Leita í fréttum mbl.is

Al Jazeera

Í sumar var ég á ferðalagi á Spáni og hafði aðgang að tveimur fréttastöðvum. Önnur var Sky og hin Al Jazeera á ensku. Ég hafði fyrirfram ákveðna fordóma gagnvart arabísku sjónvarpsstöðinni og horfði í fyrstu meira á Sky en það breyttist fljótlega. Það var fyrst og fremst vegna þess að Sky er hálfgert svæðissjónvarp og mjög enskumiðuð sjónvarpsstöð. Þar er horft á heiminn í gegnum einglyrni.

Al Jazeera kom mér verulega á óvart og á ensku rásinni þeirra voru margir gamalreyndir og frægir sjónvarpsfréttamenn, s.s. David Frost. Þar er oft kynnt annað sjónarhorn þannig að maður gat séð fréttir og gang mála frá nýjum hliðum. Ég hef lúmskt gaman af hvað Al Jazeera eru fundvísir á ýmis skringilegheit og snögga bletti á bandarísku samfélagi.

Núna í vikunni hef ég m.a. séð mjög vandaða úttekt á sístækkandi markaði fyrir sérútbúna tanka til að grafa djúpt ofan í jörðina til að lifa af kjarnorkustríð eða eitthvað þaðan af verra. Í þættinum kom fram að eitt það mikilvægasta við að koma þessum tönkum fyrir væri að tryggja að næstu nágrannar fréttu ekki af. Það myndi mögulega leiða til þess að þegar kjarnorkustríð brysti á hópaðist fólk niður í tankinn og þá er ekki víst að tankarnir yrðu til bjargar, þ.e. ef allt hverfið ætlaði að skríða ofan í tank sem rúmar 15 manns.

Það var sömuleiðis frétt af fyrrum bandarískum kvenhermönnum sem sneru heim niðurbrotnar manneskjur eftir Íraksstríðið, fengu enga félagslega hjálp og neyddust til að gista í skýlum fyrir heimilislausa. Enn fremur var gríðarlega góð umfjöllun um hversu hátt hlutfall fólks þyrfti að fá matargjafir í Oklahoma í Bandaríkjunum. Aðstæður heimilislausra eru ömurlegar.

Fleira má nefna, s.s. langt og ítarlegt viðtal við Bandaríkjamann sem hafði það að ævistarfi að gæta dauðadæmdra fanga og taka þá svo af lífi.

Það sem fer í gegnum huga minn eftir að hafa séð málin út frá þessu sjónarhorni sem er örugglega allt rétt og satt um Bandaríkin, þ.e. sem fram hefur komið í þessum sjónvarpsþáttum, er hvaða fréttir það eru sem vestrænar fréttastofur velja frá t.d. Arabaheiminum, eða bara öðrum heimshlutum en sínum eigin. Maður fer að setja spurningarmerki við það sem er til umfjöllunar hverju sinni. Það er hægt að beina kastljósi að neikvæðum hlutum í öllum samfélögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Ég efa ekki að það er fróðlegt að sjá hin ýmsu efnistök sem víðast.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.11.2007 kl. 00:12

2 identicon

Sæll Sigurjón,

þú ættir að lesa bókina um sjónvarpsstöðina - heitir einfaldlega Al Jazeera - sem lýsir sögu hennar. Gefin út 2005. Finnur hana klárlega á Amazon og kanski í Eymundsson. Afar læsileg og innihaldsrík bók um þessa merkilegu fréttastöð.

Þórir Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 20:30

3 Smámynd: 365

Þessi stöð hefur í gegnum árin þrifist á áróðri og óhróðri gegn BNA, ekki láta blekkjast Sigurjón, vertu harður og hvass, vaknaðu maður, þú hefur greinilega fengið sólsting þarna suðurfrá, taktu þér tak.

365, 19.11.2007 kl. 22:17

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er mjög erfitt að vera með áróður "gegn" USA.. USA er með kúkinn upp á bak á öllum sviðum.

Óskar Þorkelsson, 19.11.2007 kl. 22:23

5 identicon

Mér finnst þetta athyglisvert í meira lagi, mikið vildi ég að við á Íslandi gætum séð þessa stöð eins auðveldlega og við sjáum SKY fréttastöðina.

Alva Ævarsdóttir

alva (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 00:24

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

365

Ég held að ég hafi að mestu sloppið við sólstinginn á Spáni og var að mestu allsgáður.  Það sem ég reyndi að segja í ofangreindum pistli var að það eigi að treysta mátulega varlega þeirri mynd sem dregin er upp af heilu þjóðfélögunum í gegnum umfjöllun fjölmiðla s.s. Al Jazeera en það er hægt að velja að fjalla sí og æ rækilega um  umdeildar hliðar á bandarísku samfélagi.

Í framhaldinu fór ég að velta fyrir mér vali á umfjöllunarefnum vestrænna fréttamiðla.

Sigurjón Þórðarson, 20.11.2007 kl. 09:59

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er Al-Jazeera sem sagt í því að leita uppi "skringilegheit og snögga bletti á bandarísku samfélagi"? Sé svo -- hafir þú sjálfur verið nógu glöggur til að veita því eftirtekt, að þetta er virkilega stefna þeirra viljandi og vísvitandi -- þarftu þá ekki að varast neitt áherzlur þeirra og að láta berast með af þeim áróðursstraumi, sem þar flýtur fram? - Með góðum óskum,

Jón Valur Jensson, 21.11.2007 kl. 01:43

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jón Valur það er nú þannig eins og þú þekkir manna best að það er nauðsynlegt að vera alltaf á vaktinni.

Sigurjón Þórðarson, 21.11.2007 kl. 09:12

9 identicon

Sennilega gera menn meiri kröfur til siðferðis sjórnvalda ríkja sem ráða yfir kjarnorkuvopnum og teljast stórveldi, en þeirra sem teljast til þriðja heimsins svokallaða. Ég veit ekki hvenær það gerðist að sum vestræn ríki töldu sig ein hafa réttan mælikvarða á hvað væri siðmenning? Kannski var það á nýlendutímanum. Margir eiga erfitt með að endurmeta sín gömlu viðhorf, það er ekki aðeins í fótboltanum sem menn standa með sínu gamla liði, þannig virðast sumir fylgja blint Bandaríkjamönnum, sama hvaða vitleysu þeir ana út í.  Þetta er held ég ákveðinn vanþroski að innlimast skoðanalega ákveðinni "grúppu".

Guttormur Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 22:22

10 identicon

365 bendir á hér að ofan að það séu og hafi verið ær og kýr Al Jazeira að viðhafa áróður gegn BNA. Auðvitað er áróður í gangi á þessari stöð eins og öðrum. Einhver rosalegasta áróðursmaskína sem hægt er að horfa á allavega hér í hinum vestræna heimi er td. Fox news. Flest veltur á skilgreiningum þegar kemur að afbökuðum fréttaflutningi frá þeim. Td. er ávallt talað um hryðjuverkamenn og uppreisnarhópa þegar verið er að tala um þá sem ósáttir voru við að bandaríkin skyldu ráðast á Írak, landið þeirra sem hefur leitt til þess að hundruð þúsunda hafa tínt lífinu.

Bandarískar fréttastöðvar með Fox news í aðalhlutverki voru í raun ástæða þess að bandaríkjastjórn tókst að sannfæra almenning um þá lygi að í Írak væru að finna gjöreyðingarvopn, þrátt fyrir að Hans Blix og co, hjá SÞ. fullyrtu að þar væri ekkert slíkt að finna.

Fox news hefur ekki látið deigann síga í því að reyna að hylma yfir þá staðreynd að ekki stendur steinn yfir steini í opinberu samsæriskenningunni um 11. September. Já ég segi samsæriskenning, því að ekkert af því sem okkur hefur verið tjáð að hafi gerst þann dag hefur nokkurntíman verið sannað, enda hefur enginn reynt að sanna það, og þar af leiðandi er opinbera sagan aðeins míglek kenning um samsæri en ekki staðreynd um samsæri.

Fox news hefur í áratugi verið í áróðursstríði við þá sem ekki kaupa opinberu söguna af morðinu á John F. Kennedy, í stað þess að leggja í eigin rannsóknarleiðangur í því máli er stöðugt hamrað á niðurstöðum Warren nefndarinnar og fullyrt að sú nefnd hafi rannsakað málið á fullkomlega hlutlausann hátt, þrátt fyrir að varaformaður nefndarinnar hafi verið enginn annar en Alan Dulles, fyrrverandi yfirmaður CIA, sem John F. Kennedy rak úr embætti í kjölfar Svínaflóa hneykslisins og að þessi nefnd hafi komið fram með einhverja þá fáránlegustu kenningu í sakamáli sem um getur (lone gunman theory). Í stað þess að velta fyrir sér hverjar mögulega gætu verið ástæður þess að JFK var drepinn, eins og td. að hann hafði í hyggju að leggja CIA niður eftir Svínaflóaævintýrið, staðreyndir eins og að Jack Ruby var starfsmaður hjá Richard Nixon árið 1947 og þar fram eftir götunum þá hafa þeir hjá Fox gert allt til þess að reyna að þagga allt slíkt niður með persónuárásum á þá sem um þetta fjalla og reyna þannig að koma í veg fyrir að sannleikurinn fái að koma fram.

Gott dæmi um það er þetta myndbrot frá Fox:

http://nidurhal.gagnauga.is/KevinBarrettSpanksFOXNews.wmv

 

Thinktank (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband