Leita í fréttum mbl.is

Góðar fréttir af Ólafi F. Magnússyni

Það er virkilega ánægjulegt að frétta af því að Ólafur F. Magnússon sé búinn að ná fullri heilsu á ný og muni í kjölfarið taka sæti sitt í borgarstjórn Reykjavíkur. Ólafur F. Magnússon er mikill baráttu- og hugsjónamaður og hefur sýnt í gegnum tíðina að hann er fylginn sér og samkvæmur sjálfum sér. Hann hefur barist ötullega fyrir umhverfismálum sem hefur vakið aðdáun fólks, hvort sem það fylgdi honum að málum í þeim efnum eða ekki.

Þessi tíðindi gætu boðað breytingar í borgarstjórn Reykjavíkur þar sem ég er viss um að hann mun standa fast á ýmsum baráttumálum Frjálsynda flokksins, s.s. að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni, en hann sem læknir veit sem er að staðsetning vallarins tryggir öryggi landsmanna.

Það kæmi mér heldur ekki á óvart ef Ólafur gengi hart fram í að fletta ofan af REI- og GGE-klúðrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

uff.. þetta kom í veg fyrir mitt atkvæði til FF.. ég vil helv flugvöllin burtu úr Vatnsmýrinni og ég vil þetta sjúkrahússkrímsli þangað sem það á að vera.. uppi í grafarholti !!  og þá flugvöllinn væntanlega upp á sandskeið eða eitthvað.. bara burt úr miðbænum sem er orðinn kraðak af bílum og bílastæðaleysi.. ekki meira ábætandi og ef FF vill fá almennilegt fylgi í Reykjavík og slá út Framsóknarpyttin í leiðinni þá eigið þið að berjast fyrir vitrænum málum í Reykjavik ekki einhverju stríðsáravandamáli..

Óskar Þorkelsson, 29.11.2007 kl. 23:12

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

umm já gleymdi í ofsanum að óska Ólafi góðs bata.

Óskar Þorkelsson, 29.11.2007 kl. 23:13

3 Smámynd: Jens Guð

  Það er fagnaðarefni að Ólafur hafi náð heilsu og sé kominn aftur til starfa.  Ég vænti mikils af honum.  Hann er heiðarlegt glæsimenni og hreinskiptinn hugsjónamaður sem stendur fast á sínum skoðunum.  Við getum verið stolt af því að hann starfi undir merki Frjálslynda flokksins.  Ég er einmitt mjög ánægður með einarða afstöðu hans fyrir því að flugvöllurinn fái að vera á sínum ágæta stað.  Mér er líka kunnugt um að hann sé afskaplega vinsæll og farsæll læknir. 

Jens Guð, 29.11.2007 kl. 23:29

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sveitalubbar báðir tveir

Óskar Þorkelsson, 29.11.2007 kl. 23:34

5 identicon

Sigurjón, þetta er einhver mesta hræsni sem ég hef séð lengi eða allt frá því að Frjálslyndir fóru sjálfir að snúa út úr eigin stefnu í innflytjendamálum.

Þú ert að fagna því að Ólafur sé búinn að ná heilsu vegna þess að þú vonar að hann eyðileggi meirihlutasamstarfið í borginni. Þetta er aumt.

Nær hefði verið að óka honum lukku og velgengni vegna heilsunnar og þá af einlægni. Það ætla ég að gera. Það er alltaf gott þegar fólk nær heilsu og menn eiga að samgleðjast. Það eru nógu margir sem eiga við heilsuleysi að stríða án batavonar þó ekki sé klæmst á batavonum.

Hélt satt að segja að þú værir betur gerður en raun ber vitni.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 23:57

6 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ég óska Ólafi alls hins besta og lýsi yfir ánægju minni með að hann skuli mættur á ný. Þar fer mikill hugsjónamaður með heilbrigða skynsemi. Verst að hann er í röngum flokki.

Þórbergur Torfason, 30.11.2007 kl. 00:02

7 identicon

Ólafur Magnússon er ágætur og það er líka Margrét Sverrisdóttir. Varðandi flugvöllinn þá hafa bygginga- og lóðabraskarar eytt miklu púðri í herferð gegn honum. Hlægileg sú röksemd þeirra að borgin tapi stórum upphæðum á veru hans í Vatnsmýrinni. Þessir gróðaspekulantar hafa reiknað út hvað borgin gæti fengið fyrir sölu lóða í Vatnsmýrinni, eins og það sé eitthvað meiri auðsuppspretta að selja lóðir í Vatnsmýrinni en víða annarsstaðar. Þessir menn eru svo þröngir í hugsun að þeir skilja ekki hvernig kapital getur myndast af öðru en braski og okri á íbúunum. Það er nóg land utan Vatnsmýrarinnar til að taka undir lóðir. Það eru líka veik rök að segja að með því að auka byggð í Vatnsmýrinni rýmkist um umferðina, þvert á móti mun hún að sjálfsögðu aukast á öllu miðborgarsvæðinu, afþví að ný byggð í Vatnsmýrinni mun ekki fækka fyrirtækjum sem fyrir eru í miðborginni. Hringbrautin mun t.d. gjörsamlega yfirfyllast af umferð. Það er ótrúlegt hverju einfaldar sálir fást til að trúa, sé áróðurinn nógu sterkur.

Til að leysa framtíðarvanda umferðarinnar í Reykjavík þarf að beita nýrri tækni. T.d. væri mögulegt að byggja upp rafdrifið og tölvustýrt einteinungsvagnakerfi þar sem einteinungsbrautir væru byggðar lóðrétt utan við núverandi gatnakerfi og tölvustýrðir tveggja til þriggja farþega rafdrifnir einteinungsvagnar kæmu í stað strætivagnakerfisins eins og það er í dag. Slík kerfi hafa verið þróuð og spara m.a. : a) mengun, b) slys, c) lögreglu, d) pláss, e) gjaldeyrir, f) bíl- og ferðakosnað, g) leigubílakostnað, h) tíma o.fl.  

Guttormur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 00:03

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Til hamingu Ólafur!

Mjög gott mál. 

Sigurður Þórðarson, 30.11.2007 kl. 00:18

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gott mál...láttu þér batna og líða vel Ólafur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.11.2007 kl. 02:10

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mjög gott mál.  Vil nota tækifærið og óska Ólafi F. Magnússyni til hamingju með að hafa náð heilsu á ný.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband