Leita í fréttum mbl.is

Virkjanir áfram, ekkert stopp - vinstri grænir

Það er gaman að fylgjast með því að norðan að vinstri grænir eru í virkilega góðum gír í höfuðborginni og sælir og glaðir enda komnir í stjórn hjá Framsókn. Gleðivíman er svo mikil að þeir eru búnir að steingleyma þeim málum sem þeir höfðu áhyggjur af fyrir örfáum vikum, s.s. bréfi umboðsmanns Alþingis. Um þetta erindi héldu þeir tilfinningaþrungnar ræður fyrir skemmstu en nú er öldin önnur og kjörnir fulltrúar hafa ekki lengur tíma í svona erindi og embættismaður settur í að svara bréfinu.

Sælan og gleðin er svo barnsleg og tær að þeir virðast ekki hafa nokkrar minnstu áhyggjur af þeim málum sem flokkurinn er þó stofnaður í kringum. Gleðin virðist ekki eiga sér nein takmörk. Ekki ber á því að vinstri grænir séu neitt að breyta kúrs borgarinnar í virkjunarmálum. Virðast vinstri grænir taka heils hugar undir með Birni Inga í virkjanakórnum um árangur áfram, ekkert stopp. Ætla flokkarnir í sameiningu að brjóta land undir nýjar virkjanir OR, REI og GGE þar sem er gríðarlega verðmætt útivistarsvæði Reykvíkinga ef marka má fróðlega síðu hengill.nu. Ekki virðist spilla neitt fyrir gleði vinstri grænna að það eigi að nota mest af orkunni sem verður virkjuð á útivistarsvæðinu til að knýja álver í Helguvík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Já ætli fari ekki að renna tvær grímur á stuðningsmenn flokksins. í ljósi þessa ?

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.10.2007 kl. 23:48

2 Smámynd: Ottó Marvin Gunnarsson

Mér finnst þessi virkjanaframkvæmdamál rosaleg hrúga, ég á erfitt með að átta mig nákvæmlega á þessu, getur beint mér á grein varðandi allar þessar deilur? kannski er það ekki mitt svið að kafa í þetta en ég vill reyna og sjá til.

Takk fyrir

Ottó Marvin Gunnarsson, 1.11.2007 kl. 11:58

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Vinstri græna hafa ekki skipt um skoðun í þessum málum Sigurjón. Og vonandi komin í stöðu til að stoppa þetta virkjanabrjálæði. Ég veit hinvegar ekki alveg hvert þú ert að fara, sjálfur virkjana og álbræðslusinninn !) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.11.2007 kl. 15:46

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hlynur, þar er rétt að ég er fylgjandi uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Húsavík en ég er alls ekki viss um að það sé skynsamleg virkjun sem VG virðist ætla að standa að fyrir sunnan til þess eins að nýta orkuna fyrir álbræðslu sem VG hefur fordæmt harkalega.

Sigurjón Þórðarson, 1.11.2007 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband