrfti að fá matargjafir í Oklahoma í Bandaríkjunum. Aðstæður heimilislausra eru ömurlegar.
Fleira má nefna, s.s. langt og ítarlegt viðtal við Bandaríkjamann sem hafði það að ævistarfi að gæta dauðadæmdra fanga og taka þá svo af lífi.
Það sem fer í gegnum huga minn eftir að hafa séð málin út frá þessu sjónarhorni sem er örugglega allt rétt og satt um Bandaríkin, þ.e. sem fram hefur komið í þessum sjónvarpsþáttum, er hvaða fréttir það eru sem vestrænar fréttastofur velja frá t.d. Arabaheiminum, eða bara öðrum heimshlutum en sínum eigin. Maður fer að setja spurningarmerki við það sem er til umfjöllunar hverju sinni. Það er hægt að beina kastljósi að neikvæðum hlutum í öllum samfélögum.
17.11.2007 | 21:33
Fréttablaðið og Þorsteinn Pálsson
Ég stend mig að því að fletta æ sjaldnar í gegnum Fréttablaðið og er ástæðan fyrst og fremst sú að það er ekki borið út í hús hér á Króknum heldur þurfa bæjarbúar að sækja blaðið í verslanir. Með áskrift Morgunblaðsins fylgir fríblaðið 24 stundir og ég er ekki frá því að það sé orðið öllu snarpara í fréttaflutningi en Fréttablaðið. Ég er vel mettur af lesefni þar sem ég er áskrifandi að DV sem á sína snörpu og góðu spretti.
Það sem ég hef furðað mig á er að Fréttablaðið skuli ekki vera borið út á landsbyggðinni til áskrifenda DV en mér skilst að bæði blöðin séu að stórum hluta í eigu sömu aðila. Ég er viss um að ef Fréttablaðið fylgdi DV stuðlaði það að útbreiðslu beggja dagblaða víða á landsbyggðinni.
Þó svo að það sé fátíðara að ég lesi Fréttablaðið vill svo til að ég var rétt í þessu að lesa það á netinu. Það tekur því miður dálitla stund að hlaða því niður og það er frekar þungt í vöfum að blaða í gegnum það. Leiðarinn var skrifaður af Þorsteini Pálssyni ritstjóra og hann var mjög gagnrýninn á hagfræðitilraun í peningastefnu stjórnvalda sem felst í sjálfstæði Seðlabankans í að hækka vexti til að tryggja 2,5% verðbólgumarkmið.
Það sem er merkilegt við leiðara Þorsteins er ekki hvað hann segir heldur hvað hann segir ekki. Hann fjallar ekkert um hver sé meginorsök þess að ekki næst að hemja verðbólguna þrátt fyrir hæstu vexti í Evrópu. Ástæðurnar eru auðvitað þær að ríkisstjórn sem leidd er af flokki ritstjóra Fréttablaðsins hefur staðið fyrir mjög umdeildum skattalækkunum en fjármálaráðherra viðurkenndi í viðtali á viðskiptasjónvarpsstöðinni Bloomberg að eftir á að hyggja hefði sú skattalækkun verið nokkuð vafasöm og sömuleiðis hefur ríkisstjórnin lagt til í fjárlagafrumvarpi ársins 2008 að ríkisútgjöld verði þanin út um vel á annan tug prósenta.
Það er í sjálfu sér mjög jákvætt að ritstjóri Fréttablaðsins sé gagnrýninn á hinar ýmsu tilraunir sem ekki hafa gefist eins og skyldi. Mér finnst þó standa fyrrum sjávarútvegsráðherra nær að velta fyrir sér annarri tilraun sem alls ekki hefur gengið eftir en það er auðvitað íslenska kvótakerfið. Þegar það var farið af stað með þá tilraun átti það að gefa þjóðinni 400-500 þúsund tonna jafnstöðuafla en nú eftir liðlega 20 ára tilraunastarf er aflinn 130 þúsund tonn.
14.11.2007 | 22:58
Samfylkingin sneiðir að höfuðstaðnum
Mér sem gömlum og gegnum brottfluttnum Akureyringi, nánar tiltekið úr innbænum, rennur til rifja hversu mjög Samfylkingin virðist ætla að sneiða að höfuðstað okkar Norðlendinga. Margir vonuðust til þess að einhver viðsnúningur yrði í byggðastefnu stjórnvalda með nýrri ríkisstjórn og miklum loforðaflaumi Samfylkingarinnar í vor. Sú hefur þó ekki orðið raunin og birtist það í stóru sem smáu, s.s. óábyrgum niðurskurði aflaheimilda og mismunun menntastofnana á landsbyggðinni í fjárframlögum.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2008 heldur Háskólinn á Akureyri rétt rúmlega í við verðbólguna, þ.e. eykst um 7,2% frá fjárlögum síðasta árs, á meðan fjárframlög til Háskólans í Reykjavík aukast um 16,4%.
Þessi stefna Samfylkingarinnar kristallast enn fremur í framferði Þórunnar Sveinbjarnardóttur þar sem hún hefur tekið þá ákvörðun að leggja niður veiðistjórnunarsvið sem staðsett var á Akureyri og flytja fyrrum veiðistjóra suður yfir heiðar til að gegna þar einhverju allt öðru starfi. Hvað varð um loforðið störf án staðsetningar? Var það innantómt blaður?
Þessi ákvörðun Þórunnar er illskiljanleg í ljósi þess að fyrrum veiðistjóri stóð sig afar vel í starfi. Sem dæmi um það er að þegar verið var að koma veiðikortakerfi veiðimanna á - sem var umdeilt - veitti veiðistjóraembættið svo góða þjónustu að til þess var tekið.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að skilgreina eigi störf á vegum ríkisins sem hægt er að vinna án tillits til staðsetningar og þannig stuðlað að fjölgun starfa á landsbyggðinni. Það má vera að hafið sé þetta skilgreiningarstarf stjórnarflokkanna á því hvaða störf megi vinna utan höfuðborgarsvæðisins og hver ekki og að í þeirri vinnu hafi flokkarnir komist að því að alls ekki sé hægt að starfrækja embætti veiðistjóra á Akureyri.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Innlent
- Augu almannavarna á mikilvægum innviðum
- Hraun fór yfir Grindavíkurveg
- Él á Norður- og Austurlandi
- Sáu eldgosið brjótast út frá Snæfellsnesi
- Búseta skortir byggingarlóðir
- Gosið gæti varað lengur: Meiri fyrirstaða í gosrásinni
- Erlendir miðlar greina frá tíunda gosinu
- Beint: Eldgos hafið við Stóra-Skógfell
- Verulegar líkur á að hraun renni yfir veginn
- Bein útsending frá gosstöðvunum
- Rafhlaða drónans tæmdist: Þetta leit ekki vel út
- Virknin náð hámarki: Hraun 500 metra frá veginum
- Innan við kílómetra frá Grindavíkurvegi
- Hraun gæti runnið yfir Grindavíkurveg
- Gasdreifingarspá vegna eldgossins