Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
31.10.2007 | 23:38
Virkjanir áfram, ekkert stopp - vinstri grænir
Það er gaman að fylgjast með því að norðan að vinstri grænir eru í virkilega góðum gír í höfuðborginni og sælir og glaðir enda komnir í stjórn hjá Framsókn. Gleðivíman er svo mikil að þeir eru búnir að steingleyma þeim málum sem þeir höfðu áhyggjur af fyrir örfáum vikum, s.s. bréfi umboðsmanns Alþingis. Um þetta erindi héldu þeir tilfinningaþrungnar ræður fyrir skemmstu en nú er öldin önnur og kjörnir fulltrúar hafa ekki lengur tíma í svona erindi og embættismaður settur í að svara bréfinu.
Sælan og gleðin er svo barnsleg og tær að þeir virðast ekki hafa nokkrar minnstu áhyggjur af þeim málum sem flokkurinn er þó stofnaður í kringum. Gleðin virðist ekki eiga sér nein takmörk. Ekki ber á því að vinstri grænir séu neitt að breyta kúrs borgarinnar í virkjunarmálum. Virðast vinstri grænir taka heils hugar undir með Birni Inga í virkjanakórnum um árangur áfram, ekkert stopp. Ætla flokkarnir í sameiningu að brjóta land undir nýjar virkjanir OR, REI og GGE þar sem er gríðarlega verðmætt útivistarsvæði Reykvíkinga ef marka má fróðlega síðu hengill.nu. Ekki virðist spilla neitt fyrir gleði vinstri grænna að það eigi að nota mest af orkunni sem verður virkjuð á útivistarsvæðinu til að knýja álver í Helguvík.
30.10.2007 | 12:57
Billegur sjóari
Í Mogganum mínum í morgun renndi ég í gegnum grein eftir Friðbjörn Orra Ketilsson þar sem hann jós kjaftagleiður sviguryrðum að ritstjórn Moggans. Í sjálfu sér hefði það verið góðra gjalda vert ef sjóarinn hefði rökstutt mál sitt. Þessi ódýri málflutningur kom mér í sjálfu sér ekki á óvart þar sem ég sat einhverju sinni í þættinum Silfri Egils með honum þar sem hann viðhafði ómerkilegan málflutning og ýkti fjölda múslima í landinu.
Það sem kom mér hins vegar skemmtilega á óvart var að Friðbjörn titlaði sjálfan sig sem formann Félags ungs fólks í sjávarútvegi. Ég ákvað að kynna mér störf hans og reynslu af atvinnugreininni sem hann hafði greinilega miklar skoðanir á og fordæmdi aðra harkalega fyrir að vera ekki sömu skoðunar. Í ferilsskrá Friðbjarnar sem fram kemur á heimasíðu hans eru engar upplýsingar um að hann hafi starfað í sjávarútvegi. Hann hefur hins vegar átt farsælan starfsferil hjá verslunarkeðjunni Bónus. Þetta er því vel varðveitt leyndarmál hjá formanni Félags ungs fólks í sjávarútvegi.
Það væri forvitnilegt ef einhver gæti upplýst um störf þessa kraftmikla sjómanns.
28.10.2007 | 23:48
Hamskipti SKK og ISG á LÍÚ-fundum
Enn og aftur gerist það að ræðumenn á LÍÚ-fundum hafa hamskipti og tala upp í eyrun á fundarmönnum. Hver man ekki eftir formanni Samfylkingarinnar, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem breyttist í einlægan stuðningsmann kvótakerfisins á fundi LÍÚ fyrir sléttum tveimur árum? Nú bárust fréttir af hinum unga og efnilega þingmanni þjóðarinnar, Sigurði Kára Kristjánssyni, sem var ræðumaður á þinginu og talaði eins og beint upp úr leiðara Þorsteins Pálssonar sem tók einmitt þátt í að koma kerfinu á.
Það skýtur skökku við að Sigurður sem er gagnrýninn á flest óbreytanleg kerfi, s.s. vínsölu ríkisins, skuli skrifa upp á kvótakerfi sem er sannanlegt skrýmsli. Það kemur í veg fyrir nýliðun ungs fólks í greininni og þorskveiði er nú, eftir uppbyggingarstarf kvótakerfisins, innan við þriðjungur þess afla sem veiddur var áður en kerfið var sett á laggirnar.
Það má vera að kerfið gangi upp séð með gleraugum lögfræðinnar og stjórnsýslufræða en fyrir þá sem þurfa að vinna eftir því og fyrir heildarhagsmuni þjóðarinnar gengur það ekki upp.
Er ekki sanngjarnt að ætlast til þess af ungu fólki sem er á þingi, hvort sem það heitir Sigurður Kári eða Birkir Jón eða Katrín Júlíusdóttir eða Katrín Jakobsdóttir, að það taki ofan hin þröngu kerfisgleraugu og efli með sér kjark til að fara í gegnum ágalla kerfisins, hörmungasögu þess og leita lausna sem virka í stað þess að draga upp fegraða mynd af kerfinu? Þau voru ekki á dögum þegar kerfinu var komið á og ættu þess vegna ekki að upplifa sig í þeim sporum að þurfa að verja gjörðir flokksfeðranna.
28.10.2007 | 22:14
Hugvit á Siglufirði
Ég er kominn á fulla ferð í gömlu nýju vinnunni minni hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra. Mér hlotnaðist m.a. sá heiður á nýlegum aðalfundi Félags heilbrigðisfulltrúa að vera kosinn ritari. Ég bíð nokkuð spenntur eftir fyrsta stjórnarfundinum sem verður boðaður í vikunni en það starf leiðir bloggvinkona mín Svava Steinarsdóttir.
Það er ýmislegt að gerast þessa dagana á sviði umhverfismála í sveitarfélögum landsins. Víða er leitað leiða til að minnka úrgang, t.d. með jarðgerð. Síðasta fimmtudag skoðaði ég með heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra nýja moltumaskínu sem framleidd er á Vélaverkstæði SR á Siglufirði. Til stendur að sú vél muni jarðgera allan lífrænan úrgang frá íbúum Siglufjarðar, og þegar fram líða stundir og austurhlutinn verður tengdur vesturhlutanum verður úrgangi líka safnað þaðan, þá líka frá Ólafsfirðingum.
Ef þetta verkefni gengur vel í Fjallabyggð eru líkur til að hægt verði að koma tækinu í gagnið á fleiri stöðum á landinu. Svo náttúrlega eru Króksarar komnir af stað með að jarðgera allan lífrænan úrgang frá sláturhúsinu sem er eitt stærsta sláturhús landsins. Búnaðurinn verður formlega tekinn í notkun á ráðstefnu sem mig minnir að verði haldin 8. nóvember nk.
Vonandi gengur allt vel hjá Siglfirðingunum. Það er brýnt að menn sjái tækifæri og lausnir þegar rætt er um umhverfismál og komi umræðunni í jákvæðan farveg.
25.10.2007 | 08:24
Friðardúfan Össur
Útreikningar mínir sem ekki hafa verið dregnir í efa sýna svart á hvítu að það hafa tapast út úr rjúpnastofninum um 400 þúsund rjúpur á síðustu tveimur árum umfram það sem reiknilíkan Náttúrufræðistofnunar getur skýrt. Reiknilíkanið "góða" var notað til grundvallar veiðiráðgjöf umhverfisráðherra Þórunnar Sveinbjarnardóttur sem lagði til að 38.000 rjúpur yrðu veiddar þetta haustið. Veiðin er því innan við 10% af því sem tapast hefur út úr líkaninu.
Ég kynnti þessa útreikninga á vef veiðmanna hlad.is og síðan í blaðagrein í Blaðinu. Það er óhætt að fullyrða að ég hafi fengið vægast sagt mjög sterk viðbrögð frá veiðimönnum um allt land en nokkrir tugir höfðu samband og óskuðu eftir að fá útreikningana senda sem staðfestu hversu gapandi vitlaust líkanið er. Það voru ekki einungis veiðimenn sem óskuðu eftir að fá útreikningana senda heldur einnig nokkrir líffræðingar sem trúðu ekki að því væri haldið fram af Náttúrufræðistofnun að veiðar mögnuðu upp önnur afföll rjúpnastofnsins.
Í bréfaskiptum mínum við veiðimenn hefur komið fram mikið vantraust á grundvöll rjúpnaráðgjafarinnar og telja þeir að lítið mark sé tekið á sjónarmiðum þeirra. Sama vantraust virðist vera uppi af hálfu helstu sérfræðinga sem koma að veiðiráðgjöfinni í garð veiðimanna en við mat á veiðinni er ekki tekið mark á skýrslum veiðimanna sem velflestir fylla út samviskusamlega, heldur er einungis lögð til grundvallar neyslukönnun sem gerð er af Gallup.
Það skiptir afar miklu máli að það verði gætt að því að nýr umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir grafi ekki frekar undan því trausti og samstarfi veiðimanna og stjórnvalda en sá sem lagði góðan grunn að því samstarfi er einmitt Össur Skarphéðinsson þegar hann kom á fót veiðikortakerfinu. Fyrrverandi umhverfisráðherra tókst svo vel upp með að innleiða veiðikortakerfið að veiðimaður hér norðanlands á það til að nefna Össur friðardúfu veiðimanna.
Einn mikilvægur þáttur í því að efla traust er í mínum huga að svara málefnalegri gagnrýni veiðimanna eins og þeirri sem ég hef lagt fram. Með því mætti eyða misskilningi og endurreisa traust á veiðiráðgjöf umhverfisráðherra.
18.10.2007 | 23:37
Fær Örn Pálsson Nóbelinn?
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, hefur verið gagnrýninn á ráðgjöf Hafró enda er það engin furða. Niðurskurður á aflaheimildum hefur ekki leitt til aukinnar veiði seinna eins og hefur verið lofað á síðustu 20 árum. Nú er ástandið svo að við veiðum um 30% af því sem við veiddum að jafnaði af þorski um áratugaskeið áður en þetta sérkennilega uppbyggingarstarf hófst.
Örn Pálsson er farinn að setja spurningarmerki eins og sá sem slær hér á lyklaborðið við uppbygginguna. Á heimasíðu smábátafélagsins LS gerir hann grein fyrir stórmerkilegri uppgötvun sem hann byggir á gögnum Hafrannsóknastofnunar sem a.m.k. íslensk stjórnvöld með sjávarútvegsráðherrann í broddi fylkingar gera ekki athugasemd við og fara eftir í blindni.
Í þessum gögnum kemur fram að fiskur léttist gríðarlega eftir því sem hann eldist. Í skýrslum Hafró samkvæmt úrvinnslu Arnar kemur fram að þorskur sem var 11 ára árið 2004 hafi þá mælst að meðaltali um 11 kg en nú, þegar hann er orðinn 14 ára, mælist hann að meðaltali tæp 7 kg. Ef þetta væri raunin væru þetta stórmerkilegar niðurstöður og Örn ætti ekki minna skilið en Nóbelinn fyrir uppgötvanir sínar.
18.10.2007 | 08:38
Belgingur í Bifrastarstjórninni
Margir bundu vonir við nýja stjórn Orkuveitunnar, að þar yrði valinkunnið fólk, bæði fyrrum rektor Bifrastar og núverandi aðstoðarrektor, sem myndi koma festu og trúverðugleika á í stjórn OR. Ekki byrjar þó Jón Sigurðsson gæfulega þar sem hann belgir sig út í blöðunum og storkar landsmönnum í viðtalinu í dag með því nánast að hvítþvo vægast sagt vafasöm vinnubrögð við stofnun REI. Hann snýr almennri hneykslan og vantrú almennings á vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð upp í barnaskap einstakra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Jón Sigurðsson ætti að vita manna best að efasemdir og vantrú eru ekki síst meðal nýrra samstarfsmanna Framsóknaflokksins í borgarstjórn þannig að yfirlýsingar hans eru að mínu mati algjörlega taktlausar og eins og hann sé að storka bæði nýjum meirihluta og almenningi í landinu.
Bernskir borgarfulltrúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2007 | 22:56
Grípur rektor inn í störf prófessors Baldurs?
Enn og aftur kemur Baldur Þórhallsson í fjölmiðla og skreytir sig með prófessorstign við Háskóla Íslands, æðstu menntastofnun þjóðarinnar. Í kvöld birtist hann gleiður á skjánum og lýsti fjálglega stöðu mála innan Sjálfstæðisflokksins og pólitískri stöðu fyrrum borgarstjóra, lýsti því yfir að Vilhjálmur væri í þröngri stöðu. Sem áður voru þessar yfirlýsingar fræðimannsins ekki rökstuddar, hvað þá að einhverjar rannsóknir hafi legið að baki þessari niðurstöðu. Mér finnst fráleitt að fræðimaður á sviði stjórnmála skuli nefna aðeins annan þeirra sem bar ábyrgð á framvindu mála í REI-málinu og hlaupa alveg yfir þátt hins, þ.e. Björns Inga Hrafnssonar, þegar hann ræðir pólitíska stöðu þeirra og flokka þeirra.
Ég get ekki betur séð en að Björn Ingi Hrafnsson beri síst minni ábyrgð á klúðrinu sem varð til þess að skyndilega var búið að einkavæða orkuauðlindir almennings. Ég held að fólk sjái í gegnum þetta og að Baldur stundar pólitískan spuna til að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn sem er dulbúið í fræðilegan búning. Ég er ekki viss um að þessi ráð sem hann veitti forsætisráðherra um að grípa inn í og koma Vilhjálmi frá í borgarstjórn hafi verið veitt af umhyggju fyrir Sjálfstæðisflokknum eða almannahagsmunum. Ef almannahagsmunir hefðu ráðið för hefði hann frekar beint sjónum sínum að Birni Inga Hrafnssyni. Hann situr í meirihlutanum sem hefur völd og raunveruleg áhrif á hvernig greitt verður úr þessu hneyksli sem REI-málið óneitanlega er.
15.10.2007 | 23:08
Þorskurinn og Guðfinna Bjarnadóttir
Mér þótti nokkrum tíðindum sæta að líffræðiskor Háskóla Íslands skyldi álykta harkalega gegn einum óbreyttum nýliða á þingi, Guðfinnu S. Bjarnadóttur. Ástæðan var sú að nýliðinn vildi ekki setja skólum Evrópu fyrir hvort þróunarkenningin væri kennd sem fræði eður ei.
Eflaust hefur þessi harði tónn komið ýmsum fleirum á óvart þar sem deilur líffræðiskorar HÍ og guðfræðideildar við sama skóla hafa ekki farið mjög hátt.
Ég hefði talið miklu nærtækara fyrir líffræðiskor háskólans að beina gagnrýninni hugsun sinni að reiknisfræðilegri fiskveiðiráðgjöf sem er á góðri leið með að rústa sjávarútvegi víða um heim enda stangast fræðin á við viðtekna vistfræði. Landsmenn vita að þessi fræði hafa ekki gengið upp hér við land en nú er aflinn um 30% af því sem hann var að jafnaði um áratuga skeið.
Í Norðursjónum eru þessi fræði lengra gengin og þorskaflinn nú einungis um 10% af því sem hann var áður en uppbyggingarstarfið hófst þar með markvissu uppbyggingarstarfi. Nú berast fréttir af því að að nýliðun hafi aukist annað árið í röð en ráðgjöfin er alltaf sú sama: aukinn niðurskurður á aflaheimildum. Í fyrra var ráðgjöfin þorskveiðibann og í ár var lagður til verulegur niðurskurður.
Það er orðið löngu tímabært að fræðasamfélagið taki þessa fiskveiðiráðgjöf til gagngerrar endurskoðunar, þ.e. ef þessi fræði eiga að verða meðhöndluð eins og vísindi en ekki trúarbrögð.
Aukin nýliðun í þorskstofninum í Norðursjó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2007 | 13:13
Vestfirskir sjómenn gáttaðir á Einari Kristni
Nú um helgina hitti ég fjölmarga smábátasjómenn af Norðurlandi og áttu þeir það sammerkt að þeir hafa enga trú á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um niðurskurð á aflaheimildum í þorski. Þeir töldu útilokað að veiða 90 þúsund tonn í ýsu samanborið við veiðiheimildir í þorski upp á 130 þúsund tonn. Nú verður örugglega lögð áhersla á að hanna og útbúa veiðarfæri sem sneiðir hjá þorskinum. Það er fáheyrð vitleysa að vera að hanna veiðarfæri sem veiða ekki.
Nú berast fréttir af því vestan af fjörðum að einn af stærri togurum landsmanna, Örfiriseyin, sé að skarka lengst inni í Ísafjarðardjúpi og verði að því í rúma viku, þ.e. hamist á hefðbundinni veiðislóð smábáta. Fréttir herma að verið sé að gera tilraunir með troll sem sneiðir hjá þorski. Vestfirskir sjómenn sem hafa haft samband við mig kunna þessum mótvægisaðgerðum sem samþykktar eru sérstaklega af Einari Kristni sjávarútvegsráðherra ekki neinar þakkir og vildu helst vera lausir við þær. Hér er um að ræða mikilvæga veiðislóð sem smábátasjómenn nýta sér þegar belgingur er í veðrinu, þá er hægt að fara inn í Djúpið þótt þeir þurfi betra veður til að fara út á rúmsjó.
Það er orðið löngu tímabært að taka til endurskoðunar alla þessa fiskveiðistjórnun og gera miklu frekar tilraunir til að auka frelsi í greininni í stað þess að setja stærstu togara landsins í tilraunaverkefni innfjarðar.
Í vikunni verður haldinn aðalfundur LS og reiknað er með að þar verði teknar snarpar umræður um málin. Það sem kemur mér á óvart er að á dagskrá fundarins er enginn málsmetandi aðili sem hefur haldið uppi málefnalegri gagnrýni á líffræðilegar forsendur núverandi fiskveiðistjórnunar, s.s. Jón Kristjánsson fiskifræðingur.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 1019333
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Erlent
- Trump tekinn við sem forseti Bandaríkjanna
- Beint: Trump sver embættiseið
- Hundruð sænskra hermanna til Lettlands
- Bindur vonir við að koma syni sínum aftur heim
- Átta látnir eftir eldsvoða á hjúkrunarheimli
- Trump sver embættiseið í dag
- Létust vera fjórtán ára
- Úr fjötrum og til frelsis
- Rafmagnað andrúmsloft í Washington D.C.
- TikTok aðgengilegt á ný í Bandaríkjunum