Leita í fréttum mbl.is

Viðkvæm umræða Samfylkingarinnar

Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur og eðalkrati hefur í blaðagreinum bent á að flokkurinn hans sé alls ekki að bæta hag aldraðra eins og lofað var fyrir síðustu kosningar. Ég renndi yfir eina greinina í Morgunblaðinu nýlega og ætlaði svo að lesa hana á ný, leitaði að henni á vef Samfylkingarinnar enda fannst mér það nærtækast en hana var ekki að finna þar enda snertir umfjöllunarefnið viðkvæma kviku flokksins. Samfylkingin ætlar ekki að bæta velferðarkerfið eins og hún hefur lofað eins og ég hef líka bent á.

Það kom á daginn að þessa gagnrýni er hvergi að finna á samfylkingarvefnum.

Á morgun fer fram umræða um fjárlög næsta árs. Það verður fróðlegt að fylgjast með henni og sjá hvort fjölmiðlar geri þeim staðreyndum skil að engin merki sjáist í fjárlagaumræðunni um að Samfylkingin hyggist hækka barnabætur, bæta hag aldraðra og hækka vaxtabætur.

Á þessari síðu hefur komið fram að flokkurinn stendur í stórræðum við að auka ýmsan flottræfishátt, s.s. með skrifstofuhaldi Samfylkingarinnar í ráðuneytunum og ómarkvissum fjárútlátum til þróunarhjálpar sem hefur það að markmiði að ná setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Allt rétt Sigurjón.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.11.2007 kl. 02:05

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það má ekki missa trú á hina rómantísku jafnaðarstefnu með góða blöndu af einkaframtaki og samábyrgð! Þar liggur fjöreggið. Þarf ekki bara að tryggja slíkum gildum meirihluta fyrir næstu kosningar? Ert þú enn frjálslyndur? Heldurðu að velferðaráherslur í landinu væru meiri ef að Guðjón Arnar hefði fengið að komast undir sængina með Framsókn og íhaldinu, eins og hann langaði svo mikið? Það er komin tími á að sameinast um að sameinast um þessi mál. Björgvin Sig finnst mér vera ð standa sig mjög vel. Hafði enga sérstaka trú á honum, en hann talar máli neytenda og almennings á skeleggan hátt innan um alla hákarla fjármagnsins. Kvótakerfið er slæmt en efast um að það geri meira en að halda 3-5% lífi í frjálsum og hvaða vit er í því til lengdar?

Gunnlaugur B Ólafsson, 30.11.2007 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband